Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Morgunblaðið birti sl. föstu- dag skemmtilega og skarplega grein eftir pólska heimspeking- inn og andófsmanninn Leszek Kolakowski, sem er þessa dag- ana staddur á íslandi til fyrir- lestra. Greinin heitir: „Hvernig er að vera frjálslyndur íhalds-sósíalisti" — og er rituð bæði í gamni og alvöru um það Alþjóðasamband „frjálslyndra íhalds-sósíalista", sem Kolakow- ski veit, að aldrei verður tiL, „vegna þess að það getur ekki lofað að gera menn hamingju- sama“. Hún ber með sér djúpan skilning Kolakowskis á stjórn- málum og gefur tilefni til um- ræðna um nokkur frumhugtök þeirra, stjórnmálastefnur og siðferðilegar skoðanir. Ég ætla því að leggja orð í belg, gera nokkrar athugasemdir við grein Kolakowskis. Kolakowski veit, hvaða sið- ferðilegu skoðanir felast í íhaldssemi og frjálslyndi. íhaldsmaðurinn stefnir ekki að fullkomnun skipulagsins, því að hún næst aldrei, og hann skilur það, að ekki eru allar breytingar til bóta og að stofnanir geta ekki bætt manninn. Prjálslyndi mað- urinn skllur það, að frelsið er skilyrði fyrir þroska einstakl- ingsins og vexti þekkingarinnar og að ríkið er umfram allt til þess að tryggja þetta frelsi. Kolakowski hefur með öðrum allt að því merkingarlaus. Enska orðið „equality" hefur báðar merkingarnar, en það notar Kolakowski. (Grein hans birtist í októberhefti brezka tímaritsins Encounter.). Rangt er að mínu mati að nota íslenzka orðið „jafnrétti" um síðarnefnda hugtakið, villan er fremur dr. Arnórs Hanni- balssonar lektors, sem íslenzk- aði greinina, en Kolakowskis. íslenzk tunga gerir sjálf grein- armun á jafnrétti, jöfnum rétti samkvæmt leikreglum, og jafnstöðu. jafnri niðurstöðu að leikslokum. Og það er rétt, sem Kolakowski bendir á í greininni, að til þess að tryggja jafnstöðu verður ríkið að færa frá einum manni til annars með valdi, jafna. Jöfnun krefst mikils valds ríkisins, en í skjóli valdsins þrífst forréttindastétt. Því má segja: „Fullkomin jafnstaða er þverstæða sem eyðir sjálfri sér“ — en ekki: „Fullkomið jafnrétti...“ — eins og Kola- kowski (eða Arnór) segir. Ég eyði þessum orðum á greinar- mun hugtakanna jafnréttis og jafnstöðu, með því að hann er ekki nægilega skýr í máli margra Islendinga. En er jöfnun æskileg? Á að færa 2 mörk frá leikmanninum, sem skoraði 8 mörk, til hins, sem skoraði 4, svo að báðir hafi að leikslokum 6 mörk? Á að alvarlegri stórárekstra en þjóð- félög sem hafa afnumið gróða- fíknina sem stjórnunarafl í framleiðslunni." Hvað á hann við? „Gróðafíknin" stjórnar ekki framleiðslunni í frjálsu hag- kerfi, heldur einstaklingarnir (þótt frelsið til þess að setja sér markmið feli í sér frelsi til þess að setja sér það markmið að græða). En hvenær græðir framleiðandi? Þegar hann fram- leiðir vöru, sem selst, það er: fullnægir einhverri þörf. „Gróðafíknin" knýr framleið- andann með öðrum orðum til þess að fullnægja þörfum ann- arra sem bezt. Þörfum einstakl- inganna verður ekki fullnægt, ef „gróðafíknin" er „afnumin sem stjórnunarafl". Friedrich A. Hayek leiddi óyggjandi rök að því í bókinni Leiðinni til ánauð- ar (The Road to Serfdom) 1944. Kolakowski segir enn, að sósíalisti trúi þessu: „Að ýta eigi undir alla viðleitni til að koma á félagslegri stjórnun á atvinnu- lífinu." En hvað er „félagsleg stjórnun"? Stjórnun ríkisins. Og hverjir hafa ríkisvaldið? Stjórn- málamennirnir og embættis- mennirnir. En þeir geta varla tekið skynsamlegar ákvarðanir um