Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1979
3
Fyrsti fundur F.I.A.-
gerðardómsins í gær
GERÐARDÓMUR sá sem skipað- dómsins, Auður Þorbergsdóttir
ur var eftir samninga flugmanna í formaður dómsins, Jón Finnsson
Félagi ísl. atvinnuflugmanna og hrl. og Guðmundur Skaptason hrl.
Flugleiða til að fjalla um jafn-
launastefnu flugmanna tók til
starfa í gær. Var þá haldinn fyrsti
fundur til undirbúnings frekari
störfum og sátu fundinn fulltrúi
Flugleiða, Jón Júlíusson, lögmað-
ur F.Í.A. Guðmundur Yngvi Sig-
urðsson hrl. og dómarar gerðar-
INNLENT
Ljósmynd Guöfinnur.
Hluti skemmdanna í lofti íbúðar um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni
III.
Neisti olli bruna
í Grindavíkurbát
Grindavík, 3. maí.
ELDUR kom upp í mannaíbúðum
ím klukkan 21 í gærkvöldi í
i'élhátnum Hrafni Sveinbjarnar-
syni III, sem lá við bryggju í
Srindavík. Nokkru áður hafði
verið unnið við iogsuðu um borð í
dripinu. Nokkrar skemmdir urðu
í lofti í tveimur klefum, en talið
?r að neisti frá suðu hafi valdið
brunanum. Slökkvistarf gekk
mjög fljótt og vel.
í sambandi við þennan bruna
má minna á að félagar í Kiwanis-
klúbbnum Boða í Grindavík munu
næstu daga ganga í hús og bjóða
til sölu slökkvitæki og reykskynj-
ara. Ágóði rennur til Þroskahjálp-
ar Suðurnesja. — Guðfinnur.
Sígrœnum gróðri
nokkurhætta búin
VEÐRÁTTAN að undanförnu hefur verið viðsjárverð fyrir
gróður og á það jafnt við sunnan fjalla og norðan. Hafliði
Jónsson garðyrkjustjóri í Reykjavík sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að tíðarfarið hefði varla nokkur áhrií á
lauftré, en hins vegar væri sígrænum gróðri nokkur hætta búin.
Varðandi plönturæktun á veg-
um borgarinnar sagði Hafliði að
fyrir nokkru hefðu harðgerðustu
plönturnar verið settar út til
herzlu fyrir útplöntun. Þær
væru í sérstökum timburstokk-
um, með tvöfaldri gluggaröð og
einangraðar frá jörð, en að auki
héfði í vor þurft að setja striga
ofan á gluggaraðirnar. Sagði
Hafliði að mjög fátítt væri að
grípa þyrfti til slíkra aðgerða, en
með þeim sagðist Hafliði reikna
með að tryggt væri að þeir
misstu ekki plöntur.
Aðspurður um hvort hann
hefði góð ráð handa garðeigend-
um sagði Hafliði að hann gæti
einkum bent fólki á að bíða og
vona það bezta. — Við verðum að
þreyja þennan tíma eins og
Þorrann og vera minnug þess
hvar við búum á hnettinum, en
reyna síðan að fá sem mest út úr
okkar stutta sumri, sagði Haf-
liði.
Páll Sigurjónsson endur-
kjörinn formaður V.S.Í.
AÐALFUNDI Vinnuveitendasambands íslands lauk í gær og var Páll
Sigurjónsson endurkjörinn formaður sambandsins og Hjalti Einars-
son var endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn VSÍ var og
öll endurkjörin. í gær var síðari fundardagur aðalfundarins og var þá
aðallega rætt um nýjar gjaldareglur innan sambandsins og umræður
urðu um ályktanir, sem fundurinn samþykkti.
Meðal ályktana, sem aðalfund-
urinn samþykkti var ályktun um
endurskoðun vinnulöggjafarinnar.
Þar segir: „Aðalfundur Vinnuveit-
endasambands íslands haldinn 2.
og 3. maí 1979 beinir þeirri áskor-
un til alþingismanna, að þeir
hlutist til um endurskoðun vinnu-
löggjafarinnar, sem nú er rúmlega
40 ára gömul, i því skyni að færa
hana til samræmis við breytta
atvinnuhætti í landinu.“
í annarri ályktun, þar sem vikið
Páll Sigurjónsson.
er að afskiptum ríkisstjórnarinn-
ar af kjarasamningum segir:
„Aðalfundur Vinnuveitendasam-
bands íslands mótmælir harðlega
þeim vinnubrögðum ríkisstjórnar-
innar að setja lög um uppsagnar-
frest og greiðslur í veikinda- og
slysatilvikum, án þess að taka
afstöðu til ýmissa eldri samnings-
bundinna og lögbundinna
greiðslna, sem heyra þessum mál-
um til, svo sem 0,352% gjalda til
Tryggingastofnunar ríkisins,
samningsbundinna slysa- og
dánarbótatrygginga og greiðslna
atvinnurekenda í sjúkrasjóði
verkalýðsfélaga.
Til þess að reyna að leiðrétta
þessi mistök felur aðalfundur
Vinnuveitendasambandsins fram-
kvæmdastjórn að bjóða fulltrúum
Alþýðusambands Islands og ríkis-
stjórnar til viðræðna um þessi
mál, sem miði að því að ábyrgð og
áhætta þeim fylgjandi flytjist
alfarið á vinnuveitendur samhliða
niðurfellingu fyrrgreindra gjalda.
Jafnframt verði stefnt að því að
auka þessar tryggingar launþega í
áföngum um leið og þær yrðu
þannig úr garði gerðar að vinnu-
veitendur gætu á frjálsum mark-
aði tryggt sig gegn áhættunni.“