Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.1979, Blaðsíða 32
/v , Siminn a afgreióslunni er 83033 3W»T0«nbln6il) SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1979 Síminn á afgreiðslunni er 83033 ]R(rguntiI«tit Innkaupajöfnunar- reikningurinn: Skuldin 2000 millj. SKULD olíufélaganna við svokallaðan innkaupajöfn- unarreikning olíuvara nemur nú um 2000 milljón- um króna og hefur aldrei verið meiri, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér. Um nokkurn tíma hafa bensín og olíuvörur verið seldar langt undir raunverði og nam tap á olíusölunni þá 55—60 milljónum króna á dag. Bankakerfið fjár- magnar mismuninn en clíufélögin greiða háa vexti. Olíufélögin hafa þrýst mjög á stjórnvöld að ákveða nýtt verð á bensíni og olíu og hefur það nú verið gert. Skuldaaukningin hefur því verið stöðvuð í bili en verðið mun ekki vera nógu hátt til þess að grynnka verulega á skuldunum. Jóhannes hættir hjá Celtic — ÉG ER ákveðinn í því að hætta hjá Celtic þegar samn- ingurinn minn rennur út í sumar, sagði Jóhannes Eð- valdsson knattspyrnumaður, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Jóhannes hefur leikið með skozka liðinu Celtic s.l. 4 ár en vill nú breyta til og leita á önnur mið, helzt til liða á meginlandi Evrópu. En Celtic vill ekki sleppa Jóhannesi, því hann hefur veT>ð bezti maður liðsins í vetur. Hefur Celtic sett upp svo hátt verð fyrir Jóhannes, 200 þúsund sterl- ingspund, eða 150 milljónir íslenzkra króna, að ekkert hef- ur orðið úr sölu. — Ég er ákveðinn í því að hætta hjá Celtic og fer í hart ef þeir neita mér um sölu, sagði Jóhannes. Sjá: .12 íslendingar i atvinnuknattspyrnu...“ á bls. 2. í laugunum. Ljósm. Kristinn. Verkfall mjólkurfræðinga á miðnætti: Mjólk fáanleg næstu 2-3 daga VINNSLA HEFUR íarið fram í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um helgina og verður í dag, sunnudag, sótt mjólk til bænda, sem hefði verið sótt á morgun, hefði ekki vofað yfir verkfallsboðun mjólkurfræð- inga. Verkfall þeirra kemur til framkvæmda aðfararnótt sunnudags, en samningafundir voru ekki í gær og hafa ekki verið boðaðir í dag. Grétar Símonarson mjólkurbú- stjóri á Selfossi sagði að vinnsla færi fram í búinu laugardag og sunnudag til þess að sem minnstar birgðir lægju fyrir þegar verkfall- ið hæfist. Venja hefur verið að vinna mjólk á laugardögum, en vegna verkfallsins nú verður einnig unnið þar í dag. Sagði Grétar að væntanlega yrði til mjólk í Reykjavík næstu 2—3 dagana, en öllu lengur væri ekki hægt að geyma hana vegna reglna um dagsstimplun o.fl. Grétar Símonarson kvaðst ekki búast við öðru en að til verkfallsins kæmi þar sem samningafundir hefðu borið lítinn árangur. Fer fískverðið til yfirnefndar í dag? FUNDI verðlagsráðs sjávarútvegsins um nýtt fiskverð, sem vera átti á morgun, mánudag, hefur verið flýtt til dagsins í dag að beiðni sjávarútvegsráðherra. Það mun vera ósk ráðherrans að málinu verði komið sem fyrst í hendur yfirnefndar verðlagsráðs, en þar er fulltrúi ríkisstjórnar- innar, Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, oddamaður. Mun það vera ætlunin með því að boða fund á sunnudegi að koma fiskverðsákvörðuninni degi fyrr en ella til yfirnefndar og vinna þar með einn dag. Við fiskverðsákvarðanir fjallar verðlagsráð fyrst um verðlagn- inguna en oftast er verðákvörð- uninni síðan vísað til yfirnefndar. Vatnsskortur hjá Skeiðsfossvirkjun SKEIÐSFOSSVIRKJUN í Fljótum hefur um þessar mundir mjög lítið vatn til raforkuframleiðslu sinnar og sagði