Morgunblaðið - 04.05.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ1979
23
Guðmundur Þ. Magnús-
son kaupnwður-Mmnmg
Fæddur 26. október 1900.
Dáinn 25. apríl 1979.
I dag'verður gerð frá Fríkirkju
Hafnarfjarðar útför Guðmundar
Þ. Magnússonar fyrrverandi kaup-
manns. Með honum er genginn
einn kunnasti maður úr hópi eldri
Hafnfirðinga; löngum og farsæl-
um starfsdegi er lokið.
Guðmundur fæddist aldamóta-
árið í Hjörskoti á Hvaleyri við
Hafnarfjörð, yngstur í hópi fimm
bræðra, sem allir eru nú látnir.
Foreldrar hans voru Guðbjörg
Þorkelsdóttir og Magnús Benja-
mínsson bóndi og sjómaður. Voru
þau hjón bæði í ættir fram komin
af sunnlensku og skaftfellsku at-
hafnafólki; Magnús af hinni al-
kunnu Bergsætt, sem kvíslast um
allt Suðurland. Guðmundur og
bræður hans yfirgáfu ekki
foreldrahús búnir veraldlegum
gæðum. Veganesti lífsins var líkt
og hjá karlssyninum í ævintýrinu,
en þó ferðamalurinn væri léttur,
skólalærdómur á nútíma mæli-
kvarða í lágmarki, gat Guðmund-
ur tekið undir með skáldinu og
sagt að þar væri „þó bitinn nesti,
sá bitinn er ég skal“. Verkfúsar
hendur og staðfastur vilji til þess
að komast áfram, verða að manni,
verða dugandi liðsmaður í upp-
byggingu þess mannlífs sem
kynslóð hans skóp landi sínu og
arftökum var hans heimanfylgja.
Kornungur festi hann ráð sitt
og gekk að eiga Ragnheiði Magn-
úsdóttur frá Stardal. Þau gengu í
hjónaband 27. maí 1922 og settu
saman heimili þar sem þá hét
Kirkjuvegur 14, nú Hellisgata 16,
Hafnarfirði og bjuggu þar alla ævi
sína.
Það mun tæpl'ega ofmælt að þau
hjón hafi byrjað búskap með fátt
í dag verður til moldar borin
sæmdarkonan Guðrún Ólafsdóttir
frá Stykkishólmi. Hún andaðist á
Landspítalanum 26. apríl. Guðrún
var fædd 23. ágúst 1898. Voru
foreldrar hennar hjónin Helga
Krístín Jónsdóttir og Eggert Ólaf-
ur Jónsson sjómaður í Stykkis-
hólmi. Ólst hún upp í stórum
systkinahópi á hlýju og góðu
heimili sem foreldrarnir bjuggu
þeim með sínum mikla dugnaði.
Þau voru 11 systkinin og var
Guðrún 3. í röðinni og eru þau nú 6
á lífi.
Guðrún fluttist til Reykjavíkur
19 ára að aldri, og starfaði fyrst á
heimili sem húshjálp, en fór síðan
að læra tnnsmíði hjá Páli Ólafs-
syni tannlækni. Árið 1924 gekk
hún að eiga Gest Hannesson pípu-
lagningarmeistara, og varð þeim 5
barna auðið. Þau eru Hilmar,
kvæntur Hönnu Kristinsdóttur;
Ólafur, kvæntur Ingibjörgu Axels-
dóttur; Gyða; Viðar, kvæntur
Halldóru Karlsdóttur; Erla gift
Skarphéðni Njálssyni.
Sem náinn vinur færi ég sér-
stakar þakkir frá þeim systkinum.
Hún var stórkostleg móðir, ósér-
hlífin og lifði fyrir heimili sitt,
mann og börn. Guðrún vat mikill
dugnaðarforkur, glaðlynd og söng-
elsk, og veittist henni því oft
léttara að taka mótlæti lífsins sem
fór ekki framhjá henni frekar en
öðrum hér á jörð. Hún var
skapmikil og stolt kona og bar
ekki harma sína utan á sér.
Þau hjónin slitu samvistum
eftir rúm 30 ár, en þau voru engir
óvinir þrátt fyrir það, þau hittust
hjá börnum sínum og ræddust við
sem góðir vinir. Guðrún ól upp
Gest dótturson sinn til 10 ára
aldurs, og voru miklir kærleikar
með þeim. Barnabörnin hennar
voru henni mjög kær. Þau eru 16
talsins, og barnabarnabörnin 9,
svo stór var hópurinn.
annað en samhentan vilja og ástúð
þá sem einkenndi þeirra líf og
aldrei bar skugga á, en dugnaður
þeirra beggja braut brátt á bak
aftur alla örðugleika.
