Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 28

Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979 i ( ! i [ Togarakaup BÚR: Mótmælum samningnum,— eins og börn hafi gert hann — segja borgarfulltrúar Sjáli'stæðisflokksins Eins og kunnugt er hafa undanfarið orðið nokkuð snörp orðaskipti í borgarstjórn Reykjavíkur vegna togarakaupa BÚR. Á fundi borgarstjórnar 15. febrúar kvaddi Ragnar Júlíusson (S) sér hljóðs vegna þessa máls. Hann sagði í upphafi, að 4. október 1978 hefði útgerðarráð samþykkt að hefja samningaviðræður við ríkisstjórnina um kaup á öðrum þeirra tveggja skuttogara af minni gerð, sem ákveðið hafði verið að láta smíða í Portúgal. Jafnframt samþykkti útgerðarráð að taka upp á ný viðræður við Stálvík hf. Fyrir liggi verð og afhendingartími frá Stálvík hf. svo samanburður fáist við hugsanlegan samning við Portúgal, áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur. Á útgerðarráðsfundi 26. janúar hefði svo Björgvin Guðmundsson lagt fram eftirfarandi tillögu: „Útgerðarráð samþykkir að kaupa tvo nýja skuttogara af minni gerð annan frá Portúgal en hinn frá Stálvík. Jafnframt samþykkir útgerðarráð að einn af eldri skuttogurum BÚR skuli seldur er hinir nýju togarar hafa verið afhentir. Utgerðarráð óskar heimildar borgarráðs fyrir því, að ganga frá samningum um kaup á togara frá Portúgal. Jafnframt samþykkir útgerðarráð að hefja samningaviðræður við Stálvík um smíði togara þar fyrir BÚR.“ Ragnar Júlíusson sagðist þá hafa bókað. „Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Utgerðarráði Reykjavíkurborgar munu greiða atkvæði með fram kominni til- lögu með því ófrávíkjanlega skil- yrði, að jafnframt undirskrift um kaup á skipi frá Portúgal verði gengið til samninga um kaup á skipi frá Stálvík hf. og þeim samningum verði hraðað svo sem unnt er, enda verði fjárhagsleg fyrirgreiðsla vegna Stálvíkur- skipsins í samræmi við yfirlýs- ingu formanns útgerðarráðs hér á fundinum. Verði frávik frá þessu ber að endurskoða tillöguna í heild." Ragnar Júlíusson vitnaði síðan í fundargerð útgerðarráðs frá 29. jan. sl. Þá var formanni og fram- kvæmdastjórum falið að ræða við forsvarsmenn stjórnarráðsins um hvernig að samningunum yrði staðið og ennfremur að setja í gang viðræður við umboðsmann skipasmíðastöðvarinnar um véla- gerð í skipinu og um aðrar breyt- ingar að því tilskildu, að borgar- ráð staðfesti samþykkt útgerðar- ráðs. A fundi borgarstjórnar 1. febrúar hefði hún síðan samþykkt að festa kaup á tveimur togurum. Það kvöld hefði staðið yfir mikil hátíð hjá stjórnarráðsfólki og stjórnarráðið ekki verið opnað fyrr en eftir hádegi daginn eftir. Strax við opnunina hefði svo formaður útgerðarráðs Björgvin Guðmundsson verið mættur til að skrifa undir yfirlýsingu þar sem reyndar fremst stæði, að væri „samkomulag". í þessu samkomulagi segi m.a., að „með yfirlýsingu þessari lýsi aðilar því yfir, að BÚR muni ganga inn í samninginn og yfir- taka í einu og öllu réttindi og skyldur þær, sem þar væri um samið. Sé samningurinn og fram- Ragnar kvæmd hans ríkissjóði óviðkom- andi frá undirskrift samnings- ins.“ Varðandi þetta atriði kvaðst Ragnar vilja vekja athygli á, að þegar BÚR hefði keypt alla Spánartogarana hefði staðið í annarri grein kaupsamningsins: „Seljandi (ríkið) ábyrgist gagn- vart kaupanda að skipasmíða- stöðin Astilleros standi við samn- inginn um smíði skipsins." Lýsti Ragnar furðu sinni á því ósam- ræmi sem væri í síðustu samning- um og hinum fyrri. Þá væri og ljóst, að líklegast væri, að yfirlýs- ingin hefði verið tilbúin áður en borgarstjórnarfundurinn 1. febrúar hefði farið fram og í raun verið samþykkt að kaupa togar- ana, þó með skilyrðum. Þann 8. febrúar hefði umrædd yfirlýsing verið borin undir at- kvæði í útgerðarráði og verið samþykkt af meirihlutanum gegn þrem atkvæðum sjálfstæðis- manna, sem óskað hefðu bókað: „1. Samkvæmt upplýsingum formanns útgerðarráðs í út- gerðarráði, borgarráði og borgar- stjórn varð að hraða samnings- gerð vegna vals á vél og búnaði fyrir 1. febrúar, ella yrði það á valdi umboðsmanns en ekki út- gerðarráðs að ákveða véla- og tækjabúnað. Fyrir lá samkvæmt upplýsingum umboðsmanns, að vélaframleiðandi var gjaldþrota og velja þyrfti nýja gerð aðal- vélar. 