Morgunblaðið - 04.05.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 04.05.1979, Síða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979 17 pltrunwMaííniíí Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Niðurlæging 1. maí Hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, var að vísu haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið, en á flestum stöðum var þó ekki um það að ræða, að hann væri helgaður launafólki eða baráttu þess fyrir bættum kjörum. Þvert á móti var dagurinn notaður til þess að bera blak af ríkisstjórninni, þrátt fyrir þá staðreynd, að sennilega hefur engin ríkisstjórn skert gildandi kjarasamninga oftar né jafnmikið og þessi á jafn skömmum tíma. Svo langt var gengið í þessum skrípaleik, að Svavari Gestssyni viðskiptaráðherra var boðið að tala á Akureyri til þess að hann fengi tækifæri til þess að setja upp verkamanr ssvipinn. Þó eru ekki nema nokkrar vikur síðan hann hafði frumkvæði að því, að Alþingi afnam umsamdar grupnkaupshækkanir með lögum í fyrsta skipti, og hefur þrásinnis staðið að skerðingu á kaupgjaldsvísitölunni. í Reykjavík var gamanið ekki síður grátt 1. maí en á Akureyri. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík hafði veg og vanda af hátíðahöldunum að venju, enda var rækilega passað upp á það, að engin slík rödd heyrðist, sem lítur á verkalýðsbaráttuna sem faglega baráttu launafólks, hafna yfir flokkshagsmuni og dægurpólitík. Allt sem fram fór bar keim af því, að ríkisstjórnin stæði höllum fæti í hugum launafólks og því væri nauðsynlegt að nota nú tækifærið til þess að hressa upp á hana. Talað var um, að ríkisstjórnin hefði það „að yfirlýstu markmiði að stjórna landinu í samráði og samstarfi við verkalýðs- hreyfinguna". Tekið er fram, að „verkalýðshreyfingin er og hefur verið reiðubúin til fullrar samvinnu við ríkisstjórnina í sókn hennar til betra og réttlátara þjóðfélags" og að lokum er því lýst yfir, að „á sama hátt og launafólk er reiðubúið til þess að styðja ríkisstjórnina á braut til bættra lífskjara, mun alþýða manna berjast með fullum þunga gegn áformum, er ganga í gagnstæða átt“. Þannig er tónninn í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasambands íslands. Ekki er annað að heyra en að þeir, sem þar ráða, þyki ríkisstjórnin hafa staðið sig vel úr því að það er sérstök ástæða til þess að helga baráttudag verkalýðsins ágæti verka hennar. Nú er ekki talað um „kauprán". Enginn nefndi „samningana í gildi“. „Vinir“ verkalýðsins ráða. stjórn Iandsins og það á að vera launamönnum nóg. Ekki er samt víst að allir geri sig ánægða með þetta. Verkamaðurinn við höfnina og konan, sem vinnur í frystihúsinu, tóku það alvarlega fyrir ári, þegar krafan um samningana í gildi var sett fram. Þetta fólk ætlaðist til, að forystumenn þess innan launþegahreyfingarinnar fylgdu þessari kröfu eftir, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. En það var aldrei meiningin hjá Guðmundi J. Guðmundssyni og hans líkum. Þeir vissu vel allan tímann, að atvinnuvegirnir gátíi ekki og geta ekki risið undir „samningunum í gildi“. Þess vegna hafa þeir heldur aldrei knúið á um það, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því. Þvert á móti hafa þeir lagt á ráðin um það, hvernig verðbótavísitalan hefur verið skert. Þannig hafa verka- lýðsleiðtogar kommúnista og krata leikið á og leikið með launafólkið í landinu, eytt fjármunum þess í flokkspóli- tíska þágu og nú síðast svívirt baráttu þess með því að helga 1. maí þeirri ríkisstjórn , sem nú situr, og kosningasvikunum frá í vor. Geir Hallgrímsson á landsfundi Sjálfstœðisflokksins: FYLGJUM SÖKNINNI EFTIR OG KNÝJUM FRAM KOSNINGAR HÉR FER á eftir í heild setningarræöa Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, á 23. landsfundi