Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 Þorlákshöfn: Langbezta vertíð sem komið hefur horlákshöfn, 10. apríl. MIKILL OG GÓÐUR afli hefur borist á land hér á þessari vertíð, enda gæftir með eindæmum góðar, en nú hefur á allra síðustu dögum dregið mikið úr aflamagni. Svo sem kunnugt er verða öll net bátanna tekin upp í dag og ekki lögð aftur fyrr en eftir páska og h? tt er við að timinn sem eftir er af vertíðinni verði ódrjúgu • til veiða og einhverjir láti e.t.v. hér við sitja. Tuttugu og þrír bátar hafa verið gerðir út héðan í vetur og nú í marzlok er afli þeirra sem hér segir: Bátaafli 10.935 tonn, meðal- afli á löndun eru 10 tonn 968 kíló eða tæp 11 tonn. Þetta er í 997 róðrum. Togaraafli er 1.160 tonn og meðalafli í löndun eru 105 tonn 455 kg i 11 sjóferðum. Til saman- burðar 1978 var bolfiskur á land kominn í marzlok 5.642 tonn og meðalafli báta í löndun þá 8 tonn og 481 kg í 581 róðri. Meðallöndun togara var þá 55 tonn í 13 sjóferðum. Árið 1977 var bolfiskur í marzlok orðinn 8.633 tonn og meðallöndun báta var 7 tonn og 357 kg í 1.807 róðrum og meðal- Iöndun togara þá var 90 tonn 834 kg í 7 veiðiferðum. Árið 1976 var Borgarráð: Dagheimila- og leikskóla- gjöld hækka BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu frá félagsmálaráði um að sækja um leyfi til að hækka gjöld á dagvistunarstofnunum. Það er menntamálaráðuneytið sem gefur slíkt leyfi, og venjan sú að það er lagt fyrir verðlagsnefnd. Nú er gjald fyrir hvert barn á dagheimili 26 þúsund krónur á mánuði, og er sótt um leyfi til að hækka það gjald í 28 þúsund krónur, eða um 7,6%. Gjald fyrir hvert barn á leikskóla er nú 14 þúsund krónur á mánuði, og er farið fram á hækkun í 16 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Bergs Felixsonar hjá Félagsmálastofnun eru það eink- um launahækkanir 1. mars um 5,9% og nýir kjarasamningar við Sókn sem þýddu Iaunahækkun um 7 til 12% sem eru ástæða þessara hækkunafbeiðna. bolfiskur í marzlok 6.288 tonn meðalafli á bát, þá voru 12 tonn og 199 kg í 711 róðrum. Árið 1975 var bolfiskur í marzlok orðinn 6.529 tonn og meðalafli í róðri 8 tonn 349 kg í 782 róðrum. Aflahæstu bátarnir hér nú í marzlok eru Jón á Hofi með 864 tonn, í 32 róðrum, Höfrungur III með 847 tonn í 31 róðri, Friðrik Sigurðsson með 792 tonn í 32 róðrum, Jóhann Gíslason með 786 tonn í 31 róðri, Ögmundur með 701 tonn í 28 róðrum og Gissur með 700 tonn í 57 róðrum. Af ofan- greindu má sjá að þessi vertíð nú er sú langbezta sem komið hefur hér. Togarinn Jón Vídalín kom inn í gær, mánudag, með 150—160 tonn úr 10 daga veiðiferð. Uppistaða aflans var karfi. Ragnheiður. 2Pev0imIiItiðií' UÓOmS Í'TSÝ. XARFERÐIR SJÁHAKSÍDU Útsýnarblað fylgir í dag MEÐ Morgu íblaðinu í dag er dreift 16 sífna auglýsingablaði frá Ferðas'. rifstofunni Utsýn. Þetta er fjórða árið í röð, sem slíku blaði er dreift til áskrif- enda Morgunblaðsins. Frá aðalfundi Flugleiða: Sáttafundur verslunarmanna og vinnuveitenda í gær var að öllum likindum sá síðasti sem Torfi Hjartarson stjórnar, en hann mun láta af störfum á sunnudaginn. