Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979 11 Laun bankamanna lækkuðu um 3 % Afangahækkunin fyrir apríl ekki tekin til baka BANKARNIR lækkuðu laun bankastarfsmanna við útborgun launa um þessi mánaðamót um 3% og er áfangahækkunin þar með tekin af og marzlaun í gildi. Hins vegar létu bankarnir starfs- fólkið ekki endurgreiða 3% áfangahækkunina, sem greidd hafði verið fyrir aprflmánuð. Hafði verið um það rætt, að kæmi til slfks, yrðu tekin til baka 2%, þar sem lög ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir hefðu verið samþykkt 10. aprfl eða um það bil. Böðvar Magnússon, fyrsti vara- formaður Sambands íslenzkra bankamanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn SÍB léti nú kanna, hvaða aðgerða sambandið gæti gripið til til þess að ná rétti bankamanna, þ.e.a.s. að fá umsamda áfangahækkun greidda áfram. Ýmis starfs- mannafélög bankamanna munu næstu daga ætla að halda fundi um málið og í gær var fyrirhugað- ur fundur meðal starfsfólks Seðla- bankans. Samningar bankamanna renna út 1. október. Vestmannaeyjar: 80% vertíðarþorks í 1. flokk í vetur í NÝLEGU tölublaði Vest- mannaeyjablaðsins Fylkis er að finna yfirlit yfir gæðamat og stærðarflokkun þorsks þrjár síðustu vertíðar. í inngangs- orðum segir að aflabrögð á vertíðinni hafi verið misjöfn hjá Eyjabátum, en í heild hafi vertíðin verið betri en í fyrra, enda hafi hún þá verið með eindæmum léleg. Miklar um- ræður hafi verið á opinberum vettvangi um friðunaraðgerðir á þorski, en í umræðum í þingsölum og í fjölmiðlum hafi menn nær undantekningar- laust tekið afstöðu með hags- muni sinna byggðarlaga og landshluta f huga og segir í Fylki að öll umræða hafi ein- kennst af hreppapólitík. Vestfirðingar og Norðlendingar hafi haldið því fram að gæði vertíðarþorsks sunnanlands væru mun lakari en hjá þeim. Af þessum sökum hafi verið tekin saman yfirlit yfir þorskveiði í Eyjum þrjár síðustu vertíðir, þ.e. frá 1. janúar til 15. apríl. I yfirlitinu kemur fram gæðamat og stærðarflokkun og fer það hér á eftir úr Fylki Vestmannaeyjum: GÆÐAMAT: 1979 1. fl. 5.722,3 79,4% 2. fl. 1.046,7 14,5% 3. fl. 439,7 tonn 7.208,7 1978 6,1% 1. fl. 5.312,4 78,7% 2. fl. 981,5 14,5% 3. fl. 459,3 tonn 6.753,2 1977 6.8% 1. fl. 4.449,5 64,7% 2. fl. 1.709,5 24,9% 3. fl. 716,5 tonn 6.875,5 10,4% STÆRÐARFLOKKUN: 1979 Stór 6.933,5 96,2% Miðl. 261,9 3.9% Smár 13,3 0,2% tonn 7.208,7 1978 Stór 6.222,9 92,2% Miðl. 507,2 7,5% Smár 23,1 0,3% tonn 6.753,3 1977 Stór 6.753,2 98,2% Miðl. 101,0 1,5% Smár 21,3 0,3% tonn 6.875,5 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Fréttir frá Bridgesambandi Vesturlands Vesturlandsmót í sveita- keppni var haldið í Borgarnesi helgina 17.—18. mars s.l. Sex sveitir tóku þátt í mótinu. Sig- urvegarar urðu sveit Alfreðs Viktorssonar, en auk hans spil- uðu í sveitinni Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmundsson og Ólafur G. Olafsson. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Sveit Alfreðs Viktorssonar Akranesi, 83 stig. 2. Sveit Halldórs Sigurbjörns- sonar, Akranesi 68 stig. 3. Sveit Jóns Þ. Björnssonar, Borgarnesi 64 stig. 4. Sveit Eyjólfs Magnússonar, Borgarnesi 43 stig. 5. Sveit Viggó Þorvarðar- sonar, Stykkishólmi 26 6. Sveit Sigurðar Magnús- sonar, Reykholtsdal 11 stig. Vesturlandsmót í tvímenn- ingskeppni var haldið í Stykkis- hólmi helgina 21.—22. apríl s.l. Þátt tóku 23 pör, auk eins gestapars, Reykjavíkurmeistar- anna Sigurðar Sverrissonar og Vals Sigurðssonar. Keppninni lauk með sigri gestanna, sem hlutu 176 stig, en röð efstu para í Vesturlandskeppni varð þessi: 1. Ketill Jóhannesson — Sigurður Magnússonar Reykholtsdal 161 st. 2. Ellert Kristinsson — Halldór S. Magnússon, Stykkish. 142 st. 3. Jón A. Guðmundsson — Níels Guðmundsson, Borgarn. 125 st. 4.-5. Kristinn Friðriksson — Guðni Friðriksson, Stykkish. 104 st. 4.-5. Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson, Reykh.dal 104 st. 6. Eiríkur Jónsson — Karl Alfreðsson, Akranesi 98 st. 7. Hólmsteinn Arason — Unnsteinn Arason, Borgarn. 82 st. 8. Eyjólfur Magnússon — Guðjón Karlsson, Borgarn. 74 st. 9. Guðjón Stefánss. — Jón Þ. Björnsson, Borgarnesi 67 st. Guðmundur Sigurjónsson — Jón Gíslason, Akranesi 22 st. 11. Davíð Stefánsson — Jón Jóhannesson, Búðardal 5 st.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.