Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979 13 30 milljónum úthlutað úr kvikmyndasjóði FYRSTA úthlutun úr kvik- myndasjóði heíur farið fram, en sjóðurinn var stofnaður með lög- um nr. 14/1978 og hafði sjóður- inn 30 milljónir króna til umráða að þessu sinni. Umsóknir bárust frá 19 aðilum vegna 23 verkefna. Sótt var sam- tals um styrki að fjárhæð um 130 millj. kr., en áætlaður heildar- kostnaður við verkefnin er um 430 milljónir króna. Þessir hlutu styrki: Ágúst Guðmundsson o.fl. vegna kvikmyndarinnar „Land og synir", 9 millj. kr.; Gísli Gestsson og Andrés Indriðason vegna kvik- myndarinnar „Veiðiferðin" (kvik- mynd fyrir börn), 5 millj. kr.; Snorri Þórisson o.fl. vegna kvik- myndarinnar „Óðal feðranna", 5 millj. kr.; Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveinsson vegna kvik- myndarinnar „Átthagar", 3 millj. kr.; Þorsteinn Jónsson vegna kvik- myndarinnar „Sjómaður", 2 millj. kr.; Páll Steingrímsson og Ernst Kettler vegna kvikmyndar, er hef- ur Vestmannaeyjar 1873 að sögu- sviði, 2 millj. kr.; Óli Örn Andreas- sen og Guðmundur P. Ólafsson vegna kvikmyndarinnar „í Vestur- eyjum", 1.5 millj. kr.; Sigurður Örn Brynjólfsson vegna kvikmyndar- innar „Þrymskviða" (teiknimynd), 1 millj. kr.; Jón Axel Egilsson vegna kvikmyndar um fjölskyldu- líf (handritsstyrkur), 1 millj. kr. I stjórn kvikmyndasjóðs eru: Knútur Hallsson formaður, Hinrik Bjarnason, tilnefndur af Félagi kvikmyndagerðarmanna, og Stefán Júlíusson, tilnefndur af Fræðslumyndasafni ríkisins. Áslaug Kristinsdóttir íslandsmeistari í skák ÁSLAUG Kristinsdóttir TR varð íslandsmeistari kvenna í skák 1979, en keppni í kvennaflokki er um það bil að ljúka. Áslaug hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum í 2.-3. sæti eru Ólöf Þráins- dóttir, fyrrverandi íslandsmeist- ari og Svana Samúelsdóttir Reykjavíkurmeistari með 4 vinninga en í 4. sæti er Sigurlaug R. Friðjónsdóttir með 3% vinning og eina skák óteflda. Áslaug er 18 ára gömul og stundar nám í Menntaskólanum við Sund. Þátttakendur í mótinu voru 14 og var teflt í tveimur flokkum. I B-flokki er Ösp Óskarsdóttir, 13 ára, efst með 4 vinninga og á eina skák óteflda. Friða A rnarkle tt áReykjanesi Bæjarstjórarnir í Grindavík og Njarðvík og sveitarstjórinn í Vatnsleysustrandarhreppi hafa auglýst í samráði við viðkomandi landeigendur að öll efnistaka og önnur náttúruspjöll í námunda við Arnarklett, sem er landa- merkjapunktur í hrauninu suður af Snorrastaðatjörnum milli sveitarfélaganna þriggja, sé bönnuð. Þetta er gert að ótta við það að þessi klettur verði eyðilagður, sagði Eiríkur Alexandersson bæjarstjóri í Grindavík, en slíkt gerðist með annan merkilegan landa- merkjapunkt á þessu svæði, svokallaða Stapafellsþúfu, sem stóð uppi á samnefndu fjalli og var landamerkja- punktur milli Grindavíkur, Njarðvíkna og Hafna og einn- ig jarðanna Staðar og Húsa- tófta í Grindavík. Fjármálaráðherra og þjóðhagsstjóri: Utan til viðræðna við erlendar lánastofnanir Mbl. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá fjármála- ráðuneytinu: Fjármálaráðherra, Tómas Árnason, hélt í morgun til Lundúna, ásamt dr. Jóhannesi Nordal, seðlabankastjóra, og Jóni Sigurðssyni, forstjóra Þjóðhags- stofnunar. Munu þeir næstu daga eiga viðræður við erlendar lána- stofnanir. í fjarveru Tómasar Árnasonar mun Steingrímur Hermannsson, dómsmála- og landbúnaðarráð- herra, gegna störfum fjármálaráð- herra. 3. apríl 1979, Fjármálaráðuneytið. v-V Sambyggt útvarp/kassettutæki Lang og miðbylgja Bæði fyrir rafhlöður eða venjulegan straum. Verð aðeins kr. 65.320- PHIUPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 _ Þau fást tilbúin fyrir gluggana, skápana eða hillurnar Sjálf lagar þú breidd þeirra að hlutverkinu gengur frá festingum og setur þau upp. f Margvísleg mynstur og litir ,i ^ SOMBRERO. Útsölustaðir á SOMBRERO rúllutjöldum: BYKO Kópavogi verslunin Brynja, Laugavegi 29 Reykjavík. Z-brautir og Gluggatjöld s.f., Ármúla 42, Reykjavík. Jón Fr. Einarsson versl., Bolungarvík. L Einar Jóhannsson & Co., Siglufirði. fc Verslunin Brimnes, Vestmannaeyjum A, Vers,un'n Dropinn, Keflavík. §m Verslunin Málmur, Hafnarfirði. ■Bk Og flest kaupfélög landsins. Heildsölubirgðir DavíóS.Jónsson og Co.hf. SOMBRERO rúllutjöldin eru svolítiö sérstök inaiiÍMii npS atw>. ■ MnMft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.