Morgunblaðið - 15.06.1979, Blaðsíða 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
Þú færð ótrúlega mikið fyrir
peninginn þegar pú kaupir
F I A T
Fiat 131 er einkar vel hannaöur bíll meö
miklu plássi fyrir farþega og farangur.
Komið og skoðið góðan, fallegan bíl á
hagstæðu verði.
Verö: 2ja dyra 3.800.000 - m/ryövörn
Verö: 4ra dyra 4.050.000.- m/ryövöm
Súper, sjálfskiptur 4.500.000,- m/ryövörn.
Upphaf
frjálsra íþrótta á
íslandi
1911—1919. Eru aðeins tvö eigin-
leg leikmót háð á þessu tímabili,
og svo Víðavangshlaupið haldið
fjórum sinnum. Er þessi doði, sem
lagzt hefur á íþróttalíf bæjarins,
bersýnilega afleiðing stríðsins, og
nær til fleiri íþróttagreina en
frjálsra íþrótta, meira að segja
glíman leggst svo í dá, að íslands-
glíman er ekki háð frá 1914—1919.
En úti um land eru leikmót víða
háð árlega á þessu tímabili, eins
og ekkert hafi í skorizt. Eitt hið
merkasta þeirra var hið árlega
leikmót íþrótta- og ungmenna-
sambandsins Skarphéðins, er háð
var reglulega að Þjórsártúni um
margra ára skeið. Hafði samband-
ið komið sér upp skemmtilegum
leikvangi þar í túninu með hlaupa-
braut (grasbraut) um 2—300 m.
langri og grasbekkjum fyrir
áhorfendur hringinn í kring. Leik-
vangurinn var utan í brekku, er
hallaði norðvestur að Þjórsá, og
voru sætin aðallega brekkumegin.
Sá galli var þó á þessum fallega
leikvangi, að stökkbrautin og jafn-
vel hlaupabrautin sjálf, var ekki
fullkomlega lögleg, eftir leik-
reglum, og örðugt eða ómögulegt
að gera fullar bætur á þessum
annmörkum vegna landslagsins. Á
mótum sambandsins náðust
stundum ágætir árangrar, einkum
í stökkum — yfir 6 m. í langst. og
1.60 í hást. —, en hæpið var að
taka fullkomlega mark á þeim
tölum vegna aðstæðna. — Leik-
vangurinn mun hafa verið gerður
á árunum 1912—13, og 1918 ei
talið, að 8. leikmót sambandsins
hafi verið háð, svo að 1. leikmót
þess hefur verið háð 1911. Leikmót
„Skarphéðins" hafa hin síðustu ár
verið háð í Haukadal við Geysi
(íþróttaskóla Sigurðar Greips-
sonar) og víðar.
Annað merkt héraðsmót, sem
háð hefur verið árlega síðan, var
háð fyrsta sinn síðasta stríðsárið.
Það er leikmót ungmennafélag-
anna „Afturelding" í Mosfellssveit
og „Drengur" í Kjós. Mótið var
háð ýmist á Eyri í Kjós — síðar
við Bugðu — eða á
Kollafjarðareyrum. Voru þetta
fyrirmyndar mót og ýms góð
íþróttamannaefni komu þar fyrst
fram — eins og t.d. Þorgeir Jóns-
son frá Varmadal, Þorgils Guð-
mundsson frá Valdastöðum o.fl.
Þriðja héraðsmótið, sem einnig
mun hafa verið háð árlega síðan á
fyrra-stríðsárunum, er leikmót
Borgarfjarðar, sem háð var fyrst á
Hvítárvöllum, en síðar ætíð hjá
Ferjukoti. Var þar keppt í ýmsum
frjálsum íþróttum, auk glímu og
sunds. Hefir það mót ætíð verið
fjölsótt, bæði af keppendum og
áhorfendum.
Auk þessara þriggja héraða-
móta í nærsveitum Reykjavíkur,
voru og mót háð hér og þar um allt
land, t.d. á Akureyri, Austfjörð-
um, Fljótsdalshéraði (Egilsstöð-
um), Þingeyjarsýslum og víðar, en
varla eins reglulega eins og hin
áðurtöldu, og verður ekki gerð
tilraun til að skýra nánar frá þeim
hér.
Framkvæmdir og forgöngu fyrir
mótum þessum höfðu venjulegast
hin staðbundnu ungmennafélög
eða héraðssambönd þeirra, því að
íþróttafélög voru þá mjög óvíða.
Þurfti oft talsverðar framkvæmd-
ir, áður en hægt væri að halda
leikmót, þótt í smáum stíl væri,
einkanlega fyrsta sinn. Óvíða hag-
aði svo vel ti), að ekki þyrfti meiri
og minni vinnu við að laga til eða
byggja íþróttasvæði, útvega áhöld'
o.fl., og voru þessi ungmennasam-
tök því alveg nauðsynleg til slíkra
framkvæmda og átaka.
