Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 18

Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979 Geir Hallgrímsson á landsfundi Sjálfstœðisflokksins: FYLGJUM SÓKNINNIEFTIR OG KNÝJUM FRAM KOSNINGAR Stíga verdur til fulls skrefið til frjálsrar gjaldeyrisverzlunar. Óttinn við gjaldeyrisfrelsið er jafnástæðulaus og hrakspárnar í upphafi viðreisnar, þegar vöruinnflutningur var gefinn frjáls. Hver játar því nú, að hann telji til bóta að hverfa aftur til hafta, banna og skömmtunar. Ný atvinnustefna á að vera fólgin í því að skapa fólkinu í landinu skilyrði tii að verja fjármunum sínum til eflingar atvinnulífsins. Sparnaður fólksins sjálfs, mat þess, trú á arðsemi og hugvit þess á að ráða farvegi fjármagnsins. Við sjálfstæðismenn er- um 'þeirrar skoðunar, að hið opinbera hafi ekki það hugmyndaflug, sköpun- argáfu eða framtak sem nauðsynlegt er til að stuðla að nægilegum framför- um í atvinnustarfsemi. Nýmæli í atvinnustarfsemi verða ekki til við skrifborð á opinberum skrifstofum heldur meðal þeirra, sem starfa og stjórna í atvinnulífinu sjálfu. Þetta gildir um alla atvinnuvegi þjóðarinnar, en sérstök . vandamál blasa við í landbúnaði og sjávarútvegi vegna verndunar landgæða, mark- aðsskorts og verndunar fiskstofna. Aherzlu verður því að leggja á iðnað bæði stóriðju' og almennan iðnað. Höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar verða að sitja við sama borð, svo að ekki sé um samkeppni milli þeirra að ræða um verndunaraðgerðir og skattlagn- ingu. Ef opinberar aðgerðir í þágu atvinnuveganna eru nauðsynlegar vegna aðlögunar eða félagslegra sjón- armiða verður að viðurkenna það opinskátt. Á sama hátt og hlutafélagalöggjöf- inni var breytt ber að endurskoða aðra félagslega löggjöf, eins og t.d. lög um samvinnufélög til að tryggja fjár- stjórn fjöldans. Frjálsir kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins á ábyrgð launþega og vinnuveitenda hvetja báða til þess að hugsa ekki aðeins um stundarhag heldur lengra fram í tímann og eiga að venja samningsaðila af því að hlaupa sífellt undir pilsfald ríkisvaldsins, sem getur í raun ekkert annað gert en að skattleggja þá sjálfa annaðhvort beint eða með seðlaprentun og aukinni verðbólgu. Við sjálfstæðismenn teljum hags- muni atvinnurekenda og launþega fara saman. Báðum er nauðsynlegt að atvinnureksturinn sé rekinn með ágóða. í vel reknum fyrirtækjum á samkeppni og samanburður að tryggja það, að ágóðinn sé í raun sjálfstæð verðmætasköpun og skerði því ekki hlut neins. Auðvitað ber starfsmönnum hlut- deild í afrakstri atvinnureksturs og samtökum þeirra að sjá svo um. Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hefur stuðningur við hagsmunamál verkalýðshreyfingarinnar og launþega verið ríkur þáttur í starfi flokksins og stefnu. Sú áherzla, sem sjálfstæðis- menn leggja á málefni launþega og verkalýðssamtaka kemur glögglega fram í því kjörorði, sem flokkurinn hefur fylgt alla tíð: Stétt með stétt. Þessu kjörorði hefur verið fylgt eftir í verki. Tæpum áratug eftir stofnun Sjálfstæðisflokksins var Málfundafé- lagið Óðinn stofnað og á næstu árum voru síðan stofnuð mörg launþegafé- Iög innan vébanda Sjálfstæðisflokks- ins og loks Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins. Þetta sýnir framsýni forver- anna, sem gerðu sér grein fyrir því, að sem