Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979
pJtrgtt Útgefandi ttltyfofrife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvœmdaatjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og skrifstofur Aðalstrssti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480.
Afgreiósla Sími 83033
Askriftargjald 3000.00 kr. ó mánuði innanlands.
1 lausasölu 150 kr. eintakið.
A 17.
Aþessum þjóðhátíðar-
degi hvílir skuggi yfir
þjóðlífinu. Enn einu sinni
hafa langvinnar vinnu-
deilur sett strik í reikn-
inginn. Þannig hefur far-
mannaverkfallið nú staðið
í sjö vikur og er ekki í
sjónmáli, hvernig unnt sé
að leysa það. A hinn bóg-
inn hafa hinar gífurlegu
verðhækkanir á olíu greitt
atvinnulífinu og þá sér-
staklega sjávarútveginum
slíkt högg, að óhjákvæmi-
legt er að grípa til sér-
stakra ráðstafana af þeim
sökum.
Enginn vafi er á því, að
við Islendingar stöndum
nú í þeim sporum, að við
verðum alvarlega að fara
að hugsa okkar ráð til
þess að glata ekki efna-
hagslegu sjálfstæði okkar.
Á miðju sumri 1977 hafði
náðst umtalsverður
árangur í baráttunni við
verðbólguna, þar sem tek-
izt hafði að ná henni niður
um 50%. Sólstöðusamn-
ingarnir og þvermóðska
Alþýðusambandsins og
Verkamannasambandsins
ollu því, að sá árangur
varð að engu í nýju verð-
bólguflóði, sem enn er í
örum og ótrúlegum vexti.
Vígorðið um samningana í
gildi var aldrei annað en
grátt kosningabragð, eins
og öllum er nú orðið ljóst.
Það gat ekki hjá því
farið í þessum atburðum
og einkanlega í ljósi
þeirrar þróunar, sem orðið
hefur á síðustu mánuðum,
að trú manna á lýðræðis-
lega stjórnarhætti, eins
og löggjafar- og fram-
kvæmdavaldi er háttað
hér á landi, biði nokkra
hnekki. Mönnum þykir
sem ýmis hagsmuna- og
fjöldasamtök hafi dregið
til sín valdið úr höndum
alþingis og ríkisstjórnar,
svo að ógjörningur sé að
koma við viðhlítandi ráð-
stöfunum í efnahags- eða
atvinnumálum, einkan-
lega þegar svo langt var
gengið að stéttasamtök og
einstakir stjórnmálamenn
brýndu menn til að taka
þátt í ólöglegum aðgerð-
um til að brjóta niður
ákvarðanir Alþingis.
Alþingi er spegilmynd
af þjóðinni á hverjum
tíma og ríkisstjórnir
starfa í umboði þess. Þeg-
ar menn horfast í augu
við getu- eða úrræðaleysi
stjórnvalda, hitta þeir
sjálfa sig fyrir: Þetta var
það, sem þeir kusu yfir
sig. En ekki til frambúðar.
I því eru yfirburðir lýð-
ræðisríkjanna fram yfir
einræðis- og lögregluríkin
fólgnir, að þjóðinni gefst
kostur á að skipta um
forystu, kjósa nýja menn
til starfa, þegar þeir
gömlu hafa brugðizt.
Enginn vafi er á því, að
við Islendingar eigum erf-
iða tíma fyrir höndum
vegna efnahagsvandans,
sem sumpart er utanað-
komandi en sumpart bú-
inn til af okkur sjálfum.
En að sumu leyti stöndum
við vel að vígi til að takast
á við hann. Þótt land
okkar sé óneitanlega
erfitt búsetu fyrir fá-
menna þjóð, eru kostir
þess ríkir, ef við þorum að
hverfa frá rányrkjunni og
göngum í það að virkja
orkulindirnar án fordóma
og þráhyggju.
