Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 13

Morgunblaðið - 02.06.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ1979 13 fiskveiðilögsögu hafa íslendingar fengið tækifæri til þess að renna styrkari stoðum undir þjóðar- búskap sinn, en það er á engan hátt sjálfgefið, að þeim nýtist það tækifæri, nema rétt sé á málum haldið. Og þau miklu stjórnunar- vandamál, sem leysa þarf, eru þeim mun erfiðari viðfangs vegna þess, að þau krefjast breyttra viðhorfa og nýrra stjórnunarað- ferða, sem lítil eða engin reynsla er fengin fyrir, hvorki hér á landi né erlendis. Á meðan við þurftum að deila þessum auðlindum með öðrum þjóðum, var ekki um annan kost að velja en þann, að við sæktum sjóinn sem fastast á eins stórum og vel búnum skipaflota og okkur var framast unnt. Nú nhafa orðið í þessu efni alger þáttaskil. Við getum einir ráðið nýtingu svo til allra fiskistofna, sem verulega þýðingu hafa fyrir íslenzkan sjáv- arútveg. Viðhaldi fiskistofnanna og hagkvæmni veiðanna er því héðan af fyrst og fremst undir okkur sjálfum komið. Skipta má því stjórnunarvandamáli, sem við nú stöndum frammi fyrir í tvo meginþætti. Tvíþættur vandi í stjóm fiskveiða Fyrra vandamáliö er fólgið í því að tryggja, að afli sé á hverjum tíma hæfilegur með tilliti til ástands fiskistofna og veiðiþols þeirra til langframa. í grundvall- aratriðum er hér um líffræðilegt viðfangsefni að ræða, þar sem byggja verður ákvarðanir á rann- sóknum og kenningum fiskifræð- inga, en þekkingu þeirra á fisk- stofnunum hér við land hefur fleygt fram á síðari árum. Þótt skoðanir séú enn skiptar um ýrnis framkvæmdaratriði, finnast þeir menn varla lengur, sem ekki viðurkenna nauðsyn þess, að þjóðfélagið sjái um, að heildar- veiði sé haldið innan þolanlegra marka með hliðsjón af ástandi fiskstofna. Þótt menn séu sam- mála um þetta, er eðlilegt, að þá greini nokkuð á um það, hve mikið eigi að skera niður veiðar á einhverju tilteknu tímabili í því skyni að tryggja meiri afla síðar. Hér er að nokkru leyti um hag- fræðilegt vandamál að fást, þar sem líta má á takmörkun veiða í dag sem fjárfestingu, sem skili sér síðar í auknum afla. Er þessu vandamáli gerð skil í grein þeirra Jóns Sigurðssonar og Sigurðar B. Stefánssonar, sem birtist í Fjármálatíðindum á síðasta ári. En takmörkun heildarafla með vöxt og viðgang fiskstofnanna að markmiði, er ekki nema annar meginþátturinn í því að tryggja þjóðarbúinu sem hagkvæmasta nýtingu auðæfa sjávarins. Hinn vandinn er fólginn í því að tr.vggja, að sá afli, sem talið er hæfilegt að veiða, sé dreginn úr sjó með sem minnstum tilkostnaði og með sem hagkvæmustum hætti frá sjónarmiði þjóðarbúsins. Hér er um hreint efnahagslegt við- fangsefni að ræða, sem enn hefur ekki verið gefinn nægilegur gaum- ur hér á landi, enda að miklu leyti um að ræða nýtt vandamál, sem hagfræðingar hafa aðeins byrjað að sinna á allra síðustu árum. Vegna þess mikla ókunnugleika á þessu máli, sem kom fram í grein þremenninganna, vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að gera hér í sem stytztu máli grein fyrir því viðfangsefni, sem hér er um að ræða. Vil ég þá einnig vísa til þess, sem um þetta hefur verið ritað af íslenzkum fræðimönnum. I Fjármálatíðindum hafa t.d. birzt um þetta efni nokkrar greinar á síðustu árum, sem ég vil sérstak- lega nefna, en þær eru: 1) Auðlindasskattur, iðnþróun og efnahagsleg framtíð íslands eftir Bjarna Braga Jónsson, er birtist 1975. 