Morgunblaðið - 17.06.1979, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979
Valtýr
Pétursson:
Misnotkun
listasafns
Þeir, sem muna örfá ár aftur í
tímann, minnast þess, er Ragnar
Jónsson í Smára tók heldur
betur til hendi og færði Alþýðu-
sambandi íslands gríðarmikla
gjöf af mörgu því besta í
íslenskri myndlist, sem hann
hafði sankað að sér um langa tíð.
Þessi rausnarlega gjöf fékk heit-
ið LISTASAFN A.S.Í. og hefur
liklegast verið vandræðabarn
þessara fjölmennu landssam-
taka, alla tíð síðan Ragnar gaf
það. Að vísu hefur verið unnið
ágætt starf með þessu safni á
þann hátt að senda sýningar um
landsbyggðina og koma fólki þar
í tengsl við myndlist. Sumir
kunningjar mínir í kaupstöðum
og þorpum landsins hafa sagt
mér hverja þýðingu slíkar sýn-
ingar hafi haft fyrir sig. En hér í
höfuðborginni hefur þetta stór-
kostlega safn, sem frú Margrét
Jónsdóttir jók myndarlega við
fyrir nokkrum árum, verið á
vergangi og ætíð í miklu hús-
næðishraki. Ragnar Jónsson gaf
út ágæta listasögu íslenska, og
er hún rituð af Birni Th. Björns-
syni. Þessa bók gaf Ragnar
einnig A.S.Í. til að afla fjár til
byggingar undir safnið, en lítið
hefur farið fyrir byggingu handa
safninu, og ég er hræddur um, að
sala þess verks hafi ekki gengið
sem ætlast var til. Hvað um það,
á næsta leiti mun vera sama-
staður fyrir Listasafn A.S.I., og
ef sú sögusögn er á rökum reist,
skal því sannarlega fagnað.
Fyrir nokkrum árum gerðist
það, að hluti af þessu safni var
hengdur á veggi einnar peninga-
stofnunar hér við Laugaveginn,
Alþýðubankans auðvitað. Eg
varð nokkuð hissa á þessari
ráðstöfun, og ég man, að ég hafði
samband við þáverandi forstöðu-
mann safnsins og spurði hann,
hvort hann gerði sér grein fyrir
hvert stefndi, ef verk listamanna
yrðu lánuð til þeirra aðila, sem
einna helst væru kaupendur að
listaverkum í okkar litla þjóð-
félagi. Hjörleifur Sigurðsson
svaraði því til, að hér væri
aðeins um millibilsástand að
ræða og að Alþýðubankinn
mundi kaupa sín eigin listaverk,
eins og aðrir bankar, á næstu
árum. Þar með var málið útrætt
að sinni, og síðan hefur orðið
mikil breyting í þjóðfélagi okk-
ar. Til dæmis hefur verið lagt
30% vörugjald á allan efnivið til
listsköpunar og gengi margfald-
að, þannig að alltaf verður erfið-
ara og erfiðara að koma saman
listaverkum meðal þeirrar þjóð-
ar, sem telur sig gáfuðustu þjóð
heims. Ýmislegt annað má til
telja, en verður látið kyrrt liggja
að sinni. En það skulu allir
muna, að hér í okkar dvergþjóð-
félagi eru aðeins örfáar stofnan-
ir, sem kaupa listaverk og styðja
þannig að listsköpun meðal
Islendinga. Ragnar Jónsson var í
sérflokki hvað þetta snerti, og
enginn, sem ég þekki til, hefur
látið sér jafn annt um hag
listamanna og hann. Ef þá hægt
er að tala um hag listamanna,
því að sannast mála eru kjör
listamanna þannig hér á íslandi,
að þeir ná því ekki að teljast
láglaunafólk, en verða að skapa
sér lífsviðurværi á öðrum vett-
vangi, og almáttugur einn má
vita, hverju er kastað á glæ með
slíku ráðalagi. Lifi nokkur þjóð-
félagshópur á guði og gaddinum,
þá eru það listamenn okkar.
Svo er það fyrir nokkrum
dögum, að fréttir berast í fjöl-
miðlum um, að sett hafi verið
upp sýning á verkum Jóns heit-
ins Stefánssonar í nýlega inn-
réttuðum Alþýðubanka við
Laugaveginn. Nýr forstöðumað-
ur Listasafns A.S.Í. er hróðugur
og lætur mynda sig fyrir framan
dýrgripina, sem hengdir hafa
verið á veggi bankans, og lýsir
því yfir, að þetta sé aðeins fyrsta
sýning af mörgum, sem eigi eftir
að fylgja í kjölfar þessarar.
Auðvitað er hér um verk í eigu
Listasafns A.S.Í. að ræða, en
hafi ég misskilið þetta atriði,
verð ég að draga í land. Mér
vægast sagt brá í brún. Átti nú
að byrja sama leikinn aftur og
lána verk úr listasafni til að
skreyta veggi Alþýðubankans?