fjöldaflokkur fólksins, hlaut Sjálfstæðisflokkurinn að endurspegla innan sinna vébanda þá félagsmála- hreyfingu, sem einna mest áhrif hefur haft á mótun íslenzka þjóðfélagsins á þessari öld. Við þetta hlutverk Sjálf- stæðisflokksins hefur verið staðið og við það verðut staðið í framtíðinni. En hvernig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn rækt hlutverk sitt, sem þjóðar- hreyfing vinnandi fólks til sjávar og sveita? Við skulum í þeim efnum ekki leita langt til baka. Við skulum rifja upp nokkrar staðreyndir sem okkur eru flestum enn í fersku minni. Enginn flokkur hefur lagt jafn ríka áherzlu á að verja hlut láglaunafólks og bæta kjör þess hlutfallslega gagn- vart öðrum launþegahópum og Sjálf- stæðisflokkurinn í viðreisnarstjórn og á síðustu fjórum árum. Aldrei hefur náðst jafn mikill árangur á jafn skömmum tíma í húsnæðismálum láglaunafólks og í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í ríki og borg. Aldrei hefur jafn mikill árangur náðst í að verðtryggja lífeyri al- mennra launþega og í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur ár, enda er sú mismunun, sem ríkt hefur í þeim efnum mesta þjóðfélagslega ranglæti okkar tíma. Sjálfstæðismenn í verkalýðshreyf- ingunni hafa nú hafið nýja sókn fyrir auknu lýðræði í starfsemi verkalýðs- félaganna með þeirri tillögu, sem samþykkt var af Verkalýðsráði Sjálf- stæðisflokksins á s.l. hausti um hlut- fallskosningar til stjórna verkalýðsfé- laganna, þannig að réttur minnihlut- ans í þessum félögum verði tryggður með eðlilegum hætti. Við sjálfstæðismenn erum hreyknir af þessari sögu flokks okkar í verka- lýðsmálum og árangri trúnaðarmanna úr okkar hópi í hagsmunamálum launþega. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur misnotuðu verkalýðssamtökin gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins á s.l. ári. Þessir flokkar beittu áhrifum sínum í verkalýðssamtökunum, starfs- liði þeirra, fjármagni og aðstöðu til þess að snúa þeim gegn ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins á örlagaríkum tímum. Þessir flokkar glíma nú við eigin draug í núverandi ríkisstjórn. Við skulum ekki festa okkur í deilum um það, sem liðið er. Þrátt fyrir þessa árekstra á síðasta ári milli krata og kommúnistaforingja í verka- lýðshreyfingunni og Sjálfstæðis- flokksins lýsi ég því yfir með sögu flokks okkar í verkalýðsmálum að bakhjarli, að við sjálfstæðismenn erum enn sem fyrr tilbúnir til að eiga jákvætt samstarf við verkalýðssam- tökin og forystumenn þeirra hvar í flokki sem þeir standa. Við viljum eiga samstarf við þá um endurreisn frjáls samningsréttar á þann veg, að fulltrúar launþega og atvinnurekenda semji sjálfir um kaup og kjör. Við höfnum leið núverandi ríkisstjórnar, sem hefur tekið að sér þetta hlutverk með því sjálf að ákveða kaup og kjör í landinu á þriggja mánaða fresti. Við höfum í ríkisstjórn tekið þátt í því að grípa inn í gerða kjarasamninga eins og t.d. á s.l. ári en við höfum aldrei litið svo á, að það væri annað en neyðarúrræði. Við höfum aldrei litið svo á, að ákvörðun ríkisstjórnar í launamálum ætti að vera aðalreglan en frjálsir samningar undantekning einber. Við viljum í ríkisstjórn sem í stjórnarandstöðu eiga jákvætt og vinsamlegt samstarf við samtök verkalýðs og vinnuveitenda um hagsmunamál launþega og at- vinnurekstursins