Morgunblaðið - 02.06.1979, Page 32

Morgunblaðið - 02.06.1979, Page 32
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1979 Fursla feröahelgi sumars ** Ljósm. Mbl. RAX. Ungir sem aldnir leggja land undir fót um hvitasunnuna — annaðhvort til að njóta móður náttúru eða til að heimsækja vini og ættingja. Bændur og mjólkursamsölur tilkynna: Mjólk hellt niður sitji stjómin aðgerðarlaus BÆNDUR og forráðamenn mjólkursamsalanna boðuðu til blaðamannafundar í gær og tilkynntu. að tæki ríkisstjórnin ekki til sinna ráða í verkfallsaðgerðum mjólkurfræðinga yrði mjólk hellt niður og mjólkurbúunum lokað. Ekki væri að vænta neinna undanþága, ef til framangreindra aðgerða kæmi. Upplýst var, að bændur væntu aðgerða ríkisstjórnarinnar til lausnar málsins um eða upp úr helgi. Ef ekkert yrði að gert myndi koma til niðurhellingar í næstu viku, lokunar búanna, og uppsagnar fastráðins starfsfólks. Aldrei meira af fölsuðum ávísunum KÆRUR vegna falsaðra ávís- ana hafa aldrei verið fleiri en á undanförnum vikum, að þvf cr Erla Jónsdóttir deildar- stjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins tjáði Mbl. í gær. — Falsaðar ávísanir berast hingað i stórum stíl og er í sumum tilfellum um verulegar upphæðir að ræða, sagði Erla. Hún sagði að langflestar ávísanirnar væru úr heftum, sem fólk hefði týnt eða heftum, sem hefði verið stolið. Væru þess dæmi að allar ávísanir í hefti væru falsaðar, alls 25 ávísanir. — Það er full ástæða til að brýna fyrir fólki að hafa góðar gætur á ávísanaheftum sínum, sagði Erla að lokum. Tap meðalmjólkurframleið- enda er um 12.500 kr. á dag vegna verkfallsins, skv. út- reikningum framleiðsluráðs landbúnaðarins, og tekjutap mjólkuriðnaðarins um 22 millj. kr. Mjólkursamlögin hafa sent frá sér ályktanir þar sem kemur fram, að þau telja í algjört óefni komið vegna verkfallsins. Ekki er unnt að vinna alla mjólk sem berst. Viðbótarvinnslumjólk, sem fer til framleiðslu á útflutnings- afurðum hrannast upp, þar sem verkfall farmanna kemur í veg fyrir flutninga. Eins er mikil vöntun á hráefni og umbúðum. Spurt var, hvort gefin yrði undanþága til framleiðslu mjólkur fyrir ungabörn, aldr- aða og sjúka. Þau svör feng- ust, að slíkt yrði ekki mögu- legt, þar sem eigendur mjólk- ursamlaganna, bændur, treystu sér ekki til að halda fyrirtækjunum gangandi. Gæzlan látin hafa af- skipti af Greenpeace? „Jú, það er rétt, forstjóri Hvals hf. hefur komið á okkar fund og lýst yfir áhyggjum sínum vegna þeirra aðgerða sem Greenpeace samtökin hafa boðað á íslandsmiðum í sumar,“ sagði ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu í samtali við Mbl. í gær. Mbl. hefur fregnað að það sé til athugunar að Landhelgisgæzlan verði látin blanda sér í leikinn gerist Greenpeace menn aðgangs- harðir við hvalveiðiskipin á skipi sínu Rainbow Warrior og trufli þau verulega við veiðarnar. Ólafur vildi ekkert um málið segja, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. „Við verðum fyrst á sjá hvað Green- peace menn gera hér við land áður en við tökum ákvörðun í þessu máli,“ sagði Ólafur. Hvalveiðar verða með svipuðum hætti í sumar og undanfarin sumur. Fjórir hvalbátar munu stunda veiðarnar og leggja þeir hvalinn upp í Hvalstöðinni í Hval- firði. Venjulega eru hvalveiðar hafnar á þessum árstíma en sjór- inn er nú óvenju kaldur og lítið sést af hval og mun því dragast eitthvað fram í mánuðinn að veiðarnar hefjist. Sjá viðtal við talsmenn Green- peace á bls. 15 Grunur um íkveikju á Stokkseyri Ungur maður í gæzluvarðhaldi LIÐLEGA tvítugur maður var í gær úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald vegna rannsókn- ar á orsökum brunans í Hrað- frystihúsi Stokkseyrar s.l. mið- vikudag, en þar varð hundruða milljóna tjón sem kunnugt er. Karl Jóhannsson fulltrúi sýslu- mannsins á Selfossi sagði í sam- tali við Mbl. í gærkvöldi að rann- sókn þessa máls væri á frumstigi og varðist hann allra frétta af málinu. Morgunblaðinu er hins vegar kunnugt um að rannsóknin beinist nú að því að kanna ferðir umrædds manns á Stokkseyri nóttina sem eldur kom upp í frystihúsinu. Mun grunur hafa vaknað um að maðurinn kunni hugsanlega að vera valdur að brunanum. Þrír starfsmenn rannsóknarlög- reglu ríkisins fóru í gær til Selfoss til þess að aðstoða við rannsókn málsins. Sem fyrr segir varð gífurlegt tjón í brunanum. Starfræksla hússins mun liggja niðri um langt skeið og 100 manns misstu at- vinnu sína við brunann. Morgunblaðið kemur ekki út á morgun, hvftasunnudag. Næsta blað kemur út mið- vikudaginn 6. júnf. Farþegar meðSmyrli fá ekki benzín á bílana BENZÍNLAUST er orðið víða á Austurlandi og hefur benzfn- stöðvum verið lokað á a.m.k. þrcmur stöðum, Egilsstöðum, Scyðisfirði og Eskifirði. Á þess- um stöðum eru til mjög litlar birgðir af benzfni og eru þær aðcins ætlaðar lögreglu, sjúkra- liði og slökkviliði að boði sýslu- manns Múlasýslu. Jóhann D. Jónsson fréttaritari Mbl. á Egilsstöðum sagði í sam- tali við blaðið í gærkvöldi að vandræðaástand væri að skapast á Austurlandi vegna benzín- skortsins. Sagði Jóhann að ferjan Smyrill kæmi á morgun til Seyð- isfjarðar í fyrstu ferðina til Islands á þessu sumri. Með ferj- unni eru erlendir ferðamenn meö bíla sína og eru allar líkur á því að þeir komist ekki lengra en til Seyðisfjarðar eða í mesta lagi upp á Hérað, þar sem ekkert benzín er nú að fá á Seyðisfirði. v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.