Var svo komið fyrir þessu fyrir-
tæki, að það gat ekki eins og
aðrar stofnanir af slíku tagi
keypt verk hjá listamönnum til
að skreyta veggi sína? Þessi
sýning á verkum Jóns Stefáns-
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 5. Þáttur
Miklu skiptir þátt af þessu
tagi að fá að heyra og láta
heyrast raddir lesenda. Því
aðeins verður þátturinn lifandi
og gerir j)að gagn sem honum er
ætlað. Ymsir hafa, sem betur
fer, hringt til mín og skrifað
mér, og verður reynt að gera því
efni, sem þannig berst, þau skil
sem föng eru á. Sannast enn að
áhugi íslendinga er vakandi og
mikill í þessari grein. Undanfar-
ið hefur talsvert verið rætt í
fréttum um þess konar skip sem
sigla undir fánum þeirra landa,
sem ekki gera miklar kröfur um
skráningarkjör, aðbúð og öryggi
sjómanna. Hafa fánar slíkra
skipa verið nefndir þægindafán-
ar, og þykir mér þá sem enska
orðið convenience hafi verið þýtt
af of lítilli gát, orðið geti jafnvel
misskilist. Margrét R. Bjarnason
blaðamaður hringdi til mín út af
þessu og sagðist hafa búið til
annað orð um þetta fyrirbæri:
hentifáni, sbr. hentistefna og
hentisemi. Hún sagðist hafa
reynt að nota þetta í útvarps-
fréttum fyrir allnokkru og vildi
aftur koma því á kreik. Mér líst
betur á þetta orð en hitt og mæli
með nýyrði Margrétar:
hentiíáni.
Sveinbjörn í Ofnasmiðjunni
skrifaði mér og hafði sitthvað að
athuga við málfar á stórri aug-
lýsingu um verðbólgu, frá
Vinnuveitendasambandi íslands.
Þarna erum við einkum sam-
mála um eitt fyrirbæri sem mjög
lætur á sér kræla og okkur þykir
ekki til fyrirmyndar. Ég held ég
nefni þetta um sinn
nafnyrðisfíkn fremur en
sagnflótta. En það kemur fram í
ofnotkun nafnorða og lýsingar-
orða (nafnyrða) á kostnað
merkingarríkra sagna. Dæmi úr
auglýsingunni: Fyrirtækin verða
vcikari. Þarna mætti nota eina
sögn: veikjast. Oft sýnist mér að
hér megi greina ensk máláhrif.
Ég ætla að flestum muni finnast
smekklegra að þýða enska orða-
sambandið: it makes no diff-
erence — Það skiptir engu,
munar engu, notast við eina
sögn heldur en fara að fyrir-
myndinni og nota merkingariitla
sögn að viðbættu nafnorði: Það
gerir engan mismun. Eins mætti
nefna að taka eitthvað til at-
hugunar í stað þess að segja
aðeins að athuga eitthvað.
Þá erum við Sveinbjörn sam-
mála um að sögnin að valda sé
einfaldara og betra mál en verða
til þess að. Dæmi: Verðbólgan
veldur því o.s.frv. heldur en
verðbólgan verður til þess að
o.s.frv. Reyndar er ástæða til
þess að minna rækilega á sögn-
ina að valda sem oft þokar
ómaklega fyrir sögninni að
orsaka.
Útvarpshlustandi sagðist hafa
heyrt í viðtali að maður nokkur
hefði komist svo að orði að
byggingamenn í Reykjavík
stæðu Akureyringum langt að
sporði í því að reisa ódýrar
íbúðir. Skildi hann þetta svo að
Reykvíkingar væru í þessu efni
eftirbátar Akureyringa, og mun
maðurinn hafa átt við það. Hér
er á ferðinni margfrægur
samruni sem útlendingar nefna
contamination. Menn standa
öðrum langt að baki, ef þeir eru
miklu lakari, en standa öðrum á
sporði, ef þeir eru það ekki.
Síðan er báðum orðtökunum
blandað saman og út kemur
vitleysan að standa einhverjum
iangt að sporði.
Orðtakið að standa einhverj-
um á sporði er fornt og merkir
að jafnast á við einhvern, láta
ekki undan síga fyrir einhverj-
um. í doktorsritgerð Halldórs
Halldórssonar prófessors segir
að orðtakið eigi vafalaust rætur
að rekja til þjóðsagna um viður-
eignir við dreka. Fyrir þeirri
niðurstöðu tilfærir hann hald-
bær rök og góð dæmi, einkum úr
Fornmannasögum. Þar segir um
menn sem varpað hafði verið í
dýflissu, þar sem dreki var fyrir:
„Þú, Halldórr, segir hann, „skalt
fara á hrygginn, en Ulfr er várr
sterkastr, hann skal fara á
sporðinn, því at þar er mest afl
ormanna ..."
