Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1979 15 eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Fimm ungmenni halda þessa dagana upp á það, að sýningar- salurinn við Suðurgötu á tveggja ára afmæli um þessar mundir. Galleríið var stofnað af fólki sem stundaði nám við annað- hvort Háskólann eða Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þetta fólk gerði upp hið litla og vina- lega hús með þeim árangri að það mun þekktara flestum öðrum húsum höfuðborgarinnar úti í hinum stóra heimi. Það mun hafa tekið ungmennin hálft ár að gera upp húsið og fyrsta sýningin var opnuð þar hinn 30. apríl 1977. Þegar einhverjir fara utan til framhaldsnáms bætast nýjar listspírur við og má því segja að þar fari fram stöðug endurnýjun þótt hinn harði kjarni er stofnaði Galleríið standi enn uppi. Hafa fram að þessu verið haldnar 37 mynd- listarsýningar. Þá er það ónefnt, að unga fólkið stendur að útgáfu tímarits er hefur hlotið nafnið „Svart á hvítu", sem er mjög merkilegt framtak. Tímaritið einskorðar sig ekki við myndlist frekar en Galleríið, heldur er hér um að ræða vettvang flestra þekkjanlegra listgreina og fer raunar minnst fyrir málverkinu og teikningunni eins og maður þekkir þær listgreinar. A stund- um er líkast því sem gerendur fyrirverði sig fyrir að sýna góð og vönduð tæknibrögð í myndum sínum og mætti nefna hér mörg dæmi. Hér er um misskilning að ræða, sem er þó mjög algengur meðal ungs fólks í listaskóla, sem hættir til að líta niður á handverkið. Einmitt þeir sem meistra þessi atriði hafa mest svigrúm í tjáviðleitni sinni. Þá er teikningin í sinni fjölbreyti- legustu mynd komin aftur á sýningar framúrstefnulista- Frá húsakynnunum að Suðurgötu 7. Afmælisminning manna og þar væsir sannarlega ekki um leiknina hjá þeim bestu. Ljósmyndavélin er ágætt tæki til listrænnar tjáningar en hún leysir ekki allan vanda. Á þeirri tækniöld sem við lifum í er það nöturlegt að sjá illa gerðar og subbulegar ljósmyndir á lista- sýningum, — að menn hafi ekki haft ráð á að nota bestu tegundir ljósmyndavéla er engin afsökun sbr. frábærar ljósmyndir sem teknar hafa verið á ódýrustu tegundir kassavéla. Þetta er jafn réttlætanleg afsökun og t.d. ef málari segist ekki hafa haft efni á að kaupa nógu góða pensla. — Turner málaði m.a. með fingrun- um og léreftsklútum! Á sínum tíma héldu SÚM-félagar upp á þriggja ára afmæli samtakanna, nú heldur Suðurgatan upp á tveggja ára afmæli, og þá er það bíða list- hóps er heldur upp á ársafmælið! Hér má geta þess að September- sýninga-hópurinn hefur haldið saman í 34 ár án þess að halda upp á samstöðuna. Óneitanlega ber þetta dálítinn keim af sjálfs- ánægju og jafnframt lítilli sjálfsgagnrýni, sem er ekki inn- lent fyrirbæri frekar en flest annað er sýnt er á Suðurgötunni. Hefur þetta hlotið nafnið „ég-guðsdýrkunin“ erlendis og er réttnefni því að menn hamast við að taka myndir af sjálfum sér, snúast í kringum sitt eigið sjálf og rýna í hrifningarvímu á naflann á sér. Allar athafnir sjálfsins skulu myndaðar, jafn- vel klósettferðir og ótalmargt annað álíka yndislegt sem fávís- ir héldu áður sitt einkamál. Það er merkilegt rannsóknarefni, að á sama tíma prédikar margt þetta fólk skoðanir er höfða til meiri ríkisafskipta, hópeflis, samneyzlu, fjarstýringar og miðstýringar almennra skoðana, í stuttu