framleiðsluna, því að þeir hafa ekki staðþekkingu, mann- þekkingu og verkkunnáttu framleiðendanna sjálfra. Og vald ríkisins ógnar að sjálfsögðu Frjálslyndi, íhaldssemi og samúðin með lítilmagnanum orðum komizt að því, sem Karl Popper benti á í bókinni Opnu skipulagi og óvinum þess (The Open Society and Its Enemies) 1945: að ekki er hægt að skipu- leggja hamingjuna, þótt hægt sé að skipuleggja óhamingjuna. Við getum sagt fyrir um það með fullri vissu, að eðlilegur maður, sem rændur sé frelsi sínu, verði óhamingjusamur, en við getum ekki sagt fyrir um það með sömu vissunni, að maður, sem hafi frelsi, verði hamingju- samur. Frelsið er nauðsynlegt skilyrði fyrir hamingjunni, en alls ekki nægilegt. Ég er sammála Kolakowski um það, að frjálslyndi og íhalds- semi geti hæglega farið saman, og færi rök fyrir því í bók, sem kemur út seinna í þessum mán- uði, að í frjálshyggju tuttugustu aldarinnar — frjálshyggju hugsuða eins og Karls Poppers og Friedrichs Hayeks — fari frjálslyndisstefna og íhalds- stefna nítjándu aldarinnar sam- an. Frjálslyndir menn hafa kastað þeirri barnalegu trú, að frelsið tryggi hamingjuna (en sé ekki aðeins skilyrði fyrir henni) og að erfðasyndin sé ekki til, en íhaldsmenn þeirri, að allar breytingar á siðum og reglum séu varasamar. En skökku skýt- ur þó við í grein Kolakowskis. Hann segir: „Þjóðfélagsskipan sem sameinar fullkomið jafn- rétti og frelsi getur ekki verið til.“ Hvað á hann við með orðinu „jafrirétti"? Á hann við jafnan rétt samkvæmt þeim almennu, hlutlausu reglum, sem ríkið verður að setja keppni einstakl- inganna að markmiðum sínum, til þess að árekstrar þeirra verði sem fæstir? Það jafnrétti er að mínu viti hið sama og frelsi, og það á að vera fullt. Eða á hann við tryggingu ríkisins fyrir því, að árangur einstaklinganna í þessari keppni veröi jafn? Það er sennilegt, elia eru orð hans færa 2 millj. kr. frá þeim, sem hafði 8 millj. kr. tekjur, til hins, sem hafði 4, svo að báðir hafi eftir árið 6 millj. kr. tekjur? Það er ekki réttlæti, heldur ranglæti (þegar við það er miðað, að leikreglur hafi ekki verið brotn- ar). Af þessari ástæðu er stig- hækkandi tekjuskattur hæpinn og dómur Kolakowskis sleggju- dómur: „Sú tegund af íhaldsböl- sýni um mannleg málefni, sem leiddi til þeirrar undarlegu skoðunar að stighækkandi tekjuskattur sé ómannlegt af- skræmi, er alveg jafngrunsam- leg og sú tegund sögulegrar bjartsýni sem gat af sér Gulag-eyjaklasann." Kolakow- ski felldi þennan dóm í kafla sínum um sósíalismann (sem ég kalla „samhyggju" á íslenzku). Við þann kafla ber að gera nokkrar fleiri athugasemdir, því að í frásögn Kolakowskis frá samhyggjunni gætir nokkurra gamalla hleypidóma — um „gróðafíkn" og „félagslega stjórnun". Kolakowski segir, að sósíalisti trúi þessu: „Að þjóðfélög sem láta gróðafíknina eina stjórna framleiðslukerfinu eiga yfir höfði sér alvarlega eða stórum frelsi einstaklinganna, ef það fer yfir eitthvert mark — en það mark reyna frjálslyndir stjórn- spekingar að finna. Samhyggjan eða sósíalisminn er hvorki falleg hugsjón né skynsamleg. Frjálshyggjumenn greinir ekki á við samhyggju- menn um það, að ríkið verður (með valdi) að tryggja öllum þeim mannsæmandi afkomu, sem geta það ekki sjálfir (en merking orðsins „mannsæm- andi“, fer eftir efnum og ástæð- um). Og þeir eru þeirrar skoðun- ar, að líta verði eftir atvinnulíf- inu, þannig að atvinnurekendur „geri ekki samsæri gegn al- menningi um að hækka verð" eins og Adam Smith