Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979
31
Til minningar um
fyrsta hnattflugið
ANNAN dag ágústmánað-
ar árið 1924 lenti hér á
landi flugvél flugkappans
Eric Nelsons sem var þátt-
takandi í fyrsta hnattflug-
inu. í þessu fyrsta hnatt-
flugi voru fjórar flugvélar
og náðu tvær að ljúka því
en tveimur hlekktist á.
Hér á landi var nýlega staddur
W.J. Webb frá McDonnell Dougl-
as-verksmiðjunum og afhenti
hann Flugmálafélagi íslands
minningarskjal um þennan at-
burð.
Þetta fyrsta heimsflug var mjög
umtalað á sínum tíma hér á landi
og þá ekki síst um það leyti þegar
þeir komu hingað til lands.
Leiðangurinn lagði af stað frá
Seattle í Bandaríkjunum hinn 6.
apríl 1924. í leiðangrinum voru 4
flugvélar af gerðinni Douglas, og
var forystuvél leiðangursins nefnd
„Chicago". Flugstjóri hennar var
Smith nokkur, en Nelson var á
flugvél sem nefndist „New
Orleans". Ein vél heltist úr lest-
inni strax í Alaska en hinar héldu
áfram og flugu yfir Japan,
Mið-Asíu, Suður-Evrópu og síðan
til Orkneyja. Þaðan skyldi haldið
til íslands. Á leiðinni til íslands
varð enn önnur vél viðskila við
hinar og voru þá eingöngu eftir
vélarnar „Chicago" og „New
Orleans". Nelson varð fyrri til að
lenda á íslandi og var það á
Hornafirði.
Hnattferð sína enduðu þeir
félagar 28. september sama ár og
höfðu þá lagt að baki 42000 km.
Heildarflugtíminn var 363 klst. og
7 mínútur.
Árið 1954 þegar haldið var upp
á 30 ára afmæli þessa atburðar
var Nelson boðið hingað til lands
og afhjúpaði hann við það tæki-
færi minnisvarða um þennan at-
burð.
Minningarskjal það sem
McDonnel Douglas-verksmiðjurn-
ar afhentu Flugmálafélagi íslands
er með mynd af vélunum sem tóku
þátt í hnattfluginu og ennfremur
er álímdur hluti af ytri klæðningu
vélarinnar „Chicago". Skjal þetta
er hinn mesti dýrgripur og er
þetta eina skjal sinnar tegundar
sem afhent hefur verið í heimin-
um.
í sömu heimsókn var erindreki
verksmiðjanna með í föggum sín-
um líkan af DC-10 þotu frá verk-
smiðjunum sem var til sýnis á
flugdeginum 23. júní. Líkan þetta
er í hlutföllunum 1:24 miðað við
frumgerðina.
Ljósm. Mbl. Kristinn
r ui
LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15
L__: A
W.J. Webb (t.h.) frá Douglas
McDonnell-verksmiðjunum af-
hendir Ásbirni Magnússyni for-
manni Flugmálafélags íslands
skjal til minningar um fyrsta
hnattflugið.
Röng tíma-
setning
í frétt í blaðinu um söng-
skemmtanir Árneskórsins og
Flúðakórsins næstkomandi
sunnudag, 1. júlí ruglaðist tíma-
setning skemmtananna. Fyrri
söngskemmtunin verður í Árnesi
kl. 15 og sú seinni í Félags-
heimilinu á Flúðum kl. 21 um
kvöldið.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900
botgin sem heillar
Er það ekki að bera fbakkafullan lækinn að ætla sér að
lýsa París í stuttu máli? Eigum við ekki að láta okkur
„nægja" að segja að þar sé.
— vagga og uppeldisstöö vestrænnar menningar,
— eitt fjölskrúðugasta næturlíf Evrópu,
— einn sá besti matur í Evrópu,
— athyglisverðustu söfn Evrópu,
— einhver fallegustu mannvirki Evrópu,
— fjölbreyttasta listamannalif Evrópu,
— kaffihúsamenning, sem á sér enga hliðstæðu í Evrópu
og þótt víðar væri leitað,
— miðstöð Frakklands — o.m.fl. — o.m.fl.
(sumar bjóðum við upp á vikuferðir til Parisar, þar sem
ykkur gefst færi á að láta áralangan draum rætast og lifa
ykkur inn í líf Parísar, sjá öll söfnin, skemmta ykkur, þorða
vel og skoða mannlífió. Til að auðvelda ykkur þetta er farið
í skoðunarferðir á sunnudögum um París og á miðviku-
dögum tll Versala. I báðum þessum skoðunarferðum er
íslenskur fararstjóri.
BROTTFÖR.
Farið er frá Islandi: 30. júnt 14. júli 28. júli
11 ágúst 25. ágúst
Tvenns konar gisting stendur til boða og er hvort tveggja á
4 stjörnu miðborgarhótelum: Hotel Commodore og Hotel
Royal Salnt Honoré. Bæði eru hótelin í mjög rólegu hverfi.
VERÐ....................................................
Innifalið í veröi: Flugfar, flugvallarskattur, gisting,
morgunverður, ferðir til og frá flugvelli og islenskur farar-
stjóri í skoðunarferðum