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Torfi þó, að hann vildi ekki slá því föstu að hann hefði setið sinn sfðasta sáttafund, aldrei væri að vita hvað kæmi upp. Torfi hefur verið sáttasemjari ríkisins frá því árið 1945. Hér takast þeir í hendur að fundi loknum, Torfi og Magnús L. Sveinsson. Ljósm: Ól. K. Magn. Samkomulag í verslunarmannadeilunni: Líklega síðastí sáttafund- ur Torfa Hjartarsonar SAMNINGUR tókust í gær í vinnudeilu verzlunarmanna og vinnuveit- anda á fundi hjá sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartasyni, en þetta var að öllum líkindum síðasti sáttafundur sem hann stýrir. Sáttasemjari lagði fram sáttatillögu á fundinum í Felur hún i sér að launaliðum gerðardóms. Aður hafði náðst samkomulag um breytingu á flokkaskipuninni og skýringum á einstökum starfs- heitum. Samningurinn gildir frá 10. apríl til 1. desember í ár, en er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara ef stéttarfélög innan Á.S.Í. segja almennt upp samningum á þessu tímabili. gær, sem báðir aðilar samþykktu. samningsins verður vísað til hafa fengið viðurkennd fyrir hlið- stæð störf. Morgunblaðið leitaði í gærkvöldi til Magnúsar L. Sveinssonar framkvæmdastjóra Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og spurði hann álits á samkomulag- inu. Magnús sagði: „Ég er eftir atvikum ánægður með það sem þegar hefur verið samið um, en geri mér grein fyrir því að nokkur óvissá er um þann hluta sem fer fyrir gerðardóm. Ég tel, að með þeim samningum sem þegar hafa náðst um breytingar á flokkaskip- uninni hafi verulegur árangur náðst, og ég treysti því að dómur- inn muni í meginatriðum staðfesta þá eðlilegu kröfu verslunarfólks að það fái með samningum hliðstæð laun og opinberir starfsmenn hafa fengið fyrir sambærileg störf“. Gert er ráð fyrir að gerðar- dómurinn verði skipaður þremur dómurum tilnefndum af yfir- borgardómaranum í Reykjavík, tveimur tilnefndum af hálfu laun- þega og tveimur tilnefndum af vinnuveitendum, sjö alls. Dómur- inn á að hafa lokið störfum fyrir 15. maí næstkomandi. Kröfur launþega hvað laun áhrærir hafa verið þær, að þeir fái viðurkennt í kjarasamningum sambærileg laun og opinberir starfsmenn og bankastarfsmenn Séra Sigurjón Þ. Árnason látinn SÉRA Sigurjón Árnason lést í gær á Borgarspítalanum í Reykjavík 82ja ára að aldri. Hann var fæddur á Sauðárkróki þann 3. marz árið 1897, sonur þeirra hjóna Árna prófasts í Görðum Björnssonar og Líneyjar Sigurjónsdóttur. Séra Sigurjón varð stúdent árið 1917, og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla íslands árið 1921, en var síðan við framhaldsnám í trúar- heimspeki í Kaupmannahöfn vet- urinn 1921 til 1922, og kynnti sér jafnframt safnaðarstarfsemi. Rekstmra&oman verenaði um 1.496 m.kr. frá 1977 — Hæpið að halda áfram N-Atlantshafsflugi AFKOMA félagsins er í reynd afar slæm á árinu 1978 þar sem raunverulega er um rekstrartap að ræða að upphæð 3.005 milljónir króna. sagði Sigurður Helgason á aðalfundi Flugleiða. Sagði hann að þessi tala fengist með því að draga frá