Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 31 kvæmdum í júní '44 með því að þáverandi forseti Sambandsins, Andrés Straumland, tók fyrstu skóflustunguna að fyrsta vist- mannahúsi af fimm, sem fyrirhug- uð voru í fyrsta áfanga. Áætlanir unv byggingafram- kvæmdir og hraða þeirra stóðust þótt við margháttaðan vanda væri að glíma. Á stríðsárunum var mikill skortur á vinnuafli, þótt múrarar hefðu fengist, og urðu þeir félagarnir Oddur Ólafsson læknir og Árni Einarsson, síðar framkvæmdastjóri staðarins, að gerast handlangarar múraranna við byggingu fyrstu húsanna. Má segja að eldskírn fengju þéir félagar í þessari byggingavinnu, sem átti eftir að tengja þá sam- starfs- og vináttuböndum, sem varð hin mest gæfa Reykjalundar að eignast slíka húsbændur, sem lyftu staðnum til þess sess, sem hann enn hefur. Reykjalund þarf ekki að kynna, en yfir 30 ár hefur hann ekki aðeins verið stolt S.Í.B.S. heldur einnig þjóðarinnar allrar sem hjálpað hefur til að gera hann að þeirri fyrirmynd endurhæfingar í landinu, sem raun ber vitni. í síðustu viku átti ég þess kost að ferðast með sænskum gesti, sem hér var á ferð að kynna sér mál öryrkja og aðstöðu þeirra og aðbúnað hér á landi. Starf hans er á vegum norrænn- ar nefndar um öryrkjamál, og var hann hér til undirbúnings fundi, sem halda á hér næsta sumar. Þessi gestur gerþekkir öryrkja- mál á Norðurlöndum og víðar, en Reykjalund taldi hann fyrir aðbúnað allan til slíkrar fyrir- myndar, að hans jafningja þekkti hann ekki. Er ég reyndi að draga úr hans hástemmda lofi kom hann með mörg dæmi til sönnunar fullyrð- ingum sínum. Vissulega getum við verið hreyknir af vinnuheimilinu að Reykjalundi, og ekki verður svo minnst á staðinn og hans ágæti að Árna verði ekki getið samtímis, svo nátengdur er Reykjalundur Árna og Árni honum. Þrátt fyrir lífsstarf sitt fyrir Reykjalund og S.Í.B.S. hefur Árni einnig tekið þátt í samstarfi berklavarnasamtaka Norðurland- anna. Verið í stjórn þess og eign- ast þar marga vini, sem nú senda hinstu kveðju og þakkir fyrir samstarfið og vináttuna. Á berklahæli kynnist Árni ungri konu, Hlín Ingólfsdóttur, frá Innra-Hólmi og giftust þau 1. október 1934. Var hjónaband þeirra hið ástúð- legasta alla tíð og heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og myndar- skap allan. Þau hjónin eiga sex uppkomin efnisbörn. Er ég nú að leiðarlokum færi forsjóninni innilegustu þakkir fyr- ir að hafa gefið mér kost á að kynnast og starfa með öðlings- manninum Árna Einarssyni, flyt ég eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum, afkomendum öll- um og ættingjum mínar alúðar fyllstu samúðarkveðjur. Kjartan Guðnason form. S.Í.B.S. Kveðja frá samst *rfsfólki að Reykjalundi Sl. haust voru 40 ár irá stofnun SÍBS og um þessar mundir eru 40 ár síðan félagið Berklavörn var stofnað í Reykjavík og gerðist aðili að SIBS. Árni Einarsson var meðal stofnenda þess félags og í fyrstu stjórn þess. Hann var því starfandi að málefnum SÍBS strax í upphafi og hélt því áfram óslitið alla tíð. Árni veiktist 18 ára af berklum og var mestanpart á sjúkrastofn- unum næstu 8 árin, Vífilsstöðum, Kópavogshæli sem þá var berkla- spítali, og Reykjahæli í Ölfusi sem á þeim árum var nokkurs konar endurbataheimili fyrir berkla- veika. Árni taldist