Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 25 Sœfriður Sigurðar- dóttir - Minningarorð Elskuleg vinkona mín, Sæja, lézt mánudaginn 25. júní og var því nýorðin 78 ára, er kallið kom. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústína Eyjólfsdóttir og Sigurður Jónsson, sem bæði voru dugnaðar- og myndarfólk. Þó að Sæja væri fædd og uppalin á Austurlandi og ætti ættir að rekja til Hornafjarðar og víðar, var hún kunnug fjölda Reykvíkinga. í gegnum margra ára starf sem afgreiðslukona í mjólkurbúðum, síðast mörg ár að Laugavegi 162, eignaðist hún vini meðal samstarfsfólks og fjölda kunningja, sem hún afgreiddi af einstakri lipurð. Á kvöldin vann Sæja árum saman í fatageymslu Þjóðleikhússins, þaðan sem ótal margir þekktu hana. Hún fór aldrei í manngreinarálit og var jafn hlý við alla og alltaf tilbúin til góðlátlegra orðaskipta. Sæja var dæmalaust ósérhlífin og vinnufús, en það kom sér vel í lífsbaráttunni, sem byrjaði snemma eins og títt var á fyrri hluta þessarar aldar. Hún var ekki nema 16 ára, er hún kom á heimili afa míns og ömmu, séra Ingvars Nikulássonar og Júlíu Guðmunds- dóttur, á Skeggjastöðum á Bakka- firði, en þar tengdist hún órjúfandi vináttuböldum við þau og börn þeirra, einkum móður mína. Sæja var strax mesti forkur til allra verka, og það kom snemma í ljós, hve öll handavinna var henni sem leikur einn. Þegar hún missti mann sinn, Hannes Magnússon verzlunar- stjóra á Bakkafirði 1936, var ekki björgulegt fyrir einstæða móður úti á landsbyggðinni, og tók Sæja sig því upp frá Bakkafirði og fluttist til Reykjavíkur 1943, þar sem hún fékk strax vinnu á saumaverkstæði. Ðætrum sínum Magneu og Ásdísi kom hún í framhaldsskóla hér og bjó þeim fallegt heimili í Vesturbænum. Aldrei mun gesti svo hafa borið að garði hjá Sæju fyrr né síðar, að þeir kæmu að henni öðruvísi en sístarfandi. Sæja nýtti allt vel í lífinu, engu var kastað á glæ og allra sízt tímanum. Hún notaði hverja stund og skapaði með höndum sínum margt listaverk í fatasaumi, prjónaskap og fleiru. Mörg síðustu árin var hún einhver bezta prjónakonan á höfuðborgar- svæðinu og voru lopapeysur hennar eftirsóttar af seljendum jafnt sem kaupendum. Ekkert held ég, að Sæju hafi leiðzt nema þá iðjuleysi og því var síðasta ár henni erfitt, þegar sjóninni hafði hrakað svo, að hún gat ekki notið sköpunargleðinnar við að framleiða fallegar flíkur, né heldur lesið góða bók,. Hún átti töluvert safn bóka og las ótrúlega mikið, þegar maður um leið minnist hins langa vinnudags, sem hún áður fyrr vann af nauð- syn, sem fyrirvinna heimilis og síðar af eðlislægri atorku og áhuga. Örlögin höguðu því þannig, að báðar dæturnar giftust og settust að í Bandaríkjunum, og þó að þær og fjölskyldur þeirra hafi oft heimsótt hana og Sæja dvalið hjá þeim vestra, þá hlýtur hún að hafa saknað þeirra sárlega, en það minntist hún aldrei á. Hún vissi, að þeim leið vel með sínum fjöl- skyldum í nýja landinu og lét sér nægja að fylgjast með þeim gegn- um bréfaskipti og gagnkvæmar heimsóknir. Kannske höfum við vinir hennar og okkar börn notið góðs af því, að