Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 4. MAI 1979
22
Minning:
Jón Guðmundsson
Hallsstöðum
Talið er, að 18 daladrög liggi að
Skeggöxl, en það fja.ll (815m) er
nokkurs konar miðstöð á nesi því,
sem gengur fram milli Gilsfjarðar
og Hvammsfjarðar, og er um 40
km að lengd. Mestur af fjalladöl-
um þeim, sem teygja drög sín að
Öxlinni er Flekkudalur, inn af
Efri-byggð á Fellsströnd. Forn
munnmæki herma, að í dalnum
hafi endur fyrir löngu verið nokk-
ur býli, m.a. kirkjustaðurinn
Staðarbakki.* Sú byggð er nú í
auðn og saga hennar hulin móðu
liðinna alda. Flekkudalsá, blátær
og bakkafögur, liðast eftir daln-
um. í hana falla lækir margir og
gil. Nöfn þeirra sum með nokkrum
huldu- og ævintýrablæ, svo sem
Seljagil, Álfagil og Jötnagil að
norðanveðu. í Hrishlíð við Álfagil
var .lögrétt Fellsstrandahrepps,
hlaðin úr grjóti. í dalnum eru
landkostir góðir og kjarnmiklir
sumarhagar. Eyrar meðfram ánni,
brokflóar, lyngbrekkur, kjarrásar
og gróður-geirar teygja sig upp í
brattar hlíðarnar. í mynni
Flekkudals, norðan árinnar,
stendur bærinn Hallsstaðir undir
hárri hlíð. Þegar haustar að og
kólnar, gránar snemma í Halls-
staðabrún. Þegar fer að vora og
hlýna, nýtur sólar vel í norður-
hlíðinni og jörðin kemur græn
undan snjónum. Á Hallsstöðum
bjó Jón Guðmundsson í tæpa
hálfa öld.
Jón var fæddur að Breiðaból-
stað á Fellsströnd 19. janúar 1909.
Foreldrar hans voru Guðmundur
Jónsson og kona hans, Kristín
Jónasdóttir. Guðmundur andaðist
1918. Jón átti alla ævi heima á
Fellsstfönd. Árið 1931 hóf hann
búskap á Hallsstöðum. Hann
kvæntist Jófríði Einarsdóttur frá
Vogi. Þau eignuðust 5 sonu, sem
allir eru á lífi:
Guðmundur bóndi í Túngarði,
kvæntur Ester Kristjánsdóttur
frá Efri-Múla í Saurbæ. Hilmar,
verkstjóri hjá O. Johnson og
Kaaber, Reykjavík, kvæntur
Kristínu Guðmundsdóttur frá
Egilsá í Skagafirði. Einar Hólm,
bóndi á Hallsstöðum. Kristinn,
starfsmaður Kf. Hvammsfjarðar,
Búðardal, kvæntur Valdísi
Jóhönnu Sveinbjörnsdóttur.
Svanur, starfsmaður á Grundar-
tanga við Hvalfjörð.
Ævisaga Jóns á Hallsstöðum er
saga íslenzka bóndans á öldinni
okkar. Hann varð snemma dug-
mikill og framtakssamur.
Myndarmaður í sjón og raun.
Þéttur á velli og þéttur í lund.
Hann hóf búskap á erfiðum
krepputímum. Átti lítið til nema
eigin kraft og áræði. Þurfti að
vinna hörðum höndum. Sló ógreið-
fært tún með orfi og ljá. Heyjaði á
engjum. Batt votband og reiddi
heim á klökkum. En smátt og
smátt fór erfiðið að skila árangri.
Túnið stækkaði og fénu fjölgaði.
Ytri aðstæður breyttust. Vél-
væðingin hófst. Sveitasími var
lagður á bæina. Eitt sumarið var
áin brúuð, sem oft hafði verið
erfiður farartálmi á leiðinni
heiman og heim. Seinna kom
rafmagnið og létti heimilisstörfin.
Jón endurbætti jörð sína á
margan veg og byggði upp öll
jarðarhús. Hann var í röð fjár-
flestu bænda á þessum slóðum um
langt skeið. Lagði jafnan kapp á
að eiga nóg hey. Ávallt sá hann
búi sínu vel borgið. Hann batt
órofa tryggð við eignarjörð sína og
undi sér hvergi annars staðar til
lengdar. Þó var hann félagslyndur
og glaðsinna. Hann komst ekki hjá
þátttöku í opinberum störfum og
félagsmálum. Hann átti sæti í
hreppsnefnd um nær þriggja ára-
tuga skeið, þar af eitt kjörtímabil
sem oddviti Fellsstrendinga. Hann
var árum saman
vara-sýslunefndarmaður.
Ræktunarmál voru honum hug-
leikin. Hann sat lengi í stjórn
ræktunarsambands sýslunnar og
lagði alls staðar gott til mála.
Þegar mér verður hugsað til lið-
innar ævi þessa atorku- og iðju-
manns, koma mér í hug hendingar
úr kvæðinu „Smiðurinn “ í
þýðingu Einars Benediktssonar:
„Því ævi HÍnni hefur hann
í heiðri og starfsemd eytt.
Hann horfir djarft á hvern sem er,
hjá honum á enginn neitt“.
Jón vann einnig utan heimilis-
ins, þegar færi gafst, m.a. mörg
haust við sauðfjárslátrun í Búðar-
dal hjá Kf. Hvammsfjarðar og
áður sem sláturhússtjóri í Hjalla-
nesi á Fellsströnd. Með þessum
hætti tók hver önnin við af
annarri í lífi hans.
