Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1979 17 Saltskortur farinn að gera v art við sig eftir aflahrotuna LÁTA mun nærri að inn- flutningur á salti hingað 8,7 milljóna króna land- helgisbrot SKIPSTJÓRINN á belgíska togar- anum Belgian Lady var í gær dæmdur í 2,6 milljón króna sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk. Skipið var síðastliðinn laug- ardag staðið að ólöglegum veiðum á friðuðu svæði suður af Grinda- vík. Afli skipsins var metinn á 3,8 milljónir króna og veiðarfæri á 2,3 milljónir. Sem vararefsingu var skipstjórinn dæmdur í 5 mánaða fangelsi. Skipstjórinn gaf trygg- ingu fyrir sektinni og hélt að því búnu frá Reykjavík. Armann Kristinsson sakadómari kvað upp dóminn, en meðdómendur voru til lands sé tvöfalt meiri frá áramótum en á sama tíma í fyrra. Bæði hefur framleiðsla saltfisks verið meiri á vertíðinni í ár en í fyrra og einnig að um áramót voru minni salt- birgðir í landinu en oft áður á þeim tíma. Á nokkrum stöðum á landinu hefur nokkuð borið á saltskorti, en í þessari viku verða um 7 þúsund tonn af salti losuð á höfnum hringinn í kringum landið. I aflahrotunni að undanförnu hefur víða hvorki verið mannskapur né tími til að gera annað en að grófsalta aflann. Fiskurinn hefur því ekki verið rifinn upp og saltið notað aftur fyrr en nú síðustu daga. Verksmiðja Sambandsins. Fiskréttaverksmiðja Sambandsins í Harrisburg: „Ástandið kemur ekki niður á fyrirtækinu” - ÉG Á EKKI von á að það ástand, sem ríkt hefur hér í Harrisburg undanfarna daga komi niður á sölumöguleikum á framleiðslu okkar fyrirtækis, sagði Geir Magnússon hjá fisk- réttaverksmiðju Sambandsins í Harrisburg í Bandaríkjunum í samtali við Morgunblaðið í gær. Geir sagði að vörur fyrirtækisins væru ekki merktar Harrisburg heldur Camp Hill, en í þeim bæ væri verksmiðjan staðsett, en ekki í sjálfri borginni. — Gæða- eftirlit og öryggis hefur verið gætt í hvívetna síðustu daga og vara okkar hefur ekkert tjón beðið. Hjá fyrirtæki Sambandsins í Harrisburg eða Camp Hill starfa tæplega 190 manns en síðustu daga hefur aðeins hluti starfs- fólksins mætt til vinnu. Að sögn Geirs vantaði 60 manns í vinnu á mánudag, en í gær var ástandið mun betra. Sagði hann að óvissan um hvað myndi gerast hefði farið verst með fólk. Skólar byrja í Harrisburg í dag, en þunguðum konum og börnum innan skóla- skyldualdurs hefur verið ráðlagt að halda sig í minnst 5 mílna fjarlægð frá verksmiðjunni. Fjórir íslendingar starfa hjá verksmiðju Sambandsins. skipstjórarnir Sigurður Þórarins- son og Karl Magnússon. Krafla vökt- uð allan sól- arhringinn LANDRIS heldur áfram jafnt og bítandi á Kröflusvæðinu og eru þrjár vikur liðnar síðan landið var komið upp fyrir þá hæð, sem það var í árið 1975 áður en umbrotin hófust á svæðinu. Skjálftum hefur fjölg- að nokkuð á svæðinu, eða úr 0—5 á dag í 5—10 dag hvern, en skjálftarnir eru það litlir að þeir koma aðeins fram á mæl- um, en finnast ekki að öðru leyti. Hvenær sem er úr þessu má búast við einhverjum tíðind- um að norðan, en hvað verður er ekki vitað frekar en fyrri daginn. Kemur þar til greina að kvikan hlaupi undir yfirborð- inu til norðurs eða suðurs; að kvikan komi upp á yfirborðið eða þá að landrisið einfaldlega stöðvist. Einn jarðvísinda- maður er ávallt á Kröflusvæð- inu og fylgist náið með fram- vindu mála, en að auki er sólarhringsvakt á skjálftavakt- inni í' Reynihlið. Frekari takmarkanir á loónuveiðunum .