dæturnar og barna- börnin voru oftast í annarri heimsálfu, en Sæja sýndi vinum sínum mikla ræktarsemi og við frændfólk sitt og systkini rækti hún frændsemi og tryggð öllum til gagnkvæmrar ánægju. Síðustu 25 árin bjó Sæja í eigin íbúð að Eskihlíð 6B, þaðan sem er útsýni yfir Faxaflóa og til Snæfellsjökuls. Þangað heim lágu leiðir vina hennar, kunningja og frændfólks, og þaðan sendi hún ótal bréf og hlýjar hugsanir út yfir hafið til ástvinanna í Ameríku, sem hún líka fékk ríku- lega endurgoldið. Sæja hafði oft ferðast erlendis, en síðastliðið sumar höfðu hún og Ósk systir hennar skráð sig í ferð um Snæfellsnes og Vestfirði hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, sem ég svo var ráðin sem leiðsögumaður í. Ferðin varð okkur öllum til mikil- ar ánægju, ekki sízt Sæju, sem þó var mjög farin að tapa sjón. Mér fannst, að með því að leggja mig fram, væri ég loks veitandinn fyrir allt, sem ég er búin að þiggja af vináttu og tryggð af minni gömlu vinkonu. Ég votta dætrum Sæju, Ósk yfirhjúkrunarkonu, systur henn- ar, sem var henni mikil stoð eftir að heilsunni fór að hraka, og öðru venzlafólki innilega samúð. Útför Sæfríðar Sigurðardóttur fer fram á mánudaginn 2. júlí frá Fossvogskapeilu kl. 3. Júlía Sveinbjarnardóttir. Margrét Magnús- döttir—Kveðja Nú héðan á burt í friAi ég fer, ó. faóir. að viija þfnum; f huR er mér rótt og hjartað er af harminum lœknað sfnum. Sem hést þú mér Drottinn haegan blund ég hlýt nú f dauða mfnum. (Helgi Hálfdánarson) Foreldrum, systur og öllum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, um leið og við öll þökkum þær sam- verustundir, sem við fengum að eiga með Dobbu okkar. Ssll ert þú. er saklaus réðir sofna snemma dauðans hlund. eina ok lftið blóm f beði bliknað fellur vors um stund. Bletwað héðan barn þú Kekkst. betri vist á himni fékkst. fyrr en náðu vonska ok villa viti þfnu ok hjarta apilla. (Sr. Ólafur Indriðaaon) Starfsfólk og börn sumardvalar- innar f Húsabakkaskóla. Fædd 2. aprfl 1969 Dáin 20. júní 1979 í síðustu ferð minni til annarra landa barst mér í hend- ur bók, sem ég hef ekki heyrt um hér heima, þótt undarlegt megi teljast. Hún er rituð og samin af Svetlönu Allejueva dóttur hins fræga félaga Stalins, foringja Sovétríkjanna um áratugi. Áður hefur komið bók eftir þessa konu, sem nefndist „Tuttugu bréf.“ Hún er rituð heima í Rúss- landi árið 1963 og mun hafa verið þýdd á íslenzku og lesin hér. Þessi bók, sem ég sá og las um sama efni, en miklu ítarlegri, heitir á ensku: „Only one year.“ „Aðeins eitt ár.“ Segir frá flótta hennar til frelsis og ævi hennar og minn- ingum meðal hinna „Tíu útvöldu félaga" heima í Sovét. Einkum þó föður hennar Stalin og „aldavinum“ hans, fjölskyldu og tengdafólki. Svetlana er hámenntuð sem bókmenntafræðingur, gáfuð listakona og góður rithöfundur. En einkum virðist hún sönn og heil í hugsun og tilfinningum, frjálslynd, víðsýn og trúuð, hefur meðal annars lifað sitt „afturhvarf" sem hún lýsir í þessari bók. Ég hef fengið leyfi til að kynna þessar merkilegur minn- ingar hennar hér „Við gluggann" minn. Það geri ég einmitt á þennan hátt: „Til allra minna nýju vina, sem ég þakka líf mitt sem frjáls kona.