Morgunblaðið - 13.05.1979, Page 23

Morgunblaðið - 13.05.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979 23 TT T¥7»T T « „Frelsiö er aö gera hlö já- kvæöa.“ DAT 17. „Stórkostlegt að hitta hina UiUIjr . kristnu í Austur-Þýzkalandi.“ TAPn. „Viö höfum uppiifaö boöskap- (Jlllvi/. inn í textunum.“ á dagskrá sinni geysistórt trúboö sem teygir arma sína um allan heim. A þessa ráöstefnu koma leiötogar frá öllum heiminum en okkur var boöiö þangað til aö syngja." Rolf: Viö ferðumst alltaf meira og meira um Evrópu og höfum alltaf minni tíma fyrir Svíþjóö. Á páskunum vorum viö í Þýzkalandi og sungum þá á tveimur tónleikum í Austur-Berlín. Þaö var stórkost- legt aö hitta þá kristnu í Aust- ur-Þýzkalandi. Ég varö svo gripinn af að sjá hversu andlit þeirra Ijómuöu þegar þeir lofsungu Guö." Jard: „Okkur hefur nú verið boöiö til Moskvu aö syngja á Olympíuleikunum þar á næsta ári. Þaö er stórkostlegt aö kristin hljómsveit skuli komast þangaö og á þessa miklu íþróttahátíö og syngja andleg lög. Þetta er mjög uppörvandi fyrir kristna tónlist." Sumarbúðir í Eystrasalti Samuelsons starfrækja sumar- búöir á Eylandi t Eystrasalti. Búö- irnar hafa fengiö nafniö Löttorp. Bræöurnir vinna þar sjálfir þann tíma sem búöirnar eru opnar, frá 15. júní til 19. ágúst. Kjell: „Til Löttorp kemur fólk frá öllum Noröurlöndum, einnig frá Færeyjum, íslandi og jafnvel Grænlandi. Grænland er sá staöur sem okkur langar mikið til aö heim- sækja og okkur hefur einnig veriö boöiö þangaö. Það er mjög gaman aö heimsækja staöi sem sjaldan eru heimsóttir af kristnum hljóm- sveitum eins og ísland og Færeyjar en þangaö höfum viö komiö nokk- uö oft.“ Rolf: „Síðast þegar viö vorum Samuelsons á tónleikum í kirkju Fíladelfíusafnaöarins. í stað Olle var Lasse Bengtsen meö í förinni til íslands. hér á íslandi heimsóttum viö Akur- eyri, þaö var stórkostleg ferö.“ í heimsókn hjá konunginum Jard: „Sænski konungurinn á sumarhöll á Eylandi. Fyrst haföi hann boðiö okkur til hallarinnar í Stokkhólmi og þar sungum viö fyrir hann og hiröina. Viö vorum fyrsta kristna hljómsveitin sem þangaö kom. Seinna bauö hann okkur til sumarhallarinnar aö syngja í veislu sem hann hélt fyrir vini sína og kunningja.“ Rolf: „Þegar allir gestirnir voru farnir bauö hann okkur aö vera eftir og tala viö sig. Viö sátum og töluöum og sungum í marga tíma. Konungurinn er ákaflega skemmti- leg persóna þegar maöur kynnist honum. Ég held aö hann hafi þörf fyrir aö slappa af meöal almenn- ings. Viö eigum líka ýmislegt sam- eiginlegt. Hann hefur lært í Upp- sölum eins og viö og þekkir líka mikið inn á „gospel" tónlist. Bæöi Carl Gústaf og Sylvía eru mjög trúuö og hann hefur sagt í viðtali, aö hann gæti ekki sinnt störfum sínum sem konungur ef hann ætti ekki persónulega trú. Þaö er þaö sem mér finnst vera svo ánægjulegt aö alls staöar er hægt aö finna trú á Guö. Þaö er mikiö talaö um aö sá sem er kristinn þurfi aö vera þannig og þannig. Kynslóðir hafa ef til vill fundiö fyrir boöum og bönnum í kristinni trú. En þaö er rangtúlkun á trúnni. Hún byggist ekki upp á boðum og bönnum heldur er hún líf sem frelsar." Kjoll: „Lúther uppliföi þaö á sínum tíma aö kaþólska kirkjan haföi bundið mennina í vissu kerfi en hann sagöi einnig aö kristin manneskja væri sú frjálsasta af öllum frjálsum. Þaö er þetta frelsi sem viö upplifum á ný á okkar tímurn." Rolf: „Mörgum unglingum finnst tónlist okkar svo frjáls og segja: Geti maður verið kristinn á þennan máta vil ég líka vera kristinn.