æskilegar: Nýliðun minnkar mjög á sama tíma og veið- arnar eru stórauknar ÞRJÚ atriði voru einkum til umræðu á fundi íslenzkra norskra og færeyskra fiski- fræðinga í Reykjavík í síðast- liðinni viku, uppruni Jan Mayen-loðnunn«r, núverandi ástand loðnustofnsins og leyfi- legur hámarksafii á komandi vertíð 1979 - 80. Árangur rannsóknaleiðangra, aldursdreifing og sér í lagi endur- heimtur merkja 1978 og 1979 þykja sýna greinilega að kyn- þroska hluti íslenzku loðnunnar gekk frá hafsvæðinu norðanlands til Jan Mayen í ágúst. Seinni hluta september og í október gekk loðnan til baka á svæðiðð NV af íslandi. Því er fyrir hendi örugg vitneskja um að loðnu- veiðarnar við Jan Mayen í ágúst í fyrra hafi grundvallast á þeim loðnustofni, sem hrygnir við ísland. I niðurstöðum viðræðnanna segir m.a. svo um áætlaða stofn- stærð og tillögur um hámarksafla: „Á tímabilinu frá 1972—75 gefur seiðatalning til kynna mjög mikla nýliðun (stórir árgangar). Seinni árin er greinileg minnkun í nýliðuninni, þannig að 1977 og 1978 er hún aðeins u.þ.b. ‘A af því, sem hún var á árunum 1972—1975. Á sama tíma er aukningin í veiðunum mjög hröð frá u.þ.b. 400.000 tonnum 1972—76 til u.þ.b. 1.200.000 tonna 1978—79. Það er litið á það sem hættu- merki, að á sama tíma og veiðarnar eru stórauknar minnkar nýliðunin. Þetta getur þýtt, að síðan 1977 hafi hinar auknu veiðar Snorri Jónsson forseti ASÍ: Útkoman gengur þvert á upphaflegt samkomulag „Ég er mjög óánægður með þetta samkomulag stjórnar- flokkanna um breytingar á efnahagsmálafrumvarpi for- sætisráðherra. Það hcfur sára- lítið verið komið til móts við athugasemdir ASÍ við aðra útgáfu frumvarpsins, það er eins og forsætisráðherra lagði það fram, og útkoman gengur þvert á það samkomulag, sem gert var við ríkisstjórnina,“ sagði Snorri Jónsson forseti ASÍ, er Mbl. spurði hann álits á samkomulagi stjórnarflokk- anna varðandi cfnahagsmála- frumvarpið. „Ég minni á raunverulegt sam- komulag, sem gert var, þegar þessi ríkisstjórn kom til valda," sagði Snorri. „Þá var fjallað ítarlega um þessi mál og aftur við mánaða- mótin nóvember-desember. Þakið, sem nú er sett, kemur þvert ofan í samkomulagið, sem gert var í upphafi, en þá varð samkomulag um þak, sem var það hátt, að velfelstir ASÍ-félagar sluppu und- ir það. ÁSÍ gerði ýmsar athugasemdir við frumvarpið, eins og forsætis- ráðherra lagði það fram, og þá einkum við verðbótakafla þess, en sáralítið tillit hefur verið tekið til þessara athugasemda." Mbl. spurði Snorra, hvort hann liti svo á að ríkisstjórnin hefði nú slitið griðin við verkalýðshreyf- inguna. „Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni," sagi Snorri. „Það sýnir sig meðal annars hjá Verka- mannasambandinu að hluti innan okkar samtaka vildi gefa nokkuð til að þessi ríkisstjórn héldi áfram. Og sjálfur met ég stöðuna þannig, þrátt fyrir mína óánægju með þetta samkomulag nú, að það sé afskaplega stór hluti, jafnvel meirihluti, innan ASÍ, sem vill reyna þessa ríkisstjórn áfram, þrátt fyrir þessi pólitísku mistök." Þá spurði Mbl. Snorra, hvaða áhrif hann teldi það hafa innan ASI, ef opinberir starfsmenn fengju 3% launahækkun. „Það hefur ábyggilega sín áhrif innan okkar hóps,“ sagði Snorri. „Okkar fólki hefur þótt það heldur verr sett gagnvart launum opinberra starfsmanna. Samningar okkar félaga eru nú lausir og þótt ég vilji engu spá, gæti slík launahækkun til opin- berra starfsmanna haft sín áhrif meðal félaga ASÍ.