flokksins, sem hófst í Háskólabíói í gærkvöldi: Ágætu landsíundarfulltrúar og gestir. Ég býð ykkur velkomna til lands- fundar og ekki sízt þá, sem lengra eru að komnir og vænti þess að 23. landsfundur Sj álfstæðisflokksins, haldinn á 50 ára afmælisári flokksins verði verðugur áfangi í merkri sögu og enn mikilvægari framtíð flokks okkar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur. Þessi setningarfundur er öðrum þræði hátíðarfundur. Við minnumst þess, að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður fyrir hálfri öld og nefnum nöfn leiðtoganna: Jón Þorláksson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Haf- stein. Hvert nafn segir mikla sögu og minnir á alla hina, sem stóðu að baki þeim eins og veggur og gerðu þeim og Sjálfstæðisflokknum kleift að brjóta þjóðinni braut til þess farsæla mann- lífs, sem við búum nú við. Ég flyt ykkur kveðjur Jóhanns Hafstein, fyrrverandi formanns okkar, sem dvelur á sjúkrahúsi, eins og kunnugt er, en okkur hefur borizt svohljóðandi skeyti frá honum: Formaður Sjálfstæðisflokksins, ' Geir Hallgrímsson. Ég sendi 23. landsfundi Sjálfstæðis- flokksins baráttukveðjur og beztu óskir um giftu og gæfurík störf landi og lýð til blessunar. Einhuga og samhentur er Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta stjórnmálaaflið og kjölfesta trúar á landið og framtíð íslenzku þjóðarinnar. Það er von mín og ósk, að í trausti á Guð og góðan málstað haldi sjálfstæðismenn jafnan hátt á loft merki einstaklingsfrelsis, frjálshyggju og manngildis. Jóhann Hafstein. Ég veit, að ég mæli fyrir hönd allra landsfundarfulltrúa og allra sjálf- stæðismanna, þegar ég þakka Jóhanni Hafstein þessa fallegu kveðju og góðar óskir og flyt honum þakkir fyrir forystu hans og fordæmi. Okkur er sérstök ánægja, að frú Ragnheiður Hafstein er hér meðal okkar í kvöld, og árnum þeim hjónum og fjölskyldu þeirra allra heilla á komandi árum, Ég flyt einnig eftirfarandi skeyti frú Ingibjargar Thors sem getur ekki verið með okkur í kvöld: Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrfmsson. Á þessu merkisári sendi ég Sjálf- stæðisflokknum beztu óskir mínar. Megi einhugur í stefnu og starfi verða gæfa flokksins um ókomin ár. Ingibjörg Thors. Við þökkum frú Ingibjörgu hlýjar kveðjur og starf hennar allt í þágu okkar og óskum henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar. ☆ ☆ ☆ Við dáumst í dag að framsýni forystumanna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins að fella fylking- ar sínar saman og stofna Sjálfstæðis- flokkinn. Nafn Ihaldsflokksins táknaði varð- veizlustefnu í menningarmálum og aðhald í fjármálum. Það er nú jafnvel — og hefjum ngtt tímahil framfara, festu og frjálshyggju nauðsynlegra en var fyrir 50 árum. Sjálfstæðismenn vilja ekki síður efla og varðveita sjálfstæði landsins og heilbrigða þjóðernisstefnu Frjáls- lynda flokksins. Það er einnig jafn- brýnt og var fyrir 50 árum. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í öndverðu var ekki margorð en hún var gagnorð. Jón Þorláksson fyrsti for- maður flokksins skýrði nafngift flokksins og stefnu svo: „í innanlandsmálum bendir Sjálf- stæðisnafnið allvel á þungamiðju þess ágreinings, sem skilur milli flokksins og sócialistanna. Flokkurinn vill vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum. En í þessu felst einmitt að flokkurinn vill virða og efla sjálfstæði einstaklinganna innan þjóð- félagsins, bæði manna, stofnana og félaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarkana sér og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur í lífskjörum þjóðarinnar", og ennfremur: „Að því er snertir sjálfstæðismálin út á við var einnig fullt samkomulag um að orða það alveg skýrt og tví- mælalaust, að flokkurinn vill