Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1979 píisrr0]|íniMal»il> Útgefandi Fram k væmdas t jór i Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Bjttrn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasttlu 150 kr. eintakið. Mismunur á kosn- ingarétti fólks eft- ir því hvar það býr á landinu er orðinn svo mikill, eins og allir vita, að útilokað er að gengið verði til kosninga á ný án þess, aö þetta misrétti verði leiðrétt. A tímum mikillar óvissu í stjórn- málum er ástæða til að vekja athygli á þessu veigamikla máli, þar sem bersýnilegt er, að til kosninga getur dregið fyrr en síðar. Atkvæði kjósenda í fámennustu kjördæm- um á landsbyggðinni vegur nú margfalt á við atkvæði kjósenda í Reykjavík og í Reykja- neskjördæmi. Við síð- ustu kosningar heyrð- ust þær raddir víða í þessum tveimur stóru kjördæmum, að það væri tæpast þess virði að hafa fyrir því að neyta atkvæðisréttar, þegar menn hefðu ein- ungis fjórðung eða jafnvel fimmtung úr atkvæði kjósanda á landsbyggðinni. Rang- lætið er orðið svo hrikalegt í þessum efn- um, að ekki er við því að búast, að kjósendur á suðvesturhorninu láti bjóða sér að ganga til kosninga á nýjan leik án þess að þetta mis- rétti hafi verið leiðrétt. Jafn kosningaréttur um land allt er því eitt af stærstu málum, sem úrlausnar bíða á næstu mánuðum. Fyrir einu ári var ný nefnd kjörin af Alþingi til þess að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þessi nefnd á m.a. að gera tillögur um jöfnun kosningaréttar. Sjálf- sagt hefur þessi nefnd gert ráð fyrir, að hún hefði meiri tíma til þess að undirbúa tillög- ur í þessum efnum en nú stefnir í. Þess vegna er nauðsynlegt, að stjórnarskrárnefndin kveði upp úr um það á næstu vikum, hvort starf hennar er komið það vel á veg, að hún geti lagt fram tillögur um jöfnun kosninga- réttar á þessu sumri. Komi það í ljós, að ekki sé við slíkum tillögum að búast frá stjórnar- skrárnefnd mjög fljót- lega verða stjórnmála- flokkarnir að taka upp samráð sín á milli á öðrum vettvangi um jöfnun kosningaréttar. Ekki er óeðlilegt, að stærsti flokkurinn, Sj álfstæðisf lokkurinn, hafi nokkurt frum- kvæði í þessum efnum. Það er t.d. fráleitt, að Alþingi ljúki störfum sínum á þessu vori án þess að þetta réttlætis- mál hafi komið þar til umræðu. Það getur ekki verið deiluefni milli lands- hluta, að jafna þurfi kosningaréttinn. Þeir sem á landsbyggðinni búa eru áreiðanlega Jöfnim kosníngaréttar þeirrar skoðunar, að jöfnun kosningaréttar milli landshluta sé sjálfsagt réttlætismál. Hins vegar má búast við því, að deilur komi upp um það með hverjum hætti standa eigi að þessu sjálfsagða réttlætismáli. Þessi mismunandi atkvæðisréttur fólks eftir því hvar það er búsett á landinu er ekki aðeins spurning um jafnrétti að þessu leyti, heldur hefur þessi mis- munun í för með sér mjög víðtæk áhrif í þjóðlífinu öllu og skekkir þjóðfélags- myndina mjög verulega í atvinnulífi, efnahags- málum, ríkisfjármálum og á fjölmörgum öðrum sviðum. Síðustu misseri hefur mönnum verið ljóst, að tímabært væri orðið að leiðrétta þetta misræmi. En óvissan á vettvangi stjórnmálanna veldur því að þetta er meira knýjandi nú en nokkru sinni fyrr. Fólk mun ekki sætta sig við að gengið verði til kosn- inga á ný án þess að þetta ranglæti verði leiðrétt. Góðu tækifæri glutrað niður Vinstri stjórn sú, sem nú situr fékk einstakt tækifæri til þess að ráða