Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 „Ólýsanleg tilfinning að sjá isL fánann dreginn að húni’ Á Olympíuleikunum í Melbourne 1956 hlaut Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaun í þrí- stökki, stökk 16,26 metra. Hér lýsir hann úrslitakeppninni, sem var mjög taugaspennandi. Úrslitin Þegar ég svo fór í keppnina sjálfa, var hugarástand mitt heppilegt til afreka, held ég. Ég bjóst ekki við sigri, en hafði ekki vðurkennt tap fyrirfram, hafði allt að vinna, engu að tapa, hafði enga afsökun að standa mig illa, nema ef örlögin snerust á móti, og ef heppnin yrði með, þá . . . Heppnin lét samt bíða eftir sér, og fyrsta stökkið var ígilt, annars yfir 15,80. Sægur af stökkvurum vorur yfir 15,50, Da Silva einn yfir 16, með 16,04 í fyrstu tilraun. Það leið nærri ein klst. milli tilrauna, annað atriði, sem gerir olympiska keppni öðrum keppn- um erfiðari. Það var margt, sem þaut í gegnum huga minn, þar sem ég beið eftir öðru stökkinu. Ég fyllist örvæntingu við þá tilhugsun að allt misheppnaðist, og fimm vikna erfiði rynni út í sandinn, og að ég brygðist því trausti, sem mér var sýnt, við að senda mig í hina dýru ferð. Nýtt Ólympíumet Eins og oft þegar mannssálin ráfar í myrkrum örvæntingar- innar, er bænin eina leiðin, og þar sem ég sat þarna í íþróttagallan- um, þá baðst ég innilega fyrir. Ég bað samt ekki um gull eða silfur, heldur það, að mér mætti heppn- ast að sýna ávöxt þess erfiðis, sem undirbúningurinn hafði haft í för með sér, að mér mætti heppnast vel. Einnig bað ég þess að ef mér heppnaðist vel, þá mætti mér auðnast að nota áhrif mín, ef einhver yrðu, til góðs fyrir ísland og íslenzka æsku. Næsta stökk heppnaðist vel, miklu betur en ég eða nokkur annar, held ég, hafði þorað að vona. Það var svo hárfínt á Vilhjálmur Einarsson og Hilmar Þorbjörnsson. Keppendur íslands á Olympfuleikunum f Melbourne 1956. cnmi> Hallarmúla 2, Hafnarstræti 18, Laugaveg 84. Vilhjálmur Einarsson stekkur 16,26 m. plankanum, að það leið löng stund þar til það var úrskurðað gilt. Ég var eitthvað svo dofinn eftir einbeitinguna að mér fannst ekkert til koma. Þótt ég brosti og veifaði til fólksins, var eins og ég væri varla viðstaddur. Þegar Da Silva bætti metið, með því að stökkva 16,35 varð ég ekkert hissa, ég bjóst eiginlega við fleirum fram fyrir mig. Það sem mér þótti verst var, að vegna öklanna og þreytu í skrokknum var ég vonlaus um að bæta mig, en gerði samt tvær tilraunir í viðbót, sem voru 15,60—80. Ég var alveg búinn, en þvílík heppni að fá þetta stökk svo snemma .í keppninni, því ég mátti vita að öklarnir myndu ekki þola nema 3—4 stökk. Það var ólýsanleg tilfinning að standa á verðlaunapallinum og sjá íslenzka fánanna dreginn að húni, með þeim brasiliska, sem var í miðjunni og þeim rússneska til vinstri. PARAR íflestar gerðir bifreiða KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.