Morgunblaðið - 04.05.1979, Page 2

Morgunblaðið - 04.05.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979 Misjöfn kjörsókn hjá BSRB K.IÖRSÓKN var nokkuð misjöfn eftir landshlutum og vinnustöð- um fyrri dag allsherjaratkvæða- Kreiðslu BSItB. Kosningunum lýkur klukkan 22 á þeim kjör- stöðum. sem síðast loka. Að sögn Ifarðar Zóphaníassonar for- manns yfirkjörstjórnar var kjörsókn dræm víða á Norður- landi, en þó var kosningu lokið á Vopnafirði og Þórshöfn. Hjá hjúkrunarfrarfiingum í Reykja- vík var t.d. dræm kjörsókn, en hins vegar um 80% hjá sjónvarp- inu og um 70% hjá simamönn- um. Talning atkvæði byrjar senni- lega ekki fyrr en í fyrramálið, þar sem ekki er hægt að byrja að telja fyrr en utankjörstaðarat- kvæði hafa skilað sér. Úrslit verða varla ljós í kosningunni fyrr en á mánudag, en það veltur mjög á samgöngum. Að sögn Harðar verður allt kapp lagt á að ljúka talningu sem fyrst. Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB sagði að sér fyndist kjörsókn vera full dræm, en þó væri erfitt að meta kjör- sóknina þar sem síðari dagurinn væri eftir. Haraldur sagðist engu vilja spá um úrslitin, sagðist hafa fyrir vana að gera ekki slíkt. — Aðalatriðið er að ótvíræður vilji fólksins komi fram, sagði Harald- ur Steinþórsson. Þá hafði Morgunblaðið sam- Ljósm. Kristján. Frá kosningunni á skrifstofu BSRB að Grettisgötu 89. band við Pétur Pétursson tals- mann „Andófs ’79“ og hafði hann eftirfarandi að segja: „Það má segja að dagurinn sem valinn er til atkvæðagreiðslu sé að ýmsu leyti táknrænn. Á krossmessu reyndu húsbændur með ýmsu móti að lokka hjú sín til þess að una vistum með gómsætum réttum og vel smurðu þann daginn. Það átti að tryggja undirgefni þeirra í vistinni næsta árið. Við Andófsmenn viljum fylkja liði gegn niðurlægjandi samningum um augljósan rétt okkar. Nú svipumst við um eftir þingmönnum allra flokka er vilja bera fram breytingatillögu við lög þau, sem hefta samningsrétt okkar. Við ætlumst til þess að þá sé að finna er bera vilja fram breytingatillögu við lögin þannig að við fáum fullan samningsrétt, án þess að ríkisvaldið selji hann. Samstaða okkar sem segjum nei á að tryggja það.“ Afturkalla ekki undan- þágu fyrir Fjallfoss Á fundi samninganefndar Farmanna- og fiskimannasamhands Islands. sem haldinn var í gær. var samþykkt. að þrátt fyrir harkalegar verkbannsaðgerðir Vinnuveitendasambandsins. eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá FFSÍ, hafi aðstæður bænda á hafíssvæ-ðinu fyrir norðan og austan ekki breytzt. Því sjái nefndin ekki ástæðu til að afturkalla undanþágu vegna Fjallfoss. sem verið hefur við áburðarflutn- inga til hafíssvæðanna. I fréttatilkynningu FFSI segir: Fundurinn telur að bezt fari á að harka og þvermóðska í deilunni komi hér eftir sem hingað til frá Vinnuveitendasambandinu. — Fundurinn átelur harðlega þá áróð- ursherferð sem Vinnuveitendasam- bandið hefur rekið gegn farmönnum í fjölmiðlum. Bendir fundurinn á að í sjónvarpsþættinum „Kastljósi" s.l. föstudag hafi Þorsteinn Pálsson bætt 50% við tekjur annars stýri- manns fyrir 316 tíma vinnu á mánuði og stórlega ýkt tekjur skip- stjóra og vélstjóra. Óhaggað stend- ur, að laun stýrimanna og undirvél- stjóra eru frá 213 þúsundum til 320 þúsunda á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku." KOSNINGAR í BRETLANDI Thatcher á von á 5% meirihluta London. 3. maí. AP. Reuter. UM ÞAÐ bil sem Morgunhlaðið fór í prentun lá ljóst fyrir að íhaldsflokkurinn hafði allt að níu af hundraði atkvæða fram yfir Verkamannaflokkinn í einstökum kjördæmum og er það hærnen síðustu kannanir fyrir talningu höfðu gert ráð fyrir. í heild er áætlað að um sjötíu og fjórir af hundraði kjósenda hafi gengið að kjörborði og er það um tveimur prósentum meira en í síðustu þingkosningum árið 1974. Þegar síðast spurðist hafði Verkamannaflokkurinn tapað sjö þingsætum til íhaldsflokksins en bætt einu við sig. Frjálslyndi flokkurinn virtist standa í stað hvað varðar tölu þingmanna. Með hliðsjón af hlutföllum flokkanna í þrjátíu kjördæmum hafði