Sverrir Sveinsson rafveitustjóri það m.a. vera vegna mikillar raforku- notkunar að undanförnu svo og þess hversu seint voraði að vatnsmagnið ykist ekki. Sverrir Sveinsson sagði að nú kæmi í lón virkjunarinnar. væru notaðar allar tiltækar — Eina varanlega lausnin, dieselstöðvar á Ólafsfirði og sem við sjáum næstu árin, sagði Siglufirði og mætti lítið út af Sverrir, er að fá línu milli bregða til að hægt væri að anna Dalvíkur og Ólafsfjarðar, en orkuþröfunni auk þess sem með því fáum við tengingu við keyrsla sdieselstöðvanna væri Láxárvirkjun og mun það nú til mjög dýr. Sagði hann að notaðir athugunar hjá þingmönnum, en hefðu verið kringum 600 þúsund á þessa leið leggjum við mikla lítrar af olíu sl. vetur, en ljóst áherzlu, enda er hún sú ódýrasta væri að ástandið batnaði ekki til að bjarga þessu erfiða fyrr en hiýnaði og meira vatn ástandi. Einn þingmanna Alþýðuflokksins: St j ór nar samst arf- ið er búið að vera „ANNAÐ HVORT verður þessi rfkisstjórn að hafa kjark í sér til þess að stjórna, eða hún getur alveg eins farið frá,“ sagði Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarfiokksins í samtali við Morgunblaðið f gær. Einn þingmanna Alþýðuflokksins sagði f samtali við Morgunbiaðið að þessi stjórn væri f raun búin að vera, í ljós hafi komið að ekki sé hægt að stjórna landinu með Alþýðubandalagsmönnum, sem ekki hafi vilja eða þor til þess að takast á við vandamálin. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður sagði hins vegar að Aiþýðubandalagsmenn hefðu lagt fram raunhæfar tillögur í rfkisstjórn á fimmtudag, sem samstarfsfiokkarnir hefðu ekki tekið afstöðu til „og bíði þeir í ráðaleysi enn um sinn, getur það eyðilagt alla möguleika rfkisstjórnarinnar til þess að ieysa þessi mál.“ Bæði Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur munu hafa fundi um heigina til þess að fjalla um málin, en Alþýðubandalagið hefur ekki boðað fund, þar sem tillögur þeirra, sem iagðar voru fram á ríkisstjórn- arfundinum á fimmtudag, „eru eina raunhæfa leiðin til lausnar vanda- málunum". Ólafur Ragnar var spurður að því hvort þetta stjórnar- samstarf væri úr sögunni, ef sam- starfsflokkar Alþýðubandaiagsins brygðu ekki skjótt við þessum tillög- um. Hann svaraði: „Ég skal ekkert fullyrða um það. Hins vegar er það ljóst, að ef þeir eru ekki í stakk búnir til þess að taka afstöðu til tillagn- anna og tilbúnir til að takast á við þennan vanda, þá eru þeir um leið að lýsa því yfir að þeir eru getulausir í þessari ríkisstjórn." Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk innan Alþýðu- flokksins verður fundur nefndar, sem kosin hefur verið til þess að fjalla um efnahagsvandann, haldinn í Keflavík klukkan 16 í dag. í nefndinni eiga sæti ráðherrar Al- þýðuflokks, þingmenn og nokkrir framkvæmdastjórnarmenn. Heimildarmaður Mbl. taldi Alþýðu- bandalagsmennina ekki þora að taka á málinu með festu og taldi hann stjórnarsamstarfið búið — aðeins þyrfti að viðurkenna það í verki, tillögur Alþýðubandalagsmannanna væru botnlausar. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, kvað nefnd innan flokksins, sem kjörin hafi verið á miðvikudag, hafa verið á fundi í fyrradag og í gærmorgun var fundur með ýmsum aðilum vinnu- markaðarins, 25 manna fundur. „Við viljum undirbúa tillögur okkar sem bezt, sýna þær mörgum og ræða sem ítarlegast. Aftur verður fundur í nefndinni á morgun og verða tillög- urnar síðan lagðar fyrir ríkisstjórn- arfund á mánudag."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.