máli útilokunar sjálfs- ins! — En ekki meira um þetta að sinni, — vildi einungis minna á að Suðurgötumenn halda ekki á hinum eina sannleika í mynd- Myndllst listinni og að ótalmargt annað á jafn mikinn rétt á sér í nútíman- um. Þá þykir mér sýningin á Suðurgötunni ekki gefa tilefni ítarlegrar umfjöllunar. — Eg varð satt að segja fyrir von- brigðum því að ég bjóst við miklu sterkari sýningu úr því að verið var að halda upp á tíma- mót. Allir sýnendurnir hafa gert eftirminnilegri verk og er líkast sem þreyta og óvissa sé farin að gera vart við sig hjá iðkendunum og held ég þó frekar, að um millibilsástand sé að ræða því að þetta er duglegt og framsækið ungt fólk. Helst er það að Friðrik Þór Friðriksson komist vei frá sínu. Myndir Margrétar Jónsdóttur hafa minni áhrif en efni standa til vegna tæknilega máttlausrar útfærslu. Hug- myndirnar standa þó fyrir sínu en enginn skal segja mér að þær séu aðalatriðið. Mér kemur mjög á óvart að hæfileikakona svo sem Svala Sigurleifsdóttir skuli láta fara frá sér jafn tæknilega gallaðar myndir hvað handverk snertir — máski álítur valkyrj- an, að frasar og goðsagnalegt innihald ásamt skeleggu andófi gegn okkur karlpeninginum séu alfa og omega í listinni. En ber þetta þó ekki ofurlítinn keim af misþyrmingu á hinum frábæri- lega vel útfærðu og fallegu goð- sögnum og jafnvel viðleitni til þess að bera sólskinið inn í skjólum? Bjarni G. Þórarinsson var stórum hressilegri á sýningu sinni, hér sýnir hann myndaröð sem snertir lítið við mér. Um annað á sýningunni fjalla ég hér ekki. Eg er ánægður með framtakið á Suðurgötunni, einkum tímarit- ið Svart á hvítu, sem ég mun fjalla sérstaklega um seinna. Afmælissýningin er fingur- brjótur að mínu mati og hér get ég ekki sagt annað en skoðun mína. En hið unga fólk lætur sjálfsagt ekki deigan síga og það er aðalatriðið. Óska ég því allra heilla og til hamingju með tíma- móti«. Bragi Ásgeirsson. Tveir tómstundamálarar Gunnar Þorleifsson ásamt syni sinum Gunnar Þorleifsson Yfirleitt leggur maður það ekki í vana sinn að rita um sýningar tómstundamálara er troða upp með sjálfstæðar sjningar í höfuðborginni. Ástæðurnar eru tvær, fyrir hið fyrsta þykir mér réttara að slíkir sýni nokkrir saman þvi að slíkt getur skapað frásagnar- verða fjölbreytni, fyrir hið næsta þá eigum við atvinnu- málarar ósjaldan erfitt með að lifa okkur inn í heim tómstunda- málarans og sýningar þeirra höfða því ekki til átaka hið innra með okkur. Er því ósanngjarnt að ætlast til mikilla tilþrifa hjá okkur á þeim vettvangi. Hins vegar er það meinlaust að fjalla af og til um einstakar sýningar, ef sá gállinn er á okkur, en við verðum þá að varast að fjalla um þær á sama hátt og sýningar þrautreyndra atvinnumanna. Gott dæmi um það er sýning Gunnars Þorleifssonar að Hamragörðum, því að enginn getur ætlast til að ég fjalli um hana á sömu forsendum og t.d. sýningu á verkum Sverris Haraldssonar — en Gunnar hefur einmitt staðið að útgáfu veglegrar bókar um þennan vin- sæla listamann. Bókar, sem er sérstætt afrek hvað alla hönnun og vandaðan frágang snertir og að auk alíslenzk framleiðsla. Gunnar hefur fiktað allnokkuð við að mála og m.a. haldið tvær einkasýningar af smærri gerð- inni og tekið þátt í listasýningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Gunnar hefur mikla ánægju