Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979
Sundrung og flokkadrættir
innan félagsins og einstakra
starfehópa hafa ágerzt til muna
r
— Hluti ræðu Arnar 0. Johnson
forstjóra á aðalfundi Flugleiða
Hér fer á eftir hluti úr
ræðu Arnars Ó. Johnsen
forstjóra Flugleiða er hann
flutti á aðalfundi félagsins i
gær. í þessum kafla ræðir
hann m.a. um sameiningu
félaganna og innri málefni
Flugleiða og segir m.a., að
núverandi stjórnskipuiag
félagsins sé ekki heppilegt
og hafi gengið sér til húðar:
„Ég hefi nú í stuttu máli rakið
nokkra þá erfiðleika, sm að utan
steðja og Flugleiðir glímdu við á
liðnu starfsári. Flestir þeirra
munu halda áfram að valda félag-
inu miklum vanda í næstu framtíð
og sumir, eins og eldsneytisvanda-
málin, að líkum ágerast að mun.
Þessi vandamál væru þó ekki eins
risavaxin og raun ber vitni ef
innviðir félagsins væru allir svo
traustir og geirnegldir, að félagið
þyldi hörð átök mikilla veðra. Því
miður er víðs fjarri að svo sé.
Á aðalfundi félagsins þann 14.
apríl í fyrra komst ég í ræðu minni
svo að orði:
„Þegar afkoma Flugleiða á liðn-
um fjórum árum er skoðuð og
metin í Ijósi þeirra erfiðleika, sem
við hefur verið að etja má kannski
segja að við getum sæmilega við
unað til þessa. Ég tel þó óhjá-
kvæmilegt að meta árangur s.l. árs
sem alvarlega bliku á lofti, sem
bent geti til enn meiri erfiðleika
framundan, en þeirra sem við
höfum þurft við að glíma til þessa.
Aukin vanda-
mál framundan
Sé það rétt ályktað, og raunar þó
svo væri ekki, tel ég að framgang-
ur félagsins og farsæld kunna
framvegis að ráðast öðru fremur
af því hvort okkur tekst að skapa
þá ■ innbyrðis samstöðu milli
starfsmanna, og milli starfsmanna
og stjórnenda, sem telja verður
algjöra forsendu fyrir því að hægt
verði, með jákvæðum árangri, að
takast á við aukin utanaðkomandi
vandamál, sem flest bendir til að
bíði okkar í næstu framtíð. Slík
samstaða og samhugur er skuld,
sem ég tel að okkur starfsmönnum
og stjórnendum Flugleiða beri að
gjalda. Okkur ber að gjalda hana
þjóðfélagi okkar, sem hefur fengið
okkur verðugt verk að vinna og á
ýmsan hátt hefur leitast við að
greiða götu okkar til lausnar þess.
Þá skuld ber okkur líka að gjalda
eigendum þessa félags, hluthöfun-
um, sem lagt hafa fram fé til
uppbyggingar og viðhalds starf-
semi okkar, hvort sem slíkt hefir
verið gert í þeim tilgangi að gera
land okkar betra og byggilegra,
eða til að bera úr bítum lágmarks
arð af fjármagni sínu, nema hvor-
tveggja sé, sem oftast mun hafa
verið tilgangurinn. Loks ber okkur
starfsmönnum að gjalda þessa
skuld okkur sjálfum og fjölskyld-
um okkar, en af starfi okkar hjá
Flugleiðum höfum við sjálft lífs-
viðurværið.
Okkur ber því að horfast í augu
við þessa skyldu okkar af einurð og
hreinskilni að okkur ber jafnframt
að forðast ofmat á þjóðfélagslegu
gildi okkar sjálfra, bæði sem
einstaklinga og stétta. Allt slíkt
ofmat leiðir aðeins af sér hroka og
hrörnun.
Því kveð ég svo fast að orði í
þessum efnum að hér er komið að
sjálfum kjarna málsins, mesta
vandamáli Flugleiða í dag, þ.e.
þeirri sundrung, sem ríkjandi er
innan félagsins".
Þessi orð voru sögð fyrir réttu
ári síðan.
Skipa starfsfé-
lögum í f lokka
En hver er þá staðan í dag?
Hefur þetta vandamál minnkað,
eða er það kannski úr sögunni? Því
miður ekki, slíkt er víðsfjari.
Sundrung og flokkadrættir innan
flélagsins og einstakra starfshópa
hafa ágerst til muna og ekkert
bendir þar til batnandi ástands.
Það skal þó tekið skýrt fram að
víðsfjarri er að hér sé um að ræða
allt starfsfólk Flugleiða — mikill
meirihluti þess vinnur störf sín í
hljóði, af samvizkusemi og hlut-
leysi, og blandar sér ekki í deilur
þeirra hópa, sem ganga um rægj-
andi yfirmenn sína, stjórnarmenn,
forstjóra og framkvæmdastjóra,
og skipa jafnvel starfsfélögum
sínum í flokka, ýmist sem óalandi
og óferjandi eða sem goð á stalli.
Mér er það hulin ráðgáta hvert
þetta fólk er að stefna, en það er
hinsvegar augljóst hvert það muni
leiða félagið ef ekki verður að gert.