í landinu. Hvoru tveggja samtökin eiga fyllsta rétt á sér og báðum samtökunum er fyrir beztu og þjóðinni í heild að útkljá deilumál sín innbyrðis í stað þess að treysta á ríkisvaldið, sem þá mun fyrst skerða og síðan útrýma samnings- frelsinu og sjálfstæði verkalýðsfélaga ekki síður en vinnuveitenda eins og gerzt hefur austan tjalds og tilburðir eru nú til hér á landi. Hér erum við komin að þeirri hættu, sem því er samfara að einstaklingar og samtök þeirra geri kröfu til ríkis- valdsins og ætlist til, að það leysi vandamálin, í stað þess að einstakling- ar leysi þau í frjálsum samskiptum sín á milli. Við eigum að velja á milli þess þjóðskipulags þar sem ríkisvaldið setur þegnunum markmið eða þjóð- skipulag, þar sem einstaklingarnir eru frjálsir að setja sér markmið og keppa að þeim. Skilyrði þessa er að einstakl- ingarnir ráði aflafé sínu sjálfir og skattlagning ríkisins til sameigin- legra þarfa sé takmörkuð. Lausn vandamála má ekki ávallt felast í því að koma á fót nýrri ríkisstofnun eða skattlagningu til þess að auka við kerfið, sem einstaklingur- inn stendur oft magnþrota gegn. Núverandi ríkisstjórnarflokkar eru allir kerfisflokkar, sem unga út frum- vörpum og tillögum um nýjar álögur, rannsóknir og skriffinnskubákn. Ef þeirra vilji gengi fram yrði helmingur þjóðarinnar settur til að hafa eftirlit með hinum. Gæti þá verið skemmra í njósna- og lögregluríki en við getum nú gert okkur í hugarlund. Það er ekki eingöngu hlutverk Sjálf- stæðisflokksins að standa gegn þeirri þróun heldur að snúa til frjálsræðis og vera brjóstvörn einstaklingsins gegn kerfinu. í frelsi felst ekki hömluleysi eða ringulreið, réttur hins sterka og kúgun hins veika, eins og andstæðingar okkar vilja vera láta. Frelsi einstaklingsins takmarkast af samskonar frelsi annarra. Frelsi fylg- ir aðhald og ábyrgð, en munurinn er sá, að annars vegar er beitt sjálfsaga en hins vegar ríkisvaldi. Kristin lífsviðhorf, sem eru grund- völlur vestrænnar menningar og óað- skiljanlegur þáttur sjálfstæðisstefn- unnar, gera kröfu um samhjálp, sem tryggir að enginn þurfi að líða skort eða fara á mis við þjónustu í sjúkdóm- um og elli. Eflingu þessarar samhjálp- ar er hvergi nærri lokið, og forsendan er traust atvinnulíf og vaxandi fram- leiðsla. Éngin mótsögn felst í því að tak- marka hlut hins opinbera í þjóðarút- gjöldunum en efla samhjálp. Mannúð- arhugsjónin krefst þess að öllum séu sköpuð skilyrði til að þroska hæfileika sína og nýta þá, um leið og hjálpar- hönd er rétt þeim, sem höllum fæti stendur í lífsbaráttunni. Óþarfi er hins vegar að taka auraráðin af bjargálna fólki til þess að velja handa þeim vöru og þjónustu, sem skriffinn- ar ríkisins ákveða. Við sjálfstæðis- menn viljum einnig finna nýjar, hag- kvæmar og árangursríkari leiðir í tryggingamálum, heilbrigðisþjónustu og menntun en nú eru farnar. Sjálfstæðisflokkurinn sameinar stefnu einstaklingsfrelsis og mannúð- ar, stefnu sjálfsbjargar og samhjálp- ar. Einar Benediktsson orðar það svo: „Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa, og markmið eitt hjá manni og þjóð hvern minnsta kraft að æfa“. Þessi lífsskoðun hefur gert Sjálf- stæðisflokkinn að stærsta flokki þjóð- arinnar af því að hún er í samræmi við íslenzkt þjóðareðli. En við sjálfstæðimenn skulum hafa það hugfast að flokkur okkar verður aldrei