I dag eru 35 ár síðan
lýðveldi var stofnað á
Þingvöllum. Morgunblað-
ið óskar íslendingum öll-
um gleðilegrar hátíðar
með ósk um, að úr erfið-
leikunum rakni, en menn
geti áfram búið við at-
vinnuöryggi og batnandi
lífskjör.
júní
Rey ki av í kurbréf
Laugardagur 16. júní
17. júní
Það er ekki sízt ástæða til að
huga að sjálfstæðisbaráttu okkar
Islendinga á þjóðhátíðardaginn
17. júní. Ymsar skýringar eru á
því, hvers vegna við misstum
sjálfstæði okkar á 13. öld, en
fullvíst má telja, að tvær orsakir
séu helztar: í fyrsta lagi innan-
landsátök og í öðru lagi óhagstæð
og erfið viðskipti við aðrar þjóðir.
Báðar þessar orsakir eru fyrir
hendi nú um stundir og því fyllsta
ástæða til að vera vel á verði og
huga rækilega að því, hvernig við
getum tryggt sjálfstæði okkar, svo
að við glutrum því ekki niður eins
og forfeður okkar í stétta- og
ættaátökum og vegna lélegra
kjara í utanríkisverzlun. Á þetta
var m.a. reynt að benda í síðasta
Reykjavíkurbréfi og verður það
ekki endurtekið hér. Þá var höfð
hliðsjón af þeim alvarlegu áföll-
um, sem við höfum orðið fyrir
vegna olíukaupa frá Sovétríkjun-
um og á það bent, að enda þótt olía
sé mikilvæg og skortur á henni
hafi hækkað heimsmarkaðsverð
og aukið erfiðleika í ýmsum lönd-
um, þá séu þeir langt frá því
óyfirstíganlegir og full ástæöa sé
til að ætla, að betur sé hægt að
halda á þeim málum fyrir hönd
Islendinga en gert hefur verið
undanfarna mánuði. Þá var ekki
síður lögð áherzla á, að fiskurinn
sem Rússar kaupa af okkur Is-
lendingum er gæðavara og óvíst,
hversu lengi hún verður á boðstól-
um fyrir það verð, sem verið
hefur. Að sjálfsögðu var að því
vikið, að fáránlegt væri að olía
hækkaði úr öllu valdi á sama tíma
og fiskverð héldist óbreytt vegna
samningsbundinnar verðákvörð-
unar við Sovétríkin.
Þó að fiskur hafi stórhækkað á
Bandaríkjamarkaði, eða milli 10
og 20% undanfarna mánuði, hefur
verðið á Rússlandsmarkaði haldizt
óbreytt, svo fáránlegt sem það er
með tilliti til þess, að olíuverðið
hækkar nú meira en nokkru sinni.
Það er ekki ástæðulaust, að ís-
lendingum þykir illa með sig farið,
þegar heimsmarkaðsverð á fiski
stórhækkar á Bandaríkjamarkaði
en fiskverði er á sama tíma haldið
niðri á Rússlandsmarkaðnum
vegna þeirra samninga, sem við
höfum gert við Sovétmenn. Nú er
svo komið, að verzlun okkar og
viðskipti við Sovétríkin eru okkur
mjög óhagstæð, og ef við snúum
ekki við blaðinu, getur svo farið,
að við glötum efnahagslegu sjálf-
stæði í hendur Sovétmanna, en
öllum er augljóst, hvað fylgja
mundi í kjölfarið.
I síðasta Reykjavíkurbréfi var
lögð á það höfuðáherzla, að for-
sendur sjálfstæðis lítillar þjóðar
eins og okkar Íslendinga er efna-
hagslegt sjálfstæði. Það hefur
sagan kennt okkur og þess vegna
þurfum við að vera vel á verði. Það
hefur verið stefna Morgunblaðsins
að brýna fyrir mönnum að telja
ekki viðskipti okkar við Sovétríkin
nú meö þeim hætti, að viðunandi
sé og íslendingar eigi að bukka sig
°g beygja þeirra vegna, eins og
olíufurstarnir og ráðherrar
kommúnista hafa gert undanfarið.
