Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 10
42 MnwfiTTOBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Þaö komast allir hringveginn í bíl frá okkur. Bílasala Eggerts, Borgartúni 24, sími 28255. Myndafolk Nýkomið mikið úrval af aðdrattariinsum t.d. Zeiss 180 mm f 2.8 og 300 mm f 4.0 Sigma 300 mm f 5.6 og 500 mm f 8.0 Canon 200 mm f 4.0 og 300 mm f 5.6 — Góð greiðslukjör — Versliö hja fagmanninum Opið laugardag kl. 10—12 LJOSMYNDAVÖRUVERSLUN LAUGAVEGI 178 105 REYKJAVIK SIMI 85811 Husqvarna MÓTORKNÚNAR GARÐSLÁTTUVÉLAR & Mótorinn er Amerískur. f BRIGGS » STWATTON J (Fjórgengis vél) Viðurkenndasti smá mótor í heimi. Notar hreint bensín, smurolían sér. Það auðveldar gangsetningu auk þess er „start niður gírað" Tvennskonar hnífabúnaöur SLÆR ÚT Á KANTA Útsölustaöir víða um land \mnai Sfys^duúm h.f. Upphaf frjálsra íþrótta á íslandi Meðal þeirra var einn þátttakandi í frjálsum íþróttum (100 m. spretthlaupi). Var þar það -mjög að vonum, að hann stæðist ekki samkeppnina við hina þaulæfðu keppinauta sína, eins og raun bar vitni. — En meðfram vegna þessarar þátttöku íslenzkra (reykvískra) íþróttamanna í Olympíuleikunum fórst fyrir að halda íþróttamót í Reykjavík þetta ár, því sumir þessara manna — a.m.k. Sigurjón Pétursson og Jón Halldórsson — fóru héðan að heiman um veturinn eða vorið og komu ekki heim fyrr en síðla sumars. Hefur varla þótt gerlegt að halda hér leikmót í fjarveru þeirra — því fátt var hér þá æfðra manna, eins og að líkindum lætur — og hinsvegar of snemmt eða seint að halda mót fyrir burtför eða eftir heimkomu þeirra. Það skal að vísu játað, að það er tilgáta mín, að ástæðan til þess að leikmót var ekki háð hér 1912 hafi verið þessi. En mér finnst hún mjög sennileg, því að í flokki Olympíufaranna voru a.m.k. fjórir ágætir frjálsíþróttamenn, og engan mátti vanta, er frjáls- íþróttamót átti að halda, ef þátt- taka átti að heita sómasamleg, Og auðvitað varð sízt komizt af án beztu mannanna. Árið 1913 — það mikla vætu- sumar — hélt íþróttafélag Reykjavíkur leikmót 2. og 3. ágúst. Fór það vel fram og tókst ágæt- lega. Á því móti komu fram tvær nýjungar í frjálsíþróttum, er ekki höfðu þekkzt hér áður: Aftur- færsla spjótsins í atrennunni, og snúningur í kringlukasti Báðar þessar nýjungar stöfuðu frá þekk- ingu, er fengizt hafði við þátttöku íslendinga á Olympíuleikunum árið áður. Voru það þeir Magnús Tómasson (Kjaran) og Sigurjón Pétursson, er fluttu þessar nýjungar hingað, hvor í sinni íþróttagrein. — Afrek þátttak- enda á mótinu voru þessi: 100 m: 1. Kristinn Pétursson 13,0 sek. 2. Guðm. Kr. Guðmunds- son 13,4, 3. Jón Halldórsson og Jón Þorsteinsson 14,0. 800 m.: 1, Sigurjón Pétursson 2:15,5, 2. Magnús Tómasson (Kjaran) 2:19,0, 3. Einar G. Waage 2:22,0, 1500 m: 1. Magnús Tómasson 4:52,8, 2. Sigurjón Pétursson 4:55,0, 3. Helgi Tómasson (læknir og Skátahöfðingi; þá unglingur) 5:06,0. 10.000 m.: 1. Guðmundur Jónsson 38:19,0 2. Tómas Guðmundsson 45:00,0, 45:00,0, 3. Magnús Tómasson (Kjaran). 4x100 m. boðhlaup: 1. II. flokkur Skáta 61,0, 2. I. flokkur Skáta 62,6. Spjótkast: 1. Magnús Tómasson 33.62, 2. Karl Rydén 28.00, 3. Sigurjón Sigurðsson 26.30. Kringlukast: 1. Sigurjón Pétursson 30.88, 2. Ólafur Sveins- son 23.93, 3. Egill Guttormsson 23.29. Kúluvarp: 1. Sigurjón Pétursson 9.53, 2. Guðmundur Kr. Guðmundsson 9.37, 3. Niljóhníus Ólafsson 8.47. Stangarstökk: Benedikt G. Waage, Olafur Sveinsson og Tryggvi Magnússon, allir jafnir á 2.66. Drengjahlaup (60 m.) undir 12 ára aldri: 1. Magnús Stefánsson 10,0, 2. Guðmundur Guðmundsson 10,2, 3. L. Östlund 10,4. — Aðrar greinar frjálsíþrótta voru ekki á þessu móti. Árið 1914 hélt U.M.F.Í. annað landsmót sitt (17,—24) júní). Fór það vel fram og við mikla þátt- töku. Mun það hafa verið í fyrsta sinn á því móti, að utanbæjar- menn fóru með sigur af hólmi í keppni við reykvíska frjálsíþrótta- menn. Auk frjálsra íþrótta var keppt í glímu, knattspyrnu, leik- fimi, sundi o.fl. íþróttum á þessu móti, eins og á landsmótinu 1911. — Afrek keppenda í frjálsum íþróttun fara hér á eftir: 100 m.: 1. Guðmundur Kr. Guðmundsson 12,5, 2. Vilhelm Stefánsson 12,6. — Gunnar Hall- dórsson hafði unnið sér rétt til úrslita í undanrás, en meiddist í hástökki og gat ekki keppt í úrslitunum. 200 m.: Guðm. Kr. Guðmunds- son 26,1, 2. Guniiar Halldórsson 26,4, 3. Vilhelm Stefánsson 26,4. Sjá síðu 17 Plötuspilarinn sem plöturnar kunna vel að meta — minnkað plötuslit — tónarmur sem allsstaðar hefur vakiö athygli — listrænt útlit — gott verð og hagstæð greiðslukjör. Vegna mikillar eftirspurnar er rétt að geta pess að framleiðslu-upplagið er takmarkað. Útsölustaöir um landiö: Akranes: Lárus Ingibergsson, Skólabraut 8, sími: 2154. Akureyri: Vöruhús KEA — Hafnarstræti 91—95, sími: 21400. Eskifjöröur: RAFVIRKINN, Strandgötu 34, síml: 6165. isafjöröur Verslun Kjartans R. Guömundssonar, Hafnarstræti 1, simi: 3507. Keflavík: RADÍÓNAUST — Hafnargötu 25, síml: 3787. Vestmannaeyjar: Halldór Axelsson Rafeindav. Kirkjuvegi 67, sími: 1757. Útsölusfaðir í Reykjavík: STERÍÓ — verslun með hágæöa hljómvörur — gegnt skattstofunni viö Tryggvagötu. Sími: 19630. Framleitt á íslandi meö leyfi Transcriptors Ireland Ltd. Framleitt: Rafrás hf. söluskrifstofa aö Ármúla 5, Reykjavík. Opin 1—5 e.h. Sími: 82980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.