að lokum hafa fengið góða lækningu berkla- veikinnar eftir þeirra tíma mæli- kvarða en það tók þó 8 ár og kannski eitthvað betur og þætti langur tími í dag. Veikindakafli hans gerðist hins vegar einmitt á því æviskeiði þegar aðrir reka smiðshöggið á undirbúning ævi- starfs með námi og vinnu. Hann varð 18 ára unglingur að segja skilið við nám og önnur áform og 26 ára var hann laus við hælis- vistanir með tvær hendur tómar í miðri kreppunni sem þá ríkti og átti tveggja kosta völ: að byrja aftur frá grunni eða leggja ella hendur í skaut. Árni hafði bæði dug og þor til að velja fyrri kostinn. Um 14 ára skeið gegndi hann erfiðu og erilsömu starfi fyrir dagblaðið Þjóðviljann og prentsmiðju þess. Án efa hefur persónuleg reynsla Árna af viðskilnaðinum við berklaveikina ráðið því að hann hóf að leggja málefnum berkla- sjúklinga lið og síðan lengst af til dánardægurs. Hann gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum öðrum fyrir sambandið og skal sérstak- lega á það bent hér að hann var formaður í fyrstu byggingarnefnd Reykjalundar á árinum 1944—1952 og hann var formaður fyrstu stjórnar Vinnuheimilisins að Reykjalundi árið 1945—1950. Á áratugnum 1938—1948 var hann þannig einn af þeim, sem mótuðu stefnu SÍBS, og vann ötullega að framkvæmd hennar, þó hvað mest á þeim vettvangi sem Reykjalund varðaði. Þáttaskil í ævistarfi hans urðu 1948þegar hann góðu heilli réðst framkvæmdastjóri Vinnuheimilis- ins að Reykjalundi. Fullyrða má að á þeim tíma hafi enginn verið hæfari honum til að sinna þessu ábyrgðarstarfi eftir að hafa verið heilan áratug í forystusveit SÍBS-manna við undirbúning og byggingaframkvæmdir Vinnu- heimilisins að Reykjalundi sem hóf starfsemi sína 1. febrúar 1945. Hann var framkvæmdastjóri að Reykjalundi til 31. janúar 1977 að hann lét af starfi vegna heilsu- brests fremur en aldurs, þótt sjötugur væri, því að slíkur var brennandi áhugi hans á áframhaldandi uppbyggingu Reykjalundar og starfseminni þar allri. Það þykir mörgum áhugavert að taka þátt í sköpun hugmynda og áforma og það gerði Árni með sanni varðandi Reykjalund. En hann lét þar ekki staðar numið heldur tók óeigingjarnan þátt í mótun þeirra inn á svið sem talist gætu raunhæf og framkvæmanleg. Og þar lét hann heldur ekki staðar numið því að hann lét hendur standa fram úr ermum þegar að sjálfum framkvæmdunum kom og sparaði sig hvergi hvort sem um stjórnunarverkefni var að ræða, útvegun fjár eða púlsvinnu í byggingunum. Árni sá þannig hugmyndir fæðast, þróast og verða margar að veruleika og lagði sitt að mörkum til að svo yrði. Það vissu að lokum f'betur en Árni að eitt er að jiga sér hugsjón sem verður að /eruleika, annað að tryggja vöxt og viðgang starfsemi, afsprengi hugsjónarinnar. Rekstur Vinnu- heimilisins að Reykjalundi var að vísu ekki stór um sig fyrstu árin en jókst hratt og samtímis alltaf verið að reisa nýjar byggingar og hvoru tveggja varð að halda í fullum gangi, rekstrinum og byggingunum. Fyrsta hlutverk Reykjalundar var að endurhæfa berklasjúklinga og öllum bar saman um að það gerðist best með vinnuhæfingu og verknámi. Þá kom í hlut Árna að tryggja að jafnan væri nægt framboð verkefna á Reykjalundi til að ná því marki. M.a. af þeim sökum var lagt í plastvörufram- leiðslu og átti Árni stóran