Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 18

Morgunblaðið - 17.06.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979 Kennarar og námsmeyjar við hinn gamla skóla. — Myndin er tekin skömmu fyrir síðustu aldamót. Það þótti tíðindum sæta fyrir 100 árum eða nánar tiltekið haustið 1879, að þá var svofelld auglýsing fest upp á Blönduósi og afrit af henni sent í alla hreppa sýslunnar: Hér með er almenningi auglýst, að í ráði er að halda kvennaskóla í vetur að Undirfelli í Vatnsdal, og eiga 5 stúlkur að njóta tilsagnar í senn. Kennsla á að byrja 26. þ.m. og kennslutíminn að vera 24 vikur, 8 vikur fyrir jól og 16 vikur eftir nýár. Þessum tíma verður skipt í þrjú jöfn tímabil, og er til ætlazt, að skólinn haldi stúlkur eigi skem- ur en eitt tímabil eða 8 vikur; þannig eigi 15 stúlkur alls að geta notið tilsagnar í vetur um 8 vikur hver. Fari svo, að eigi biðji svo margar stúlkur um skólann, má gefa kost á lengri kennslutíma einhverjum, er þess kynnu að æskja, en fleirum verður ei veitt móttaka í þetta sinn. Eigi verða teknar nema fermdar stúlkur í skólann. í meðgjöf verður hver stúlka að leggja með sér 66 áura um daginn, sem borgist fyrirfram í innskrift eða peningum til skóla- haldarans séra Hjörleifs Einars- sonar á Undirfelli, nema öðruvísi semjist við hann. Hver stúlka verður að leggja sér til ritföng o.fl., er með þarf til kennslunnar. Aldarafmæli Y tri- Eyjaskóla á Skagaströnd Þeir, sem vilja sæta þessari kennslu, verða að senda bónarbréf um það til annars hvors okkar undirskrifaðra fyrir 12. þ.m. og tilgreina nafn, heimili og aldur stúlkunnar og geti þau bónarbréf komið til greina við fyrsta tímabil kennslunnar, en sæki menn síðar allt að 20. nóv., þá geti bónarbréf aðeins komið til greina við síðara tímabil kennslunnar, en eftir 20. nóv. er eigi ráðgert að gegna bónarbréfum. Blönduósi, 2. okt. 1879 Björn Sigfússon Páll Sigurðsson. Ekki kom auglýsing þessi öll- um á óvart, því að mikið hafði verið rætt um það í sýslunni undanfarin ár að koma á fót kvennaskóla og meðal annars stofnað til samskota í því skyni. Framámenn sýslunnar, og þar má telja Björn Sigfússon bónda á Kornsá fremstan í flokki, höfðu miðað við þjóðhátíðarárið, að þá kæmist þessi hugmynd í fram- kvæmd, en sá draumur rættist ekki. Þjóðhátíðarárið 1874 markar tímamót í íslenzkri sögu. Þá gætti vakningar meðal þjóðarinnar. Kvennaskóli var stofnaður í Reykjavík og hefur starfað í rúma öld við mikinn orðstír. Tveir litlir kvennaskólar voru stofnaðir á Úorðurlandi, að Laugalandi í Eyjafirði og Ási í Hegranesi haustið 1877. Þetta herti á Hún- vetningum. Fjársöfnun var hafin, og á tombólu á Ási í Vatnsdal á sumardaginn fyrsta komu inn um 170 krónur, sem þótti þá mikið fé. Safnað var í hverri sveit sýslunn- ar, og sem fyrr segir var skólinn stofnaður 1879. Nærri má geta, hvernig ungu stúlkunum varð inn- anbrjósts, þegar þær heyrðu frétt- irnar. Hjartað barðist af eftir- væntingu og þrá til mennta. Fram að þessum tíma höfðu þær aðeins fengið tilsögn í lestri svo að þær gætu numið sinn kristindóm. Um kennslu í skrift var ekki að ræða. Feður þeirra töldu slíkt óþarfa. Það væri ekki til annars en þær skrifuðu einhverjum galgopum og Eftir Huldu Á Stefáns- dóttur fyrrv. skólastjóra Kvenna skólans á Blönduósi Elín Briem skólastjóri ekkert hefðist nema illt af slíku. Reikningur kom ekki til greina. Konur skildu ekki tölur. En fyrir atbeina góðra karla og kvenna var þessum skoðunum hrundið. Nú átti að opna leið til menntunar. Björg Schou síðar prestfrú var fyrsta forstöðukona skólans. Ekki var skólinn nema eitt ár á Undir- felli. næstu tvö ár var hann að Lækjarmóti í Víðidal. fyrra árið, sem hann var líLækjarmóti réðst Elín Briem að skólanum. Hún var dóttir Eggerts Briem sýslumanns á Reynistað í Skagafirði. Þó hún væri ung að árum, hafði hún þá þegar