2) Þættir úr fiskihagfræði eftir Gylfa Þ. Gíslason, er birtist 1977. 3) Grundvallaratriði í fiskihag- fræði eftir Ragnar Árnason, er einnig birtist 1977. Fjárhagslegar adgerdir í stað afla- takmarkana Niðurstaða þessara og annarra fræðimanna um nýtingu auðlinda, sem frjáls notkun er á, er í meginatriðum sú, að hagkvæm- asta nýting náist ekki, nema auðlindin sé verðlögð með ein- hverjum hætti. Það sé að vísu hægt að takmarka heildarsókn og vernda þannig fiskstofnana með þvi að beita aflakvótum, lokunum veiðisvæða, og vernd uppeldis- stöðva, en slikar aðgerðir munu aldrei leiða til hagkvæmrar sókn- ar, heldur verður ætíð tilhneiging til þess, að fiskiflotinn verði allt of stór, og of miklu fjármagni, tækni og vinnuafli verði beitt í sam- keppni um að ná til sín sem stærstum hluta af því magni, sem le.vfilegt væri að veiða. Ályktunar- orð Ragnars Árnasonar, hagfræð- ings, um þetta mál eru sem hér segir: „Komizt var að þeirri niður- stöðu, að væri rétt upphæð auð- lindaskatts lögð á annað hvort sókn eða afla, mundi það leiða til þess, að hagkvæmasta lausn næð- ist. Sama árangri væri unnt að ná á auðveldari hátt með útgáfu veiðileyfa fyrir afla að því til- skildu, að fullkominn markaður myndaðist um kaup þeirra og sölu. Á hinn bóginn væru heildarafla- takmarkanir og smáfiskverndanir tilgangslitlar frá hagfræðilegu sjónarmiði". í grein sinni kemst Gylfi Þ. Gíslason að svipaðri niðurstöðu, en hann rekur meðal annars dæmi um veiðileyfakerfi í sambandi við laxveiðar í Kyrrahafi, þar sem tekjurnar af veiðileyfunum, sem þeir sem veiðarnar stunduðu greiddu, voru notaðar til þess að bæta hinum það tjón, sem þeir urðu fyrir við það að hætta veið- um. Hér er því hægt að ná árangri, án þess aðlagður sé skatt- ur á sjávarútveginn í heild. Mér kemur á engan hátt á óvart, þótt fulltrúar sjávarútvegsins séu dálítið á verði gagnvart öllum nýjum hugmyndum í þessu efni. Hér er hins vegar svo mikið í húfi, að öllum sem hagsmuna eiga að gæta, er í rauninni skylt að íhuga og ræða þessi mál opinskátt og fordómalaust. Vitaskuld verður að faraið að öllu með gát, og ég býst ekki við, að nokkrum heilvita manni detti í hug, að rétt sé að knýja nokkurn hlut fram í þessu máli gegn eindreginni andstöðu sjávarútvegsins. Þetta kemur m.a. fram hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, sem segir í grein sinni: „Þó að útgáfa veiðileyfa og sala þeirra sé eflaust mjög vandmeð- farið tæki til sjórnunar í sjávarút- vegsmálum, er hér tvímælalaust um hugmynd að ræða, sem á það skilið að henni sé miklu ríkari gaumur gefinn en átt hefur sér stað.“ Frjálsrædi eda skömmtun Sjávarútvegurinn er nú þegar búinn að fá nokkra reynslu af stjórnun fiskveiða með ýmiss kon- ar skömmtunaraðgerðum, svo sem aflakvótum, lokunum veiðisvæða, tímabundnum stöðvunum o.s.frv. Ég held að sú reynsla bendi þegar til þess, að hér er um að ræða erfiðara og hættulegra mál en flestir hafa gert sér grein fyrir. Skömmtun á þessu sviði, eins og öllum öðrum, felur i sér, að stjórn- völd verða að deila út eftirsóknar- verðum verðmætum með því að taka hag eins fram yfir hag annars. Hversu miklu réttlæti, sem reynt er að beita í þessum efnum, hlýtur niðurstaðan að leiða til mismununar eða ásakana um mismunun, sem síðan hefði í för með sér togstreitu og úlfúð milli landshluta og eigenda mismun- andi skipategunda, eins og þegar er fram komið. Jafnframt hafa rannsóknir fræðimanna, sem ég hef þegar drepið