Morgunblaðið - 17.06.1979, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 1979
r
Astædulaust að reka
mikinn áróður fyrir
aukinni kartöflur ækt
„HJÁ okkur, sem ræktum
kartöflur í sandgörðum er niður-
setning hálfum mánuði seinna
en í meðalári en þar sem eru
moldargarðar er ekki hægt að
setja niður enn og verður ekki á
næstunni. Klaki er enn mjög
grunnt í túnum og víða er ekki
nema um 15 cm niður á hann.
Hér í sandgörðunum eru 30 til 40
cm niður á klaka. Ástæðan fyrir
því að klakinn er ekki meiri
þrátt fyrir kuldann er fyrst og
fremst hin miklu snjóalög í
vetur,“ sagði Ágúst Sigurðsson,
bóndi í Birtingarholti í Hruna-
mannahreppi, þegar blaðamaður
hitti hann fyrir helgina, þar sem
hann var ásamt heimilisfólki
sínu að setja niður kartöflur.
Ágúst býr ásamt Magnúsi
bróður sínum í Birtingarholti og
er Ágúst með um 30 kýr auk
þess, sem hann er með kartöflur
á 4 hekturum.
Ágúst sagði að yfirleitt væru
þeir búnir að setja niður
kartöflur vel fyrir mánaðamót
og venjulega byrjuðu þeir að
setja niður um miðjan maí en nú
hefði ekki verið byrjað fyrr en
30. maí. Sagðist Ágúst gera ráð
fyrir að niðursetningu lyki um
miðja næstu viku. „Um upp-
skeruhorfur er ómögulegt að
segja, því það fer allt eftir
sumrinu. Ef sumarið verður gott
ætti hún að verða miðlungsgóð
en ef veðrátta verður óhagstæð í
sumar má gera ráð fyrir að
sprettan verði lök,“ sagði Ágúst.
„Manni sýnist að með þessu
árferði, sem nú er, gæti kúfurinn
af offramleiðslunni minnkað. Ég
held að það sé dálítið vafasamt
að grípa til stórfelldra aðgerða
til að draga úr framleiðslu
búvara meðan árferðið er ekki
betra, því það þarf raunar ekki
—Rætt við
Ágúst
Sigurðsson í
Birtingaholti
Ágúst Sigurðsson.
nema eitt slæmt ár til að hér
verði skortur á vissum
tegundum búvara."
Aðspurður um hvort unnt
væri að auka kartöflurækt sem
aukabúgrein eins og ýmsir
forystumenn í landbúnaði hafa
lagt til, sagði Ágúst að hann
teldi rétt að fara varlega í að
auka kartöfluræktina, því að í
allgóðum árum fullnægir sú
ræktun, sem þegar er til staðar,
innanlandsmarkaðnum, nema
hvað það er ekki hægt að reikna
með íslenskum kartöflum í
mánaðartíma yfir hásumarið
vegna takmarkaðs geymsluþols
þeirra. „Ég sé ekki að það sé
ástæða til að hlaupa upp til
handa og fóta í þessum efnum
eins og mátt hefur skilja á
sumum, allavega þarf að fara
varlega í að reka mikinn áróður
fyrir aukningu í kartöflurækt-
inni.
Afkoma bænda í ár getur
orðið lök, því eins og nú horfir
verður trúlega erfitt að greiða
fullt verð fyrir sauðfjárafurðir
frá því í fyrra. Það vantar fé til
að greiða þær eftirstöðvar, sem
bændur eiga inni hjá sölu-
félögunum en trúlega hefði verið
auðveldara að greiða þetta, ef
Alþingi hefði samþykkt að
heimila Framleiðsluráði að taka
lán vegna þessa. Undanfarin tvö
ár hefur afkoma bænda verið
þokkaleg enda hefur verið greitt
fullt grundvallarverð fyrir
afurðirnar.
„Menn virðast ætla að komast
af með hey. En veturinn hefur í
heild verið sérlega gjafafrekur
og þeir, sem eru með mörg hross,
hafa farið illa út úr vetrinum.
Sauðgróður er í augsýn og menn
fara almennt að geta sleppt fé í
næstu viku. Um kúahaga er ekki
gott að segja en þó er ljóst að
kýr verða í vor settar út með
seinna móti. Þessi harðindi eru
þegar farin að segja til sín hvað
varðar framleiðsluna, Mjólkin er
t.d. töluvert minni nú en á sama
tíma í fyrra og ég held að
ástæðan sé kannski fyrst og
fremst sú að það hefur frekar
fækkað í fjósi hjá mönnum. Það
hefur verið slátrað miklu af
stórgripum í vetur og menn hafa
frekast látið lélega gripi fara,
þegar þeir sáu fram á hvað
veturinn varð gjafafrekur. Ég
skal hins vegar ekki segja, hvort
áróðurinn um offramleiðslu er
farinn að segja til sín,“ sagði
Ágúst að lokum.