af myndlist og er fasta- gestur á listsýningar þar sem hann skoðar myndverkin vel og vandlega. Á sýningu hans að Hamra- görðum gætir áhrifa frá ýmsum kunnum málurum og kom mér það á stundum á óvart hvert hann sækir áhrifin því að það er undarleg blanda sem bendir til þess að hann eigi í stríði við að finna sinn rétta tón. Hér er hvorttvéggja um hrjúf og fín- gerð áhrif að ræða en án þess að þau tengist saman. Þá er teikningu á stundum mjög ábótavant og án þess að vera skemmtilega klaufsk, þetta kem- ur einkum fram í myndinni „Stúlka í hvíld“ (27) en önnur höndin er gjörsamlega framandi í myndheildinni og áhöld um það hvaðan hún kemur. Þær tvær myndir er vöktu mesta athygli mína voru mvndirnar „Hestar í haga“ (3) og „Hrossagaukar" (16) en hin síðarnefnda þótti mér áreynslulausast máluð allra myndanna á sýningunni ásamt því að það er hægur og góður stígandi í hrynjandi litarins. Af því dreg ég þá ályktun, að Gunnari láti best óþvinguð og frjálsleg vinnubrögð. Væri fróð- legt að sjá heila sýningu frá hendi Gunnars Þorleifssonar þar sem hann ræktaði einungis eitt afmarkað svið laufléttra vinnu- bragða. Árni Garðar Að Hótel Borg, nánar tiltekið í gyllta salnum, sýnir þessa dagana Árni Garðar 50 mynd- verk er skiptast í olíumálverk, vatnslitamyndir ásamt olíukrít og pastel. Ekki veit ég hvernig stendur á því, að fólki dettur í - hug að sýna á þessum stað því að hann er vægast sagt óhrjálegur til sýningahalds. Skraut á veggj- um, sem sker í myndirnar er þar hanga til sýnis, auk þess sem síst af öllu er hægt að segja að þeir séu uppljómaðir. Sjálft húsnæð- ið hefur séð sinn fífil fegurri og meðferðin á innvolsinu þar á miklum misskilningi byggt. Það er alveg klárt mál, að hér hefúr skakki póllinn verið tekin á hæðina. Það eru margar ljúfar minningar tengdar þessu húsi allt frá því maður dansaði fingrapolka á gólfinu þar í bernsku og þar til maður velktist þar um á skóhlífum fullorðinsár- anna. Hér er einungis um tvennt að ræða ef húsnæðið á að öðlast sitt fyrra ris og það er að innrétta það í sinni upprunalegu mynd eða láta færustu arkitekta (innlenda) færa það í nútíma- horf og snjalla myndlistarmenn flikka upp á auða veggi. Það mælir ekkert á móti því að sýna myndir á veggjum en þó kemur þetta mér spánskt fyrir sjónir þvi að ég er vanari því að sjá málverkin spígspora þar um sali og það er þannig alténd farsælla að þessi tegund þeirra skuli hengd upp á veggina. . . . — Myndir Árna Garðars njóta sín illa á veggjunum og sama mætti raunar ætla um myndir flestra annarra mynd- listarmanna — andrúmið dregur þær niður, þó var óþarfi að hafa hér tvöfalda röð, — þó ekki væri fyrir annað, að við það kemst óhreint og óþekkilega málað loftið hættulega í sjónmál. Eg get því ekki mikið sagt um myndir Árna Garðars, nema þá að olíumyndirnar bera þess gleggst vitni, að hér fer óskólaður maður. Öllu betur líst mér á vatnslitamyndirnar en þó sýnu best á olíukrítar- og pastel- myndirnar en þar nær Árni Garðar á köflum furðugóðum árangri og jafnvel svo, að at- vinnumaður mætti vera full- sæmdur af. Tel ég hér sem dæmi myndina „Brim“ (42), sem ég tel bestu myndina á sýningunni. Þessi mynd og nokkrar aðrar í sama flokki bera þess vott að með Árna Garðari býr listræn æð. Bragi Ásgeirsson. Árni Garðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.