niðurlögum óðaverðbólg- unnar. Engin önnur ríkisstjórn hefur fengið slík fyrirheit frá verkalýðssamtökunum um sam- starf og greiðasemi. Verkalýðsfé- lögin lofuðu að framlengja kjara- samninga sína óbreytta um eitt ár. Þau samþykktu að falla frá mun fleiri vísitölustigum en urðu tilefni herferðar þeirrar gegn fyrrverandi ríkisstjórn. For- svarsmenn samtaka opinberra starfsmanna lofuðu jafnvel að falla frá umsömdum grunnkaups- hækkunum á þessu ári tii þess að greiða fyrir baráttu ríkisstjórn- arinnar gegn verðbólgunni. Við þessar aðstæður hefði mátt ætla, að vinstri stjórnin væri næsta örugg um verulegan árangur í viðleitni hennar til þess að hemja verðbólguna. í rauninni þurfti sérstaka skussa í lands- stjórn til þess að vinstri stjórn- inni gæti mistekizt við þessar aðstæður. Fyrir rúmum mánuði samþykkti Alþingi lög, sem stjórnarflokkarnir beittu sér fyr- ir, sem lýst var sem tímamótalög- um í efnahagsmálum. Þá var talið næsta öruggt, að stjórnar- flokkunum hefði tekizt að treysta svo samstarf sitt, að engin ljón væru á veginum a.m.k. fram á næsta ár. Rúmum mánuði eftir að tíma- mótalögin voru samþykkt á Al- þingi er allt komið í hnút. Öng- þveiti blasir við í kjaramálum. Launastefna vinstri stjórnarinn- ar er í rúst. Kröfur um stórfelld- ar kauphækkanir koma fram hér og þar. Kaupskipin liggja bundin við bryggju, vöruskortur er að gera vart við sig, mjólkurfræð- ingar hafa boðað verkfall á mánudag, þá er stutt í að bændur fari að hella niður mjólk. Þetta er ástandið á níunda mánuði þeirrar ríkisstjórnar, sem fékk betra tækifæri en nokkur önnur til þess að fást við verðbólguna. Og eina úrræði stjórnarflokkanna er ber- sýnilega það að stjórna með tilskipunum, afnema frjálsan samningsrétt um ófyrirsjáanlega framtíð og ákveða það í hópi 9 manna upp í stjórnárráði hver eigi að vera kjör einstakra stétta í landinu. Hvað fólst í febrúar- lögunum Kannski er ekki úr vegi á þessum tímamótum í lífi núver- andi ríkisstjórnar að rifja upp hin margrægðu febrúarlög ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar til þess að auðvelda mönnum sam- anburð á því, sem nú er að gerast og þeirri lagasetningu, sem varð tilefni mestu herferðar, sem verkalýðssamtökin hafa blásið til gegn löglega kjörinni ríkisstjórn í minni þeirra, sem nú lifa. Kjarninn í febrúarlögunum var sá, að vísitöluhækkanir launa á árinu 1978 skyldu helmingaðar þ.e., að launþegar áttu ekki að fá meira en helming hækkunar á kaupgjaldsvísitölu 1. marz, 1. júní, 1. september og 1. desember. Þessi vísitöluskerðing var þó mun minni á hinum lægst launuðu. Þeirri takmörkun verður bezt lýst með því að vitna í ræðu Geirs Hallgrímssonar, þáverandi for- sætisráðherra, er hann fylgdi febrúarlögunum úr hlaði á Al- þingi. Hann sagði m.a.: „Þrátt fyrir helmingun verðbóta skv. 1. gr. frv. er þó tryggt með ákvæði um lágmarksverðbætur í 2. gr., að þessi frádráttur snerti lítið eða ekki hina tekjulægstu í hópi launþega. Hér eru einkum þeir hafðir í huga, sem tekjur hafa af reglulegri dagvinnu sinni í lágum kauptaxta... Launþegi með 100 þúsund kr. mánaðarlaun fær samkvæmt þessu 8.800 kr. hækk- un verðbóta 1. marz n.k. eða hið sama og annar launþegi með 176 þúsund krónur fær samkvæmt helmingareglu frumvarpsins." Vísitöluhækkun launa hinn 1. marz 1978 átti að vera 10% en varð samkvæmt þessu 8,8% hjá hinum lægstlaunuðu en 5% hjá öðrum. Jafnframt voru þau ákvæði