Eitt var það líka, sem mjög háði
áhugamönnum í frjálsum íþrótt-
um úti um land. Það var kunn-
áttuleysið og erfiðleikar á að fá
tilsögn. Enginn kennari var til í
landinu á þessu sviði íþróttanna.
Tilsögn var því helzt að fá hjá
íþróttamönnum þeim, sem kynnt
höfðu sér íþróttirnar af bókum og
eigin reynslu og öðlazt nokkurn
þroska í þessum íþróttum. Yms
ungmennafélög og sambönd þeirra
gengust því fyrir námskeiðum
fyrir félaga sína og fengu íþrótta-
menn úr Reykjavík sem kennara.
Voru það einkum þeir landshlutar,
sem fjarlægari voru höfuðstaðn-
um, sem mestan áhuga sýndu í
því, að afla meðlimum sínum
kunnáttu á þennan hátt. Ung-
mennasamband Þingeyinga var
líklega fyrsta félagið, sem réð
reykvískan íþróttamann til
íþróttakennslu, snemma árs 1915.
Var það Guðm. Kr. Guðmundsson,
hinn góðkunni og ágæti íþrótta-
maður, er unnið hafði flest stig á
leikmóti Umf. Islands árið áður.
Þótti námskeið þetta hafa tekizt
ágætlega. Síðar sama árið — í
nóv. um haustið — var námskeið
haldið á Akureyri, er Umf. Akur-
eyrar stofnaði til. Var höf. þessar-
ar greinar fenginn til kennslu á
því móti. Að líkindum hafa fleiri
íþróttamenn verið fengnir til
íþróttakennslu á þessu tímabili,
þótt mér sé það ekki kunnugt.
Vorið 1918 var ég einnig fenginn
til íþróttakennslu austur á Fljóts-
dalshérað af Umf. Fljótsdæla. Var
það námskeið haldið að Valþjófs-
stað. — Námskeið þessi voru, eins
og að líkindum lætur, mjög háð
veðurfarinu, því auðvitað voru
hvergi hentug hús til æfinga; fór
það því allmjög eftir veðri, hve
árangur varð góður. Þau stóðu
venjulegast um hálfan mánuð.
Það mætti með talsverðum rétti
segja um þetta tímabil (1912—19)
að það hafi verið námskeiðs-tíma-
bil í íslenzku frjálsíþróttalífi.
Áhugamenn á þessu sviði, er
aðstöðu höfðu til, viðuðu að sér
ýmiskonar hagnýtri þekkingu,
prófuðu hana við þau skilyrði, er
hér voru fyrir hendi og kenndu
öðrum er tilefni gafst. Tækifæri
til að reyna á getuna og íþrótta-
þroskann voru strjál — mörg árin
höfðu menn ekki annað tækifæri
til að reyna sig en Víðavangshlaup
Í.R. Líklega hafa menn þeir, er
þessar íþróttir stunduðu ekki haft
neitt verra af þessu, þegar þolin-
mæði og áhugi voru nægilega
mikil til að halda áfram æfingum.
Og þó að flest væri á byrjunar-
stigi, þá voru hér samt ýmsir
áhugamenn, sem höfðu öðlazt
þann skilning á íþróttunum, að
þeir vissu, að það er æfingin,
miklu fremur en kappleikurinn,
sem skapar íþróttamanninn — og
lifðu eftir því.
tvöföld líming
margföld
ending
Helstu kostir tvofaldrar límingar
1 Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka
2. Mmni kuldaleiöni. þar sem rúöur og loft-
rúmslisti liggja ekki saman
3 Meira þol gagnvart vindálagi
Pú ættir að glugga í okkar gler, kynna þér yfir-
burði tvöföldu limingarinnar og njóta um leið
ráðlegginga og þjónustu sérfróðra sölumanna.
LOFTRÚM
FÍAT EINKAUMBOÐ Á ISLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SfÐUMÚLA 35. SÍMI 85855.
I þessu glæsilega mælaboröi
má sjá m.a. snúningshraöamæl-
ir electroniskan, qarty klukku
o.fl. o.fl. sem ekki aöeins eykur
öryggiö heldur gleður einnig
augaö.
Til afgreiðslu strax. —
Sýningarbíll á staðnum.
Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í
framleiðslu einangrunarglers og margsannað
þrautreynda hæfni sína.
Með fullkomnustu vélasamstæðu sem völ er á
framleiðir Glerborg hf. nú tvöfalt, þrefalt og fjór-
falt einangrunargler, þar sem gæði og ending
hafa margfaldast, en verðinu haldið niöri með
hraðvirkri framleiðslutækni.
Einhverjar glæsilegustu innrétt-
ingar sem sést hafa í. bílum í
sama verðflokki.