Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 19 „Orkusóunariðnaður á engan rétt á sér” segir í ályktun Sambands íslenskra náttúru verndarf élaga „AÐALFUNDUR Sambands íslenskra náttúruverndarfélaga styður eindregið þá stefnu núverandi stjórnvalda að stofna ekki til nýrra stóriðjufyrirtækja f landinu með þátttöku erlendra auðhringa og hægja á þeim, sem þegar eru f gangi.“ Þannig segir f áiyktun aðalfundar SÍN sem haldinn var nýlega. í ályktuninni segir einnig að orkusóunariðnaður á borð við álverið í Straumsvfk og járnblendi verksmiðjuna f Hvalfirði eigi engan rétt á sér. í ályktun SÍN segir að stefnt allri orkusóun sem viðgengist hef- skuli að sameiningu SÍN og Landverndar og annarra félaga sem hafi náttúruvernd og umhverf isvernd á strefnuskrá sinni. ítrek- uð var fyrri tillaga um verndun Breiðafjarðar og lýst eindregnum stuðningi við þingsályktunartil lögur um þetta efni, sem flutt var á Alþingi síðastliðinn vetur. Um orkumál segir í ályktun SÍN m.a. að reynt verði að sporna við ur á undanförnum árum hér á landi, í atvinnurekstri sem heimil- ishaldi, ofnotkun bifreiða og fleiri þáttum. „Fundurinn lýsir eindregnu fylgi við allar fyrirætlanir um orkusparnað og telur m.a. raun hæfa aðgerð að draga sem mest úr notkun einkabíla og fækka þeim. Telur fundurinn að leggja ætti háan aukaskatt á alla bila sem ekki eru notaðir til flutninga í þágu almennings eða til beinnar atvinnu. Verði hann notaður til þess að bæta almenningssamgöng- ur. Bent er á að með fækkun einkabíla meig spara mjög mikið fjármagn í viðhaldi vega og gatna gerð í þettbýli og bæta gjaldeyr- isstöðu þjóðainnar til muna. Jafnframt verði unnið að því að vöruflutningar fari sem mest fram með skipum. Fylgst verði náið með framvindu nýrra mögu leika til orkuöflunar, einkum framleiðslu rafmagns með vind- afli, húshitun með varmadælum og litlum vatnsaflsstöðvum," segir í ályktuninni. Þá segir einnig í ályktun Sam- bands íslenskra náttúruverndar- félaga: „Fundurinn lýsir furðu á þeim barnalegu hugmyndum, sem nýlega hafa verið settar fram í endurnýjuðu formi af Orkustofn- un um að veita vatni norðlensku jökulánna til Austurlands í hina svonefndu Austurlandsvirkjun. Fundurinn vítir þau vinnubrögð Orkustofnunar, sem fram komu í „Umsögn Orkustofnunar um tvö fjölrit Náttúruverndarráðs, Foss- ar á íslandi og Vatnavernd", þar sem gefið er í skyn að nokkrir af fegurstu og víðkunnustu fossum landsins (svo sem Dettifoss, Goða foss og Gullfoss) verði teknir til virkjunar innan skamms, og nokk- ur af fágætustu vatnakerfum landsins, svo sem Mývatn, Laxá og Þjórsárver verði smöuleiðis tekin til notkunar við virkjanir. í þessum tillögum felst svo furðulegur valdhroki að einsdæmi má telja og leyfir fundurinn sér að vona að þær spegli ekki vilja meirihluta starfsmanna stofnun- arinnar, né heldur skoðun hinna pólitísku afla i landinu. LOKSINS A KASSETTUM íslenzk tónlist við allra hæfi í bílinn, útileg- una, utanlandsferóina, á sjóinn eða heima. Tuttugu og fjögur alkunn lög eru á hverri kassettu flutt af öllum beztu og vinsælustu söngvurum og hljómsveitunum hér á landi. 96 lög á 4 kassettum. Tvisvar sinnum meiri tónlist er á hverri kassettu en á venjulegum kassettum — samt eru þetta allra ódýrustu íslenzku kassetturnar, sem fást. VERÐ AÐEINS KR. 5.900.- Fást í plötubúöum, söluturnum og benzínaf- greiöslum um land allt. Pantanir frá nýjum sölustöðum í síma 85449. SG-hljómplötur, Ármúla 5. Jafnmiklð efni og á T*'eimur kassettum, en verðið einfait A*V‘' EE HASSSTTAN i\MiSHliiaili&'.an'ÍTTll I Pmm m mm W^íPaWil-' KASSEIMtf 24 sívinsæl dans- og dægurlög fyrir hlustendur á öllum aldri flutt af 24 fremstu söngvurum og hljómsveitum landsins Jafnmikið efni og á tveimur kassettum, en verðið einfalt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.