öflugri en samstaða okkar segir til um. Innan stjórnmálaflokks sam- einast menn um hugsjónir, þess vegna byggist velferð flokks á því að menn láti stefnuna blómstra, en hafni valda- streitu. Eðlilegt og sjálfsagt er að kjósa um menn og málefni. Enginn einn maður er sjálfsagður formaður Sjálfstæðisflokksins, ákvörðunin er í höndum landsfundarfulltrúa. En for- maður flokksins á hverjum tíma verður að hafa flokksmenn að baki sér og að forsvari gegn sameiginlegum andstæðingum. Við látum ekki and- stöðuflokka eða málgögn þeirra velja okkur forystumenn. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður spurði einn leiðtogi frjáls- lyndra Jakob Möller „En getur það þá blessast, að frjálslyndir menn og íhaldsmenn sameini sig í einum flokki?" og hann svaraði sjálfur. „Það er auðvitað algerlega undir því komið, um hvað er sameinast. Og hér er að sjálfsögðu aðeins um það að ræða að vinna að sameiginlegum áhugamálum fyrst og fremst. Fullkomnu sjálfstæði landsins út á við og sjálfstæði og athafnafrelsi einstaklingsins inn á við. Hvort menn geta sameinast í einum flokki um slik höfuðmál, þrátt fyrir ýmislegan ágreining í öðrum málum, fer að sjálfsögðu eftir því, hver áherzla er lögð á höfuðmálin". Þessi orð Jakobs Möller eiga enn erindi til okkar í dag. Innan Sjálfstæð- isflokksins eru mismunandi skoðanir á ýmsum málum og andstæðir hags- munir í ýmsum efnum. Það er hlut- verk Sjálfstæðisflokksins að sætta og jafna mismunandi sjónarmið með þjóðinni og láta ágreining um hið smærra víkja fyrir hinu stærra sem sameinar okkur. Andstæðingar okkar og samherjar eru nú sammála um, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi vaxandi fylgi að fagna að nýju. Þótt skoðanakannanir séu varasamar og takmarkaðar, sýna þær þessa þróun. Hvað sem gildi þeirra líður, þá skiptir nú öllu máli, að við sjálfstæðismenn fylgjum sókninni eft- ir, ekki eingöngu flokks okkar vegna og samtakamáttar heldur til þess að knýja fram kosningar og hefja nýtt tímabil framfara, festu og frjáls- hyggju alþjóð til heilla. Góðir landsfundarfulltrúar og gestir. Ég vil ljúka ræðu minni á 50 ára afmæli flokksins á sama hátt og Bjarni Benediktsson gerði á lands- fundi fyrir 10 árum: „Miðað við þjóðarsöguna er flokkur okkar ungur að árum. En engin ár hafa verið atburðaríkari í sögu ís- lands. Að sjálfsögðu hefur sumt mis- tekizt á þessu árabili en miklu fleira heppnazt mun betur en björtustu vonir stóðu til. Hvorki nú né fyrr hefur neinn einn flokkur verið alvitur eða óskeikull. En okkur sjálfstæðismönnum er títt að vitna til reynslu liðinna ára af því að hún er ólygnasti og öruggasti leiðbeinandinn á óséðri framtíðar- braut. Reynslan segir, að á þessu fjörutíu ára bili hafi bezt tekizt, þegar eindregnast var fylgt hinni gagnorðu stofnstefnuskrá flokks okkar um frelsi og sjálfstæði þjóðar jafnt og einstak- linga með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hvorki hin íslenzka þjóð né einstakir íslendingar fá haldið frelsi sínu og sjálfstæði nema allsherjar- hagsmuna sé gætt. En frelsi og sjálfstæði er sá aflvaki, sem Islending- um hefur bezt dugað. Ef við sjálf dugum þeirri háleitu hugsjón mun íslandi vel vegna, bæði í bráð og lengd“. Með þessi orð að leiðarljósi hefja sjálfstæðismenn störf á 23. landsfundi flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.