Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1979 Jón Norðkvist Viggós son — Minning Fæddur 27. aprfl 1951. Dáinn 4. aprfl 1979 „Lifðu lífinu lifandi" voru eink- unnarorð hans. Sá ungi maður sem nú er fallinn frá hafði þessi orð ekki einungis í flimtingum, heldur í öllum sínum gerðum. Það má segja að dirfska hans og hugrekki hafi leitt hann á breiðari lífsbraut en gengur og gerist, enda var hann opinn fyrir öllum nýj- ungum sem kröfðust þessara eig- inleika hans. Hann hafði ríka kímnigáfu sem alltaf var til staðar hvernig sem á bjátaði og óteljandi eru þau hlátursköstin sem hann hafur orsakað í fjölskyldu okkar á sinn rólega og yfirvegaða hátt. Eftir skólanám sitt hér heima hóf hann sína æviferð um heim- inn, fyrst um troðnar slóðir Evrópu, en síðan um erfiðar brautir svo sem Afríku og Asíu, þar sem hann og dvaldist lang- dvölum. Það átti ekki við hann að þjóta land úr landi, borg úr borg, heldur tók hann sér tíma til að kynnast landi og fólki, sem hann átti mjög auðvelt með vegna sinn- ar lífsglöðu framkomu og litríka persónuleika. Á sínum stutta lífs- ferli hefur hann bróðir minn lifað margar raunir og einnig gleði- stundir, sem án efa hafa markað hann og mótað í reynslumikinn mann og hugsuð. Bréf hans öll mikil og góð bera þess merki og eru okkur sem dýrmætt fróðleikskorn. Frásagn- arsnilli hans var með eindæmum og hefði án efa notið sín seinna er hann hugsðist setjast í helgan stein og setja á blað það sem á daga sína hafði drifið. Af hinni miklu reynslu sinni miðlaði hann SINDRA STALHR Fyrirliqgjandi í birgðastöð PRÓFÍLPÍPUR □L 1 □ I I cr~~i i 1 □ □□ □ i 11 1 I I □ I in Fjölmargir sverleikar. Borgartúni31 sími27222 okkur af mikilli samviskusemi í bréfum sínum og aldrei tók hann sér penna í hönd án þess að koma að nokkrum gullkornum eftir sjálfan sig, eða aðra. Lestrarhest- ur mikill var hann og eru þær ófáar bækurnar sem hann hefur borið augum, bæði á móðurmálinu eða öðrum málum, því drengurinn var mikill málamaður og lá létt fyrir honum að læra af bók sem öðru. Aldrei kom það bréf frá honum, sem ekki spurði um hagi okkar systkina hans og foreldra og hvatti hann óspart til dáða og gaf góð ráð ef svo bar undir. Eftir andlát hans hitti ég stúlku erlendis sem kannaðist við bróður minn. Hafði hann keypt farseðil hjá stúlkunni er hann hugðist halda heim á leið, um Japan og Bandaríkin. Þegar ég sagði henni hvernig komið var, brast hún í grát og sagði: „Ég trúi þessu ekki, hann sat hér fyrir nokkrum dögum og talaði við mig á reiprennandi frönsku." Þetta litla dæmi sýnir án efa hversu skyndilega lífið hefur horfið honum sjónum, óund- irbúnum, hjálparvana í ókunnu landi. Bikar sorgarinnar er barmafullur hjá fleirum en þess- ari stúlku, er fréttin berst um andlát hans. Orðið óréttlæti er kannski ekki hægt að nota við þessar kringumstæður, en vissu- lega skýtur því upp í huga manns og svo spurningin „hvers vegna?" En með því gerum við okkur sjálfum erfiðara fyrir og efalaust einnig honum, sem nú hefur hafið sína hinstu ferð. Við viljum ekki íþyngja honum með slíkum hugs- unum, heldur óska honum farar- heilla eins og svo oft áður. Elsku- legur bróðir minn og vinur var einn hlekkurinn í samheldinni fjölskyldu okkar. Vissulega mun- um við ekki gleyma þeim hlekk, og styrkist keðjan er opið verður bætt með traustari böndum. Sigrún Viggósdóttir. Eldur í Friðarhöfn Eldur varð laus í nýrri vöruaf- greiðslu Herjólfs í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum sl. miðviku- dag og urðu skemmdir talsverð- ar af eldi, vatni og reyk. Að sögn lögreglunnar í Eyjum er líklegt talið að kviknað hafi í út frá rafmagni, en þó er það enn ekki fullkannað. COLA Sanianbimkir á ólíkiini tegundum drykkja. HREINN , WELSINU SAM venjulkííik kosdhykkjh PILSNEK NYMJOLK Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 472.- (Öll verð mrðuð við 6. apríl 1979.) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 235» þær fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 445.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B2-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Verð á lítra kr. 152.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annáð næringargildi: Getur innihaldið kofíin. Verð á lítra kr. 310.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 372.- Frá Mjólkunlagsiiefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.