Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 32
r LÝSÍNGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorgunliIníiiö MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 Fiskifræðingar leggja til aó loónuaflinn minnki um helming: „Forsendur fyrir útgerð loðnuflotans brostnar” — segir Kristján Ragnarsson, verði farið eftir tillögunum í VIÐRÆÐUM íslenzkra, norskra og færeyskra fiskifræðinga, sem fram fóru í Reykjavík í síðustu viku, var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu. að nauðsyn bæri til að ma'la með því, að til bráðabirgða verði leyfilegur hámarksafli loðnu takmarkaður við G00 þúsund tonn á sumar- og vetrarvertíð 1979—1980 á íslands-, Austur Græniands- og Jan Mayen-svæðinu. Ef farið verður að þessum tilmælum þýðir það um helmings samdrátt í veiðunum. Á nýliðinni vetrarvertíð veiddu íslendingar rúmlega 520 þúsund lestir af loðnu og Færeyingar um 17 þúsund lestir hér við land. Síðastliðið sumar og haust veiddu íslendingar tæplega 497 þúsund tonn, Færcyingar veiddu um 39 þúsund tonn af íslenzkri loðnu og Norðmenn um 150 þúsund tonn af loðnu við Jan Mayen. Samtals voru því tekin liðlega 1200 þúsund tonn úr þessum stofni, en nú er lagt til að veiðin á sama tímahili fari ekki yfir fiOO þúsund tonn. verða leyfðar. Þess má að lokum geta að útflutningsverðmæti loðnuafurða síðustu vertíðar nem- ur nálega 20 milljörðum króna. Sjá helztu niðurstöður fiski- fræðinganna á bls. 17. — Ef farið verður eftir þessum tillögum fiskifræðinga eru útgerð- arforsendur loðnuflotans algjör- lega brostnar, sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna er Mbl. bar þessar tillögur undir hann í gær. — Með þessum tillög- um yrði úthald loðnuskipanna ekki nema þrír mánuðir á ári í stað sex mánaða. Þessar aðgerðir hefðu gífurlegt áfall í för með sér fyrir útveginn og þjóðarbúið í heild og þessar tillögur koma eins og reið- arslag, sagði Kristján Ragnarsson. Hann benti á að ekki væru nema 2 ár síðan fiskifræðingar hefðu talað um að óhætt væri að veiða 1 ‘/2 milljón lesta af loðnu á ári. Nú væri það magn komið niður í 600 þúsund tonn. Í vetur hefðu veið- arnar verið stöðvaðar þegar aldrei hefði virzt vera meira af loðnu í sjónum. Hins vegar hefði verið gengið nærri loðnunni veturinn 1978, en þá hefðu fiskifræðingar ekki mælt með neinum takmörk- unum. Þá benti Kristján einnig á að þessar tillögur væru fram settar án þess að samráð væri haft við stjórnvöld eða hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig loðnu- veiðum verður háttað í sumar, né hvenær sumarloðnuveiðarnar Sólin hækkar á lofti með hverjum deginum sem líður og bráðum kemur lóan að kveða burt snjóinn. Eftir harðan vetur bíða íslending- ar vorkomunnar með meiri eftirvæntingu en endranær og í gær mátti líta unga Reykvíkinga sleikja sólskinið í Austurstrætinu. Ljósm. MbL ÓI. K. M. VSI neitar að setj- ast að samningaborði Telur ógerlegt að ganga til samninga á þykkti í gær. í ályktun VSÍ segir, að það sé íor- senda samningaviðræðna, að kjarasamningar séu í heild opnir, en ekki lög- ákveðnir að hluta. Vinnuveitendasamband íslands telur ógerlegt, að setjast að samningaborði um kaup og kjör eftir að höfuðþættir kjarasamn- inga, grunnlaun og verð- bætur, hafa verið ákveðn- ar með lögum,“ segir í yfirlýsingu, sem , fram- kvæmdastjórn VSÍ sam- í samþykkt fram- kvæmdastjórnar Vinnuveit- endasambandsins segir, að með hliðsjón af þessum meðan þeir eru að aðstæðum og af þeim sökum að