Þetta Reykjavíkurbréf verður ekki
endurtekið hér, enda ástæðulaust,
svo mjög sem það hefur verið
kynnt, ekki sízt í Þjóðviljanum,
sem náði ekki upp í nefið á sér
vegna þeirrar „hættulegu" stefnu
sem Morgunblaðið boðaði og kall-
aði skrif blaðsins raunar „fárán-
leg“, en olíuráðherra Alþýðu-
bandalagsins notaði fjölmiðla-
samtal til þess að kalla ritstjóra
Morgunblaðsins „vitsmunaverur"
í tilefni af því, að þeir hafa skipað
sér í flokk með Hólmfasti Guð-
mundssyni á Brunnastöðum og
talið sér skylt að krefjast þess af
olíukóngum og ráðherrum, að þeir
slái skjaldborg um íslenzka hags-
muni, en láti ekki deigan síga og
telji allt sjálfsagt, sem frá Rúss-
um kemur um þessar mundir.
Hólmfastur á ekki lengur upp á
pallborðið hjá „þjóðernissinnun-
um“ á Þjóðviljanum og er ástæða
til að minna á það nú á þjóðhátíð-
ardegi íslendinga. Morgunblaðs-
menn kippa sér ekki upp við þau
köpuryrði, sem heyrast úr herbúð-
um Alþýðubandalagsmanna og
Þjóðviljans um þessar mundir og
óskar blaðinu sérstaklega til
hamingju með þá breiðfylkingu,
sem það hefur að baki sér, ein-
staka olíuseljendur á íslandi, sem
telja af einhverjum ástæðum
hentugast að taka Morgunblaðið í
karphúsið, vegna stefnu þess og
nota til þess Þjóðviljann og aðra
fjölmiðla, enda þótt þeim líki ekki
kompaníið við kommúnista betur
en svo, að fullyrðingin um banda-
lag þeirra og kommúnistaráðherr-
anna er úthrópuð sem „100%
lygi“, eins og sagt var í samtali í
Þjóðviljanum sællar minningar.
Minna mátti ekki gagn gera!
Það er skemmtilegt, hve
tímarnir breytast og allt virðist á
hverfanda hveli. Nú er í raun og.
veru gaman að lifa. Heródes og
Pílatus standa í faðmlögum á
útsíðum Þjóðviljans og engu er
líkara, en viðskiptaráðherra
blaðsins og sumir eigendur olíu-
fyrirtækjanna hafi svarizt í heil-
agt fóstbræðralag um að standa
rækilegan vörð um arðrán Sovét-
manna á íslandi, eftir að olíuverð
þaut upp úr öllu valdi vegna
viðmiðunar braskmarkaðarins í
Rotterdam, sem allir forystumenn
vestrænna ríkja hafa þungar
áhyggjur af, og virðast raunar
reiðubúnir til að kanna rækilega,
hvort ekki sé unnt að hnekkja svo
Rotterdammarkaðinum, að ræn-
ingjarnir, sem þar hafa tögl og
hagldir komist ekki upp með að
grafa undan lýðræði og efnahags-
legu sjálfstæði vestrænna þjóða.
Nú er olían margseld, tilbúinn
skortur „settur á svið“ og verðlag-
ið í Rotterdam a.m.k. helmingi
hærra en opinbert verðlag olíu-
ríkjanna, OPEC. Þegar Morgun-
blaðið bendir á þetta, er það kallað
öllum illum nöfnum, en sættir sig
að sjálfsögðu ágætlega við að vera
í flokki með Hólmfasti Guð-
mundssyni og öðrum andstæðing-
um einokunarvaldsins fyrr og
síðar. Svo mega þeir Þjóðvilja-
menn reka hörmangarastefnu,
eins og þeir vilja, en íslenzka
þjóðin mun ekki sætta sig við það
hlutskipti til lengdar að vera
arðrænd af rússneskum hör-
möngurum 20. aldar, frekar en
hinum dönsku fyrr á tímum.
