Morgunblaðið - 04.05.1979, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979
Áhöfnin á Kópi. afiahæsta bátnum úr Grindavfk á vertíðinni.
(Ljósmynd Guðfinnur).
Kópur aflahæstur
Grindavíkurbáta
Grindavfk, 3. maí. ,
VETRARVERTÍÐ í Grindavík er
nú lokið og aflahæstur Grinda-
víkurbáta varð Kópur GK með
1030 tonn, skipstjóri Jóhannes
Jónsson. Vörður ÞH fékk 944
tonn, Hafberg GK 878, Geirfugl
með 838 tonn, fimmti aflahæsti
bátur héðan varð Hópsnesið með
827 tonn. Alls bárust á land í
Grindavík fyrstu fjóra mánuðina
37.168 tonn í 2748 róðrum. Þar af
var þorskur 15.450 tonn, loðna og
hrogn 15.838 tonn og ýsa, ufsi og
annað 5880.
Vetrarvertíðina í fyrra bárust í
land í 2.162 löndunum 12.316 tonn
af bolfiski, 7.079 tonn af loðnu,
samtals 19.395 á sama tíma í
fyrra. Aflagæði voru mun meiri í
vetur en undanfarin ár enda hafa
gæftir verið mjög góðar. Mikil
atvinna hefur verið hér við verkun
aflans í vetur og um 550 manns
víða að af landinu hafa verið hér
við vinnu, bæði á sjó og í landi,
þeirra á meðal nokkrir útlending-
ar.
A þessum fjórum mánuðum
hafa verið flutt frá Grindavík
5.108 tonn af frystum fiski og
söltuðum.
— Guðfinnur.
Höfn í Horaafirði:
Meðalafli í róðri
var meiri í fyrra
Höfn, Hornafirði, 3. maí.
í LOK netavertíðar var heildar-
afli Hornaf jarðarbáta 9864 tonn í
1065 sjóferðum og er það 2200
tonnum meira en var á sama tfma
í fyrra, en þá voru farnar 774
sjóferðir.
Meðalafli í sjóferð var meiri í
fyrra eða 9,9 tonn á móti 9,3
tonnum í vetur. Aflahæsti bátur
er Hvanney með 863 tonn i 74
sjóferðum, skipstjóri Einar Björn
Einarsson. Annar er Þórir með
793 tonn í 74 sjóferðum og.þriðji
er Gissur hvíti með 762 tonn í 66
sjóferðum, en hann hætti löndun
eftir páska og fiskaði til siglingar.
Heildarafli hans mun hafa verið
um 862 tonn. Nokkrir bátar hafa
nú byrjað togveiðar, margir fara í
slipp og einn mun fiska til sigling-
ar, en það er Þórir.
— Gunnar
I gæzluvarðhald fyrir
bílþjófnaði
TVEIR piltar hafa verið hand-
teknir, grunaðir um að hafa
ásamt fleiri piltum stolið þremur
bifreiðum á höfuðborgarsvæðinu
um síðustu helgi og notað eina
þeirra til bíræfins innbrots í
áfengisverzlunina við Lindar-
götu í Reykjavík.
Annar piltanna, sem er 16 ára
gamall, var í vikunni úrskurðaður
í viku gæzluvarðhald og í fyrradag
krafðist Rannsóknarlögregla
rikisins gæzluvarðhalds yfir
félaga hans, sem er nokkru eldri.
Var hann einnig úrskurðaður í
viku gæzluvarðhald.
og mnbrot
Talið er að piltarnir hafi fyrst
stolið bíl í Hlíðunum í Reykjavík.
Óku þeir bílnum suður í Kópavog,
þar sem þeir skiptu um bíl. Á nýja
bílnum óku þeir suður í Hafnar-
fjörð og þar skiptu þeir aftur um
bíl. Rúntuðu þeir á bílnum góða
stund og fóru m.a. til Reykjavíkur.
Ákváðu þeir að reyna óvenjulegt
og bíræfið innbrot í útsölu ÁTVR.
Óku þeir á afgreiðsluhurðina og
brutu hana en síðan fóru þeir inn í
afgreiðsluna og höfðu á brott með
sér allmargar flöskur af áfengi.
