Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1979 19 Lið Akurnesinga með landsliði Japans 23 ára og yngri. Leik liðanna lauk með sigri IA 2—1, og þótti ÍA-liðið þá sýna þá bestu knattspyrnu sem Skagamenn hafa sýnt í mörg ár. í baksýn má sjá risastórt skilti keppninnar. Úrslitaleikurinn var afar grófur af hálfu Burma, og í eitt skipti þurfti lögreglan að hafa afskipti af leiknum og stilla til friðar. Þeir spörkuðu menn niður í bókstaflegri merkingu án þess að nokkuð væri dæmt. Og nú eiga Kristinn, Árni og Sveinbjörn allir við meiðsli að stríða. En ferðin í heild var hreint ævintýri. Matthias Hallgrímsson, sá reyndi kappi, sagði að mótherjar þeirra hefðu verið sterkir. — Öll liðin höfðu yfir að ráða mikilli leikni og knatttækni en skorti hins vegar leikskipulag. Þar vorum við þeim snjallari og það fleytti okkur áfram ásamt mikilli samheldni og baráttuvilja. Þetta var mikil ævin- týraferð sem seint gleymist þó erfið hafi verið, sagði Matti. Burmaliðið, og að auki sleppt marki sem var algerlega löglega skorað. — Við getum samt sem áður verið ánægðir með útkomuna. Strákarnir stóðu sig með af- brigðum vel jafnt utan vallar sem innan. Og miðað við þær ólíku aðstæður sem við lékum við og þennan mikla hita, þá var útkoman framar öllum vonum. Jóhannes Guðjónsson fyrirliði hafði þetta um ferðina að segja: — Þetta var góð keppnisferð, en geysilega erfið. Við leikum samtals í 570 mínútur á 12 dögum, og þess á milli voru æfingar. Úrslitaleikur- inn stóð yfir í 120 mínútur í 35 stiga hita, lái okkur hver sem.vill að af okkur skyldi dregið í lokin. Þá voru ferðalögin mjög erfið, og sat ferðin í okkur í fyrsta leik okkar, sem var sá erfiðasti meðan menn voru óvanir með öllu lofts- laginu. Fyrirliðar liðanna taka við verðlaunum sínum. Lengst til vinstri er Jóhannes Guðjónsson fyrirliði ÍA, sem hlaut önnur verðlaun. þá fyrirliði sigurvegaranna frá Burma og loks fyrirliði Tyrkja. Bjarni Sigurðsson hinn nýi markvörður Skagamanna stóð sig mjög vel í ferðinni. Hér sést hann bægja hættunni frá í leik á móti Japan. FLUCLEIÐIR Beint til Baltimore/ Washington Með tilkomu áætlunarflugs til Baltimore/Washingtonflugvallar víkkar enn leiðanet okkar. 50 mínútna akstur til Washington og 20 mínútna akstur til Baltimore. Stöðugar bílferðir eru til og frá flugvellinum, svo biðin er engin. Frá BWI eru framhaldsflug um öll Bandaríkin og víða um heim. BWI (Baltimore Washington International Airport) er nýlegur alþjóðlegur flugvöllur milli stór- borganna Baltimore og Washington. Fjölgun áætlunarstaða er liður í BWI flugvöllur þjónar báðum víðtækari og betri þjónustu við lands- borgunum í senn. Þaðan er aðeins menn. EINN FJÖLMARGRA STAÐA ÍÁÆTLUNARFLUGI OKKAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.