þátt í grundvöllun hennar og síðar vexti og viðgangi i gegnum árin. En tímarnir breyttust og þar kom að berklaveikin í landinu lét undan síga og berklasjúklingar þörfnuðust að sama skapi þjón- ustu Reykjalundar leiddu til þess að stjórn og þing SÍBS ákváðu að starfseminni þar skyldi haldið áfram á sama grunni en hún skyldi aðlöguð endur- hæfingarþörfum annarra sjúklingahópa og var svo gert á fyrstu árum sjöunda áratugsins. Ákvörðun um breytta starfshætti að Reykjalundi var tekin með fulltingi Árna og það kom enn í hans hlut að veita endurskipu- lagningu Reykjalundar forstöðu í samræmi við nýjan starfsvett- vang. Það var ekki áhlaupaverk að breyta Reykjalundi svo að þar væri hægt að sinna nýjum endur- hæfingarverkefnum en að því verki gekk Árni með oddi og egg og sparaði sig hvergi fremur en fyrri daginn. Það varð að breyta eldra húsnæði og byggja nýtt, það þurfti að skapa nýjum starfsgreinum vinnuaðstöðu, afla tækja og bún- aðar, þaö þurfti að sníða vinnu- framboðið á verkstæðunum breyttum vistmannaþörfum, og þannig mætti lengi telja. Jafn- framt varð að halda áfram að vinna að framkvæmd ólokinna verkefna sem höfðu verið á dag- skrá frá upphafi en orðið að bíða vegna fjárskorts og má þar t.d. nefna frágang á hlaði Reykja- lundar. Árni sá tímana tvenna á Reykjalundi. Hann lauk einu áætl- uðu verkinu á fætur öðru með elju og áhuga og hverjum hnúti kunnugur. Hann var í senn áræð- inn og gætinn eins og hæfir snjöll- um stjórnunarmanni og varpaði ekki ábyrgðinni á aðra heldur taldi sjálfsagt að axla hana sjálfur. Honum var eðlislægt að kapp- kosta að standa við hverja skuld- bindingu sem hann gerði fyrir hönd Reykjalundar og starfs- manna þar. Árni var meðalmaður á hæð, svipfastur og ákveðinn, hress í bragði og léttur í spori. Það duldist engum sem sáu hann á vinnustað, sem var Reykjalundur allur, að þar fór starfsglaður heimamaður, húsbóndi sem hvergi dró af sér. Hann var öðru starfsliði dagleg fyrirmynd fyrir áhuga og starfs- fyllingu. Við fögnum því láni að hafa fengið að starfa með honum á Reykjalundi og fengum margt af honum lært. Fyrir þá reynslu þökkum við með virðingu. Starfsfólk á Reykjalundi vottar Hlín Ingólfsdóttur, börnum þeirra og venslamönnum dýpstu samúð. Það mun hafa yerið um þetta leyti árs fyrir 35 árum, að fundum okkar Árna Einarssonar bar fyrst saman, og kynni mín af þeim félögum, SÍBS-mönnum, hófust. Þeir höfðu ekki mikið handa á milli, en allir voru þeir reynslunni ríkari af kynnum við berkla- veikina og þrálátar legur á heilsu- hælum landsins. Þeir ætluðu að brúa bilið milli hælanna og lífsins. Hugsjón þeirra í bókstaflegri merkingu var vinnuheimili fyrir bérklasjúklinga, — og þeim lá mikið á. Þá völdu þeir Árna til forystu í byggingarnefnd, til að framkvæma hugsýnina. I huganum höfðu þeir helstu þætti heimilisins — þó vart fynd- ist fyrirmynd í Evrópu — og því gekk allt greitt, svo greitt að á rösku hálfu ári var hugsýn þeirra orðin að veruleika, fyrsta áfanga lokið og 20 vistmanna vinnu- heimili tekið til starfa. Áfram var haldið og þremur árum síðar var framkvæmda- stjórastörfum bætt á herðar Árna. Þó allir stæðu þeir saman sem einn maður og væru sístarfandi, hvíldi nú þungi framkvæmda og sívaxandi reksturs á herðum hans og í svo ríkum mæli að vart verður