Morgunblaðið - 02.03.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
31
Fatt gladdi
augaó er
ÍR sigraói
HANN var ekki vel leikinn né
skemmtilegur á að horfa leikur
ÍR og ÍS í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik í íþróttahúsi
Kennaraháskólans í gærkvöldi.
Leikurinn hafði sama og enga
þýðingu fyrir liðin og bar hann
þess greinilega merki. Það voru
aðeins fyrstu mínútur leiksins,
sem voru vel leiknar af hálfu
ÍR-inga enda gerðu þeir út um
leikinn á þessum mínútum. Stúd-
entar tóku reyndar smá kipp
undir lokin og tókst þá að
minnka muninn niður í 3 stig, en
sigur ÍR-inga var þó aldrei í
hættu. Lokatölur urðu 76:72 eftir
að staðan í leikhléi hafði verið
44:29, ÍR í vil.
Stúdentar hófu leikinn á því að
komast í 4:0, en þá gerðu ÍR-ingar
sér lítið fyrir og skoruðu 15 næstu
stig og léku á þessum kafla virki-
lega vel. Þeir héldu síðan áfram að
auka forskotið sem varð mest 21
stig, 42:21. í leikhléi var hann hins
vegar 15 stig eins og áður sagði,
44:29.
Síðari hálfleikur var afspyrnulé-
legur af beggja hálfu. Stúdentar
voru þó öllu skárri og minnkuðu
muninn hægt og sígandi. Þegar um
3 mínútur voru til leiksloka var
staðan 69:66 ÍR í vil og hljóp þá
nokkur spenna í leikinn, en Kol-
beinn Kristinsson skoraði þá góða
körfu og fékk að auki 1 vítaskot,
sem hann hitti úr og má segja að
þá hafi úrslitin verið ráðin.
IR-ingar notuðu síðustu mínúturn-
ar vel og héldu knettinum og
sigruðu í leiknum 76:72.
Hjá ÍR lék Paul Stewart mjög
vel í fyrri hálfleik, en sást varla í
þeim síðari. Kolbeinn Kristinsson
var góður og bræðurnir átti þokka-
legan leik, Kristinn í þeim fyrri og
Jón í þeim síðari.
ÍS-liðið var jafnt að þessu sinni.
Trent Smock skoraði mest, en lék
alls ekki vel, gerði sig sekan um
allt of mörg mistök.
Stigin fyrir ÍR: Paul Stewart 28
(22 í fyrri hálfleik), Kolbeinn 16,
Jón Jör. 14, Kristinn 10, Sigmar
Karlsson og Stefán Kristjánsson 4
hvor.
Stigin fyrir ÍS: Trent Smock 23,
Jón Héðinsson 13, Bjarni G.
Sveinsson 11, Steinn Sveinsson 10,
Gísli Gíslason 9, Albert Guðm.,
Ingi Stefánsson og Jón Oddsson 2
hver.
Góðir dómarar voru Kristbjörn
Albertsson og Jón Otti Ólafsson.
- ÁG
• Þetta er unglingalandslið íslands í badminton. Þetta unga fólk á erfitt verkefni fyrir höndum. Talið frá
vinstri: Garðar Alfonsson fararstjóri, Kristín Magnúsdóttir, Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adolfsson
(öll TBR), Helgi Magnússon ÍA og Sif Friðleifsdóttir KR. Ljósm Mbl: Kristján Einarsson.
Fimm unglingar á
NM i badminton
Islandsmótid í
innanhússknattspyrnu
hefst í kvöld
ÍSLANDSMÓTIÐ í innanhússknattspyrnu hefst í Laugardalshöllinni í
kvöld kl. 20.00. Mótinu lýkur svo ekki fyrr en á sunnudagskvöld. Mótið
hefst kl. 09.00 bæði á laugardag og sunnudag. Alls taka 40 karlalið
þátt í mótinu og leika 16 115 í A-riðli, 16 lið í B-riðli og 8 lið í C-riðli.
í flokki kvenna verða 5 lið. Það var Valur sem vann mótið í flokki
karla á síðasta móti, en FH í kvennaflokki. Nú má búast við
hörkukeppni í öllum leikjum. Framkvæmd mótsins annast mótanefnd
K.S.Í.
FÖSTUDAGINN 2. mars halda 5
fslenskir keppendur í badminton
til Svíþjóðar til þátttöku í
N.M.-unglinga, sem fer fram í
Malmö dagana 3. og 4. mars. Hafa
eftirtaldir keppendur verið valdir
til ferðarinnar.
Kristín Magnúsdóttir TBR
Sif Friðleifsdóttir KR
Broddi Kristjánsson TBR
Helgi Magnússon ÍA
Guðmundur Adolfsson TBR
Fararstjóri verður Garðar
Alfonsson
Á þessu móti verða þátttakend-
ur frá öllum Norðurlöndunum, alls
75 talsins, þar af senda Svíar og
Danir 28 keppendur hvor þjóð,
enda eru þetta þær þjóðir, sem
vafalaust keppa um flesta meist-
aratitlana á þessu móti. Um styrk-
leika þeirra keppenda sem íslend-
ingarnir mæta í sínum fyrstu
leikjum er erfitt að dæma, en í
öllum leikjum nema tveimur lenda
þeir á móti Svíum eða Dönum.