í febrúarlögunum, að bætur almannatrygginga skyldu hækka til samræmis við launa- hækkanir sömu daga og laun og jafnframt var ákveðið, að heimil- isbætur skyldu hinn 1. marz 1978 hækka tvö prósentustig umfram launahækkanir 1. marz. Enn- fremur voru ákvæði um hækkun barnabóta um 5% og vörugjald var lækkað um 2% til þess að stuðla að verðlækkun eða minni verðhækkun á vörum til móts við þá vísitöluskerðingu, sem í frum- varpinu fólst. Loks voru í febrú- arlögunum ákvæði um skyldu- sparnað fyrirtækja en í því fólst, að atvinnufyrirtækjunum var ekki síður gert að taka á sig nokkrar byrðar en launþegum. Loks voru ýmis önnur ákvæði í þessu frumvarpi, sem minna máli skipta í þessu sambandi. I forystugrein Morgunblaðsins daginn eftir að febrúarlögin komu fram á Alþingi sagði m.a.: „Ástæða er til að fagna því, að ríkisstjórnin hefur tekið af skar- ið, lagt fram frumvarp til efling- ar atvinnurekstri í landinu og þá ekki sízt útflutningsatvinnufyrir- tækjum, en markmið ráðstafana ríkisstjórnarinnar er ekki sízt það að halda við kaupmætti launa, vernda hina lægstlaunuðu og koma í veg fyrir, að slagsíða verði á þjóðarskútunni. Allir þeir, sem hugsa um hag þjóðarinnar, hljóta að óska eftir því, að friður gefist til þess, að þessum mark- miðum verði náð. Launþegasam- tökin sem hreyfðu hvorki legg né lið þegar vinstri stjórnin ákvað stórfellda kjaraskerðingu og af- nam m.a. algjörlega kaupgjalds- vísitöluna 1974 hljóta að leggja fram sinn skerf til þess að nú verði unnt að rétta við efnahags- ástandið hér á landi, Þær ráð- stafanir, sem nú eru gerðar, eru mildar miðað við það, sem gert var 1974.“ Hér verða ekki rifjuð upp enn einu sinni viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar við febrúarlög- unum. En í maimánuði tók þáver- andi rikisstjórn ákvörðun um að rétta fram sáttarhönd og setti bráðabirgðalög, sem fólu í sér, að sú vísitöluskerðing, sem febrúar- lögin gerðu ráð fyrir á lægstu laun var afnumin þannig að hinir lægstlaunuðu þurftu enga vísi- töluskerðingu að þola. Þrátt fyrir þessa framréttu sáttarhönd héldu verkalýðssamtökin áfram stríðsrekstri sínum gegn þáver- andi ríkisstjórn. Þessi efnisatriði febrúar- og maílaga er hollt að hafa í huga nú þessa dagana, þegar vinstri stjórnin íhugar enn frekari lagasetningu um kaup- gjaldsmál og geta menn þá borið saman hvers konar aðgerðir það voru, sem gáfu verkalýðsforingj- unum tilefni til hernaðaraðgerð- anna fyrir 12 mánuðum og hvers konar ráðstafanir það eru, sem nú munu framkalla enn einu sinni stuðning þessara sömu verkalýðsforingja við núverandi ríkisstjórn. Þeir glíma við sinn eiginn draug Geir Hallgrímsson, sem var forsætisráðherra þeirrar ríkis- stjórnar sem varð fyrir áhlaupi verkalýðsforingja Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks vegna þeirra ráðstafana, sem nú hafa verið raktar, sagði í setningar- ræðu sinni á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, að vinstri stjórn- in væri að glíma við sinn eigin draug. Það eru orð að sönnu. Vinstri flokkarnir lofuðu kjós- endum því að setja „samningana í gildi". Eftir að þeir höfðu mynd- að meirihlutastjórn í Reykjavík hófu þeir strax að svíkja þau loforð en lyftu vísitöluþakinu þó og að fullu frá áramótum enda átti vísitöluskerðingin skv. febrú- arlögunum ekki að gilda nema til 1. desember 1978. í viðtali við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.