“ haft alvarleg áhrif á nýliðunina til hins verra. Það er því mögulegt að á því tímabili hafi loðnustofninn verið ofveiddur og verður að leggja áherslu á aukna varúð í stjórnun veiðanna. Ef tekið er tillit til þeirrar þróunar, sem verið hefur í seiða- fjölda undanfarið eru líkur á enn minni nýliðun í hrygningar- stofninn 1979—1980 miðað við undanfarin ár. Fundurinn mælir því með að til bráðabirgða verði leyfilegur hámarksafli takmarkað- ur við 600.00 tonn á sumar og vetrarvertíð 1979—1980 á íslands-, Austurgrænlands- og Jan Mayen svæðinu. Þegar niðurstöður rannsókna, sem gerðar verða í sumar og haust (magnmælingar og seiðarannsóknir), liggja fyrir munu þessar bráðabirgðatölur um leyfilegan hámarksafla verða endurskoðaðar og breytt ef nauðsyn þykir." Á fundi fiskifræðinganna voru gerðar áætlanir um sameiginlegar rannsóknir til að fá gleggri upplýsingar um loðnustofninn. Skrifstofustjóri borgarinnar: Borgarráð leggur til að Guimar Eydal verði ráðinn MEIRIHLUTI borgarráðs Reykja- víkur samþykkti á fundi í gær að leggja til við borgarstjórn að Gunnar Eydal lögfræðingur yrði ráðinn skrifstofustjóri Reykja- víkurborgar. Tillaga borgarráðs verður tekin fyrir á fundi borgar- stjórnar á morgun. Tillagan um ráðningu Gunnars var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvaéðum þeirra Birgis ísleifs Gunnarssonar og Alberts Guðmundssonar, sem létu gera bókun um málið. Birgir ísleifur Gunnarsson: „Freklega gengið framhjá 2 starfemönnum borgarinnar” — VIÐ TELJUM að með tillögunni um ráðningu Gunnars Eydals sé freklega gengið framhjá tveimur starfsmönnum borgarinnar, sem báðir hafa gegnt sínum störfum með mikilli prýði. sagði Birgir ísleifur Gunnarsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. f borgarráði hafði þá fyrr um daginn verið samþykkt að mæla með því við borgarstjórn að Gunnar Eydal yrði ráðinn í starf skrifstoíustjóra borgarinnar. Birg- ir ísleifur og Albert Guðmundsson greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu til að Jón Kristjánsson skrif- stofustjóri borgarverkfræðings yrði ráðinn í starfið. en til vara Ólafur Jónsson lögfræðingur á borgar- skrifstofunum. — Við Albert bentum á að meðal umsækjenda væru tveir borgar- starfsmenn, sem báðir hefðu gegnt ábyrgðarstöðum fyrir borgina, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. — í þessu tilfelli er ótvírætt um pólitíska stöðuveitingu að ræða. Okkur sem fylgjumst með daglegum störfum borgarráðs og borgarstjórnar hefur um nokkurn tíma verið ljóst, að Alþýðubandalagið hefur sótt á um að fá að ráða pólitískan kommissar inn á borgarskrifstofurnar. Nú hafa samstarfsflokkarnir látið undan þessari kröfu með ráöningu Gunnars Eydals sagði Birgir ísleifur Gunnars- son að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.