Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979 Sinfóníutónleikar Eínisskrá: Weber/ Forleikurinn að Oberon. Lutoslawski/ Cellokonsert. Tsjaikovsky/ Rokokkotilbrigðin. Gunnar Bucht/ Siníónía nr. 7. Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Tónleikarnir hófust með for- leiknum að óperunni Oberon, eftir Weber. Forleikurinn hefst á alvar- legum inngangi og við upphafs- tóna hornsins var eins og mætti eiga von á fallegum leik, en einhvern veginn þurfti stjórnand- inn að flýta sér, svo að ekki gafst tími til annars en að halda strik- inu og skella sér í hraða kaflann. Eitt af sérkennum Oberonfor- leiksins eru andstæður kyrrðar og kraftmikils hraða, sem nú virtust ekki skipta máli í túlkun þessa geðþekka verks. Meistari Erling Blöndal Bengtsson flutti cellokon- sert eftir Lutoslawski og var leikur hans stórkostlega útfærður. Aftur á móti var verkið að blæ og gerð furðulega „academiskt" eða gert. Það er merkilegt við svo- nefnda nútímatónlist, að nær jafn snemma og nýjar hugmyndir hafa komið fram, liggja fyrir fræðileg- ar útlistanir á markmiðum og verktækni. Núsköpun hljóðhug- mynda var nauðsyn og í upphafi voru þessar hugmyndir settar fram í trássi við gildismat þeirra, sem töldu sig vita betur. Sem svar við ríkjandi „academisma" var skilgreiningin nauðsyn. Nú er staðan gagnstæð, því andstæðing- ar „academíunnar" er nú hin kennandi og predikandi „aca- demia“ og undarlega fljótt hefur holhljómur lærdóms og þekking- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON arfræðilegrar forsagnar komið fram hjá mörgum tónskáldum nútímans. Erling Blöndal Bengtsson lék einnig Rókokkótilbrigðin eftir Tsjaíkovsky. Það þarf ekki að fjölyrða um leik hans og þyrfti reyndar að sjá hann í stærri umgerð, til að vita raunverulegt afl hans, eins sagt var um ham- ramma menn fyrr á tíð. Tónleik- unum lauk með þeirri sjöundu Hempels skipamálning er fær í allan sjó Á stýrishús: Á vélarúm: Á vélar: Á trélestar: Á stállestar: Á þilfar: Hempalin » >» Hempalin »» »» Hempalin Hempalin »> Hempalin »» »» Hempalin Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Vélalakk eða Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Vélalakk. Grunnmálning. Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. Lakkmálning. Ryðvarnargrunnur. Þilfarsmálning. A stálsíður: Á trésíður: Á lakkað tréverk: Á málað tréverk: Á trébotn: Á stálbotn: Hempalin Ryðvarnargrunnur. Grunnmálning. ” Lakkmálning. Hempalin Grunnmálning. Lakkmálning. Hempets Bátalakk no. 10. Hempalin Grunnmálning. Lakkmálning. Hempels Botngrunnar A. Koparbotnmálning eða Bravo botnmálning. Hempels Botngrunnur A. Botnmálning Norður B. I S/ippfé/agið íReykjavíkhf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Sfmi 33433 eftir Gunnar Bucht. Gunnar er vel þekktur meðal félaga sinna hér á landi fyrir þátttöku í réttinda- og hagsmunamálum norrænna tón- skálda, en minna hefur farið fyrir tónlist hans. Bæði er verkið ekki óáheyrilegt og kunnáttusamlega gert og því skemmtileg tilbreytni í slíku tiltæki hjá Páli P. Pálssyni, sem bæði sýndi að hann er góður „undirleikari" og sérlega góður í stjórn nútímatónlistar. Styrktar- sjóður fyr- ir aldraða Á AÐALFUNDI Samtaka aldr- aðra, sem haldinn var nýlega, var stofnaður Framkvæmda- og styrktarsjóður Samtaka aldr- aðra. Tilgangur sjóðsins er að styrkja aldrað fólk til að njóta öryggis og félagslegrar þjónustu á elliárun- um, t.d. með því að styrkja bygg- ingarframkvæmdir á vegum Sam- takanna til hjálpar því fólki, sem komið er á ellilaun, eða fer að nálgast þann aldur, til að geta eignast litlar íbúðir fyrir elliárin, og til að koma upp hjúkrunar- heimili og læknaaðstoð fyrir þetta fólk. Reynt verður að afla sjóðnum tekna með skyndihappdrætti, minningarkortasölu og fleiri frjálsum tekjuleiðum, að í Sam- tökum aldraðra er meirihluti fé- lagsmanna yngri en ellilífeyris- þegar. Margt miðaldra fólk hefur áhuga á málefninu, og það veit, að eftir nokkur ár getur komið að því, að það komi sér vel fyrir það, að geta notið aðstoðar félagsins við að komast í litla, þægilega íbúð, þar sem félagsleg þjónusta og öryggi í læknaþjónustu eru mark- mið sem unnið er að. Núna næstu daga fást minning- arkort sjóðsins í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Austur- stræti. Ilans Jörgensson. Sýningu Gunnars lýkur um helgina MÁLVERKASÝNINGU Gunnars Þorleifssonar að Hamragörðum, Hávallagötu 24, lýkur um helgina. Aðsókn hefur verið mjög góð og flestar mynda hans selst. Opið verður í dag frá kl. 14—22 og er aðgangur ókeypis. Síðustu sýningar á „Nominni Baba-Jaga” SUNNUDAGINN 13. maí verður siðasta sýning á barnaleikritinu „Nornin Baba-Jaga“ í Lindarbæ. Sýningar eru orðnar 25, þar af 8 í Breiðholtsskóla. Aðsókn hefur verið góð og sýningin fengið góðar viðtökur. í byrjun apríl flutti Alþýðuleik- húsið sýninguna í Breiðholtsskóla og var skólabörnum í hverfinu gefinn kostur á 8 sýningum. Að- sóknin sýndi að foreldrar kunnu vel að meta það framtak Alþýðu- leikhússins að flytja sýninguna í hverfið og gefa þannig börnum kost á leiksýningu í hverfinu. Leikarar eru alls 10, ásamt hljóðfæraleikurum og leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir og búning- ar og ieikmynd gerði Guðrún Svava Svavarsdóttir. (Fréttatilkynning). Morgunblaðsins 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.