A takmörkunum að sumarið
sé nógu langur vaxtartími
— Rætt við
Magnús
Sigurðssoná
Grafarbakka
„Það má nánast aldrei
stoppa," sagði Magnús Sigurðs-
son er hann sýndi okkur plöntur,
sem ræktaðar hafa verið í
vermireitum.
„Það er fljótsagt að þetta
tíðarfar hefur haft þau áhrif að
öll vinna hjá okkur, sem stund-
um útirækt á grænmeti, er
seinni. Við höfum ekki nema í
undantekningartilvikum orðið
fyrir beinu tjóni vegna veðrátt-
unnar og þó við séum í mörgum
tilvikum rúmri viku seinni með
útplöntun, þarf það ekki að þýða
það að afurðirnar komi síðar á
markað,“ sagði Magnús Sigurðs-
son, garðyrkjubóndi á Grafar-
bakka í Hrunamannahreppi, er
við heimsóttum hann í síðustu
viku. Magnús ræktar einkum
hvítkál, gulrætur, rófur og blóm-
kál og eru plönturnar forræktað-
ar í gróðurhúsi og vermireitum.
„Við þessir garðyrkjumenn
hér, sem erum með útirækt,
höfum á síðast liðinni rúmri
viku komist langt með útplönt-
unina en þetta á þó bara við þar
sem menn eru með volg lönd
ýmist frá náttúrunnar hendi eða
upphituð. Hjá þeim, sem eru
með kalt land, t.d. venjulega
moldargarða, þýðir í fæstum
tilvikum að hugsa um útplöntun
eða sáningu á næstunni. Þar eru
ekki nema 20 til 25 cm niður á
klaka og þetta land er alveg
ósigið. Slíkt land verður ekki
tilbúið til ræktunar fyrr en um
miðjan júní.“
Magnús sagði að um upp-
skeruhorfur væri of snemmt að
spá, því það færi allt eftir tíðinni
í sumar en yfirleitt færu fyrstu
garðávextir að koma á markað 4
til 6 vikum eftir útplöntun, ef
ræktað væri í volgum löndum.
„Okkur þykir seint að fá ekki
uppskeru fyrr en i síðustu viku
júlí en það þykir gott að fá
einhverja uppskeru um miðjan
júlí.“
Um áhrif þessa tíðarfars á
uppskeru garðávaxta almennt
sagði Magnús að ljóst væri að
hjá þeim, sem ekki væru með
volg lönd yrði uppskeran bæði
seinni og minni nema tíð í sumar
yrði með eindæmum góð. Alla-
vega sagði Magnús að ljóst væri
að uppskera á gulrófum yrði
venjulega minni en í meðalári,
þegar á heildina væri litið.
„Afkoman í þessari grein er
upp og ofan. Ef framleiðslan er
meiri en nemur eftirspurninni á
innanlandsmarkaðnum í einn
tíma, kemur það sem ekki selst
niður á okkur sem afföll, því
fæstar þeirra tegunda, sem við
ræktum hér þola nema mjög
takmarkaða geymslu. Helst eru
það gulrófur, sem hægt er að
geyma fram eftir vetri en rýrn-
un verður þó alltaf töluverð. En
sé miðað við aðrar greinar land-
búnaðar er afkoma okkar garð-
yrkjubænda í meðallagi. Vitan-
lega hefur einn og einn maður
haft ágætar tekjur í þessari
grein en það hefur þá verið með
mikilli vinnu. Útiræktin krefst
óskaplegrar vinnu allt frá því að
sáð er í apríl og þangað til að
búið er að koma vörunum á
markað. Það má nánast aldrei
stoppa," sagði Magnús og bætti
því við að tíðarfar eins og í vor
hefði ekki dregið úr þessari
vinnu og þá sérstaklega hjá
þeim, sem rækta í vermireitum.
Aðspurður um hvort unnt
væri að lengja þann tíma, sem
íslenskt grænmeti væri á mark-
aði, sagði Magnús, að tíðarfarið
skammtaði alveg þessa fram-
leiðslu og það væri því erfitt að
flytja uppskerutímann meira til
heldur en þegar væri orðið.
Plönturnar væru nú undantekn-
ingarlítið forræktaðar áður en
þeim væri plantað út en þrátt
fyrir það væri nánast á tak-
mörkunum að sumarið væri
nógu langur vaxtartími fyrir
ýmsar tegundir nema veður væri
þvi betra. Magnús agði að á
þessum áratug hefði veðrátta
verið kaldari en til dæmis á
næsta áratug þar á undan, ef frá
væru talin árin rétt fyrir 1970.
Þetta breytta tíðarfar hefði
meðal annars þýtt að gulrófna-
uppskera hefði síðustu árin ekki
verið svipuð því sem var í góðum
árum eins og t.d. um 1965.
„Það má nánast aldrei stoppa^ sagði Magnús
Sigurðsson er hann sýndi okkur plöntur, sem
ræktaðar hafa verið í vermireitum.
SL, ý ■