á, sýnt fram á, að þessar aðgerðir munu samt aldrei nægja til að tryggja hagkvæma sókn. Hins vegar benda hinar sömu fræðilegu athuganir til þess, að hægt sé með fjárhagslegum aðgerðum að leysa þennan vanda á grundvelli markaðsbúskapar. Hér er reyndar um að ræða athyglisvert dæmi um takmarkan- ir og kosti markaðshagkerfisins. Séu fiskveiðar stundaðar án nokk- urra takmarkana á grundvelli frjáls markaðsbúskapar, en án þess að rétturinn til veiða sé verðlagður með nokkrum hætti, hlýtur niðurstaðan að verða of mikil sókn, sem leiðir fyrr eða síðar til stórfellds samdráttar eða eyðingar fiskstofna. Hér er reyndar um að ræða athyglisvert dæmi bæði um tak- markanir og kosti markaðshag- kerfisins. Séu fiskveiðar stundað- ar án nokkurra takmarkana á grundvelli frjáls markaðsbúskap- ar, en án þess að rétturinn til veiða sé verðlagður með nokkrum hætti, hlýtur niðurstaðan að verða of mikil sókn, sem leiðir fyrr eða síðar til stórfellds samdráttar eða eyðingar fiskstofna. Úr ofveiðivandamálinu er í sjálfu sér tiltölulega auðvelt að leysa með því að taka í tíma upp beinar veiðitakmarkanir í einu eða öðru formi. Hins vegar hefur verið sýnt fram á, að aðgerðir af þessu tagi mundu ekki tryggja hagkvæma sókn, heldur yrði áfram allt of miklum fjármunum varið til veiðanna, auk þess sem skömmtunarkerfinu mundi líklega fylgja stórfelld mismunun milli aðila og harðvítug hagsmuna- streita. Sé aftur á móti unnt að fara það leið, að verðleggja veiðiréttinn með einhverjum hætti, mundi tilhneigingin til of mikillar sóknar hverfa, svo að hæfilegur afli yrði tekinn með lágmarkstilkostnaði án skömmtunar eða hafta. Þannig mundi þessi leið sameina kosti markaðsbúskaparins eðlilegri heildarstjórn í notkun sameigin- legrar auðlindar. Lokaorð Ég er nú kominn að lokum þessa máls og þegar orðinn margorðari en ég hafði í upphafi ætlað. Ég vona, að ég hafi getað gert ljóst, að þær skoðanir mínar á málefn- um sjávarútvegsins, sem fram komu í margnefndu erindi mínu á ársþingi iönrekenda, voru ekki fram settar af áreitni við sjávar- útveginn eða vanmati á hinu mikla hlutverki, sem hann gegnir í íslenzkum þjóðarbúskap. Ég er sannfærður um það, að þau mál- efni, sem hér hafa verið rædd, skipta miklu máli bæði fyrir sjávarútveginn sjálfan og at- vinnuþróun ' Islendinga í heild. Þess vegna finnst mér ástæða lil að fagna þeirri umræðu, sem þeir þremenningar hófu með grein sinni. I því verðbólguróti, sem við lifum í frá degi til dags og hleður á stjórnendur fyrirtækja, ekki sízt i útflutningsatvinnuvegunum, sí- fellt nýjum rekstrarvandamálum, gefst því miður allt of lítill tími til þess að huga að grundvallarskil- yrðum heilbrigðs atvinnurekstrar í landinu. Vandamál, eins og þau, sem ég hef hér gert að urnræðu, eru því ýmist sniðgengin með öllu eða umræður um þau litast meira eða minna af áhrifum tiltekinna aðgerða á vandamál líðandi stund- ar. Ég vil ljúka þessu máli mínu með því að óska, að sem flestir framámenn í sjávarútvegi kynni sér og íhugi þau gögn, sem þegar liggja fyrir um leiðir til þess að stjórna nýtingu auðlinda hafsins á þann hátt, að sem bezt samrímist skynsamri nýtingu fiskstofna, hagkvæmum rekstri útgerðar og frjálslegu skipulagi í sjávarútveg- inum í heild. Leiðin að þessu marki er hvorki vel vörðuð né auðrötuð, en við finnum hana því aðeins, að leit okkar sé gerð með fræðilega þekkingu og fordóma- lausa víðsýni að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.