Báðir piltarnir hafa margsinnis
komið við sögu hjá lögreglunni
vegna bílþjófnaða.
/
Island kynnt
um allt
Finnland
NORRÆNA fclagið í Finnlandi
beitir sér fyrir víðtækri kynningu
á hinu Norðurlöndunum um allt
Finnland nú í ár. Það hefur um
hana samvinnu við héraðs- og
sveitarstjórnir landsins.
Allt frá því í ársbyrjun hefur
Island verið kynnt í skólum Lapp-
landsléns, nyrsta hluta Finnlands.
Nefnd hefur verið starfandi á
vegum Norræna félagsins hér á
landi, sem lagt hefur þessari kynn-
ingu lið. I henni eiga sæti Anna
Einarsdóttir, Jónas Eysteinsson og
Hjálmar Ólafsson. Sendar hafa
verið bækur, litskyggnur og kvik-
myndir til Finnlands.
Á sunnudag 6. maí nk. verður svo
íslandskynningin formlega hafin
með hátíðasamkomu í glæsilegum
húsakynnum Lappia-hússins í
Rovaniemi sem er stærsta borgin í
Lapplands-léni. Þar mun forsætis-
ráðherra Ólafur Jóhannesson halda
ræðu, svo og formaður Norræna
félagsins Hjálmar Ólafsson, enn-
fremur syngja og leika Þrjú á palli
en það eru þau Edda Þórarinsdótt-
ir, Halldór Kristinsson og Troels
Bendtsen.
Þá mun verða opnuð sýning á
vegum Heimilisiðnaðrfélags ís-
lands og hefur Gerður Hjörleifs-
dóttir framkvæmdastjóri veg og
vanda að henni.
Á sama tíma verður opnuð ísl.
málverkasýning í borginni Kemi,
sem er næststærsta borg Lapplands
og stendur við Bottneska flóann.
Þeir sem taka þátt í þeirri sýningu
eru: Hringur Jóhannesson,
Jóhannes Geir, Jón Reykdal, Þórður
Hall, Bragi Ásgeirsson, Gunnlaug-
ur Stefán Gíslason. Þeir sýna sam-
tals 36 myndir. Ennfremur er sýn-
ing á málverkum Sigríðar Björns-
dóttur, 24 myndir svo og ljós-
myndasýning. Þessar sýningar eru
allar í listasafni Kemiborgar.
Þau Hjálmar Ólafsson og Þrjú á
palli ferðast svo um Lappland
næstu viku og kynna Island á 7—8
stöðum.
Firmakeppni
Fáks á laugar-
dag og hópreið
á sunnudag
FIRMAKEPPNI Hestamannafé-
lagsins Fáks fer fram á morgun,
laugardaginn 5. maí, á skeiðvelli
félagsins og hefst keppnin klukk-
an 15. Fram koma um 180 góðhest-
ar og verður keppt í tveimur
flokkum, þ.e. í flokki knapa á
unglingsaldri og fullorðinna. Er
keppni þessi meðal alstærstu góð-
hestasýningum sumarsins og
verða verðlaun afhent strax að
lokinni keppni. Þeir sem taka þátt
í keppninni þurfa að vera mættir
til skráningar klukkan 14. Sýndur
verður reiðhestur af góðu kyni, en
hann er aðalvinningur í happ-
drætti, sem kvennanefnd Fáks er
með í gangi.
Á sunnudag efna Fáksfélagar til
hópreiðar að Hlégarði í Mosfells-
sveit. Þar taka kvenfélagskonur úr
sveitinni á móti Fáksfélögum með
rjúkandi kaffi og veitingum.
Frá blaðamannafundinum í gær f tilefni útkomu bókarinnar
„Uppreisnar frjálshyggjunnar.“ Ljósm: Emíiía Bjömsd.