2. Samningurinn er undirritað- ur án fyrirvara um samþykki útgerðarráðs. 3. í samningnum er ríkissjóði sleppt undan allri ábyrgð, enn- fremur aþri íhlutun um breyting- ar á honum svo sem um hafði verið rætt. 4. Skip skal selt ella útborgun greidd áður en skipið afhendist. Þetta er ekki í samræmi við samþykkt útgerðarráðs frá 29. jan. sl. 5. Af þriggja mánaða láni ríkis- sjóðs, að upphæð kr. 48 milljónir skulu greiðast yfirdráttarvextir í sex mánuði þ.e. 1. nóvember 1978 — 1. maí n.k. 6. Engin yfirlýsing liggur fyrir um samning við Stálvík hf. sbr. bókanir á fundi útgerðarráðs 26. janúar sl. og á fundi borgar- stjórnar 1. feþrúar sl. • • Markús Orn Antonsson: Niðurskurður vinstri manna miskunn- arlausastur á sviði félagsmála MIKLAR umræður urðu um fé- lagsmál við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar Reykjavíkurborgar. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að félagsmálin yrðu hvað harðast úti hjá borgarstjórnarmeirihluta vinstri manna. Fögru orðin fyrir kosningarnar væru nú orðin að endurminningu um fóik, sem öllu ætlaði að breyta og ætlaði allt að bæta, en stendur síðan ekki við neitt vegna innbyrðis sundurlynd- is og getuleysis. Birgir ísieifur sagði, að nefna mætti meðferðarheimilið við Kleif- arveg. Það væri heimili fyrir börn sem ættu við sérstök vandamál að stríða. Húsið hefði verið gefið borginni í þessu skyni. Nú hefðu vinstri menn flutt breytingatillögu við fjárhagsáætlun sem fæli í sér að leggja heimilið niður, en á þessum fundi borgarstjórnar hefði sami meirihluti flutt tillögu um, að sú tillaga nái ekki fram að ganga heldur sé gert ráð fyrir áframhald- andi rekstri. Þarna hefði ekki verið talað við starfsmenn áður en fyrri tillagan var fram sett. Forstöðu- maður og starfsmenn hafi lesið um þetta í blöðunum og harðlega mót- mælt. í Fræðsluráði, sem þetta heimili heyri undir hefðu fulltrúar allra flokka mótmælt. Þá væri hér tillaga um að leggja útideild niður. Þetta væri deild stofnsett fyrir frumkvæði sjálfstæðismanna til að leysa félagsleg vandamál unglinga. Þessu hefðu bæði æskulýðs- og félagsmálaráð mótmælt. Starfsfólk hefði mótmælt. Félag ungra fram- sóknarmanna hefði mótmælt. Sig- urjón Pétursson einn af oddvitum meirihlutans hefði einnig mótmælt, en á fremur einkennilegan hátt með svo felldri bókun í borgarráði 9. febrúar. „Ég tel, að sú ákvörðun að leggja útideild unglinga niður sé varhugaverð. Unglingavandamál hafa farið vaxandi í Reykjavík og útideildin hefur verið ein virkasta vörnin gegn þeim. Ég tel því, að þegar deildin hefur verið lögð niður Birgir ísl. Gunnarsson þá verði borgin að leita annarra ráða til að sinna vandamálum þeirra unglinga sem deildin hefur annast. Þrátt fyrir þessa skoðun mun ég greiða atkvæði með þeim breytingatillögum á fjárhagsáætl- un, sem hér hafa verið lagðar fram.“ Um mæðraheimilið við Sólvalla- götu væri að segja, að þar ætlaði meirihlutinn að koma á dagvistun ungbarna. Eindregin mótmæli hefðu borist því þörfin fyrir mæðraheimilið væri viss. Ekkert samráð hefði verið haft við hina Markús Örn Antonsson ýmsu aðila. Meirihlutinn hefði ekki einu sinni haft samráð við sjálfán sig. „F élagshygg jumennirnir“ Markús Örn Antonsson (S) sagði, að það vekti sérstaka athygli hve þessir „félagshyggjumenn" í borgarstjórnarmeirihluta Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks beittu miskunnar- lausum niðurskurði á sviðum fé- lagsmála. Þetta hefði verið þeirra fyrsta verk. Sigurjón Pétursson og félagar hans hefðu á liðnum árum Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gagnrýnt sjálfstæðismenn sérstak- lega fyrir að of mikið fé á sviði félagsmála færi í beina fjárhagsað- stoð fyrir skjólstæðinga stofnunar- innar. En nú þegar Sigurjón og félagar hans væru komnir í valda- stóla meirihlutans þá byggðist niðurskurður þeirra fyrst og fremst á fyrirbyggjandi meðferðarstarfi sem þýddi auðvitað, að viss hætta væri á, að seinna þyrfti að beita beinni fjárhagsaðstoð. Markús Örn sagðist lýsa furðu sinni á því hvernig breytingar á félagsmálum hefðu frétzt. Margt hefði fyrst komið í blöðum. Hann sagði, að Guðrún Helgadóttir FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN — FRÁ BORGARSTJÓRN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.