Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAI1979 Þess var sérstaklega gætt að reyna að sneiða hjá öllum misklíðarefnum — segir Einar S. Einarsson forseti S. í. um framboðskaflann í skýrslu stjórnarinnar „EG FÆ ekki séð, hvernig hægt hefði verið að gefa skýrslu um störf stjórnar Skáksambands Islands án þess að minnast á framboð Friðriks Ólafssonar til forseta Fide. Hvort sem það hafði einhver áhrif eða ekki, þá eyddu Einar S. Einarsson stjórnarmenn drjúgum tíma í störf vegna framboðsins og fram hjá því er ekki hægt að ganga í starfsskýrslu," sagði Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands, er Mbl. leitaði álits hans á þeim undirtektum, sem kafli í skýrslu stjórnar um framboð og kosningu forseta Fide fékk á aðalfundi S.í. á laugardag. „Þessi kafli í skýrslunni nær að sjálfsögðu aðeins til þess hluta framboðsstarfsins, sem stjórnar- menn S.í. inntu af höndum,“ sagði Einar. „í honum eru ekki tíunduð störf annarra, en þar með er þó engan veginn verið að draga úr þeim eða gera hlut annarra lítinn. Þessi kafli er skýrsla um störf stjórnar S.I. en alls ekkert heildaryfirlit yfir sögu framboðs Friðriks Ólafsson- ar og kjör hans í embætti forseta Fide. Við samantekt þessa kafla var þess sérstaklega gætt að reyna að sneiða hjá öllum misklíðarefnum og taka aðeins saman hlutlausa frásögn byggða á fundargerða- og bréfabókum stjórnar S.I. Á aðal- fundinum var ekki bent á nein tiltekin atriði í þessum kafla, sem væru röng eða villandi og því kemur mér á óvart að sjá yfirlýs- ingar um að efni hans sé í veigamiklum atriðum villandi og kaflinn morandi af rangfærslum. Það stendur ekkert á því að leiðrétta þennan kafla, ef menn geta bent á einhverjar rangfærsl- ur í efni hans. Varðandi gang mála á aðal- fundinum er það að segja, að aðeins reikningarnir voru bornir undir atkvæði, en skýrsla stjórnarinnar telst afgreidd um leið og umræðum um hana lokið. í umræðum um skýrsluna komu engar athugasemdir frá öðrum stjórnarmönnum og í þeim umræðum fór Jón Böðvarsson skólastjóri meðal annars þeim orðum um skýrsluna, að hún bæri vott um stórvel unnið starf og verðskuldaði hið mesta lof. Síðan gerðist það undir Iok fundarins, þegar hluti fundarmanna var farinn, að umræður hófust á ný um skýrsluna undir liðnum önnur mál, sem reyndar þýðir nú önnur mál, en þau sem áður hafa verið rædd. Þá gerist það að Jón Böðvarsson og fleiri koma með tillögu um að fundurinn lýsi sig ósammála efni kaflans um fram- boðsmálin, án þess þó að tiltaka nokkur efnisatriði, sem væru röng eða villandi. Þessi tillaga var samþykkt. Reyndar má draga í efa að sú atkvæðagreiðsla hafi verið marktæk, þar sem búið var að afgreiða skýrsluna fyrr á fundinum. En burtséð frá því, fæ ég ekki séð að menn geti sam- þykkt svona hluti án þess að benda á, hvaða atriði það eru, sem þeir ekki geta fellt sig við. Ég sé ekki að neinn geti dæmt um innihald þessa kafla án þess að bera það saman við frum- heimildir. Og nú er spurn, hvort þessi samþykkt þýði, að menn vilji að efni gerðabóka S.I. sé breytt. Ég vil taka það skýrt fram, að það var og er enn ætlun mín að láta framboðsdeilunum lokið. Þær heyra til fyrri stjórn Skák- sambands Islands og þar með liðinni tíð. Það var og er reyndar enn von mín að eftir þennan aðalfund, þar sem fráfarandi stjórn skilaði sínum málum af sér, megi að nýju skapast full eining innan skákhreyfingarinn- ar og við forseta Fide tekast gott samstarf, sem gæti mótast af góðum anda og samstarfsvilja allra aðila." Vildi aðeins fjar- lægja hindrun í vegi eðlilegs samstarfs — segir Jón Böðvarsson „ÉG bar þessa tillögu fram fyrst og fremst vegna þess, að mér þótti sýnt af viðbrögðum Frið- riks ólafssonar, að þessi kafli gæti orðið hindrun í vegi þess að eðlilegt samstarf komist á milli íslenzkrar skákhreyfingar og forseta Fide,“ sagði Jón Böðvarsson skólastjóri, er Mbl. spurði hann um tillögu þá, sem hann fiutti ásamt tveimur öðr- um á aðalfundi S.