Morgunblaðið - 17.06.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ1979
31
Nyja ELO-platan
Discovery er komin
HLJOMDEILD
utji) KARNABÆR
T Laugavegi 66. s. 28155. Glæsibæ. s. 81915. Auslursliæli 22. s. 28155.
Heildsöludreifing
slslnorhf
S. 19930 og 28155.
Aukaferðir
til Miami
FLUGLEIÐIR hafa boðið
uppá tvær aukaferðir til
Miami í Bandaríkjunum
vcgna mikillar aðsóknar í
þessar ferðir.
Sagði Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi Flugleiða að
vegna margra fyrirspurna
hefðu verið skipulagðar ferðir
26. ágúst og 13. september og
greinilegt væri að þessi staður
væri að ávinna sér hylli ís-
lenzkra ferðamanna. Er flogið
með Flugleiðaþotum til New
York og síðan áfram til Miami
með bandarískum flugfélögum
og gefst fólki kostur á að hafa
viðdvöl í New York í annarri
leiðinni.
Þing BSRB:
Staðið verði
við sam-
komulagið
ÞING BSRB sem nýlokið er
ályktaði, að samkvæmt sam-
komulagi BSRB og ríkisstjórnar-
innar frá 23. marz sfðastliðnum,
hafi þau bæjarstarfsmannafélög,
sem samþykktu samkomulagið,
íullan rétt á því að við það verði
staðið hvað þau varðar.
Svo sem menn rekur minni til
fjallaði þetta samkomulag um
aukinn samningsrétt til handa
félögunum gegn niðurfellingu 3%
áfangahækkunar hinn 1. apríl.
Kosning fór fram í 18 félögum og
höfnuðu öll félögin samkomulag-
inu nema þrjú, Bæjarstarfs-
mannafélag Sauðárkróks, Bæjar-
starfsmannafélag Neskaupstaðar
og Bæjarstarfsmannafélag Húsa-
víkur.
Samkvæmt þessari túlkun 31.
þings BSRB eiga þessi þrjú félög
rétt á að fá ólögbundinn samn-
ingstíma, sem þau geti síðan
samið um hver verður, og hafa
verkfallsrétt í sérkjarasamning-
um.
519 nemendur í Tón-
skóla Sigursveins
Fimmtánda starfsári Tónskóla
Sigursveins D. kristinssonar
lauk um miðjan siðasta mánuð,
en við skólann störfuðu 28 kenn-
arar auk skólastjóra. Nemendur
voru 519 og skiptust þannig á
námsgreinar: einsöngur 28,
pianó 159, harmónfum 12, gítar
83, fiðla 39, selló 8, kontrabassi 5,
þverflauta 30, klarinett 11, alt-
flauta 5, trompet 8, horn 1,
básúna 1 og orgel 1. í forskóla
voru 102 og 26 nemendur í
undurbúningsdeild fyrir 14 ára
og eldri.
Þreytt voru 148 stigpróf í aðal-
námsgreinum og skiptust þannig á
námsstig: I. stig 49, II. stig 36, III.
stig 30, IV. stig 20, V. stig 9, VI.
stig 4 nemendur.
Tvær nemendahljómsveitir voru
starfræktar í skólanum, önnur
fyrir yngri nemendur, hin fyrir þá
sem lengra eru komnir.
Haldnir voru níu nemendatón-
leikar á skólaárinu. Kórinn og
hljómsveitin héldu tvenna tón-
leika fyrir jól. Aðra í Hveragerði,
hina í kirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík. Almennir nemenda-
tónleikar fyrir jól og páska í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
og miðsvetrartónleikar í Fella-
skóla í Breiðholti og tvennir
kammertónleikar í Norræna hús-
inu. Fjórða apríl voru tónleikar
kórs og hljómsveitar í kirkju
Óháða safnaðarins þar sem flutt
var kantata eftir J.S. Bach: „í
dauðans böndum drottinn lá“ fyrir
kór, hljómsveit og barytonsóló.
Síðustu tónleikar skólaársins voru
þátttaka yngri nemenda í Lista-
hátíð barna á Kjarvalsstöðum 4.
maí.
Skólaslit fóru fram í Hagaskóla
föstudaginn 11. maí. Þar voru
afhent prófskírteini.