Allt þetta skulum við hugleiða í
dag, 17. júní, á 35 ára afmæli
íslenzka lýðveldisins. Megi þessi
dagur minna okkur á hlutverk
íslenzku þjóðarinnar og hvernig
hún helzt og bezt megi vernda
sjálfstæði sitt — og þá ekki sízt
fyrir þeim fulltrúum arðránsins,
sem nú skipa öndvegi í Alþýðu-
bandalaginu og stofnunum þess.
Fadmlag
eða hrygg-
spenna?
Við skulum vona, að faðmlagið á
síðum Þjóðviljans sé ekki hrygg-
spenna. Þó er aldrei að vita nema
full heilindi búi ekki á bak við þá
samstöðu, sem birtist á síðum
blaðsins, milli sumra olíuseljenda
og þessa aðalmálgagns Alþýðu-
bandalagsins á Íslandi. Það er
langt frá því, að eining andans sé
með þeim hætti, að fullkomið
megi teljast og sæist það af
örfáum tilvitnunum, en ástæðu-
laust er að fylla Reykjavíkurbréfið
af svo ómerkilegum hlutum, og
verða tvær eða þrjár látnar
nægja. En áður en við minnumst á
þær, vill Morgunblaðið benda olíu-
seljendum og forstöðumönnum
Þjóðviljans á að ræða svo sem eins
og á einni útsíðu um það, hvort
þeir séu ekki fullkomlega sam-
mála um afstöðuna til þjóðnýting-
ar olíufélaganna eða hvort Þjóð-
viljinn sé kannski genginn af
trúnni og vilji umfram allt eiga
hauka í horni, þar sem eigendur
olíufélaganna eru, og þannig verði
stefnan endurskoðuð eins og
margt annað í þeim herbúðum um
þessar mundir! Ef svo er mætti
taka undir með Þórbergi og segja:
Og þá varð bylting í ríki útvaldra!
I einu af þessum brengluðu
fjölmiðlasamtölum segir Svavar
Gestsson, viðskiptaráðherra og
hörmangari, í Dagblaðinu
fimmtudaginn 14. júní sl. m.a., að
hann hafi „alltaf verið fylgjandi
viðræðum við Sovétmenn um
hugsanlega endurskoðun á olíu-
verðinu". Sem sagt: ráðherrann
hefur verið fylgjandi viðræðum og
„hugsanlegri endurskoðun" og er
hér auðvitað um að ræða stórkost-
lega tímamótayfirlýsingu, enda
þótt Morgunblaðið ætli að leyfa
sér þann munað, að finnast fátt
um þessa stórhuga afstöðu ráð-
herrans. Ef hann hefði verið fylgj-
andi viðræðum við Sovétmenn,
hefði hann að sjálfsögðu verið
búinn að skreppa til Moskvu og
ræða við olíukóngana þar og arð-
ránsmenn íslenzkrar alþýðu, en
það hefur ekki hvarflað að honum;
hann situr sem fastast heima á
Fróni og bíður að sjálfsögðu eftir
„hugsanlegu tækifæri". En gæti
verið „hugsanlegt", að ráðherrann
hafi í raun og veru engan áhuga á
að ræða við Rússa um málið, a.m.k.
er þessi spurning ekki alveg út í
bláinn, þegar haft er í huga, að
hvorki hann né aðrir ráðherrar
hafa sýnt merki þess, að þeim sé
órótt. Þeir’hafa einungis haldið
fast við stjórnarstefnuna, þ.e. að
fleipra í blöðum um flest mál, í
stað þess að láta verkin tala.
Fólkið í landinu krefst þess, að
tekið sé til hendi, meira sé fram-
kvæmt, en minna hjalað í fjöl-
miðlum.
En látum það vera. Stjórnar-
stefnan er með þessu marki
brennd og því verður sjálfsagt
ekki breytt. Við skulum aftur á
móti snúa okkur að frekari tilvitn-
unum. Svavar Gestsson segir,
einnig í fyrrnefndu blaði
hörmangara, að því megi ekki
gleyma, að olíuvandinn sé alþjcð-
legur, barizt sé um hvern dropa.