Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 32
EFÞAÐ ERFRÉTT-
NÆMTÞÁ ERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Ai í.l.A SIN<. \
SIMIW KR:
22480
jrcgisitfrlitikffr
EKTA
NATTÚRUEFN'
Korkur a golfin rra
Nýborg^#
Ármúia 23 - Sími 86755
SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1979
Nefiid á vegum lífeyr-
issjóðanna fjallarum
verðtryggingu lána
- Ljósm.: Ól. K. M.
Ráðherraviðræður í Ráðherrabústaðnum í gær. Knut Frydenlund, Benedikt Gröndal og Kjartan
Jóhannsson ræða og bera saman texta beggja aðila. Eyvind Bolle situr handan borðsins og fylgist með.
Viðræður N orðmanna og íslendinga um veiðar við Jan Mayen:
90 þúsund tonna sumar-
afli til hvorrar þjóðar?
íslendingar áskilja sér íhlutunarrétt um auðlindir á Jan May „nsvæðinu
NEFND Á VEGUM Landssam-
bands lífeyrissjóða og Sambands
almennra lífeyrissjóða mun í
næstu viku fjalla um hvernig taka
eigi upp verðtryggingu lána lífeyr-
issjóða. Bjarni Þórðarson formað-
ur Landssambands lífeyrissjóða
Kartöflu-
pokinn
hækkar í
1021 kr.
BÚVÖRUR hækka frá og
með mánudeginum vegna
lækkunar á niðurgreiðsl-
um og er hækkun á ein-
stökum tegundum frá 4 til
28,4% en verð á smjöri
verður óbreytt.
Mest er hækkunin á
verði kartaflna en fimm
kflóa poki af 1. verðflokki
hækkar úr 785 krónum í
1021 eða um 28,4%
Hvert kíló af skyri
hækkar úr 298 krónum í
374 eða um 25,5%. Mjólk í
eins líters umbúðum hækk-
ar úr 187 krónum i 200 eða
um 7% og rjómi í kvart-
lítrafernum hækkar úr 330
krónum í 350 eða um 5,1%.
Kílóið af 45% osti hækkar
úr 2294 krónum í 2385 eða
um 4%. Verð á dilkakjöti
breytist þannig að hvert
kíló af súpukjöti hækkar úr
1298 krónum í 1408 eða um
8,5% og í heilum og hálfum
skrokkum hækkar hvert
kíló af dilkakjöti úr 1124 í
1231 kr. eða um 9,5%.
Nautakjöt hækkar um
6,5% og breytist verð á
hverju kílói af öðrum verð-
flokki í heilum og hálfum
skrokkum úr 1388 krónum í
1478 krónur.
FYRIRTÆKIN BM. Vallá
og Björgun áætla að ílytja
í ár út vikur íyrir 3-400
milljónir króna og þegar
sagði í samtali við Mbl. að um tvær
leiðir væri að ræða. Annars vegar
full verðtrygging lána með 2%
vöxtum og hins vegar að lán væru
með 6,5% grunnvöxtum að viðbætt-
um verðbótaþætti vaxta, sem þá
væri bætt við höfuðstól.
Bjarni sagði að ekki væri enn
hægt að segja til um með hvorri
leiðinni samtök lífeyrissjóðanna
myndu mæla með, en nefndinni
væri ætlað að kanna báðar hliðar
þessara mála og skila greinargerð
til stjórna sambandanna. Yrði í
henni bent á þá leið, sem nefndinni
þætti eðlilegast að fara og myndu
einstakar stjórnir lífeyrissjóðanna
síðan ákveða fyrir sitt leyti hvaða
stefna yrði tekin hjá þeim. í
nefndinni eiga sæti Hrafn Braga-
son, Benedikt Davíðsson, Gunnar S.
Björnsson, Pétur Blöndal, Hermann
Þorsteinsson og Bjarni Þórðarson.
Bjóst Bjarni við að nefndin skilaði
áliti nú í vikunni.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR Norð-
manna og íslendinga virtust í gær
vera á sfðasta snúningi og benti allt
tii þess að niðurstaða viðræðanna
yrði sú, að ekkert yrði ákveðið um
heildarársveiði á loðnu, en sumar-
veiðin yrði á bilinu 160 til 180
þúsund tonn. Norðmenn gerðu
kröfu til að fá að veiða 100 þúsund
tonn og íslendirigar 60 á Jan
Mayen-svæðinu, en kunnugir telja
að niðurstaðan verði 90 þúsund
tonn til hvors aðila. Samkomulag
mun og hafa orðið um að Færeying-
ar fengju 3 þúsund tonn, sem myndi
þá minnka kvóta hvorrar þjóðar
um 1.500 tonn. Þar sem engin
ákvörðun er tekin um heildarafla-
magnið á ári, gætu íslendingar þvf
ákveðið, hvernig þeir skiptu afla
sínum milli sumar- og vetrarvertíð-
hefur verið fluttur út
vikur fyrir um 100
milljónir króna.
Vikurinn er tekinn í
ar innan 200 mílna fiskveiðilögsögu
íslands.
