Morgunblaðið - 04.05.1979, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979
Kjarvalsstaðir:
Frá
Listahátíð
barna
Listahátíð barna hefur staðið yfir á Kjarvalsstöð-
um frá því á laugardaginn. Þar kennir margra grasa
og má þar sjá margt listaverkið unnið af barnshönd-
um. Á hverjum degi er boðið upp á dagskrá með söng,
dansi og upplestri, sem börnin sjá alfarið sjálf um.
Mikill áhugi og athafnasemi ríkir á sýningunni og
segja myndirnar hér á siðunni áreiðanlega meira og
betur frá en mörg orð.
Oddgeir Gunnarsson, 6 ára úr
Víðistaðaskóla, Hafnarfirði,
var að skoða líkan af gömlum
sveitabæ og búskaparhætti þess
tíma. Við spurðum hann hvað
hann væri að skoða. „Þetta er
hús. Mér finnst mest gaman af
leikritunum. Ég sá Gilitrutt
áðan. Hræddur? Nei, nei. Ég er
með pabba og mömmu og ætla
að skoða alla sýninguna.“
Þðra Þórsdóttir, 8 ára úr
Laugarnesskóia, hafði nýlokið
við að sýna dans með bekkjar-
félögum sínum. Hún sagði:
„Hér er allt mjög skemmtilegt,
þó finnst mér Barbapabbi
sniðugastur. Annars á ég eftir
að skoða miklu meira. Við
vorum að dansa mars, eða
eitthvað svoleiðis. Hvar ég fékk
búninginn? Mamma saumaði
hann.“
Erla Kristrún Sigurðardóttir, 4
ára, sat á bekk úti í garði og var
auðsjáanlega að hvfla sig. Hún
var nýbúin að læra að skrifa
nafnið sitt og sá til þess að
blaðamaðurinn gerði cnga vit-
leysu. „Mér finnst langsniðugast
maturinn hérna inni,“ sagði hún
og benti á borðskreytingarnar
fyrir innan gluggann. „Appels-
ínurnar eru með augu og
bananarnir lika. Svo eru
strákarnir stóru líka sniðugir,“
og þar meö varð áhuginn á
sýningunni yfirsterkari áhugan-
um á okkur og hún var þotin á
braut.
Hér eru engin spjöld sem segja „Snertið ekki munina'
jafnt með höndum sem augum.
enda kunna börn vel að meta að kanna hluti
Helga Daníeisdóttir og Jóhanna Þorbergsdóttir, báðar úr
Alftamýrarskóla, sátu við stóran vefstól og æfðu sig í iðninni. Þær
sögðust vera á sýninginni í þriðja sinn, enda vann mamma
annarrar þeirra við hana. Þær sögðu að erfitt væri að gera upp á
milli þess sem i hoði væri. en „Ormurinn langi“ hefði áreiðanlega
notið mestra vinsælda minnstu krakkanna. „En hann var víst
ofnotaður og er nú í viðgerð. Krakkarnir gátu skriðið í gegnum
hann og það fannst þeim mjög skemmtilegt.“ Þær sögðu að
sýningin yrði opin fram á sunnudag og vildu þær hvetja sem fiesta
til að sækja hana. „Það sér enginn eftir því að koma hingað.“
„Þetta eru skrftnir kallar,“ gæti sá litli varið að hugsa, en virðist
þó aldeiiis óhræddur.
Ármann Kr. Einarsson las upp fyrir börnin. Áhuginn leynir sér ekki f svip þeirra.