saga staðarins og líf Árna að- greint, svo vann hann þessu máli af lífi og sál. I svo umfangsmiklum störfum hlaut oft að reyna á framsýni hans og forsjálni, en traust dómgreind brást honum ekki í örlagaríkum ákvörðunum, og þótt hann hlyti oft að beita festu, varð hann samstarfsfólki sínu með árunum mildur vinur með föðurlegu yfir- bragði. Markvisst vann hann að þessu lífsstarfi sínu — uppbyggingu Reykjalundar — og var trúlega einn um að hafa þar fulla yfirsýn, og þó hann vissi af reynslunni að slíku starfi verður seint lokið, hagaði hann svo störfum að í síðasta starfsáfanga hans sjálfs væri gert hreint fyrir dyrum úti. Slíkt verk fær enginn unnið án trausts lífsförunauts. Á þrengingartímum kynntist hann Hlín konu sinni, sem alla tíð hefur verið hans heilladís. Hlín hafði nú á ný, að loknu ævistarfi, gert þeim gullfallegt heimili, þaðan sem þau hugðust fylgjast með framvindu ástríkra barna sinna, og njóta verðskuldaðrar hvíldar. Það sorg- lega við þessa fallegu sögu er að þeim skyldi ekki auðnast lengri samvistir í nýja hreiðrinu, að loknu þeirra mikla dagsverki. Guð blessi þau öll og dagsverkið þeirra. Með innilegri þökk fyrir samfylgdina. Gunnlaugur Halldórsson Útför Árna fer fram miðvikudag 11/4 (Láfafeilskirkja kl. 14:00) Minning: Þorbjörn Indriða- son bifreiðastjóri Fæddur 2. ágúst 1917, Dáqin 3. apríl 1979. Hvort sem þú í hendi hefur hamar, skóflu eóa pál pentskúf, meitil, penna, mál, hvaða starf sem guö þér gefur gerðu það med lffi og sál. Sigurbjörn Sveinsson. Oft hafa mér komið þessar ljóðlínur í huga þegar ég hefi kynnst mönnum með svipaða eðliskosti og þessi látni vinur bjó yfir, en þó finnst okkur mörgum að dyggðin og trúmennskan sé ekki eins í hávegum höfð sem áður var og er þá miklu glatað, því hvað getur komið í staðinn fyrir þessa höfuðkosti. Hógværð og prúðmennska einkenndu einnig þennan heiðurs- mann. Hann vildi hvers manns götu greiða og alls staðar koma fram til góðs. Þó hafði hann ákveðnar skoðanir og hvikaði ekki frá þeim málstað sem hann áleit að væri réttur. Hann vildi í einu sem öllu sýna trúmennsku og viljafestu í orði og verki. Hann leit að það sem stóran löst að standa ekki við sitt. Þorbjörn var fæddur á Espihóli í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Sonur hjónanna sem þar bjuggu og víðar í þeirri sveit, Indriða Helgasonar og Helgu Hannes- dóttur. Hann var þriðji í röðinni af sjö systkinum og eru fimm þeirra enn á lífi. Hann ólst upp við venjuleg sveitastörf og vann við þau til tvítugsaldurs, bæði á heimili foreldra sinna og annars staðar í sveitinni sinni. Á þessum árum lifðu margir við knöpp kjör og urðu að heyja harða baráttu, þó kröfurnar væru ekki hærri en að hafa aðeins til hnífs og skeiðar. En þrautseigjan, eljusemin og seiglan komu í veg fyrir að fólkið gæfist upp. Þannig mun Þorbjörn hafa kynnst lífsbaráttunni á uppvaxtarárum sínum. Síðan flutti hann til Akureyrar tók þar bílpóf og ók þar vörubíl um nokkurra ára skeið. Síðan lá leið hans til Reykjavíkur og gerðist hann þá leigubifreiðastjóri á B.S.R. og keyrði þar í nokkur ár. Það var á þessum árum sem ég kynntist Þorbirni fyrst. Ókum við báðir á B.S.R. en síðan er liðið á fjórða áratug. Það var ekki langur tími sem við áttum þá samleið saman og er mér ofarlega í huga