Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 7 n Alþýöubanda- lagiö er klofiö Það er nú komið fram, að tveir af Þingmönnum AlÞýðubandalagsins, Kjartan Ólafsson og Eðvarð Sigurðsson, munu greiða atkvæði gegn Þeim kafla í frum- varpi forsætisráðherra, Þar sem fjallað er um skerðingu kaupgjalds. Þetta staðfestí pað, sem Morgunblaðið hefur ítrekað staðhæft, að djúpstæður ágreiningur er kominn upp innan AlÞýðubandalagsins. Annars vegar er verka- lýðsarmurinn, sem ekki treystir sér til Þess að samÞykkja frekari kjara- skerðingu með hliðsjón af upphlaupinu í fyrra gegn Þáverandi ríkis- stjórn. Hins vegar eru svo ráö- herrarnir prír, sem að vísu halda enn meirihluta innan Þingliösins, en sæta æ harðari gagnrýni fré flokksmönnum sínum fyrir að hugsa ekki um annaö en að fá að verma ráðherrastólana ögn lengur. Eins og menn rekur minni til hefur Þaö slag- orð glumið í eyrum frá ráðherrum AIÞýðubanda- lagsins, að Þeir muni aldrei ganga lengra í kjaraskerðingarátt en samrýmist hugmyndum verkalýösforingjanna. Eins og nú standa sakir sitja Þeir eftir berstrípað- ir í stólunum sínum mjúku, Þrír örpreyttir menn á sálina, af Því að Þeir láta eigin metnað og framagirni ráða ferðinni. Bóndinn féll Athygli hefur vakiö, að einí bóndinn, sem fram var borinn til ábyrgðar- starfa í stjórn Framsókn- arflokksins, Jón Helga- son frá Seglbúðum, fóll tvisvar sinnum á Þingi Þeirra framsóknarmanna. Þetta segir sína sögu um Það, hver hafa orðiö örlög Þessa flokks, enda er Þaö haft eftir nýkjörnum for- manni hans, Steingrími Hermannssyni, í Þjóð- viljanum í gær, að Fram- sóknarflokkurinn sá „svo sem enginn bændaflokk- ur“. Það liggur líka fyrir, að sjónarmiö bænda eiga takmörkuðum skílningí að mæta í ríkisstjórninni, eins og glöggt kom fram í umræöum á AIÞingi í gær. Þar var Steingrímur Hermannsson ekki fyrr búinn að sleppa orðinu, Þar sem hann lýsti persónulegum skoðun- um sínum sem landbún- aðarráðherra, en sjávar- útvegsráðherrann stóð upp til Þess aö taka af öll tvímæli um Það, að sjón- armið landbúnaðarráð- herra ættu ekki stuðningi aö fagna innan ríkis- stjórnarinnar. Framsóknarflokkurinn kannast ekki lengur við uppruna sinn og hefur skípt um eðli. Þess vegna hefur hann tapað fylgi jafnt og Þótt, unz svo er komið, að nú er hann minnsti flokkurinn á Alpingi. Ungkommar eru hræddir Eins og fram hefur komið í blöðum var búið aö ákveða kappræöu- fundi ungra sjálfstæðis- manna og ungra alpýðu- bandalagsmanna víðs vegar um landið. Þetta átti aö vera endurtekning á sams konar fundum, sem haldnir voru á sl. vori. Fyrst í stað leit svo út sem petta ætlaði allt saman að takast. En Þeg- ar nær dró fór að bera á Því, að ungkommana brast Þrek og Þor til Þess að mæta ungum sjálf- stæðismönnum, Þannig að orðið hefur að aflýsa fundum á ýmsum stöðum af Því að enginn fæst til Þess aö verja gerðir ríkis- stjórnarinnar. Undanfarna daga hafa stjórnarflokkarnir pantað ályktanir frá ýmsum aðil- um til Þess að votta ríkis- stjórninni hollustu. Þetta hefur átt að sýna, að hún hafi ekki fyrirkomið öllu Því trausti, sem eitt sinn var til hennar borið. Og ugglaust er Það, að Þar sem einlitt lið er eingöngu saman komíð, geta menn enn talað sig upp í Það að votta ríkis- stjórninni traust. En jafn- víst er líka hitt, að Þeir gerast æ færri sem treysta sér til Þess að mæla ríkisstjórninni bót á málÞingum, Þar sem önnur sjónarmið koma fram og verk hennar eða öllu heldur verkleysi er tíundaö. Síðast en ekki sízt sýn- ir Þetta, að unga fólkið er annars sinnis en sl. vor. Því er ekki aö leyna, að margt af Því trúði Þeim fagurgala sem Þá var uppi hafður af svokölluö- um verkalýösflokkum. Það trúöi Því líka, að t.d. AlÞýðuflokkurinn vildi af- nema tekjuskattinn af almennum launatekjum og aö slagorðið um samningana í gildí væri raunhæft. Nú er komið í Ijós, að allt var petta skrum eitt og fánýtt hjóm. Ríkis- stjórnarflokkarnir hafa brugðizt öllum sínum fyrirheitum og leið auk- inna ríkisafskipta sýnir sig t að vera leiðin til versnandi lífskjara. Þess vegna kýs unga fólkiö í æ ríkara mæli að fylgja leið frjálshyggjunar og trúir Því, að með Því að hat'a hana að leiöarljósi sæki Þjóðin fram til betra mannlífs í víðtækasta skilningi Þess orðs. Sumir versla dýrt — aörir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum 20 AFSLATTUR á páskaeggjum Opiö iaugardaga hádegis STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 7 Barnasöngva- # keppni ’79 Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest í fyrri hluta alþjóðlegu barnasöngvakeppninnar þ.e. Ijóðakeppninni, til 20. apríl. Nánari upplýsingar hjá UNICEF á íslandi, Stóragerði 30, 108 Reykjavík, sími 34260. Til sölu 626 2 dyra hardtop 929 Station 818 4 dyra 323 3 dyra 818 2 dyra 929 4 dyra 616 4 dyra B1800 Pickup 929 2 dyra 929 2 dyra 929 4 dyra 929 2 dyra 929 2 dyra 818 4 dyra 818 4 dyra árg. 79 “ 78 “ 78 “ 78 “ 78 “ 77 “ 77 “ 77 “ 77 “ 76 “ 76 “ 76 “ 75 “ 75 “ 75 “ 74 616 4 dyra “ ’ Athugiö: 6 mánaða ábyrgð ofangreindum bílum. ekinn 1.800 km 21.000 km 9.000 km “ 24.000 km “ 11.000 km “ 24.000 km “ 11.000 km “ 21.000 km 39.000 km 35.000 km “ 38.000 km 44.000 km “ 71.000 km “ 83.000 km 69.000 km “ 48.000 km fylgir öllum BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 simar: 812 64 og 812 99 Traustir tjaldvagnar Sérstaklega sterkur og góöur undirvagn. Stál- grind, þverfjööur, demparar, stór dekk. Vagninn er nærri rykþéttur. Svefnpláss fyrir 7—8 manns. Eldhúskrókur meö eldavél og fleiru. Innifalið í veröi: Fortjald, innritjöld, gaskútur, þrýstijafnari og yfirbreiðsla. Camptorist er til afgreiðslu strax. gardínur, Gisli Jonsson & Co. h.f. Sundaborg. Sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.