Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 28

Morgunblaðið - 04.05.1979, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1979 MORÍWlf-K^’ kafPINÚ \\ (Ocjfö 4v> GRANI GÖSLARI Ég verð ekki til viðtals í kvöld. vinur. en við gætum hugsanlega borðað saman í hadeginu atmorgun! betta er sko sölumennska sem ég kann að meta! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I úrslitaleik nýlokins ís- landsmóts milli sveita Óðals og Þórarins Sigþórssonar gætti al- drei verulegrar spennu, þar sem Óðalsmenn náðu strax í upphafi nokkuð afgerandi forystu. Að sjö spilum loknum var staðan orðin 26 gegn núlli en í áttunda spilinu fékk sveit Þórarins sín fyrstu stig. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. Á832 H 9 Vestur Tvru\7 Austur S. G4 T s. K105 H. KD8543 H. 107 T. 42 Suður t. Á98653 L. G62 S. D976 L. 43 H. AG62 T. D L. Á1087 I lokaða herberginu beittu Jón Ásbjörnsson og Símon Símon- arson, í sveit Óðals, fjöltígla- opnun með góðum árangri. Vestur Norður Austur Suður 2 T (!) Dobl 3 T P 3 Hjörutu P P Dobl allir pass Opnunin 2 tíglar getur haft nokkrar merkingar samkvæmt sagnkerfi Jóns og Símonar en er þó venjulega veik opnun með sex spilahaíit. Eftir dobl norðurs og sögn austurs ákvað suður að bíða og sjá hver framvindan yrði. St'ðan doblaði hann þrjú hjörtu en eftir útspil í laufi skrapaði Jón einhvern veginn saman 7 slögum. Og að taka 300 virtist gott þegar norður og suður áttu 420 í spaðagameinu. En á sýningartjaldinu var stígandi í sögnunum. Vestur Norður Austur Suður 2 H Dobl 3 H Ðobl P 3 S P 5 S allir pass Eðlilega vildi norður ekki spila 3 H dobluð en þá langaði suður í slemmuna, vissi ekki hve trompið var lélegt. Austur spil- aði út hjartatíu og norður ath- ugaði strax hver ætti tígulásinn. Þegar austur drap tíguldrottn- inguna var sennilegra að spaða- kóngurinn væri í vestur og vinningur þá útilokaður (ath). Norður trompaði hjartaspil austurs og í veikri von lét hann hjörtun í tíglana eftir að hafa tekið á trompásinn. Allt kom fyrir ekki, vestur trompaði og trompkóngurinn að auki Þýddi 8 impa til Þórarins. COSPER C0SPER Þykir þér þetta ekki vel af sér vikið á laugardegi þegar búðirnar loka á hádegi? Hvernig endar víg- búnaðarkapphlaupið? Það hefur að vísu allmikið verið rætt um þetta villta og tryllta vígbúnaðarkapphlaup risaveld- anna sem ekki er heldur ástæðu- laust sem skiljanlegt er. Og ekki er óeðlilegt að margur spyrji: Hve lengi getur svona lagað gengið? Ekki skal út í það farið hvaða stórveldið á hér meiri sökina. En eitt er víst að þrátt fyrir hin auknu vísindi og tækni þá virðist mest kapp á það lagt að nota allt þess háttar í þágu hernaðar og þá að reyna að finna sífellt fullkomn- ari og fullkomnari morðvopn og vígvélar. Á meðan fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir þá voru ýmsir að vona að þjóðirnar myndu aldrei framar leggja út í slíkan holdarleik, heimsfriðurinn átti að vera tryggður að þeirri styrjöld lokinni. Og þá virtist margur bjartsýnn. En eftir seinni heimsstyrjöldina var að vísu mikið talað um að tryggja heimsfriðinn en þá voru margir ekki eins bjartsýnir og áður á öryggi friðarins. Og ekki var heldur langt að bíða þess að þjóðirnar fóru þá að vígbúast að nýju, einkum stórveldin. Margir voru þá með hrakspár um það, að ekki væri langt að bíða hinnar þriðju heimsstyrjaldar. Og þá var samt ekki vígbúnaðarkapphlaupið orðið eins magnað og nú til daga. Nú er stanslaust reynt að finna upp enn öflugri gereyðingarvopn og ekki nóg með það, heldur er talað um hina öflugustu og sterk- ustu drápsgeisla, öllu skal tortímt, bæði mannfólki og mannvirkjum. Og nú vitum við að fólk líður víða hungursneyð í heiminum. En