Guðmundur hóf ungur starf sitt
sem sjómaður, en þá er hann
komst til fullorðinsára hófst bíla-
öld hér á landi og það er athyglis-
vert hve margir efnilegir menn,
sem ekki áttu kost skólagöngu,
gripu á þeim vettvangi tækifæri
til þess að afla sér og sínum betri
lífsbjargar en ella var að fá við
venjuleg störf. Guðmundur hóf
brátt bifreiðaakstur í félagi við
bróður sinn í Hafnarfirði og
eignaðist brátt sitt eigið farar-
tæki. En hugur hans stóð til
frekari framkvæmda. Árið 1930
stofnsetti hann verslunina Fram-
tíðin, hóf rekstur sláturhúss og
afurðasölu í sambandi við þá
verslun og kom ennfremur upp
stóru kúabúi til þess að annast
mjólkursölu til bæjarbúa. Var slík
mjólkurdreifing þá til mesta hag-
ræðis fyrir bæjarbúa uns ný
skipan komst á þessi mál með
mjólkursölulögunum og skipuleg-
um aðflutningum mjólkur til bæj-
arins úr sveitum landsins. Þá varð
Guðmundur að hætta þeim
rekstri, en búskaparhneigð var
þeim hjónum báðum í blóð borin,
sérstaklega undi Ragnheiður kona
Guðmundar sér hvergi betur en
við sveitastörf. Guðmundur keypti
því fljótlega jörðina Krók í
Hraungerðishreppi og setti þar
upp myndarbúskap sem hann
stundaði í nokkur ár, eða þar til að
styrjöldin olli því að riær ókleift
var að fá nauðsynlega starfskrafta
til búrekstur fjarri öðrum starfs
vettvangi. Kom líka til að um
sama mund byggði Guðmundur
í kringum hana á Hrafnistu þar
sem hún bjó í tæp 3 ár var oft stór
hópur af vinum og vandamönnum
og gladdi það hana ávallt að fá
heimsókn því hún var félagslynd
og vildi hafa margt í kringum sig.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum minnast Guðrúnar og
þakka henni tryggðina við mig öll
þau ár sem við áttum saman hér á
jörð, ég veit að heimkoman hefur
verið góð hjá svo fallegri sál sem
henni. Guð blessi hana. Og votta
ég börnum, barnabörnum og öðr-
um vandamönnum samúð mína.
Gömul vinkona.
Fáein kveðjuorð til ömmu Guð-
rúnar.
Þó að hún elsku amma hafi
kvatt þennan heim er eg sannfærð
um að andi hennar lifir áfram hjá
okkur. Og að við hittum hana
aftur þegar okkar tími kemur.
Amma Guðrún var stolt kona og
ákveðin í skoðunum og óhrædd við
að segja það sem henni bjó í
brjósti. En alltaf sami ylurinn og
hlýjan frá henni. Börnin hennar
og ástvinir voru henni allt og þeim
var hún ætíð trygg og trú.
Tveim tímum áður en amma
lést, sagði hún: Líður ykkur ekki
öllum vel. Það var henni alltaf efst
í huga að öllum liði vel. Síðan
kvaddi hún mig með sömu hlýj-
unni og alltaf. Og er amma var öll
hvíldi mikill friður og ró yfir
fallega andlitinu hennar.
Guð blessi elsku ömmu mína og
ég þakka henni fyrir alla um-
hyggjuna sem hún þreyttist aldrei
á að sýna mér jafnt barni sem
fullorðinni. í mínum huga verður
minningin um ömmu ljós í lífi
mínu.
Guð blessi minningu hennar.
Auður Aðalmundsdóttir.
í dag verður til moldar borinn
jarðneskur líkami frú Guðrúnar
Ólafsdóttur, sem andaðist á
stórt verslunar- og íbúðarhús þar
sem gamla verslunin hafði staðið
og jók umsvif sín í samræmi við
veltuár stríðsins. En Guðmundur
lét sér ekki nægja að reka eina
stærstu verslun Hafnarfjarðar,
heldur kom líka upp stóru
bifreiðaverkstæði Bifreiðaverk-
stæði Hafnarfjarðar, í félagi við
nokkra vini sína og var lengst af
formaður í stjórn þess fyrirtækis.
Þá hóf hann enn útgerð ásamt
Halldóri bróður sínum allt til
ársins 1953 að sviplegt sjóslys
ofviðrisnótt eina út í Faxaflóa
Íiatt endi á það bræðralag. Örðug-
eikar kreppu- og skömmtunar-
tímabilsins sem skullu á á sjötta
áratugnum ollu því að Guðmund-
ur ákvað að hætta verslunar
rekstri Framtíðarinnar en sneri
sér þess í stað að sláturhúsa-
rekstri og afurðasölu í auknum
mæli. Átti hann jafnan fastan
viðskiptamannahóp í flokki bænda
og þótti þeim öllum gott við hann
að skipta. Þessi viðskipti stundaði
Guðmundur svo að segja til hinstu
stundar með aðstoð tengdasonar
síns og fleiri samhentra aðstoð-
armanna. Fram á síðustu stund
Landspítalanum 26. april s.l.
Guðrún var fædd í Stykkishólmi
23. águst 1898, var hún því á
áttugasta og fyrsta aldursári er
hún lést eftir alllanga vanheilsu.
Með nokkrum orðum vil ég
kveðja þessa góðu konu, sem ég
tengdist og umgekkst um allmörg
ár.