Verkamannaflokkurinn 37,3 af hundraði, íhaldsflokkurinn 46,6 af hundraði, Frjálslyndi flokkur- inn 13,4 af hundraði og aðrir flokkar um 2,7 af hundraði. Til samanburðar voru lokaúrslit í þingkosningunum 1974 eftirfar- andi, Verkamannaflokkurinn 39,3 af hundraði, íhaldsflokkurinn 35,7 af hundraði, Frjálslyndi flokkur- inn 18,3 af hundraði og aðrir 6,7. Fyrsti nafntogaði frambjóðandi Ihaldsflokksins, til að tryggja sér áframhaldandi þingsæti var Edward Heath fyrrverandi for- sætisráðherra en hann hafðl um þrettán þúsund atkvæði fram yfir andstæðing sinn á Suður-Eng- landi. Um þrjátíu milljónir Breta neyttu atkvæðisréttar síns þrátt fyrir slæm veðurskilyrði og er sennilegt að tafir verði á lokaúr- slitum vegna hinnar óvæntu þátt- töku. Er ekki búist við að talningu verði lokið fyrr en síðla föstudags. Frú Thatcher ávarpaði frétta- menn í kjördæmi sínu í nótt og kvaðst ánægð með þá stefnu sem talningin hefði tckið og notaði tækifærið til að þakka stuðn- ingsmönnum. Call ighan foringi VerkamannaflokKsms leit við í borgarráðshúsinu í kjördæmi sínu Cardiff meðan talning fór fram. Hann brosti dauflega en sagði ekki orð. Stórir hlutar aðalvega liggja undir skemmdum v.egna skorts á viðhaldsfé — segir í skýrslu samgönguráðherra um framkvæmd vegaáætlunar 1978 SAMGÖNGURÁÐHERRA Ragn- ar Arnalds lagði í gær fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd vegaáætlunar 1978. í skýrslunni kemur m.a. fram að fjármagn til vegamáia hefur ekki haldið í við verðbólguna og er svo komið að stórir hlutar aðalveganna liggja undir skemmdum vegna skorts á viðhaldsfé, eins og segir orðrétt í skýrslunni. í skýrslunni kemur fram að framlög til vegamála námu 11,2 milljörðum króna árið 1976. Er það svipuð upphæð og árið 1976, ef miðað er við verðlag ársins 1978 en nokkru hærri en árið 1977, en þá var varið 10,6 milljörðum til vegamála sé miðað við verðlag ársins 1978. Hins vegar náði framlag til vegamála hámarki árið 1973, þegar varið var 16,2 milljörðum króna til vegamála á verðlagi ársins 1978. Árið eftir var framlag til vegamála 14,8 millj- arðar en hefur síðan farið minnk- andi. I skýrslu samgönguráðherra segir síðan orðrétt. Slík þróun í fjármagni til vega- mála setur óhjákvæmilega sitt mark á vegakerfið og ástand þess. Viðhaldsfé hefur í megindráttum staðið í stað, þó að ástand vegakerf- isins og sívaxandi umferð kalli á stóraukið átak á því sviði. Er svo komið að stórir hlutar aðalveg- anna liggja undir skemmdum vegna skorts á viðhaldsfé, einnig þeir vegir sem byggðir hafa verið upp fyrir tiltölulega fáum arum. Hið bágborna ástand kemur ber- legast í ljós á vorin, en þá er mikill hluti vegakerfisins lamaður í 1 — 1V2 mánuð vegna aurbleytu. Ekki er þróunin síður alvarleg, þegar litið er til fjármagns til nýrra þjóðvega og brúa, en þar er fjármagn nú minna en helmingur þess sem var 1973. Með þvi fjármagni sem nú er til ráðstöfun- ar er ekki svigrúm til að ráðast í stærri verkefni í vega- og bruár- gerð. Það er heldur ekki svigrúm til að hefjast handa um lagningu bundinna slitlaga í þeim mæli að verulega muni um það. Mörg brýn verkefni þarf að leysa innan þessara verkefnaflokka, ef ekki á að vera um stöðnun og afturför að ræða. Þrestir hafaþyrpst í hlöður í haröuidunum Slæmt útlit með grassprettu og vorið óvenju seint á ferðinni á austanverðu Norðurlandi BÆNDUR víða á Norðurlandi og þá einkum á Norðausturlandi eru mjög uggandi um sumarið og óttast að spretta verði með minnsta móti. Eftir harðan, en þó ekki ýkja snjóþungan vetur, gerði mikið norðanáhlaup í síðustu viku, en í gær virtist vera að rofa til. Bændur eru víðast hvar birgir af heyjum, en þó einhverjir séu illa staddir með hey, eru aðrir aflögufærir. Almennt byrjar sauðburður eftir um viku og er fyrirsjáanlegt að bændur verða í miklum erfiðleikum ef allt fé verður þá á húsum. Almanakið segir okkur að sumarið sé komið en það er þó alls ekki sumarlegt um að litast. Morgunblaðið ræddi í gær við Grím Jónsson ráðunaut í Ærlækjarseli í Öxarfirði, Sigurð P. Björnsson á Húsavík og Stefán Skaftason jarðræktarráðunaut