Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 5 „Sjö þúsund fleiri fengu hitaveitu en orkuráðherra segir” MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Jóhannesi Zoéga hitaveitustjóra: „í Morgunblaðinu s.l. sunnudag, 9. apríl, er haft eftir iðnaðar- og orkuráðherra á Alþingi að á árunum 1971 til 1978 hafi 45.910 íbúar landsins fengið hitaveitu, þar af 29.200 íbúar hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Þar sem hér hefur augsýnilega einhversstaðar slæðst inn veruleg villa, þykir rétt að koma leiðrétt- ingu á framfæri. í.árslok 1978 voru 111.145 íbúar taldir í húsum tengdum Hitaveitu Reykjavíkur. í árslok 1970 voru þeir 76.603. Fjölgunin hefur því numið 34.542 íbúum. Rúmmál tengdra húsa hjá H.R. hefur á sama tíma aukist úr 12.038 þús. rúmmetrum í 21.531 þús. rúm- metra eða um 9.493 þúsund rúm- metra. Ef notuð er tala ráðherra um olíunotkun, 13 lítrar á hvern rúm- metra á ári, sem ekki er of há samkv. nýlega gerðri athugun víða um land, þá er árlegur olíu- sparnaður þeirra húsa sem tengd hafa verið Hitaveitu Reykjavíkur einni á þessu tímabili, 1971—1978, um 123,4 milljónir olíulítra á ári. í ofangreindum tölum er ekki meðtalin fjölgun íbúa á svæðum Hitaveitu Mosfellshrepps, sem fær vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur, en þar mun íbúum hafa fjölgað um 1500 á tímabilinu. Ekki virðist þeirrar fjölgunar getið í ræðu ráðherra. Ef tillit er tekið til þessara leiðréttinga, hafa nær 7000 fleiri íbúar landsins fengið hitaveitu á tímabilinu 1971—1978 en greint er í frásögn af ræðu orkuráðherra í ofangreindri Morgunblaðsgrein." Arlegt kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn- ar heldur árlegt kirkjukvöld í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, skírdag kl. 8.30 e.h. Að þessu sinni er efnisskrá kvöldsins í umsjá félaga úr Frí- múrarareglunni á Islandi. Sigurður ísólfsson organisti leikur lag eftir Þórarin Guðmundsson og séra Þórir Stephensen flytur ávarp í upphafi kvöldsins. Inngangsorð flytur Gunnar J. Möller hæstaréttarlögmaður en áður leikur Jónas Dagbjartsson „Have pity Sweet Eyes“, aríu eftir Mirha Elman, á fiðlu við undirleik Sigurðar Isólfssonar organista. Kristinn Hallson óperusöngvari syngur aríu eftir Mozart við undirleik Sigurðar ísólfssonar og Stefán Bogason læknir flytur er- indi um trúna. Kristinn Bergþórs- son syngur „Ég kveiki á kertum mínum" við undirleik Sigurðar ísólfssonar og því næst flytur Esra Pétursson læknir erindi sem nefnist „Daglegt brauð og brauð lífsins". ívar Helgason syngur „Bæn“ eftir Þórarin Guðmundsson við undirleik Sigurðar Ísólfssonar, Sigurgeir Guðmundsson fv. skóla- stjóri flytur erindi „I dymbilviku" og því næst syngur Sigurður Björnsson óperusöngvari „Allsherjar Drottinn“ eftir Cæsar Frank. Séra Þórir Stephesen dóm- kirkjuprestur fer með bæn í lokin og sunginn verður sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni“. Útspil, „Liðinn er dagur" eftir Pál Isólfs- son, leikur Sigurður Isólfsson organisti. Öllum er heimill aðgangur að kirkjukvöldi Bræðrafélags Dómkirkjunnar. Hvammshreppi gefíð hús Lóransstöðvarinnar Litla-Uvammi. 10. aprfl. Á FUNDI hreppsnefndar Hvammshrepps síðastliðinn fimmtudag lagði oddviti fram gjafarbréf fyrir lórans- stöðvarhúsinu á Reynisfjalli undirritað af póst- og síma- málastjóra, Jóni Skúlasyni, þar sem hann afhendir fyrir hönd póst- og símamála- stjórnar Hvammshreppi hús- ið án nokkurrar kvaða til eignar. Sem kunnugt er hefur hús- ið staðið ónotað á annað ár eða síðan starfsemi lóran- stöðvarinnar var hætt hinn 29. desember 1977. Húsið er allt á einni hæð, um 360 fermetrar að flatarmáli og hið vandaðasta að allri gerð. — Sigþór. Hundrað og tólf emir um áramótin HAFERNIR voru alls 112 talsins hér á landi um síðustu áramót, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur fengið frá Fuglaverndunarfélagi íslands. Af þessum 112 örnum voru 67 fullorðnir, 29 ungir ernir, og 10 ungar komust úr sjö hreiðrum árið 1978. Óvíst er um aldur á 6 örnum. í vetur fannst særður haförn skammt frá bænum Haga á Barðaströnd, og drapst hann þar nokkrum vikum síðar. þrátt fyrir að hann íengi góða aðhlynningu. Hafi ernir verið 112 hér á landi um áramótin eru þeir því væntanlega einum færri núna. Ljósm: Emilía. Árið 1978 gerðu 12 pör tilraun til þess að verpa, svo að öruggt megi telja, en varp misfórst í sumum hreiðrunum af ýmsum orsökum, enda er haförninn með viðkvæmustu varpfuglum lands- ins, og þolir hann illa að verða fyrir styggð á meðan hann liggur á og þar til ungarnir eru um tveggja vikna gamlir. Mest vanhöld reyndust á stöðum nálægt æðarvarpi og þangskurði að sögn stjórnar Fugla- verndunarfélagsins. Stjórn Fuglaverndunarfélags Islands hefur beint þeirri ósk til landsmanna, „að taka vel á móti örnum sem fara að nema land, minnugir þess að fram til 1900 voru um 200 pör af örnum dreifðir um allt land, en ekki finnast skýrslur um að á þeim öldum hafi örninn valdið tjóni.“ simi: 27211 Austurstræti 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.