á meðan halda stórveldin áfram að hervæðast af mesta kappi. Ógrynni fjár hefur verið eytt í þetta vitfirringslega vígbúnaðar- kapphlaup, þar er engu til sparað. En ef jafn miklu fé hefði verið ráðstafað til að bæta úr hörmungarástandi því sem fólk á nú við að stríða um víða veröld, þá væri ekki ólíklegt að allt öðru vísi væri umhorfs í heiminum en nú. Það er ekkert að undra þó uggur sé í mörgum með friðarhorfur. Hve lengi getur þetta stórfellda vígbúnaðarkapphlaup haldið áfram? Það mætti segja: Flýtur á meðan ekki sekkur. Og flýtur þá Hverfi skelfingarinnar 34 — Elmer! Stattu kyrr. Bíddu! Loks dóu hljóðin út og Dorrit lagðist aftur út af. En skyndi- lega settist hún upp og lagði við hlustir. Það var sjálfsagt þessi eiginmannsnefna hennar sem var að koma heim. Qg gat ekki einu sinni haft rænu á að hafa lykil. bessi bjáifi. Dorrit sté fram úr rúminu og gekk fram í forstofuna. — Kurt? Er það þú? hvíslaði hún þegar hún var komin fast upp að hurðinni. — Nei, það er ég, Tage, Tage Rugaard. Ég er búinn að eign- ast son. Má ég koma inn augna- biik. Dorrit opnaði smekklásinn og lauk upp fyrir honum. Úti á pailinum stóð Tage Rugaard með stóra svarta tösku í hend- inni. — Ég er með bjór! sagði hann. — Við verðum að halda upp á þennan atburð. Uún hleypti honum inn. Þegar hann heyrði hrópin í Torp hrökk hann við hvar hann stefndi í áttina að dimmum skóginum. Hann ieit um öxl og sá tvo menn koma hlaupandi. Hann varð gagntekinn af skelf- ingu. Án þess að gera sér grein fyrir hvers vegna tók hann til fótanna. Hljóp eins og hann ætti lífið að leysa. Hann hélt áfram inn í skóginn og móður og másandi skauzt hann á milli trjánna. Þegar hann taldi sig vera kominn nógu langt, kast- aði hann sér niður og faldi sig bak við tré. Hann heyrði stund- u síðar að verirnir tveir gengu framhjá. Rassmussen var nokk- uð á eftir Torp. Andartak var flóttamaðurinn að hugsa um að stökkva upp og grípa í öxlina á Rassmussen og segja: — Hér er ég. Reyndu að átta þig maður. Það er ekki ég sem þið þurfið að handsama. En hann þorði það ekki. Hann var ekki viss um hvot fortölur hans myndu verka sannfærandi á mcnnina í því uppnámi sem þeir virtust vera. Hann þorði ckki að tefla í þá tvísýnu. Skjótlega voru mennirnir horfnir og þá reis hann á fætur og hljóp í áttina til hverfisins. — Það blæðir úr þér, vesl- ingurinn iitli, sagði Merete kvíðin. — Komdu með fram í bað- herbergið, ég skal hreinsa sár- ið. Caja hristi ringluð höfuðið og þreifaði með höndinni upp á ennið. — Nei, ekki þarna. Á vang- anum. Vinstri vanga. Hvað hefur komið fyrir þig? Merete var full samúðar. — Ég datt á leiðinni niður innkeyrsiuna, sagði Caja til skýringar. — Ég meiddi mig líka í handleggnum. Hún fylgdist með fram á Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. baðherbergið, sem var með rauðum flfsum, svörtum vaski og baðkari. — 6 — Kirsten Elmer vaknaði við að það var ljós í forstofunni. Gröm sveiflaði hún fótunum fram úr. Eitthvað var að bærast í hug- skoti hennar, sem hún gat ekki hent reiður á. Berfætt læddist hún fram og slökkti og andar- taki síðar var hún lögzt aftur upp f rúmið. Nú mundi hún það: bað var draumur. Eins og ósjálfrátt leit hún f áttina íram. Hún vissi að það myndi vera Ijós þar enn. Mundi það úr fyrri draumum. Rétt, Ijósið var kveikt. Nú varð hún bara að vakna — þá yrði allt í lagi. Eða... hvernig var þctta nú? Þurfti hún að fara þangað eina ferðina enn? Hún reis á fætur og gekk þessi fáu skref, teygði sig í rofann og slökkti. Brosti og hristi höfuðið þegar hún gekk aítur inn í svefnherberg- ið. Lagðist út af og lokaði augunum. Það var eitthvað sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.