í. á laugardag, þess efnis að fundurinn lýsti sig ósammmála þeim kafla í starfs- skýrslu stjórnar S.Í., sem fjallar Jón Böðvarsson um framboð og kosningu forseta Fide. Jón sagði, að hann hefði ekki fengið starfsskýrsluna í hendur fyrr en á aðalfundinum og í ræðu sinni hefði Einar ekki gert grein fyrir efni þessa kafla, heldur aðeins látið hans getið. „Starfs- skýrslan ber með sér að stjórn S.I. hefur á ýmsum sviðum unnið mikið og gott starf og gat ég þess í ræðu, sem ég flutti í umræðum um skýrslu itjórnarinnar," sagði Jón. „Það gafst þó ekki tími þá til að lesa þennan framboðskafla nákvæmlega, en þegar ég hafði gert það og fyrir lá, að hann gæti orðið ásteytingarsteinn, tilkynnti ég fundarstjóranum að ég myndi taka hann til umræðu síðar á fundinum, undir liðnum önnur mál. Það var leyft og einnig atkvæðagreiðslur, en eftir að ég lagði fram okkar tillögu, kom fram frávísunartillaga, sem var felld með 27 atkvæðum gegn 17. Tillaga okkar var svo samþykkt án talningar, en samkvæmt úr- skurði fundarstjóra með megin- þorra atkvæða. Ég legg áherzlu á, að ég var reiðubúinn til að taka tillöguna aftur, ef þessi kafli væri felldur út úr skýrslunni, en því tilboði var ekki sinnt," sagði Jón Böðvarsson. Humarvertíð frá 21. maí til 15. ágúst Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið hvaða reglur skuli gilda um þumarveiðar á komandi ver- tíð, og eru þessar hinar helstu, samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið út. 1. Humarvertíð hefst 21. maí n. k. og stendur ekki lengur en til 15. águst n.k. 2. Ekki verður leyft að veiða meira en 2500 lestir humars á vetíðinni og verða veiðarnar stöðvaðar fyrirvaralaust þegar því magni verður náð. 3. Humarleyfi verða aðeins veitt bátum, sem eru minni en 105 brúttórúmlestir. Þó verður stærri bátum veitt leyfi til humarveiða séu þeir búnir 400 hestafla aðalvél eða minni. 4. Umsóknir sem berast eftir 15. maí n.k. verða ekki teknar til greina.l Auk þess gilda venjulegar reglur um gerð humar- vörpu, skýrslugerð um veiðarnar o. fl. í fyrsta sinn á humarveiðum verður bátum gert að hirða og færa til hafnar allan humarafla án tillits til stærðar. Einnig er nú skylt að ísa allan aukaafla í kassa. Ráðuneytið mun hafa eftirlit með því, að allar reglur sem um humarveiðarnar gilda, verði haldnar. Sýna „7 stelpur” á Nesinu LITLA Leikfélagið úr Gsrðinum ætlar að sýna leikritið Sjö stelpur í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi, föstudaginn 4. maí kl. 20.30. Leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson. Sýningar eru bannaðar börnum innan 12 ára. REYKJAVlK (•. Vikulegar áætlunarferðir: Rotterdam - Reykjavfk Forðizt óþarfan kostnað Spyrjiö okkur ráöa. Viö þekkjum flutningakerfi Evrópu. Meö samtengdri þjónustu á láöi og í lofti (surface/air combination) fáiö þér vörurnar frá verksmiðjudyrum framleiöanda, hingaö heim, án óþarfa tafa og kostnaðar. Fljótt og vel meö flugi -samtengd þjónusta á láöi og í lofti. ISCARGO HF Reykjavíkurflugvelli Símar: 10541 og 10542 Telex: 2105 Iscarg-is ISCARGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.