að þá ók hann bifreið með því skrásetningarnúmeri sem litlu seinna varð mitt og hefur verið það ætíð síðan. Ekki var staldrað lengi við á B.S.R. að þessu sinni, því nú fór hann að keyra flutningabíl hjá „Pétri og Valdimar" á leiðinni Reykjavík-Akureyri. Þá voru vegirnir ólíkt verri en þeir eru núna og bílarnir erfiðari í meðförum. Mun hann oft hafa komið þreyttur úr þeim ferðum, því hvorki var hann hraustur eða þrekmikill að eðlisfari, en mikið lof bar hann á húsbændur sína. Á þessum árum giftist hann Lilju Axelsdóttur og bjuggu þau saman hér í Reykjavík. Ekki var sambúð þeirra löng. Þau slitu samvistum eftir nokkur ár. Einn son áttu þau hjónin, Viðar að nafni. Hann er þjónn að menntun og býr á Höfn í Hornafirði, giftur og á einn son, sem heitir í höfuðið á föður afa sínum. Að starfi loknu hjá „Pétri og Valdimar" kom hann aftur á B.S.R. og var það hans vinnu- staður þar til yfir lauk. Síðustu tuttugu árin var hann sjálfeignar- bílstjóri, en fram að þeim tíma mrm hann ætíð hafa unnið í þjónustu annarra, og eftirstóttur af öllum þeim sem til hans þekktu. Þannig er með þá sem ekki bregðast þvi sem þeim er til trúað. Þorbjörn var ágætur bifreiða- stjóri og traustur og öruggur ferðamaður. Leiðir hans lágu víða um landið á langri starfsævi, þó oftast lægi leiðin á milli Reykja- víkur og Akureyrar. Hann hafði mjög gaman af öllum ferðalögum, hvort heldur var innanlands eða utan. Frá sjónarhóli ferðamanns- ins hafði hann gaman af að skoða landið sitt og láta þá aðra um stjórn farartækisins. Síðustu fimm árin var heilsan að þrotum komin og gat hann sjaldan stundað starfið svo nokkru næmi, en fékk þá aðra til að aka fyrir sig í veikindaforföllum sínum. Síðustu 10—15 árin fór hann margar utanlandsferðir og naut þeirra ferða með lífi og sál. Það var hans munaður að veita sér slíkt. Hlakkaði hann ætíð til þeirra ferða og lifði í sælum endurminningum þegar heim var komið. Síðustu þrjú árin fór hann til Kanaríeyja í samfylgd með góðum starfsbræðrum á B.S.R. í síðustu ferðina fór hann fyrir nokkrum vikum, furðu hress, og nú var hann í íbúð með vini sínum og starfsbróður, Þórarni Vilhjálms- syni, og konu hans, Ingibjörgu Jónsdóttur, og má með sanni segja að það er enginn einn á ferð sem nýtur vináttu þeirra heiðurshjóna. Seinni hluta þessarar ferðar veikt- ist hann skyndilega og var fluttur heim fársjúkur og andaðist hér á sjúkrahúsi að fáum dögum liðnum. Oft hefi ég verið undrandi á því hvað veikbyggður líkami gat lengi borið uppi jafn erfiða sjúkdóma og hér var um að ræða. Síðast þegar við sáumst vorum við samankomnir margir starfs- bræður á stöðinni og höfðum við orð á því okkar á milli að nú væri Þorbjörn óvenju hress og síst hefur okkur grunað þá hve skammt við áttum eftir að njóta hans. Að leiðarlokum stend ég í þakkarskuld við þennan ágæta samferðamann. Eg veit að mér er óhætt að flytja honum þakkir og kveðjur frá starfsbræðrum hans og starfsfólki á stöðinni fyrir trausta og dygga þjónustu og ágætt samstarf við allt og alla. Við hjónin þökkum traust og góð kynni á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar til fyrirheitna landsins. Minningin lifir þótt maðurinn hverfi. Moldin heimtar sitt, en andinn flyzt til hæða. Jakob Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.