Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ. VÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979 Þessa grein skrifaði ólafur Sveinsson í árbók íþróttamanns 1942. Ólafur heitinn var góður íþróttamaður á yngri árum og starfaði síðan að félagsmálum íþróttanna um árabil. Með stofnun og starf- semi ungmenna- og æskulýðsfélaga höfuð- staðarins má segja, að íþróttastarfsemi hafi hafizt. Á ég þar við hin ágætu og öflugu íþrótta- félög bæjarins, Glímu- fél. Ármann, Knatt- spyrnufél. Rvíkur, íþróttafél. Rvíkur og Ungm.fél. Rvíkur. Þrjú hin fyrstnefndu félög voru beinlínis stofnuð í þeim tilgangi að glæða áhuga og þekkingu manna á íþróttamálum og hið síðasttalda, sem hafði mörg menning- armál á stefnuskrá sinni, lét líka íþrótta- málin mikið til sín taka. Tvö fyrstnefndu félögin helguðu sig framanaf eingöngu sérgreinum sínum, glímu og knattspyrnu. Hin félög- in, Í.R. og U.M.F.R., höfðu ekki eins ein- skorðaða stefnuskrá í íþróttamálunum og létu fleiri greinar til sin taka. Fyrst framanaf mun Í.R. hafa starfað mest sem fimleikafélag, og U.m.f.R. aðallega sundi. íþróttafélag Reykjavíkur var fyrsta félag hér í bænum — og þetta var ágætt, svo langt sem það náði. Menn æfðu sig á ýmsan hátt; voru í leikfimi og glímdu á vetrum, iðkuðu heimaleikfimi (Mullers- æfingar), fóru í göngu- ferðir á sunnudögum, á sumrin, fóru í „bolta- leik“ og knattspyrnu, fóru í sjó og sólbað og sundlaugar o.fl. En kennsla og leiðbeining var heldur lítilfjörleg eftir því sem nú gerist. Þetta átti einkum við um frjálsu íþróttirnar. í glímunni voru hæg heimatökin; þekkingu á henni þurfti ekki að sækja út fyrir landstein- ana. Knattspyrna, sund og leikfimi höfðu verið iðkaðar hér alllengi. Fyrstu mennirnir, sem leiðbeint hafa í frjálsum íþróttum hér í bænum, munu hafa verið And- reas J. Bertelsen, hinn ágæti og áhugasami for- göngumaður og leikfimi- kennari I.R. og Helgi Jónasson, hinn áhuga- sami og íþróttafróði for- maður félagsins um langt skeið. Um þetta leyti (1908—9) var gefín út í Danmörku bók er Upphaf frjálsra íþrótta á Islandi líklega hér á landi — sem fékk sér áhöld — spjót, kringlu, kúlu og stöng — til æfinga í frjálsum íþróttum (líklega sumarið 1907), en U.m.f. R. ekki fyrr en undir landsmót U.m.f. í. Sigurjón Pét- ursson fékk sér líka snemma spjót, kringlu og kúlu og æfði eg nokkuð spjótkast með honum fyrir leikmótið 1911. Fyrstu æfingar sínar í frjálsum íþróttum hélt Í.R. á Landakotstúninu, þar sem nú er nýi Landakotsspítalinn og þar sá ég oft ýmsa góðkunna Reykvík- inga, eins og Helga Jónasson, Jón Haildórsson, Ólaf Magnússon, Böðvar Kristjánsson og Magnús heitinn Magnússon (lipra) o.fl. á æfingum félagsins, í spjótkasti, stangarstökki, hástökki etc. Eg var þá ekki meðlimur félagsins og tók ekki þátt í æfingum, en ég fékk strax mikinn áhuga á þessum íþróttum, einkum spjótkastinu, því mér þótti alltaf gaman að henda. Áhöld þessi voru óvandaðri en nú gerist; stöngin óvafin, kringlan tréskífa með sterkri járngjörð og spjótin gljúpari og geiguðu meira á fluginu. Hafa þau varla verið „standardiseruð" því spjótkast var þá yngsta íþróttin á alþjóðamótum (Ól. leikunum 1906 fyrst). Eins og vonlegt var, var íþrótta- iðkun manna á þessum tíma mjög á reiki og þekkingin lítil á þeim málum. Forgöngumennirnir hvöttu menn til ástundunar í íþróttaiðkunum og dáða í kapp- leikum; „táp og fjör og frískir menn“ voru einkunnarorð og stefnumál þeirra — og íþróttirnar voru efling þessara eiginleika. Og nefndist „Idrættsbogen". Keyptu allmargir áhugamenn á íþrótta málum bók þessa, og fengu þar ýmsan íþróttafróðleik, þ.