kennt við kvennaskóla Skagafirðinga. En Húnvetningar voru svo lánssamir að fá hana að sínum skóla 1880 og gerði það gæfumun. Elín Briem var gáfuð kona, framsýn og frjálslynd, og hún þekkti sín takmörk. Þegar hún kom að Lækjamóti og tók við stjórn skólans hefur hún eflaust fundið ýmsa annmarka. En hún átti þá hugsjón að að stuðla að menntun kvenna opna fyrir þeim nýjan og óþekktan heim. Hún trúði því, að „í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna." Og eftir eins árs skólastjórn á Lækjamóti tok hún sig upp og sigldi til Kaupmannahafnar, sótti þar um inngöngu í skóla Natalie Zahle, fékk inngöngu og lauk þaðan prófi eftir tveggja ára nám, með miklu lofi. Á meðan gerðist það heima í Húnaþingi, að harða vorið 1882 sáu Lækjamótshjón sér eigi fært að halda skólann þar lengur. Fluttist hann að hofi í Vatnsdal. Þar hafði verið byggð stofa um vorið úr viðum úr Grímstungu- kirkju í Vatnsdal. Var Björn Sigfússon þá ábúandi á Hofi. Var hann frá byrjun einn aðalbaráttu- maður skólans og skaut yfir hann skjólshúsi. En hann taldi sér ekki fært að hafa hann. nema eitt ár, meðan leitað væri öruggs sama- staðar fyrir hann. Um þessar mundir var leitað hófanna við Ásgeir Einarsson á Þingeyrum um að fá part af jörðinni fyrir skóla- setur. Einnig höfðu menn auga- stað á Hnausum, því að eigandi Hnausa Björn Skaftason var þá ferðbúinn til Ameríku og vildi selja. Báðar þessar jarðir voru vildisjarðir og hugðu menn gott til að reisa þar skóla. En ekkert varð úr því. Ásgeir leizt ekki á að vera í tvíbýli við kvennaskóla, e.t.v haldið, að slíkt mundi glepja fyrir heimamönnum. Timbur og múr- steinn var svo keypt og flutt inn í Húnavatn, en lengra komst það ekki. Kaupin á Hnausum gengu til baka. Um þetta leyti var ákveðið, að kvennaskólar Skagfirðinga og Húnvetniga yrðu sameinaðir og nú bárust skeytin til Ytri-Eyjar. Á Ytri-Ey hafði verið sýslumanns- setur. Arnór Árnason sýslumaður hafði byggt timburhús á Ey 1849, en hann var á förum þaðan. Stóð það til boða og var keypt. Margir Húnvetningar undu illa þeim málalokum, en urðu að láta sér lynda. Skagfirðingar höfðu fallizt á sameininguna og að kvennaskólasjóður þeirra lagður til hins sameiginlega kvennaskóla að Ytri-Ey. Þegar þetta gerðist voru aðeins þrír framhaldsskólar á öllu Norðurlandi auk litla skól- ans á Hofi. Það voru kvennaskól- inn á Laugalandi og svo Möðru- vallaskóli, sem stofnaður hafði verið 1880. Hólaskóli var þá í uppsiglingu, stofnaður 1882. Höfðu Hólar í Hjaltadal verið keyptir og settur þar á stofn búnaðarskóli. Þótti Húnvetning- um súrt í broti að hafa ekki getað fengið aðra hvora stórjörðina í þinginu fyrir skólasetur, heldur hrökklast út á Skagaströnd. haustið 1883 var skólinn fluttur þangað og þá kom einnig Elín Briem að utan og tók við skóla- stjórninni. Það var skólans mesta lán. Meðan Elín var erlendis keypti hún ýmis kennslutæki til skólans og sendi heim auk þess sem hún lagði á ráðin um hitt og þetta. sem skólanum við kom. Þegar skólinn fluttist að Ytri- Ey og Elín tók við stjórninni, var í mörgu að snúast. Nú hafði skólinn loksins fengið að því er talið var, öruggan samastað og húsnæði, sem honum hæfði. Fyrsta vetur- inn stundaði þar 21 stúlka nám, 13 allan veturinn en 8 skemur. Kennslukonu réð hún Sigríði Jónsdóttur frá Djúpadal, síðar húsfreyju að Reynistað. Höfðu þær verið samtímis við nám í Danmörku, og voru mjög vel að sér í þeim námsgreinum, sem við skólann voru kenndar. Um haustið var nokkru aukið við það náms- efni, sem áður hafði verið kennt. Nú var kennt: skrift, réttritun, reikningur, landafræði, Islands- saga, mannkynssaga, danska, söngur, fatasaumur, útsaumur og ýmsar hannyrðir aðrar, þvottur og matreiðsla. Fjórar fyrst taldar námsgreinar og tvær þær síðast- Námsmeyjar Ytri-Eyjaskóla 1893—94.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.