í Straumnesi í Aðaldal. Rabbað var um ástand og horfur og fara viðtölin hér á eftir. Til farfuglanna heyrist ekki í Aðaldalnum Flest tún í nágrenni Húsavíkur undir snjó Þorraveður í Öxarfirðinum síðustu daga — Tíðin er eins og nú væri marzmánuður, en ekki maí, sagði Stefán Skaftason, Straumnesi í Aðaldal. — Ég held að það sé fyllsta ástæða til að vera uggandi. Feikna mikil frost eru í jörðu og hér vorar með eindæmum seint. Óhætt er að segja að það sé mánuði á eftir því sem gerzt hefur undanfarin ár og enn sér ekki fyrir endann á vetrinum. Það lítur ekki vel út með sumarið og ég óttast sprettulítið sumar. í dag er hér renningur og um 5 stiga frost. — Við vorum farin að heyra í farfuglunum, en heyrum ekki til þessara vorboða lengur. Þrestir hafa mikið leitað heim að húsum og þeir hafa þyrpst i hlöðurnar, þar sem þeir hafa komist inn, að undanförnu. Einn og einn fugl hefur fundist dauður heima við bæi síðustu daga. Ég er hræddur um að sá fugl, sem ekki leitar heim að húsum, gæti farið illa. Einstöku maður er orðinn heylaus, en í heiid eru næg hey og þá aðrir, sem eru aflögufærir, sagði Stefán Skafta- son að lokum. — Eftir mjög kaldan vetur, en þó ekki snjóþungan, vonuðust menn hér um slóðir eftir góðu vori, en það hefur brugðist, sagði Sigurður P. Björnsson á Húsavík í samtali við Mbl. í gær. — Um sumarmál fór að snjóa og má heita að flest tún her um slóðir séu undir snjó. Klaki er þó mikill í jörðu, svo að útlit með grassprettu er ekki gott, því að gróður mun vera seinn til. — Sauðburður er víða hafin og sums staðar í fullum gangi, en rúmleysi í húsum skapar mörgum bóndanum erfiðleika. Geldfé er enn allt á gjöf, en venjulega er búið að hleypa því út um þetta leyti. Almennt munu bændur þó vera sæmilega birgir af heyjum. — Menn líkja þessu við vorið 1949, en þá var snjókoma fram eftir maímánuði, en þá hófst sauð- burður seinna en nú, svo að erfið- leikarnir voru ekki þeir sömu, sagði Sigurður að lokum. — Menn hér um slóðir hafa þann háttinn á að vona allt hið bezta, en taka síðan erfiðleikunum ef þeir koma, sagði Grímur Jóns- son ráðunautur í Ærlækjarseli í Öxarfirði. — Ég geri ráð fyrir að í heild sé allsæmilegur heyforði hjá bændum og sjálfsagt í góðu meðal- lagi. í vetur hefur verið óvenju svellalítið á túnum, en í áhlaupinu síðustu daga fraus saman. Persónulega held ég að mikið frost sé í jörðu, en menn eru ekki sammála um það. — Á einstöku stað er sauð- burður byrjaður og eftir um viku verður hann kominn í fullan gáng. Það er því óálitlegt með féð og útlit fyrir mikil þrengsli í húsum og erfiðleika því samfara. Undanfarið hefur verið hér versta þorraveður, hálfgerð vetrar- stórhríð, þó svo að ekki hafi mikil snjókoma fylgt þessu áhlaupi. í dag sér á milli bæja og það þykir gott miðað við siðustu daga, sagði Grímur í Ærlækjarseli. Fullt hús við setn- ingu landsfundar fóru í gær RÚSSNESKU herflutningavélarnar sex, sem hér hafa dvalið undanfarna daga, héldu héðan upp úr klukkan 10 í gærmorgun. Ferðinni var heitið til Kúbu með viðkomu á Gander á Nýfundnalandi og hafði veður sett strik í ferðaáætlun Rússanna, þann- ig að dvöl þeirra hér varð lengri en áætlað hafði verið. HÁSKÓLABÍÓ var troðfullt í gærkvölddi er Geir Ilallgrímsson setti 23. landsfund Sjálfstæðis- flokksins og skipaði Gunnar Thoroddsen, varaformann flokksins. fundarstjóra og Hildi Einarsdóttur. Bolungarvík, fund- arritara, á þcssum fyrsta fundi. Geir Hallgrimsson flutti síðan setningarræðu sína og er hún birt í heild á miðopnu Morgun- blaðsinc í dag. Að ræðu Geirs Hallgrímssonar lokinni sungu þau Sieglinde Kah- man og Sigurður Björnsson ein- söng og tvísöng og einnig síðar í dagskránni. Matthías Johannes- sen las kafla úr óbirtu ritverki sínu um Ólaf Thors og Gísli Jónsson menntaskólakennari flutti ávarp, sem birt verður í heild í Morgunblaðinu á morgun. Gunn- ar Thoroddsen mælti síðan nokkur orð áður en hann frestaði fundi þar til kl. 9 árdegis í dag, er störfum landsfundarins verður haldið áfram í Sigtúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.