endanlegri niðurstöðu rekstrarreikningsins iiðina tjónabætur og söluhagnað eigna og kvað hann ljóst af þessu, að íélagið hlyti að standa á krossgötum. því rekstrartap af þessari stærðargráðu væri óþekkt fyrirbæri í sögu félagsins. Rekstrartekjur fyrirtækisins að frádregnum rekstrargjöldum, sem er allur rekstrarkostnaður fyrir- tækisins að meðtöldum afskriftum en áður en tekið er tillit til fjármagnskostnaðar og gjalda og tekna af óreglulegri starfsemi, reyndist vera tap að upphæð 706 milljónir króna og hefur rekstrar- afkoman versnað um 1.496 m.kr. frá árinu 1977 og kom einnig fram í máli Sigurðar, að gengistap félagsins hefði fjórfaldazt, var 415 m.kr. 1977 en 1.624 m.kr. 1978. Aískriftir námu 1978 alls 649 m.kr. en höfðu numið 630 m.kr. árið áður. Heildareignir félagsins námu 20.207 m.kr. og skuldir 15.281 m.kr. og eigið fé því 4.926 m.kr. Hlutfall launakostnaðar Flug- leiða af rekstrargjöldum var 22,2% og hefur farið síhækkandi, var 16.6% árið 1975. Yfir tímabilið 1976—1978 hefur launahækkun á Islandi verið að meðaltali 25.1% reiknuð í Bandaríkjadölum og hjá bandarískum samkeppnisfélögum eru launahækkanir um 10% að því er kom fra í máli Sigurðar. Einnig kom fram í máli hans, að ný stefna Bandaríkjastjórnar í fargjalda- málum hefði komið illa við þróun á Norður-Atlantshafsflugleiðinni, en rekstur Flugleiða væri við- kvæmari fyrir sveiflum á Atlants- hafinu en flestra annarra félaga á þeirri leið þar sem þau hefðu að bakhjarli veigamiklar flugleiðir. Sagði Sigurður að tapið á þeirri leið hefði numið 2,3 milljörðum kr. sl. ár. Um þennan þátt sagði Örn Ó. Johnson, að hann væri orðinn svo þungbær og afdrifaríkur, að ljóst væri að hæpið yrði að halda áfram þeim þýðingarmikla þætti í svo ríkum mæli sem hingað til, nema til kæmu jákvæðar breyting- ar á ytri aðstæðum, sem þó sæjust engin merki um. Um innanlandsflugið sögðu þeir Sigurður Helgason og Örn Ó. Johnson, að opinberir aðilar leyfðu ekki eðlilegar hækkanir á far- gjöldum og hlyti því þróun innan- landsflugsins að stöðvast eða það að dragast saman. Nú lægi fyrir á næstu árum að endurnýja þær 5 Fokker-vélar sem væru orðnar 13—18 ára gamlar, en^ekki væri þó ákveðið hvenær það yrði eða hvað kæmi í staðinn. Myndi t.d. kaup- verð 5 nýrta Fokkervéla verða kringum 7 milljarðar króna. Heildarfarþegafj öldi varð 3,2% meiri árið 1978 en 1977 og batnaði sætanýting úr 73,3% í 76,1%. Bezt hleðslunýting varð á Norður-At- lantshafsleiðinni, 81%, en þar fjölgaði farþegum um.14,7%, í Evrópufluginu fjölgaði þeim um 6,3% og í innanlandsflugi um 3,4%. Hann var um tíma aðstoðarprest- uc hjá föður sínum í Görðum og síðar sóknarprestur i Vestmanna- eyjum. Prestur í Hallgrímspresta- kalli í Reykjavík varð hann árið 1945. Séra Sigurjón gengdi ýmsum trúnaðarstörfum auk preststarfa sinna, var t.d um tíma formaður barnaverndarnvi..uar Vestmanna- eyja, í stjórn Kristniboðssam- bandsins og í stjórn Prestafélags íslands 1954 til 1955. Þá liggja einnig eftir séra Sigurjón fjöldi greina og ritsmíúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.