„llm norgun hvern er hafið verk,
kvöl(j hvert sér endað starf,
en dagsverk unnið, nokkurs nýtt,
gefur næturhvíld í arf.“
Síðustu árin átti Jón við van-
heilsu að stríða. Þrek hans
dvínaði. Hann andaðist í sjúkra-
húsi St. Franciskussystra í
Stykkishólmi hinn 7. apríl s.l. og
var jarðsettur að Staðarfelli
laugardaginn fyrir páska, 14. apríl
s.l. Útför hans var fjölmenn.
Þennan dag var logn og heiðríkja.
Sólskin skein á föla jörð. Fyrsti
dagur vorleysingar við Hvamms-
fjörð á þessu ári, enda sumardag-
urinn fyrsti á næsta leiti.
Eftirlifandi konu og aðstend-
endum öllum er vottuð innileg
samúð að leiðarlokum. Minning
hins látna heiðursmanns mun lifa
löngu eftir að þagnaðir eru rokkar
hávaðamanna samtímans. Hún
mun lifa lengst, þar sem vel nýtur
sólar, og jörðin kemur græn
undan snjónum.
Friðjón Þórðarson.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi óskast
Óskum eftir gistingu
á einkaheimilum vegna þinghalds frá 25.
júní til 2. júlí.
Ferðaskrifstofan
(WWáiTHí
Iðnaðarhúsinu,
Hallveigarstíg 1
símar 28388 og 28580.
3—5 herbergja íbúð
höfum viö veriö beönir aö útvega til
leigu, sem fyrst.
Málflutningsskrifstofa
Ágústar Fjeldsted hrl.
Benedikts Blöndal hrl. og
Hákonar Árnasonar hrl.
Ingólfsstræti 5, Reykjavík.
Sími 22144.
| húsnæöi i boöT
Skrifstofuhúsnæði
til leigu
170 fm skrifstofuhúsnæöi til leigu á 2. og
3. hæö í miöborginni. Hentugt fyrir
skrifstofur, teiknistofur, o.fl.
Tilboö leggist inn á afgr. Mbl. merkt:
„Gamli miöbær — 5838“.
Til leigu 450m2
Til leigu er skrifstofuhúsnæöi um 450m2
frá og meö 1. maí. Leigist í stærri eöa
smærri einingum, til skemmri eöa lengri
tíma. Uppl. í síma 32399 í dag milli kl.
1—5 og næstu daga.
Vísindastyrkir Atlants-
hafsbandalagsins 1979
Atlantshafsbandalagiö leggur árlega fé af mörkum til aö styrkja
unga vísindamenn til rannsóknarstarfa eöa framhaldsnáms
erlendis. Fjárhæð sú er á þessu ári hefur komiö í hlut íslendinga í
framangreindu skyni nemur tæpum 7 mlllj. króna og mun henni
veröa varið til aö styrkja menn, er lokiö hafa kandídatsprófi í
einhverri grein raunvísinda, til framhaldsnáms eöa rannsókna
viö erlendar vísindastofnanir, elnkum í aöildarríkjum Atlants-
hafsbandaiagsins.
Umsóknum um styrki af fé þessu — „Nato Science Fellowships"
— skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 1. júní n.k. Fylgja skulu staöfest afrit prófskír-
teina svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram
hvers konar framhaldsnám eöa rannsóknir umsækjandi ætli aö
stunda, viö hvaöa stofnanir hann hyggst dvelja, svo og skal
greina ráögeröan svalartíma. — Umsóknareyöublöö fást í
ráöuneytinu.
MenntamálaráOuneytiö
30. apríl 1979.
Happdrætti
Lionsklúbbsins
Fjölnis
Dregiö var 2. maí.
numer:
1. nr. 8837
2. nr. 29198.
3. nr. 15883.
4. nr. 20086.
5. nr. 2688.
6. nr. 19407.
7. nr. 3462.
8. nr. 11228.
Upp komu eftirtalin
9. nr. 4149.
10. nr. 11612.
11. nr. 8966.
12. nr. 5713.
13. nr. 14466.
14. nr. 29672.
15. nr. 27190.
íbúðalánasjóður
Seltjarnarness
Umsóknarfrestur um lán úr íbúðalána-
sjóöi Seltjarnarness er til 1. júní n.k.
Umsóknareyöublöö ásamt reglugerö
sjóösins fást á bæjarskrifstofunni. Lán
veröa afgreidd fyrir 15. júní.
Bæjarstjórinn
Seltjarnarnesi.
Veitingastaður
óskast til kaups
Óska eftir aö kaupa grillstöö eöa kaffihús
á stór-Reykjavíkursvæðinu sem er í
gangi.
Tilboö sendist Mbl. sem fyrst og eigi
síöar en 10. maí merkt. „Grill — 5841“.
Fariö veröur meö tilb. sem algjört
trúnaöarmál.
Uppboö
Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík
fer fram opinbert uppboö aö Borgartúni
7, laugardaginn 5. maí 1979 og hefst þaö
kl. 13.30.
Verða þar seldir margskonar óskilamun-
ir, sem eru í vörzlum lögreglunnar svo
sem: reiöhjól, úr, fatnaöur og margt
fleira. Greiösla viö hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
Utboð
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í
byggingu fjögurra steinsteyptra starfs-
mannahúsa viö Búrfellsstöö. Miöast
verkiö viö afhendingu á húsunum í haust
tilbúnum undir tréverk. Útboösgögn
veröa afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
aö Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá
og meö mánudeginum 7. maí 1979 aö
telja og kostar eintakiö kr. 10.000.-.
Tilboösfrestur er til 28. maí 1979, en þá
veröa tilboöin opnuð kl. 14:00 í skrifstofu
fyrirtækisins.
Reykjavík 4. maí 1979.
Landsvirkjun.