Mörg hláleg dæmi má tína til
um samruna, svo sem: Enginn
veit sína ævina fyrr en í ausuna
er kominn, eða að hafa vaðið
fyrir neðan nefið. Frægt er og úr
sjónvarpsviðtali fyrir ekki mjög
löngu, þegar Benedikt Gröndal
var spurður: Skýtur þetta ekki í
stúf (auðk. hér) við stefnu Al-
þýðuflokksins?
Hér er illilega blandað saman
orðtökunum að stinga í stúf við
og skjóta skökku við. Myndræn
orðtök eru til mikillar málprýði,
ef rétt er með þau farið, en verða
að sama skapi ámátleg, þegar
kunnáttuna skortir að koma
þeim rétt til skila.
Björn botnan kvað:
Lærdóms fínan f jaðraskúf
fengi ég margan litið,
skyti ekki skökku í stúf
um skilninginn og vitið.
Sjómannadagurinn á Hellissandi:
Margar gjafir bárust í
verbúð í Sjómannagarði
IJellissandi 15. jún(.
HÁTÍÐARHÖLD sjómanna hóíust hér á Hellissandi með sundkeppni 1
sundlauginni ú laugardag, þar sem keppt var í ýmsum greinum, þ. á
m. stakkasundi sem er árlegur viðburður. Það vann Reynir
Benediktsson þriðja árið í röð og vann þar með bikar til eignar.
Á sunnudag hófust hátíðahöldin
með messu í Ingjaldshólskirkju kl.
11. Klukkan 2 var skemmtun í
Sjómannagarði með ýmsum
skemmtiatriðum, klukkan 16 var
kaffisala í félagsheimilinu Röst á
vegum Kvennadeildar Slysavarna-
félagsins. Á eftir kaffidrykkjunni
var diskótek fyrir börn. Var síðan
dansleikur um kvöldið.
Sjómannadagsráð hefur staðið
fyrir verbúðarbyggingu í gömlum
stíl í Sjómannagarði. í tilefni
dagsins bárust því margar gjafir
til að fullgera verbúðina. Bræð-
urnir frá Sólheimum, Jón, Guð-
mundur og Þórður Júlíussynir,
gáfu eina milljón, Átthagafélag
Sandara 500 þúsund, Lionsklúbb-
ur Nesþinga 500 þúsund, Guð-
munda Haraldsdóttir 200 þúsund,
afkomendur Óskars Gíslasonar og
frú frá Ingjaldshóli 65 þúsund. A
árinu 1978 var gefin 1 millj. kr. í
verbúðina auk mikillar vinnu.
Sjómannadagsráð færir öllum
gefendum beztu þakkir.
— Fréttarltari.
Mánudagsmynd Háskólabíós:
Þýzk mynd um unga móð-
ur sem fremur bankarán
MÁNUDAGSMYND Iláskólabíós
verður að þessu sinni ný mynd
frá Vestur-Þýskalandi. Ber hún
heitið „Endurreisn Christu
Klages“ (Das Zweite Erwachen
der Christa Klages), og er tæp-
lega árs gömul. Leikstjóri er
Margaretha von Trotta en hún á
að baki sér langan feril innan
kvikmyndaiðnaðarins þótt þetta
sé frumraun hennar sem leik-
stjóra, m.a. var hún aðstoðarlcik-
stjóri og handritshöfundur að
myndinni „Ærumissi Katrínar
Blum“ eftir samnefndri sögu
Bölls, sem sýnd var í Háskólabíói
fyrir nokkru.
„Endurreisn Christu Klages"
fjallar um unga móöur sem frem-
ur bankarán ásamt tveimur karl-
mönnum til að afla rekstrarfjár
til barnaheimilis. Christa Klages
hafði tekið þátt í uppbyggingu
heimilisins og taldi bankaránið
einu leiðina til að hindra lokun
þess. Fljótlega næst annar sam-
starfsmaður hennar en þau tvö
sem eftir eru flýja út á lands-
byggðina. En enginn vill koma
nálægt ránsfengnum og félagar
Christu Klages vilja ekki þiggja
peningana vegna þess hvernig
þeirra var aflað. Skömmu síðar
verður félagi Christu Klages fyrir
skoti frá lögreglunni og hún
stendur ein eftir, einangruð og
einmana í þjóðfélaginu. En allt fer
betur en á horfðist.
Vísnakvöld
ÁKVEÐIÐ hefur veiið að hafa
vísnakvöld á Hótel Borg á morg-
un, mánudaginn 18. júní, kl. 20.30.
Vísnakvöldið er í umsjá félags
sem kallast „Vísnavinir".