Uppreisn
frjálshyggjunnar
Ný bók um hugmyndabaráttu samtímans
„UPPREISN frjálshyggjunn-
ar“ nefnist ný bók, sem Kjartan
Gunnarsson lögfræðingur hef-
ur geíið Tit, en á baksíðu bókar-
innar segir svo um bókina og
tildrög útgáfu hennar: „Bókin
Uppreisn frjálshyggjunnar er
samin fyrir hugmyndabaráttu
samtfmans, baráttuna milli
stjórnlyndis og sósíalisma ann-
ars vegar og sjálfstæðis og
frjálshyggju hins vegar. Höf-
undar bókarinnar eru allir
sjálfstæðismenn, en þeir eru
óhræddir við að gagnrýna
flokkinn hreinskilnislega. All-
ar tillögur þeirra miða að því
að gera Sjálfstæðisflokkinn,
sem er fimmtíu ára 25. maí
1979, að voldugri fjöldahreyf-
ingu fólksins í landinu, sem
berst gegn Bákninu. íslenzkir
frjálshyggjumenn hafa of lengi
setið og þagað við sósíalisman-
um. Nú rísa þeir upp og taka til
máls.“
í bókina skrifa eftirtalin:
Bessí Jóhann’sdóttir um Frjáls-
hyggjuna og skólamálin, Geir H.
Haarde um „Ekkert land er
sjálfu sér einhlítt", Erna Ragn-
arsdóttir um Menningu og sjálf-
stæðisbaráttu, Jón Ásbergsson
um Vanda atvinnuveganna, Þrá-
inn Eggertsson um Hagkerfið og
verðbólguna, Jón Steinar Gunn-
laugsson um Frjálshyggjuna og
lögin, Hannes H. Gissurarson
um Hugmyndabaráttuna á Vest-
urlöndum, Pétur J. Eiríksson um
Hagkerfi frjálshyggju og sósíal-
isma, Þór Whitehead um Raun-
sæi og þjóðernishyggju, Björn
Bjarnason um í öryggismálum
er enginn annar kostur, Baldur
Guðlaugsson um Viðreisn á
vinnumarkaðnum, Halldór
Blöndal Af sjónarhóli launþega,
Friðrik Sophusson um Starf
Sjálfstæðisflokksins, Davíð
Oddsson um Sjálfstæðisflokkinn
og tregðulögmálið og Þorsteinn
Pálsson skrifar grein er ber
yfirskriftina Hvað vildum við?
Hvað gerðum við?
Baksíða hinnar nýju bókar,
„Uppreisnar frjálshyggjunn-
ar .
UÚtgefandi er sem fyrr segir
Kjartan Gunnarsson, og boðaði
hann í gær til blaðamannafund-
ar ásamt þeim er í bókina skrifa.
Kjartan sagði, að í bókinni væri
að finna hvassa gagnrýni á
Sjálfstæðisflokkinn, og þá eink-
um á störf hans í síðustu ríkis-
stjórn, en hafa yrði það í huga,
að gagnrýni þessi væri fram sett
í þeim tilgangi að efla flokkinn
en ekki veikja. Sagði Kjartan að
sennilega mætti orða þetta best
með þessum orðum Þorsteins
Pálssonar í grein hans:
„Sú gagnrýni, sem ég hef hér
sett fram á framkvæmd sjálf-
stæðisstefnunnar, væri ekki þess
virði að færa hana í letur, ef
Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki
eina vonin, sá farvegur, sem
umbótaöfl frjálshyggjunnar
geta enn nýtt til þess að brjótast
fram í.“
Bókin er prentuð í Prentstofu
G. Benediktssonar, en auk útgef-
enda eru í framkvæmdastjórn
útgáfunnar þau Inga Jóna Þórð-
ardóttir og Skafti Harðarson.
Almenna BókafólagiO,
Au*lur*trnti 18, Sk«mmuv*gur 36,
sfmi 19707 sfmi 73055.
Gunnar Gunnarsson
hefur um langt skeið
verið einn virtasti hófund
ur á Norðurlondum
Ritsafn
Gunnars Gunnarssonar
Saga Borgarættarinnar Vargur i véum
Svartfulg Sælir eru einfaldir
Fjallkirkjan I Jón Arason
Fjallkirkjan II Sálumessa
Fjallkrikjan III Fimm fræknisögur
Vikivaki Dimmufjöll
Heiðaharmur Fjandvinir