En hvað er þá til ráða?
Það er staðreynd, að flugsam-
göngur Islendinga, innanlands og
milli landa, hafa verið byggðar
upp af íslenzku einstaklingsfram-
taki, án beinnar aðstoðar ríkis-
valdsins, ef frá eru taldar þær
ríkisábyrgðir, sem flugfélögin
hafa fengið og þá fyrst og fremst í
sambandi við flugvélakaup. Eng-
um sanngjörnum manni, sem til
þessara mála þekkir hér á landi,
og hefur jafnframt haft kynni af
hliðstæðum þeirra erlendis, getur
blandast hugur um það, að hér
hefur þjóðinni sparast mikið fé í
gegnum árin, enda hefur þetta
framtak allt hlotið almenna viður-
kenningu og flugfélögin því fengið
eðlilegt svigrúm til starfa.
Vafasamt að
Flugleiðir
geti sinnt
hlutverki sínu
Það er hinsvegar líka staðreynd,
hvort sem mönnum líkar slíkt
betur eða verr, að fari svo sem nú
horfir, er vægast sagt vafasamt,
að Flugleiðir geti áfram gegnt
hinu þýðingarmikla hlutverki sínu
og skyldum sínum við þjóðfélagið.
Þjóðin mun efalaust skilja nei-
kvæðar afleiðingar lítt viðráðan-
Hreinsitækin hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði:
Byrjunarerfiðleikar sem
senn verður séð fyrir endanná
„TÆKIN haía verið í gangi af og
til. en ekki stöðugt vegna ýmissa
erfiðlcika sem upp hafa komið,“
sagði Árni Gíslason fram-
kvæmdarstjóri hjá Lýsi og mjöli í
Hafnarfirði í samtali við Morgun-
blaðið í gær. er hann var spurður
um hvernig gengi með hreinsi-
Mývatnssveit, 10. aprfl.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag fóru
þrír eftirtaldir Mývetningar á
vélsleða suður á Oræfi, Birkir
Fanndal; Sverrir Karlsson og
Hinrik Árni Bóasson. Fyrst var
haldið suður á milli Bláfjalls og
Sellandafjalls og tekin stefna á
Kollóttu dyngju, þaðan að Dreka-
gili og gist þar um nóttina í
skálanum.
I gærmogun var haldið inn í
Sigurðarskála við Kverkfjöll.
Veðrið var heldur slæmt, hríð og
tækin við reykháf
verksmiðjunnar.
Sagði Árni, að erfiðleikarnir
hefðu einkum verið þeir að afla
kælivatns, en hreinsitækin þurfa
um það bil 5 tonn af vatni á
klukkustund. Þá hefði einnig verið
erfiðleikum bundið að fá nægilega
skyggni frekar takmarkað. Þeir
lögðu því af stað heimleiðis fljót-
lega og fóru sömu leið til baka.
Heim komu þeir svo sl. nótt.
Mikill snjór hefur fallið að
undanförnu inni á öræfum, annars
töldu þeir að snjór myndi hafa
verið lítill fyrir. Svo lélegt skyggni
var hjá þeim á heimleiðinni, að
nota þurfti kompás til að rata. Að
öðru leyti gekk ferðin í alla staði
vel og öllum sleðum var ekið
heilum í hlað.
Kristján
mikinn sjó til kælingar, en óhrein-
indi í sjónum hafa torveldað dæl-
ingu. Árni sagði það ekki vera rétt,
að mikill rafmagnskostnaður við
keyrslu tækjanna væri orsök þess
að þau væru ekki meira notuð en
raun ber vitni, þó vissulega væri
mjög kostnaðarsamt að hafa þau í
gangi. Sagðist hann vera þeirrar
skoðunar að hið opinbera ætti að
sjá fyrirtækjum fyrir rafmagni á
kostnaðarverði til nota af þessu
tagi, enda væri hér um að ræða not
til óarðbærra hluta, en þó nauð-
synlegra að mati yfirvalda. Árni
ítrekaði þó að kostnaði væri ekki
um að kenna að hreinsitækin væru
ekki í notkun, og sagði hann það
rangt sem flogið hefur fyrir að
jafndýrt sé að keyra hreinsitækin
og alla verksmiðjuna. Ekki kvaðst
hann þó hafa við höndina tölur um
raforkukostnað við notkun
hreinsitækjanna.
Jón Þórðarson á Reykjarlundi,
sem fann hreinsitækin upp, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
ýmsir byrjunarerfiðleikar hefðu
orðið á veginum, en engir þeirra
væru þó alvarlegs eðlis. Hér væri
um byrjunarerfiðleika að ræða
sem unnt væri að ráða bót á en
tækin sjálf sagði Jón að hefðu
reynst vel, þó enn væru að vísu
ekki komnar niðurstöður úr rann-
sóknum sem verið væri að gera um
þessar mundir á vegum Raun-
vísindastofnunar.