orðaði það í bókinni Auðlegð þjóðanna (The Wealth of Nations) 1776. Frjáls- hyggjumenn deila samúðinni með lítilmagnanum með sam- hyggjumönnum, ef sú er afltaug samhyggjunnar. En samhyggj- an hefur til þessa verið skilin öðrum skilningi — bæði af samhyggjumönnum og frjáls- hyggjumönnum. Hún hefur ver- ið skilin sem leið valdsins að lífshamingjunni, en sú leið hef- ur verið, er og hlýtur að vera leiðin til óhamingju. yORGUNBLAOIÐ. FOSTUDAGUR 6 APKtL I’ i A.7Rk Kolakowski: Hvernigáaðvera frjálslyndur íhalds-sósíal Stefnuskrá Pólski hcimHpektngurinn o« •ndólsmaðurlnn Kulnkowski. sem hefur verW «.l.«i Irá 1%«. »yf;. ‘v” lyrirlestr. hér á Imnéti um hrbcina. .nn.n á ve*um heim spekideild.r Hánkól.n* < lestur .0“ th' *■•'“*“ ol Liber.lism" - «1"" 4 v*|"" FéUfs ákM.muM um heim speki nk. sunnuda* kl. 14 -tM. t.K nefnist h.nn -On Un«u.ge“. brÍRKÍ* bind. verk eft.r Kotar kowski. -M.in CurrenU «»I Marxism", um kenningu K.y Marx o* lylnism.nn. han^o iielur það lengið mjö* K** dóm. á Ve.turlöndum, » H.nnes H. GlHsur.rson relt . þetU verk h.ns 1 Mbl. 24. Sr, Olafur Skúlason: Barniö og kirkjan Skírnin Fermingin Sunnudagaskólinn Það fylgir starfi mínu að taka í móti fæðingarskýrslum og flokka þær. Eitt þeirra atriða, sem mér ber að veita athygli, er það, hvort móðir barns telur sig til þjóðkirkj- unnar, einhverra annarra safnaöa eöa segist vera alveg utan kirkju. Eftir þessu eru fæöingarskýrslurn- ar flokkaðar, með tilliti til búsetu móður. En það fæðast ekki mörg börn þannig „utan kirkjunnar", þ.e. þau sem eiga móöur, sem ekki vill vita af kirkjunni. Og flest þessara barna, líka þá oft á tíðum þau, sem upphaflega voru flokkuð utan kirkju, eru færð til skírnar. Kann aö vaida því misskilningur margra, sem leggja skírn að jöfnu við nafngift. En þó getur líka verið fólgin viss von í því, að fólk, sem segist vera utan tyrkju og er það sjálfsagt, vill þiggja fyrirbæn kirkj- unnar og helgun barns í Guðs nafni í heilagri skírn. En eitt er að velja barni nafn og annað að færa það til skírnar. Samkvæmt lögum ber hverjum íslendingi að heita einu nafni eða tveimur. Foreldrum eða forráða- mönnum er lögð sú ábyrgð á herðar að velja barni nafn innan hæfilegs tíma frá fæöingu. En það eru ekki lagaboð að baki skírnar- innar. Það er hverjum og einum heimilt að færa barn til skírnar, en það er enginn skyldaður til slíks. Nafngift er borgaraleg skylda. Skírnin er tjáning trúar. Um leiö og. barnið er skírt taka foreldrar á sig ábyrgð varðandi trúarlegt uppeldi barnsins. Þetta kemur fram í lokaorðum prestsins við hverja skírn. Þó er ég hræddur um það, aö í alltof mörgum tilfell- um falli þau orð á dauf eyru. Væri þess vegna full ástæða til aö kveöa þar enn fastar að oröi og jafnvel að setja þessa hvatningu um skyldu foreldra og forráðamanna fyrr í helgisiði skírnarinnar í kirkjunni. En það eru ekki aöeins foreldr- arnir, sem taka á sig vissa ábyrgð meö því að færa barn til skírnar. Söfnuðurinn er líka kvaddur til ábyrgðar, og til hans er skýrskot- að, þegar barn er skírt í messu. Ábyrgð safnaöarins er að aöstoða foreldra við trúcuáegt uppeldi barnsins. Þar er hofðað til sam- vinnu heimilis og kirkju. Hvers getur þá heimiliö vænzt af söfnuöi sínum? Jú, presturinn er til staðar, til þess aö veita hverja þá aöstoð, sem eftir er leitað. En börnum er einnig boðið til guösþjónustu safn- aðarins, þar sem fer fram í senn trúfræðsla og trúarjátning í til- ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.