“ Kjell: „Þaö er ekki frelsi aö skaöa hver annan, frelsið er aö gera hiö jákvæöa, þaö, sem er skapandi, skapar virðingu og kær- leika og tengir mennina saman.“ Rolf: „Miöpunkturinn í boðskap kristninnar er eins og Kjell segir, boðorö Krists. „Þér skuluö elska hver annan." Þaö er þessi kærleik- ur sem skapar góö tengsl milli manna og megnar mikils á okkar tímum. Mikil sundrung ríkir alls staöar í samfélaginu, í fjölskyld- unni og milli ólíkra kynslóða. Eiturlyfin og áfengið eru mikil vandamál sem skapast hafa vegna þess aö mönnum finnst lífiö svo tilgangslaust, þeir hafa ekkert samband hver viö annan, þeir eru einmana. Og þegar mennirnir reyna aö brjótast í gegnum þenn- an einmanaleik koma eiturlyfin og áfengiö í spilin. En þaö sem viö boðum er aö þegar maöur trúir á Guö kallast hann Guös barn og finnur samfélagiö viö hann eins og barn sem hefur samband viö for- eldra sína.“ Kjell: „Hvar sem viö komum veröum viö varir viö almenna trú á Guö, eins og hjá konunginum. En meö tónlist okkar viljum viö hjálpa fólki til aö taka ákveöna afstööu. Ekki aðeins eiga almenna trú á Guð, en sterka og persónulega trú á Jesúm sem Guös son og frels- ara, aö þaö renni upp fyrir því aö Jesús er lifandi persóna og vill vera vinur hvers einstaks. Viö viljum reyna aö hjálpa ungu fólki til aö opna sig fyrir þessari trú. Þaö er okkar reynsla aö fyrst eftir aö maður hefur tekiö þessa afstööu fær lífiö virkilegan kraft. Áöur finnur maður aldrei lífiö í kristinni trú þar sem maöur hefur aldrei þoraö aö opna líf sitt fyrir Jesú sem persónu. En þegar þaö er gert verður kristindómurinn ekki lengur byrði heldur kraftur og lífið fær tilgang. Þaö er þarna sem hinn mikli leyndardómur kristinnar trúar er fólginn. Þá finnur maður einnig aö umhyggja og kærleikur Guös umlykur mann. Þá veröur kristin- dómurinn ekki aöeins það aö fara í kirkju heldur finnur maöur sig sameinaðan hinu guödómlega í hversdagslífinu. Maður upplifir ná- lægöina viö Guö í skólanum og vinnunni og einmitt þarna hefur tónlistin mikið gildi sem tjáning fyrir okkur mennina. Þegar viö erum ánægöir viljum viö syngja. Húsmóöirin sem er aö laga matinn heima getur haft plötuspilarann í gangi og hlustað á kristilega tónlist og sungiö meö. Þá finnur hún aö boðskapurinn lifir innra meö henni.“ „Góðir áheyrenduru „Viö hlökkum mikiö til aö koma hingaö aftur,“ segja Samuelssynir þegar viö ætlum aö fara aö kveðja. „íslendingar eru svo góöir áheyr- endur og þaö var svo auövelt aö spila fyrir þá. Þaö var líka gaman að koma hingaö og hitta vini og viö vonumst til aö hafa eignast fleiri vini hér núna.“ — rmn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.