Varðandi þá erfiðleika sem við
hefði verið að etja, þá sagði Jón
það sína skoðun, að dæling sjávar-
ins hefði verið stærsti þröskuldur-
inn, enda hefði sjórinn reynst mun
óhreinni en talið hafði verið. Nú
væri hins vegar búið að setja nýjar
síur í, sem ættu að duga betur.
Varðandi raforkunotkun, sagði
hann að hreinsitækin væru vissu-
lega orkufrek, en þess bæri líka að
gæta, að þau hreinsuðu um 40
þúsund rúmmetra af lofti á
klukkustund, og hreinsuðu það
meira en ýmis tæki sem stundum
væri verið að hafa til saman-
burðar. Sagði hann að það bæri að
hafa vandlega í huga, þegar rætt
væri um kostnað það að lútandi,
hve mikið loft væri hreinsað og
hve vel það væri hreinsað.
Að öðrum kosti væri allur
samanburður út í hött.
A vélsleðum að
Kverkfjölhim
legra vandamála, sem að utan
steðja, svo framarlega sem við
þéim verði brugðist af festu og
skynsemi svo fljótt sem kostur er,
en hún mun hvorki skilja, né
fyrirgefa, ef samgöngumál hennar
eru höfð að leiksoppi vegna hags-
munabaráttu fárra einstaklinga
eða hópa. Samgöngurnar eru tví-
mælalaust eitt þýðingarmesta og
verðmætasta fjöregg þjóðarinnar
og hún mun eðlilega ekki líða, að
því sé varúðarlítið kastað milli
andstæðra fylkinga með þeim
hættum sem af því geta leitt.
Það er mín skoðun að nú þurfi
þjóðfélagið sjálft að skerast í
þennan leik. Það gæti t.d. gerst
með því að ríkissjóður eignaðist
stærri hlut í félagjnu en þau 6%,
sem hann á nú. Enn er nokkuð
magn af hlutabréfum félagsins
óselt, eða sem svarar 6% af heild-
arhlutafénu, sem ég tel að nú eigi
að bjóða ríkissjóði til kaups. Hon-
um væri einnig í lófa lagið að festa
frekari kaup á hlutabréfum félags-
ins hjá ýmsum aðilum, sem nú
vilja selja sína hluti.
Ég er andvígur ríkisrekstri sem
slíkum, en ég tel fullkomlega
eðlilegt, sérstaklega úr því sem
komið er, að ríkissjóður eignist t.d.
20—25% í félaginu og gæti hann
þá skipað það jafnvægisafl innan
félagsins og þá festu, sem það þarf
nú á að halda frekar en flestu
öðru. Með því móti tækju ríki og
einstaklingar saman höndum um
einn þýðingarmesta atvinnuveg
þjóðarinnar og mér er kunnugt um
að slíkt fyrirkomulag hefir gefist
vel víða annarsstaðar.
Mér er auðvitað vel ljóst, að
aukin aðild ríkissjóðs leysir ekki
allan þann innri vanda, sem félag-
ið á nú við að etja — þar þarf
fleira til að koma.
Stefnumarkandi
ákvarðanir
framundan
Framundan, á næstu mánuðum,
þurfa stjórnendur félagsins að
taka þýðingarmiklar og stefnu-
markandi ákvarðanir um rekstur
og skipulag félagsins. Til þess að
taka þær ákvarðanir og fram-
kvæma þær, þarf hvorttveggja,
sterka stjórn og styrka stjórnun.
Ég tel að sú skipan mála, sem við
búum við í dag, við stjórnun
félagsins, þ.e.a.s. svokölluð stjórn-
arnefnd, skipuð þremur forstjór-
um, sé ekki heppileg eins og nú er
komið og sé gengin sér til húðar.
Hér þarf það til að koma að
fyrirtækinu sé stjórnað af einum
forstjóra, svo sem almennt tíðkast.
Slíkur maður þarf að hafa til að
bera þekkingu, festu og hæfileika
til stjórnunar. Verði þessi stefna
upp tekin, er. það í verkahring
stjórnar félagsins að finna slíkan
mann og eigi síða'r en þegar hann
er fundinn, mun ég segja upp
starfi mínu sem aðalforstjóri, með
eðlilegum uppsagnarfresti.
Ég hefi í þessari yfirlitsræðu
minni aðallega dvalist við nokkur
stærstu vandamála Flugleiða í
dag, eins og þau koma mér fyrir
sjónir og hefi þó ýmsu sleppt.
Sumum kann að finnast að hér sé
málað með dökkum litum, en ég tel
nauðsynlegt að þessi mál séu rædd
af raunsæi og hispursleysi.
Þrátt fyrir þau vandamál, sem
ég hefi nú lýst, hefur fjölmargt í
starfi og rekstri félagsins þróast
til betri vegar á liðnu starfsári og
merkum áföngum verið náð svo
sem g”eint er frá í ársskýrslu
félagsins og í ræðum hinna for-
stjóranna.
Um leið og ég lýk máli mínu vil
ég þakka stjórnar- og varastjórn-
armönnum samstarfið á liðnu ári,
um leið og ég þakka einnig starfs-
fólkinu, sem lagt hefur sig fram í
starfi sínu þrátt fyrir erfiðar
aðstæður."