vinna að því, að undirbúa að landið taki með- ferð allra mála sinna í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina þegar 25 ára samningstímabil Sambandslaganna er á enda“. Þetta voru orð Jóns Þorlákssonar. En hvað hefur þá orðið okkar starf í hálfa öld? Hér gefst ekki tími til að tíunda það, en kennileiti varða veginn. Forysta Sjálfstæðisflokksins við stofnun lýðveldis á íslandi 1944 er óumdeild. í rökréttu framhaldi beitti flokkurinn sér fyrir aðild að Atlants- hafsbandalaginu og gerð varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. I þessum efnum braut á Ólafi Thors og ekki síður Bjarna Benediktssyni, en sjálf- stæðismenn skildu, hvers með þurfti til að vernda nýfengið sjálfstæði í viðsjálum heimi. í okkar hlut féll svo að vera sú brjóstvörn að tryggja öryggi þjóðarinnar, þegar vinstri stjórnir stofnuðu því í hættu 1956 og 1971. Við stóðum vörð um öryggis- hagsmunina í lokaþætti landhelgis- baráttunnar, þegar hvatvísi var stund- um í hávegum höfð og tryggðum hvorttveggja öryggi landsins og sigur 200 mílnanna. Stefna Sjálfstæðisflokksins í örygg- is- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar hefur ekki eingöngu hlotið þá viður- kenningu að breytt var samkvæmt henni við stjórnarmyndunina 1974 undir forystu Sjálfstæðisflokksins, heldur er hún einnig staðfest af núverandi ríkisstjórn andstæðinga okkar. Þrátt fyrir það höfum við sjálfstæð- ismenn enn verk að vinna, varðstöðu og forystu að gegna í öryggis- og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. í þeim efnum eru veður öll válynd innan lands sem utan. íslendingum ber að fylgjast vel með framvindu mála. Almennan skilning meðal þjóðarinnar á öryggishagsmunum sínum verður ávallt að efla, og það er umfram allt hlutverk Sjálfstæðisflokksins að sjá um það. ☆ ☆ ☆ Sjálfstæðismenn hófu sóknina í landhelgismálinu þegar eftir stríðslok og höfðu alla forystu fyrir útfærslunni í 200 mílur. Þegar því markmiði var slegið föstu þá gerðu forystumenn allra andstæðingaflokka lítið úr gildi 200 mílnanna, og jafnvel gys að hugmyndinni. Spyrja má, hvar við Islendingar værum nú staddir í fisk- veiðimálum, ef við hefðum ekki einir óskorað vald yfir þessari auðlind okkar? Þótt útfærslan í 200 mílurnar sé áhrifaríkasta verndunaraðgerð fyrir fiskstofna þá verður ekki undan því vikizt að gera enn frekari verndunar- ráðstafanir eins og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gekkst fyrir. í stjórnarandstöðu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki síður skilning á nauð- syn fiskverndunar. Aðgerðirnar verða að vera almennar og gerðar með góðum fyrirvara. Flokkurinn vill trúr stefnu sinni sætta hagsmuni lands- hluta og mismunandi útvegsgreina. Við höfum ekki fremur efni á lands- hlutastríði en stéttabaráttu. Enn er hafréttarráðstefnunni ekki lokið og vakandi auga verður að hafa með hagsmunum okkar utan 200 míln- anna og við afmörkun efnahagslög- sögunnar gagnvart öðrum löndum eða eyjum. ☆ ☆ ☆ Mótun og framkvæmd stefnunnar í sjálfstæðis- og öryggismálum og varð- andi yfirráðasvæði Islendinga í lofti, á landi og legi, er skýrari en þeir kostir, sem staðið er frammi fyrir, þegar litið er til þróunar innanlandsmála og samskipti landsmanna sín á milli og við stjórnvöld. I samræmi við grundvallarstefnu sína og fyrrgreind orð Jóns Þorláks- sonar hefur Sjálfstæðisflokkurinn í hálfa öld látið frelsi einstaklingsins til orðs og æðis og andstöðu gegn ríkis- forsjá og haftastefnu ráða gerðum sínum. Hitt megininntakið í stefnu flokksins hafa verið mannúðarsjónar- miðin, viðleitnin til að tryggja hag þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni, sætta hina ýmsu þjóð- félagshópa og leiða þá til samvinnu, að velferðarmálum þjóðarinnar undir kjörorðinu, stétt