Allar eru minningarnar um
Guðrúnu frá þeim tíma ekkert
nema hlýja og innilegheit. Guðrún
var ósvikinn vinur vina sinna,
trúuð kona, ákveðin í skoðunum,
en viðkvæm, ef einhver átti um
sárt að binda. Þá var hún ætíð
reiðubúin að leggja allt gott fram
til úrbóta, væri þess nokkur kost-
ur.
Nú er Guðrún mín gengin á vald
æðri heima. Ekki efa ég, að vel
verði á móti henni tekið. Trú
hennar og sannfæring um Guð
sinn mun nú opnast henni. Þreytt-
ur líkami hennar hefur nú gengið
sín síðustu spor og til hvílu lagður,
í þess stað mun hún hefja göngu
sína á nýjum slóðum þess óþekkta
heims sem okkur jarðarbúum er
ekki ætlað að hnýsast í.
Veri hún sæl, fylgi henni bless-
un, með þökk fyrir öll þau hlýju
orð og þá velvild, er hún ætíð
syridi mr, dóttur minni og hennar
fjölskyldu. Börnum hennar og
öðrum aðstandendum vottum við
samúð okkar.
A. Magnússon.
var Guðmundur haldinn slíkri
athafnaþrá að hann gat vart verið
iðjulaus nokkra stund, þó efni
væru meir en næg til þess að hann
hefði mátt halda að sér höndum,
og heilsan fjarri því að vera sterk
hin síðari ár.
Það liggur í hlutarins eðli að
þau umsvif sem Guðmundur hafði
jafnan með höndum leiddu til
mikils annríkis og gestagangs á
heimili þeirra Ragnheiðar. Þeim
varð fimm barna auðið sem öll lifa
foreldra sína en þau eru Guðbjörg,
Sigurður, Jón, Kristján og Ragn-
heiður. Sá harmur var að þeim
hjónum kveðinn að elsta barn
þeirra hjóna hefur aldrei megnað
að njóta þeirrar hamingju sem
heilbrigðum býðst, heldur jafnan
dvalið í heimahúsum og notið þar
einstakrar hlýju og ástúðar góðra
foreldra, en þeim mun meira gátu
þau glaðst yfir mannvænleik ann-
arra barna sinna og sístækkandi
hópi afkomenda eftir því sem árin
liðu.
Guðmundur var maður mjög
heimiliskær þrátt fyrir mikið
annríki og lagði allt kapp á að búa
konu sinni og börnum glæst og
gott heimili. Tæplega mun sá
dagur hafa liðið meðan bæði héldu
heilsu að þar væri ekki fjöldi
gesta, þar komu viðskiptamenn
vinir vandamenn og hinum stóra
barnahópi fylgdi fjöldi ungmenna.
En það mátti einu gilda, öllum var
mætt með þeim höfðingskap, hlý-
leik og glaðbeitni sem einkenndi
húsráðendur. Það var mikið áfall
þegar Guðmundur missti Ragn-
heiði konu sína fyrir rúmum fimm
árum. Þó hann reyndi að bera
harma sinn var öllum ljóst sem til
þekktu að gæfusól lífs hans var
hnigin og nú er hann sjálfur
horfinn bak við tjaldið dökka. Um
leið og ég flyt hinstu þökk fyrir
ævilöng vinakynni fylgja þessu
greinarkorni innilegar samúð-
arkveðjur til hinna fjölmörgu vina
og vandamanna.
Egill Jónasson Stardal.
t
Móöir okkar
JÓNÍNA HERMANNSDÓTTIR
andaöist 2. maí í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Daníel og Hjalti Sigurössynir.
t
Faöir okkar
FRIÐÞJÓFUR ÁRNASON
frá Hrjóti HjaltastaöaÞinghá
andaöist 2. maí.
ívar H. FriöÞjófsson
Jón FriöÞjófsson
Útför móður minnar
BÁRU KARLSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum
síöast til heimilis aö Kleppsveg 32 í Reykjavík verður gerö fré
Aöventkirkjunni í Vestrnannaeyjum föstudaginn 4. maf kl. 2.00
e.h. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu láti systrafélagiö Alfa
njóta þess.
Fyrir hönd aöstandenda „ ,,,. . . . -____
1 Karl Vignir Þorstemsson.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinsemd vegna fráfalls
LÁRUJÓNSDÓTTUR
hjúkrunarkonu
Mágkona og systkinabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför
móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
JÓHÖNNU K. HALLGRÍMSDÓTTUR,
Garöastræti 47
Anna Lísa Einarsdóttir Jón Sandholt
Hrafn Einarsson Signý Halldórsdóttir
Matthías B. Einarsson Málfríöur Þorsteinsdóttír
Margrét S. Einarsdóttir Atli Pálsson
og barnabörn.
t
Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug viö
andlát og útför
MARÍU ÞORBJARNARDÓTTUR,
frá Flateyri.
Börn hinnar látnu og fjölskyldur Þeirra.
t
Þökkum innilega alla hjálp og auösýnda samúö í veikindum og
viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar
KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR
frá Háageröi á Skagaströnd.
Guö blessi ykkur öll.
Fjóla Gísladóttir
og börn.
Guðrún Ólafsdótt-
ir—Minningarorð