Annar þessara tveggja leikja er
í einliðaleik kvenna, þar sem
Kristín Magnúsdóttir keppir við
finnska stúlku og í hinum sem er
tvenndarleikur eru Finnar líka
annars vegar, en gegn þeim lenda
Guðmundur Adólfsson og Sif
Friðleifsdóttir.
Þetta gætu hvoru tveggja orðið
skemmtilegir og tvísýnir leikir og
óvíst um úrslit.
Um aðra leiki er ekki gott að
spá, þar sem Svíar og Danir eru
annars vegar.
Þegar litið er á árangur íslensku
keppendanna í Síðasta N.M.-ungl-
inga, sem var mjög viðunandi á
okkar mælikvarða og árangur í
öðrum mótum sem við höfum tekið
þátt í síðan er hægt að gera sér
vonir um góðan árangur í þessu
móti.
Fyrsti k vennalandsleikurinn
i blaki á Akureyri í dag
FYRRI lands'leikirnir í
blaki af fjórum fara fram í
íþróttaskemmunni á
Akureyri í dag. Kvenna-
landsleikurinn hefst kl.
18.00. Er það fyrsti lands-
leikur kvenna í blaki.
Verður fróðlegt að fylgjast
með útkomunni hjá
stúlkunum í þeim lands-
leikjum sem framundan
eru. Karlaliðin leika svo
saman kl. 20.00 og verður
það 9. landsleikur íslands
og Færeyinga í blaki.
Landsliðsþjálfarinn
Halldór Jónsson hefur lýst
því yfir að ekkert nema
sigur komi til greina í öllum
leikjunum.
Síðari landsleikirnir fara
svo fram í íþróttahúsi
Hagaskólans á laugardag.
Kvennaleikurinn hefst kl.
13.00 en karlaleikurinn kl.
16.00.
IR-ingar í
vandræðum
í GÆRKVÖLDI léku ÍR-ingar og Afturelding í 16 liða úrslitum
bikarkeppni IISÍ. Lentu ÍR-ingar í hinu mesta basli með heimamenn
sem léku vel og börðust ákaft í leiknum. Staðan í hálfleik var 13—9
Afturelding í hag. Lengst af í síðari háifleik hafði Aftureldning
forystu í leiknum, og var það ekki fyrr en á síðustu mínútu að ÍR tókst
að jafna metin 19—19. Var leiknum nú framlengt í 2x5 mínútur, og
tókst ÍR að knýja fram sigur í leiknum og lokatölur urðu 27—24.
ÍR-ingar eru því komnir áfram í átta liða úrslit.
EinkunnaglOfln
Þessar stúlkur eru úr ÍS Þrótti og UBK, en stúlkurnar úr Völsung og
ÍMA sem eru kjarninn í 1. landsleiknum á Akureyri 2.2. tókst því
miður ekki að mynda.
Attari röð trá vinstri: Guðrún Hreinsdóttir ÍS, Anna Guðný
Eiríksdóttir ÍS, Margrét Ólafsdóttir ÍS, Birna Kristjánsdóttir UBK,
Sólveig Þráinsdóttir Þrótti, Helga Garðarsdóttir Þrótti, Helga
Jónsdóttir ÍS, Ingibjörg Helgadóttir Völsung.
Fremri röð frá vinstri: Sigurborg Gunnarsdóttir UBK, Þorbjörg
Rögn valdsdóttir UBK, Biörg Björnsdóttir Þrótti, Málfríður Pálsdóttir
ÍS. Þóra Andrésdóttir ÍS. Svanhvít Helgadóttir Þrótti, Sigurhanna
Sigfúsdóttir Þrótti.
ÍS: Albert Guðmundsson 2, Bjarni G. Sveinsson 2, Gísli Gíslason 2, Ingi
Stefánsson 1, Jón Héðinsson 3, Jón Oddsson 1, Steinn Sveinsson 2.
ÍR: Jón Jörundsson 3, Kristinn Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 3, Kristján
Sigurðsson 1, Sigmar Karlsson 2, Stefán Kristjánsson 2.
ÞÓR: Jón Indriöason 2, Eiríkur Sigurösson 2, Hjörleifur Einarsson 1, Sigurgeir
Sverrisson 1, Þröstur Guöjónsson 1, Ómar Guöjónsson 1, Birgir Rafnsson 1.
VALUR: Kristján Ágústsson 3, Ríkharður Hrafnkelsson 3, Þórir Magnússon 2,
Hafsteinn Hafsteinsson 2, Torfi Magnússon 1, Lárus Hólm 1, Gústaf
Gústafsson 1, Sigurður Hjörleifsson 1.
Þór: Jón Indriðason 2, Eiríkur Sigurðsson 2, Karl Ólafsson 2, Hjörtur
Einarsson 1, Birgir Rafnsson 1, Sigurgeir Sveinsson 1, Ómar Gunnarsson 1,
Alfreð Tuliníus 2.
UMFN: Gunnar Þorvarðarson 3, Geir Þorsteinsson 3, Stefán Bjarkarsson 2,
Guðjón Sigurösson 2, Guðsteinn Ingimarsson 2, Árni Lárusson 1, Júlíus
Valgeirsson 1, Brynjar Sigmundsson 1 og Jónas Jóhannesson 1.