með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft meirihluta á Alþingi og ávallt þur'ft að sætta sig við málamiðlun við samstarfsflokka í ríkisstjórn. Stefnur og straumar og ytri skilyrði hafa einnig á hverjum tíma ráðið miklu um, hversu vel hefur miðað að framkvæma þjóðfélagslegar umbætur í anda frjálshyggjunnar. Kreppuárin á 4. áratug aldarinnar og fyrstu árin eftir stríð eru dæmi um andstæð tímabil. Sjálfstæðisflokkurinn gerði alvarlega tilraun til að auka frelsið 1950, en verulegur árangur náðist ekki fyrr en með viðreisninni eftir 1960, sem við njótum enn þrátt fyrir fyrri og seinni vinstri stjórn á þessum áratug. En einmitt á þessum áratug hefur gætt vaxandi ríkisforsjár og stuðnings við haftastefnu og styrkjakerfi, sem er hættulegt hagsmunum og þá sérstak- lega utanríkisverzlun okkar íslend- inga. Þrátt fyrir þetta tókst á síðasta kjörtímabili að draga úr ríkisútgjöld- um miðað við þjóðarframleiðslu, að því marki, er nú nemur 30 milljörðum króna. í stað stórfellds halla á við- skiptunum við útlönd var komið á viðunandi jöfnuði, og ríkisfjármálum komið í jafnvægi og alltaf haldið fullri atvinnu. Þessi árangur náðist áður en kjörtímabilið var úti, þótt viðskipta- kjör versnuðu um 25—30% á fyrri hluta þess. Sett voru ný skattalög, hlutafélaga- lög, og verðlagslög, sem þó hlutu ekki samþykki fyrr en síðast á kjörtímabil- inu, vegna tregðu og andstöðu innan samstarfsflokksins. Á viðreisnarárun- um tókst ekki að setja ný verðlagslög vegna andstöðu Alþýðuflokksins, og núverandi stjórn hefur afnumið kjarna nýju laganna. Betur verður varla sýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini frjálsræðisflokkurinn á Islandi. Síðustu ríkisstjórn tókst ekki að gera nema ófullnægjandi breytingar á vaxta- og verðtryggingarmálum vegna andstöðu Framsóknarflokksins og aðeins örlítið spor var stigið í gjald- eyrismálum með alltof takmörkuðum rétti til að stofna gjaldeyrisreikninga innanlands. Ekki skal nein fjöður yfir það dregin, að ekki tókst að hemja verð- bólguna í tíð síðustu ríkisstjórnar, þótt hún minnkaði um helming frá 1974 til 1977. Ekki tókst heldur að móta raunhæfa stefnu í kjaramálum með samningum launþega og vinnu- veitenda. Foringjaklíkur kommúnista og krata í verkalýðshreyfingunni mis- notuðu samtök sín og hófu mestu blekkingarherferð í íslenzkri stjórn- málasögu, er leiddi til ósigurs Sjálf- stæðisflokksins í síðustu kosningum til alþingis og sveitarstjórna. Ég dreg ekki úr alvöru þess áfalls, sem Sjálfstæðisflokkurinn varð þá fyrir, sérstaklega að flokkurinn missti óslitna meirihlutaaðstöðu sína í borgarstjórn Reykjavíkur, þrátt fyrir góða frammistöðu borgarstjórnar- meirihlutans á 50. starfsári sínu, þótt enginn einn flokkur geti búizt við því að vera ávallt við stjórn. Ég vík mér ekki undan ábyrgð á þessu áfalli flokksins sem formaður hans og það gera áreiðanlega ekki heldur aðrir forystumenn flokksins, alþingismenn og frambjóðendur til alþingis og sveitarstjórna. Áfallið var því meira sem það fylgdi í kjölfar einna mestu kosningasigra flokksins 1974. Skin og skúrir fylgja flokksstarfinu, áfallið mun herða okkur til að vinna flokknum fylgi á ný og auka það enn frekar. Nauðsynlegt er að læra af reynslunni og kosningaósigrinum, en meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og lýðræðisskipulagið gerir ráð fyrir að minnihluti geti orðið að meirihluta. Við sjálfstæðismenn erum enn stað- ráðnir í ekki aðeins að ná meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur aftur heldur og fyrr eða síðar á Alþingi íslendinga. Við sjálfstæðismenn getum borið höfuðið hátt. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar staðfesta í einu og öllu, að við sjálf- stæðismenn höfðum rétt fyrir okkur, en kommúnistar og kratar rangt. Hefðu pólitísk skemmdarverk ekki komið í veg fyrir, að efnahagsráðstaf- anir fyrrverandi ríkisstjórnar bæru árangur, væri verðbólga komin nú niður undir 20% en verður þess í stað áreiðanlega yfir 40% á þessu ári. Núverandi ríkisstjórn lofaði að hækka kaupið en lækkar það á þriggja mánaða fresti. Lofað var að setja samningana í gildi en í stað þess eru kaup og kjör ákveðin einhliða af stjórnvöldum. Lofað var kjarasáttmála en í stað þess eru hafin verkföll og ófriður og óeirð á vinnumarkaði sjaldan meiri. Lofað var að lækka verð land- búnaðavara með auknum niðurgreiðsl- um, en verðið hækkar og niðurgreiðsl- urnar eru aftur lækkaðar. Lofað var auknum kaupmætti en hann fer síminnkandi. Lofað var lækkuðum sköttum eink- um af hálfu krata, en skattpíningin hefur aldrei verið meiri og kratarnir jafnvel skattglaðastir allra stjórnar- liða. Núverandi ríkisstjórn er sjálfri sér sundurþykk og óstarfhæf. Landið er í raun stjórnlaust. Við sjálfstæðismenn gleðjumst ekki yfir óförum andstæðinga okkar í ríkisstjórn. Til þess eru afleiðingarnar allt of alvarlegar fyrir þjóðarheildina. Við byggjum ekki vonir okkar um fylgisaukningu á vesaldómi stjórnar- flokkanna. Stjálfstæðismenn gera sér grein fyrir því, að aðeins jákvætt starf og stefnumótun er til þess fallin að afla Sjálfstæðisflokknum trausts og nægi- legs styrks á þingi og í sveitarstjórn- um til þess að koma málum fram. ☆ ☆ ☆ „Fortíðin varðar miklu, nútíðin meiru, en mestu þó framtíðin," sagði Ólafur Thors eitt sinn í landsfundar- ræðu. í þessari trú beinir Sjálfstæðis- flokkurinn nú sjónum fram á veginn. Og með þetta að leiðarljósi hefur í haust og vetur verið unnið mikið starf við endurmat á starfi flokksins og stefnumótun. Landsfundurinn mun í þeim efnum fá margvíslegar tillögur til meðferðar og ákvörðunar. Tugir og hundruð manna hafa unnið að þessu í málefnanefndum og starfshópum, á ráðstefnum og almennum fundum, þ. á m. á vegum samtaka kvenna, launþega og ungra manna auk miðstjórnar og þingflokks. Ungu mennirnir hafa tekið sig til og hafið myndarlega útgáfu- starfsemi. Kann ég öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn bestu þakkir. Miðstjórn og þingflokkur hafa sam- þykkt stefnuályktun í efnahagsmálum „Endurreisn í anda frjálshyggju“, sem mikla athygli hefur vakið. Er nánast einsdæmi að stefnuályktun stjórn- málaflokks veki slíkt umtal og blaða- skrif. Við sjálfstæðismenn fögnum því sérstaklega og teljum það stefnu okkar til gildis. Nú eru mikilvæg tímamót fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina í heild. Ríkisforsjárstefnan hefur beðið skip- brot víða um lönd með atvinnuleysi, hægum eða erigum hagvexti og verð- bólgu. Skattborgarar hafa risið gegn skattpíningarstefnu stjórnvalda. í frjálshyggjunni eygja menn von um betri tíma. Reynsla síðustu og núverandi ríkis- stjórnar í baráttunni við verðbólguna sýnir okkur, að aðeins frjálsræði í samskiptum manna er til þess fallið að koma á jafnvægi og ráða niðurlögum verðbólgunnar. Hér verður að brjóta blað. Sífelldar málainiðlunarlausnir duga ekki. Aukinn sparnaður er mikilvægt tæki í baráttu við verðbólgu, og nauðsynlegur fyrir fjárfestingu og rekstur atvinnuvega. Vextir og verð- trygging verða því að fara eftir framboði og eftirspurn en ekki ákvörð- un stjórnarherra eða lánsfjárskömmt- unarstjóra. Með þessum hætti mun fjármagnskostnaður lækka til lengdar og verðgildi sparifjár verða tryggt. Frjáls verðmyndun vöru og þjón- ustu eykur samkeppni, lækkar vöru- verð og færir húsbóndavaldið í hendur neytenda, veitir aðhald þeim, sem við verzlun fást, og skapar þeim um leið þá fullnægingu í starfi að leita sífellt hagstæðari innkaupa, sem kemur bæði þeim og kaupendum til góða. Sjá nœstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.