“ Ég mun merkja kafla þá, sem væntanlega birtast hér til kynn- ingar þessu listaverki Svetlönu undir fyrirsögninni: „Svetlana segir", en kaflana með yfirskrift að eigin vali eftir efni þeirra. Hún hefur nú átt heima í Bandaríkjunum heilan áratug. Og bókin er skrifuð þar. Þýðing- in er gerð eftir dönsku út- gáfunni. En þar nefnist bókin: „Sáledes skete det“. — „Þannig varð það.“ Þennan fyrsta þátt nefni ég: „Bernskuárin." Hann hefst á bls. 108 í þessari dönsku þýðingu á „Only one year.“ Hún lýsir í þeirri bók fyrsta ári sínu í Ameríku. Bernskuárin. Svetlana segir frá. „Ef ég sleppi ástinni til barna minna og innilegum tengslum við minn vinahóp, var ekkert til sem gæti heillað mig til baka. Allt mitt líf hafði líkzt hæg- fara visnun innantómra gervi- rótarhnúða. Ég fann mig ekki tengda ætt minni né ættingjum né fæðing- arborg, Moskvu. Þar var ég þó borin og barnfædd og átt heima alla ævi mína. Bernska mín og umhverfi hennar allt virðist ekki snerta mig. Ég var fertug að aldri. Tuttugu og sjö árum hafði ég eytt undir þungu fargi. Hin næstu þrettán hafði ég reynt að losa um mig hægt og hægt. í Sovétríkjunum eru þessi 27 ár táknuð sögulega séð sem „Stalins tímabilið." Tími einstæðrar harðstjórnar, blóðugs ofbeldis, efnalegra þrenginga, hinni hryllilegustu styrjöld allra styrjalda og hug- sjónalegu afturhaldi. Árin frá 1926-1953. Eftir 1953 létti til. Allt andaði léttara, lifnaði að nýju. við gluggann eftirsr. Árelius IMielsson Ofbeldið þokaði í órafjarlægð. En það sem hafði tekið áratugi að móta og byggja upp sem efnalegt, félagslegt og stjórn- málalegt kerfi, virtist nú rót- gróið og óumbreytanlegt innan „klíkunnar“, flokksstjórnar- innar, og í hugum blindaðra, þrælbundinna milljóna, múg- sefjaðs fjöldans. Og þótt ég ætti í rauninni góða daga á hátindi pýramidans mikla, þangað sem andi sannleikans náði naumast til, þá varð minni ævi eins og þjóðarinnar allrar ósjálfrátt skipt í tvö tímabil fyrir og eftir 1953. Ferill minn til frelsis líktist hins vegar engum öðrum brautum. En áfram hélt ég án allrar miskunnar og tafa. Smátt og smátt, hægt og hægt seitluðu lindir sannleikans til mín eins og dropinn sem holar granitklöpp. Merki- lep bók effir Svetlönu Stalíns- dóttur „Gutta cavat lapidem, men vi sed saepe cadendo," dropinn hol- ar steininn ekki með styrkleika heldur þolgæði. Þessa latnesku setningu höf- um við lært í háskólanum. Væru þessi orð ekki brot hinnar sönnu speki, sæti ég hér ekki nú í Lucknow og íhugaði áform mín. Þá mundi ég sjálfsagt eiga heima í Georgíu. Búa í friðsælu umhverfi, þar sem nafn föður míns og minning hans er enn í heiðri haft. Ég mundi þar leiða ferðamenn um Stalinsafnið í Gorki og segja þeim frá „undr- um og stórmerkjum“ afreka hans. í þeirri fjölskyldu, sem ég fæddist inn í, var ekkert til, sem taldist venjulegt. Allt var undir fargi. Og um það bar sjálfsmorð móður minn- ar æðsta vitnið. Umgirt múrum Kremlar, með leynilögreglu í húsinu, eldhúsinu, skólanum. Og yfir öllu þessu vakti harður og