á m. um frjálsu íþróttirnar. Einnig seldi Haraldur Árnason þá smábækl- inga er hétu „Spaldings Athletic Library", er fjölluðu um ýmsar sérgreinar og sérgreinaflokka íþróttanna. Þar var enn meiri og betri fróðleik að fá, því þeir voru sumir skrifaðir af meisturunum sjálfum og myndir ágætar. En fáir munu hafa notfært sér þá. Síðar, einkum eftir þáttöku Islendinga í Olympíuleikunum 1912, fengu ís- lenzir frjálsíþróttamenn betri hugmynd um stíl í ýmsum grein- um en áður. T.d. var Magnús Tómasson (Kjaran) fyrstur hér á landi . til að kasta spjóti með afturfærzlu spjótsins í atrennunni og Sigurjón Pétursson fyrstur til að kasta kringlu með snúningi. Áður höfðu menn haldið spjótinu í beinum handlegg alla atrennuna, og kastað kringlunni snúnings- laust. í ýmsum öðrum greinum var smátt og smátt breytt til; í spretthlaupum var kropviðbragðið tekið upp af ýmsum og sumir fóru að nota hliðarstökk í hástökki í stað leikfimistökks. Hinar nýju hástökksaðferðir (háskóla- og Kaliforníulag) komu ekki fyrr en löngu síðar og breyting á stang- arstökksstílnum (uppfærzla neðri handarinnar á stönginni) ekki heldur. Eins og önnur þekking á íþróttamálum, var þekking á lög- um og leikreglum nokkuð á reiki á þessum tíma. Aðalvitneskja manna um þessi efni mun hafa verið frá áðurnefndri íþróttabók á dönsku; leikreglnapési, sem gefinn var út fyrir fyrsta lands-leikmótið (leikmót U.mf.í. 1912), mum hafa verið aðallega þýddur eftir þeirri bók. Um eiginleg leikmót gat heldur varla verið um að ræða fyrr en eftir stofnun íþróttasam- bands Reykjavíkur (1910), sem var samtök um byggingu gamla íþróttavallarins — og íþrótta- sambands íslands (1912), því þá sköpuðust fyrst aðstæður til brautahlaupa — þó lélegar væru — og réttur aðili til samninga og útgáfu reglugerða og leikreglna. Með stofnun þessara tveggja sam- banda má segja, að nýtt tímabil hefjist í íþróttamálum bæjarins — og jafnvel landsins í heild, því með því var ráðin bót á þeim skipulagsvandkvæðum, er áður höfðu háð viðgangi íþróttamál- anna á ýmsan hátt og dregið úr gagnsemi þess ágæta starfs, sem einstök félög inntu af hendi — Því miður hefi ég ekki leikreglnapés- ann áður umtalaða við hendina, en ég minnist eins atriðis, sem nú mundi þykja mikil fjarstæða. Það var að atrenna í spjótkasti mátti ekki vera lengri en 10 metrar. Eftir því ákvæði var farið á leikmótum 1911 — en aldrei síðan, því 1912 var ekkert leikmót háð í frjálsum íþróttum og 1913 höfðu menn kynnst leikreglum Ól. leik- anna 1912 og felldu þetta atriði niður í samræmi við þær. — I kúluvarpi var ferhyrningur í stað hrings, en í kringlukasti var ekki keppt. Á þessu móti var keppt í fyrsta sinn í köstum hér á landi — og reyndar í fleiri greinum — og vegalengdir voru margar eftir ensku máli 402 'A m. (!4 Mile) og 804% m. (Vz Mile) o.s.frv.; stafaði það auðvitað af áhrifum frá Ólympíuleikunum 1908, sem haldnir voru í London er íslend- ingar kepptu og sýndu á. Fyrsti vísirinn til kappleika í frjálsum íþróttum hér í Reykjavík mun hafa verið í sambandi við þjóðhátíðina gömlu, sem jafnan var háð 2. ágúst á Landakotstún- inu. Ekki minnist sá sem Þetta ritar, þess að hafa séð neinar sameiginlegar æfingar eða und- irbúning keppenda undir þáttöku, svo teljandi væri, að æfingum Í.R. undanskildum, og munu einstakir keppendur hafa undirbúið sig hver í sínu lagi, þegar um einvern undirbúning var að ræða. Annars mun hann í flestum tilfellum hafa verið lítill eða enginn, einkum framan af. Og menn kepptu þar algerlega sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar félaga eins og nú. Til dæmis um „undirbúning" keppenda má geta þess, að ég vissi ti„ að tveir af þátttakendum í Árbæjarhlaupinu, — sem var mesta þrekraunin af þessum kappleikum, — hlupu alla vega- lengdina einu sinni 2 dögum áður en kapphlaupið var háð! Þetta var allur undirbúningurinn. Og um marga aðra af keppendunum var líkt farið. Má af þessu sjá, hve lítt menn kunnu til íþrótta á þessum tíma. Aftur voru aðrir, sem lögðu talsverða vinnu og alúð í undir- búning sinn undir þetta og önnur kapphlaup sem háð voru á þessum arum. Voru það einkum þeir, sem æft höfðu aðrar íþróttir t.d. glímu eða fimleika og öðlast nokkurn skilning á undirstöðuatriðum íþr-óttaþroskans. Þótt ég minnist hér sérstaklega á Árbæjarhlaupið — sem reyndar var aðeins háð tvö síðustu árin áður en íþróttavöllur Reykjavíkur var byggður — þá mun undirbúningi keppenda í öðr- um greinum sem keppt var í, — spretthlaupi, hástökki og lang- stökki — hafa verið líkt farið, sumra hverra. En þar kom fim- leika- eða glímuæfingin að vetrin- um eða knattspyrnuæfing að sumrinu að betra haldi. — I stangarstökki, þrístökki og köst- um var aldrei keppt fyrr en eftir að íþróttavöllurinn var byggður. Kappleikar þéir, sem háðir voru hér í Reykjavík áður en íþrótta- völlurinn var byggður, voru þessi: Þjóðhátíðin 1909: 1. ágúst: 1 mflu hlaup (Árbæjarhlaupið) 1. Helgi Árnason 28 mín.; 2. Sigurjón Pétursson 28:15,0. 3. Jóel Ingvars- son, Hf. 28:10,0; 4. Einar Péturs- son 28:15,0 — 2. ágúst: 100 m.: 1. Helgi Jónasson 12,5 sek.; 2. Sigurj. Péturss. 13,3; 3. Guðm. Sigurjónss. 3:08,0; 3. Magnús Tómasson 3:10,0. — Hástökk: Kristinn Pétursson 1,45 m.; 2. Jón Halldórsson; 3. Hallgr. Bened.son. — Langstökk: 1. Kristinn Pét.; 2. Theodór Árna- son; 3. Guðbr. Magn. — Aðrar frjálsíþróttagreinar munu ekki hafa verið reyndar. Hlaupin fóru fram á Melunum, á líkum stað og íþróttavöllurinn er nú. — Einnig var keppt í sundi við sundskála U.m.f. R., og hann þá vígður. 5. júní 1910 var leikmót haldið á Melunum og keppt í: 100 m. hlaupi. 1. Jón Halldórsson 11,6 sek. 2. Helgi Jónsson 12,8 sek. 3. Kjartan Konráðsson 13,0 sek. — 100 m hlaupi: Sigurjón Pét. 2:45,0 mín. 2. Ól. Magn. 2:55,0 mín. 3. Magn. Tóm. 3:03,0 m. — Veðurfar þennan dag man ég greinilega var sunnanátt og skýjað en þurrt, mun það hafa bætt tímana. 1000 m. hlaupið, a.m.k. var hlaupið undan vindi.26. júní: Árbæjarhlaupið (1 dönsk míla): 1. Sigurjón Pétursson 28:14,0 mín. — 31. júlí: 500 m. á Melunum: 1. ÓL. Magn. 1:20,8 mín.; 2. Magn. Tómass. 1:22,2; 3. Guðm. Þórðars. 1:25. Þetta munu hafa verið helztu mótin í frjálsum íþróttum sem háð voru hér í bænum árin áður en Iþróttavöllur Reykjavíkur var byggður og fyrsta landsmót íþróttamanna var háð, 1911, á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar. En hingað og þangað út um land voru lík mót háð, t.d. á Akureyri, Húsavík og við þjórsárbrú. Aðilar þeir, sem stóðu að mótum þessum, voru oftast ungmennafélög stað- arins, en einnig stundum nefnd sú, er sá um framkvæmdir í sambandi við Þjóðhátíð staðari'ns, eins og hér. Á þjóðhátfð Vestmannaeyja 1909 er í frásögu fært, að keppt hafi verið í 800 m hlaupi í fyrsta sinn. Sigraði þar Jóhann A. Bjarnason kaupmaður. 17. júní 1909 er háð mót á Akureyri og þar keppt í glímu (5 flokkum), sundi, göngu, hlaupum, knattspyrnu, hástökki, langstökki og stangarstökki.— 100 m. hlaup vann Jón Haraldsson á 14,0 sek. — Göngu (402% m.) vann Jakob Kristjánsson á 1:40,6 mín. Lang- stökk vann Kári Arnggrímsson frá Ljósavatni á 5,40 m. og há- stökk að líkindum sami á 1,48 m. — annar stökk jafnhátt, en það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.