það er raunhæft mark- mið hjá ríkisstjórninni, að ekki komi til almennra grunnlaunahækkana á þessu ári, lýsir Vinnuveit- endasamband Islands yfir því, að það getur ekki að svo stöddu tekið þátt í viðræð- um við samtök launþega eða einstök verkalýðsfélög um hluta lögákveðnir neins konar hækkun launa eða launakostnaðar. Sjá yíirlýsingu framkvæmda- stjórnar VSI í heild á bls. 16. Breyting á frumvarpinu um efnahagsmál: BSRB og BHM undanþegin afnámi áfangahækkananna RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fram breytingartil- lögu við ákvæði frumvarps- ins um stjórn efnahags- mála, sem fjalla um að grunnkaup á laun í marz, skuli haldast óbreytt, þar til um annað hefur verið samið. í breytingunni felst að niðurfelling 3% áfanga- hækkunar opinberra starfsmanna, innan BSRB Vestmannaeyjar: Stúlka kærir nauðgun ÞRÍTUGUR karlmaður situr í Kæzluvarðhaldi í Vestmanna- eyjum vegna nauðgunarmáls. 19 ára stúlka kom til löfjreglunnar aðfararnótt s.l. laugardags marin og blá og með rifin föt og kærði manninn fyrir nauðgun. Hafði atburðurinn gerst í bifreið fyrr sömu nótt að sögn stúlkunnar. Maðurinn var strax handtekinn og úrskurð- aður í 5 daga gæzluvarðhald. Er mál þetta í rannsókn hjá bæjar- fógetaembættinu í Eyjum. og BHM, er undanþegin lögunum, þ.e.a.s. er ekki felld niður samkvæmt þeim. Hins vegar felur breytingin í sér að áfanga- hækkanir annarra laun- þegahópa, svo sem banka- manna, falla niður. Breytingartillagan, sem borin er fram af meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, hljóðar þannig, að við ákvæði til bráðabirgða á eftir 51. gr. frum- varpsins bætist þessi setning: „Að því er varðar félagsmenn í BSRB og BHM fer þó eftir samkomulagi því, sem gert hefur verið við fjármálaráðuneytið. „Samkomulagið fjallar um það að félagsmöhnum BSRB er heimilt að velja á milli aukins samnings- réttar og 3% áfangahækkunar. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra var í gær spurður um það, hvað yrði þá um áfanga- hækkun bankamanna. Hann svar- aði: „Þeir hafa ekki samið." Morgunblaðið spurði þá, hvort þessi áfangahækkun félli niður og svaraði þá ráðherrann: „Já, nema þeir geri nýjan kjarasamning. Það er frjálst að gera nýjan kjara- samning. Þeir eru sem sagt ekki undir þessu undantekningar- ákvæði, það er bara BSRB og BHM, þeir, sem hafa samið sér- staklega við fjármálaráðuneytið. Það samkoumlag á að standa," sagði forsætisráðherra. Á það skal bent, að kjara- samningur bankamanna er bund- inn til tveggja ára og rennur út 1. október 1979. Flugmenn fordæma Sri-Lanka flugvöll FYRIR stuttu var hald- inn í Ilollandi ráðstefna 22 flugmannafélaga víða um heim og sóttu hana frá íslandi þeir Björn Guð- mundsson, formaður Félags ísl. atvinnuflug- manna, og Kristján Egils- son, einn stjórnarmanna F.Í.A. Var á fundinum rætt um öryggismál, sam- stöðu í vinnudeilum o.fl. Björn Guðmundsson sagði að oft væru gerðar athugasemdir við ástand öryggisbúnaðar á flugvöllum, ef svæðisnefndir sæju ástæðu til þess og væru á þessum fundum flugmanna- félaganna samþykktar athuga- semdir við flugvelli. Tíðkast að gefa til kynna með stjörnugjöf í ýmsum litum hvert ástand vall- anna væri. Hefði á fundinum nú verið ákveðið að flugvöllur- inn í Columbo á Sri Lanka fengi 3 svartar stjörnur sem væri versta einkunnagjöf sem hægt væri að fá og hefði hann fengið þessa einkunn þar sem svo til ekkert tækja hans væri í full- komnu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.