spilltur maður, einangraður frá öllum sínum fyrrverandi félögum, frá öllum vinum, frá öllu, sem einu sinni hafði staðið honum nærri, já, fjarri heilum heimi, sem ásamt aðstoðar- mönnum hans hafði breytt land- inu í risavaxnar fangabúðir, þar sem hver einasti, sem átti nokk- urn neista af anda og sál var afmáður — maður, sem skapaði ótta og hatur meðal milljóna manna — það var hann faðir minn. Mætti Guð hafa gefið, að ég hefði fæðst í fátæku, georgísku skóarahreysi. Hve auðvelt og eðlilegt hefði þá orðið að hata þennan fjar- læga harðstjóra, flokk hans, orð hans og athafnir. Það hefði þá orðið klárt eins og krystall: Hvað var hér svart og hvað var hér svart. En, æ nei, því miður. Ég var fædd sem hans einkadóttir, inni- lega elskuð í bernsku. Sú bernska var sveipuð skuggum af hans óviðjafnanlega myndug- leika. Og þetta álit var mér inn- prentað af öllum. Þvinguð til átrúnaðar þessum mikla per- sónuleika. Ög þegar eymd og sorgir umkringdu okkur, gat ég auðveldlega trúað því, að allt væri það annarra sakir. Öll mín fyrstu 27 ár var ég vitni að hægfara, andlegri hrörnun föður míns. Fylgdist með því dag frá degi, hvernig allt mannlegt yfir- gaf hann og hvernig hann smámsaman ummyndaðist í hryllilegt líkneski, grimmdar- legan minnisvarða síns eigin persónuleika. En mín kynslóð var alin upp í trú á þetta líkneski sem persónugjörving allra kommúniskra hugsjóna, lifandi ímynd allrar fullkomnunar. Okkur voru innrættar hug- sjónir kommúnistmans frá því við vorum í vöggu — á heimili, skólanum, háskólanum — alls staðar. Fyrst vorum við „litlu októ- berbörnin", þar næst „brautryðj- endur", þá „smáfélagar." Þar kom svo að því mikla spori að fá inngöngu í flokkinn. Og þótt ég eins og margir aðrir störfuðu aldrei beinlínis fyrir flokkinn en borguðum bara árgjaldið, þá urðum við að greiða atkvæði um allar ákvarðanir frá forystu flokksins, eins þótt okk- ur fyndust þær fjarstæða. Lenin var guðinn, Marx og Engels postular hans. öll þeirra orð sígildur sannleikur. Orð föð- ur míns voru talin sem véfrétt, bæði munnleg og skrifleg, opin- berun frá hinum æðsta. I bernsku minni og æsku varð kommúnisminn grundvöllur sannleikans í minni vitund. Trúin á myndugleika föður míns og óskeikult réttlæti hans í öllu var hornsteinn þeirrar lífsskoðunar, sem við og allir áttu að temja sér. Seinna læddist að mér efinn um réttmæti þessarar kenning- ar. Ég sannfærðist stöðugt meira og meira um grimmd hans. Kennisetningar Marx og Len- ins og lærisveina þeirra blikn- uðu smámsaman í vitund minni. Flokkurinn glataði „gloríunni", þessum dýrðarljóma, sem hann var hjúpaður í af kennurum og foringjum okkar. Og árið 1953 þegar flokkurinn á sinn klunnalega hátt reyndi að losa sig úr viðjum og undan áhrifavaldi síns fyrrverandi for- ingja, sannfærðu öll þau umsvif mig enn þá betur en nokkru sinni fyrr um órjúfandi fjötra flokksins og „persónudýrkunar- innar“, sem hann hafði iðkað í meira en 20 ár. Hér lýkur frásögn Svetlönu um bernskuárin í bókinni „Only °ne year.“ Árelíus Níelsson (framhald síðar)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.