Svo virtist sem Norðmenn hefðu í
gærmorgun fallið frá kröfum sínum
um miðlínu, færðu þeir út fiskveiði-
lögsögu sína. Lögðu þeir ríka áherzlu
á að nauðsynlegt væri fyrir þá að
færa út fiskveiðilögsöguna við Jan
Mayen til þess að koma í veg fyrir að
veiðar annarra þjóða ógnuðu loðnu-
stofninum. íslendingar lögðu hins
vegar á það áherzlu að samkomulag
þjóðanna um skiptingu veiðanna
gerði hættu á ásókn annarra þjóða
hverfandi og því væri ekki nauðsyn-
legt að Norðmenn færðu út fiskveiði-
lögsöguna. Samningaviðræður stóðu
yfir fram á nótt í fyrrinótt og í
gærmorgun er aðilar hófu viðræður
á ný, lágu fyrir tveir textar, en
mikill áherzlumunur mun hafa verið
svonefndu Hekluhafi austan
Búrfells, en ekið á bifreiðum
til Reykjavíkur, þar sem
vikrinum er öllum skipað út. A
föstudag voru um 1100 tonn af
vikri sett um borð í Vestur-
landið og á fimmtudag um
1300 tonn um borð í Freystein.
Fór þessi vikur til Danmerkur
og Svíþjóðar, en fyrirtækin,
sem kaupa vikur héðan, nota
hann til framleiðslu á skor-
steinaeiningum.
Að sögn Víglunds Þorsteins-
sonar hjá BM. Vallá er tals-
verð eftirspurn eftir vikri, en á
markaðnum er ódýr vikur frá
Sikiley. íslenzki vikurinn er
nokkru dýrari, aðallega vegna
flutningskostnaðar, en selst
hins vegar vegna mikilla
gæða.
milli þessara tveggja texta sérstak-
lega um það atriði, hver hætta væri
á ásókn þriðja aðila í veiðarnar.
Talsvert af viðræðutímanum í gær
fór í að ræða önnur hafréttarleg
atriði og vildu íslendingar þar
tryggja sér íhlutun'arrétt á hafsvæð-
inu umhverfis Jan Mayen. Orðalag
um þau atriði er mjög viðkvæmt og
Sjónvarp-
ið í frí
ÚTSENDINGAR Sjónvarps-
ins falla niður frá og með
dcginum í dag, 1. júlí og
liggja niðri allt til föstudags-
ins 3. ágúst n.k. vegna sumar-
leyfa starfsfólks Sjónvarps-
ins.
1. ágúst ber í ár upp á
miðvikudag og þar sem
fimmtudagur er frídagur
starfsmannanna var ákveðið
að hefja ekki útsendingar á ný
fyrr en 3. ágúst.
NOKKUR SPOR eftir (sbjörn hafa
sézt á Hornströndum, svo sem frá
hefur verið skýrt í blaðinu. Varð-
skipsmenn könnuðu í gær og fyrra-
dag hvort nýjar slóðir eftir ísbjörn
sæjust vestra, en nokkur gömul spor
fundust ( Hrafnsfirði.
Pétur Sigurðsson forstjóri Land-
helgisgæzlunnar sagði að hann hefði
beðið varðskipið Tý, sem var á ferð út
af Vestfjörðum að kanna í leiðinni
hvort nokkuð sæist til nýrra ísbjarn-
arslóða. Borist hafa fréttir af sporum
eftir ísbjörn bæði í Trékyllisvík og
Hrafnsfirði. Sagði Pétur að varð-
skipsmenn hefðu farið í land í
var talið líklegt að niðurstaðan yrði
að báðar þjóðir áskildu sér allan
íhlutunarrétt um auðlindir hafsins á
þessu hafsvæði, bæði botnréttindi
sem önnur.
í upphafi viðræðnanna í gærmorg-
un ræddu Norðmennirnir um að þeir
myndu fara af landi brott um
klukkan 14. Síðan var brottför þeirra
frestað til klukkan 15 og hættu þeir
þá við flug yfir Jan Mayen-svæðið,
þar sem sovézkur fíoti er á
kolmunnaveiðum. I gær er Morg-
unblaðið fór í prentun var allt útlit
fyrir að ekki tækist að standa við þá
ákvörðun að Norðmennirnir færu
klukkan 15, en þá hafði vélritunar-
stúlka úr utanríkisráðuneytinu verið
kvödd á staðinn til þess að vélrita
uppkast að samningi.
FRÁ 1. júlí kostar mánaðar-
áskrift Morgunblaðsins kr.
3500 og í lausasölu kr. 180
eintakið. Grunnverð auglýs-
inga er kr. 2100 pr. dálka-
sentimetra.
Hrafnsfirði og fundið þar spor eftir
eitt dýr eða fleiri, 30—40 cm að stærð
og hefðu þau legið úr firðinum til
norðurs, en ljóst væri að þau hefðu
verið gömul. Einnig hefðu skipsmenn
svipast um á ströndinni um leið og
siglt var meðfram henni.
Nú er sá árstími að margir ferða-
menn dvelja í Jökulfjörðum og norð-
ar á Hornströndum og fara m.a.
hópar með Fagranesi um þessa helgi
og nokkrar næstu helgar, en skipið
heldur uppi áætlunarferðum frá ísa-
firði og norður um, en talið er að
ísbjarnarsporin séu frá því í vetur,
en rétt þótti að kanna hvort hugsan-
legt sé að dýr sé þar enn á ferli.
Vikur settur um borð ( skip ( Sundahöfn f vikunni.
Vikur f luttur út fyrir 3-400
milljónirkrónaáþessu ári
Varðskipsmerm kanna
ísbjarnarslóðirnar