Morgunblaðið - 17.08.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
5
Gallerí Suðurgata 7:
Alberto Cameiro sýnir
FÖSTUDAGINN 17. ágúst klukk-
an 20.00 opnar í gallerí Suður-
götu 7 sýning á verkum Portú-
galans Alberto Carneiro.
Hann er fæddur 1937 og hefur
unnið mikið af verkum sínum úr
náttúrunni. Þar styðst hann við
minningar frá æskuárum sínum
en hann bjó lengi vel í nánum
tengslum við náttúruna því faðir
hans er vínyrkjubóndi þar í landi.
Á sýningunni í gallerí Suðurgötu
eru nokkur verk úr stórri seríu
sem Carneiro nefnir Body Art /
Art Body. Carneiro hefur haldið
fjölda einkasýninga víðs vegar um
heim og hann var m.a. fulltrúi
Portúgals á Feneyja-Biennale
1976. Sýningin er opin daglega frá
kl. 16 til 22 og lýkur 27. ágúst.
Eitt verka listamannsins úr seríunni Body Art / Art Body.
V erðlaunaaf hending
á Reykjavíkurvikunni
DAGSKRÁ Reykjavíkurvikunn-
ar verður haldið áfram í dag.
Klukkan 16 verða afhent viður-
kenningarskjöl í Nauthólsvík, en
klukkan 17 til 19 verður kynnis-
ferð í Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur.
Þá verður Æskulýðsráð Reykja-
víkur með bátsferðir í Nauthóls-
vík á tímanum frá 17 til 19.
Fórst af slys-
förum í Alaska
MYNDIN er af Gísla Jóhanni
Yngvasyni, sem fórst af slysförum
í Alaska þann 31. júli' s.l.
Hann fæddist í Reykjavík
30.9.1947. Foreldrar séra Yngvi
Þórir Árnason og Jóhanna Helga-
dóttir, Prestbakka, Hrútafirði.
Hann lætur eftir sig eiginkonu.
Minningarathöfn fer fram í Seattle,
Bandaríkjunum.
Shirley MacLaine og Anne Bancroft fara með aðalhlutverkin í
kvikmyndinni „Á krossgötum", sem Nýja bíó sýnir um þessar mundir.
Nýja bíó:
Á krossgötum
NÝJA BÍÓ sýnir um þessar
rnundir bandarísku kvikmyndina
„Á krossgötum“ (The Turning
Point). Leikstjóri og framleið-
andi, ásamt Arthur Laurents, er
Herbert Ross en handritið er
einnig eftir Laurents. Búninga-
höfundur er Albert Wolsky.
Með helstu hlutverkin fara
Anne Bancroft, Shirley MacLaine,
Mikhail Baryshnikov og Leslie
Browne. I myndinni dansa ýmsir
þekktustu balletdansarar Banda-
ríkjanna fræg ballettverk við tón-
list ýmissa helstu tónskálda
heims.
„Á krossgötum" greinir frá
tveimur gömlum vinkonum sem
hittast eftir langt árabil. Báðar
hófu þær ballettnám í æsku og
störfuðu saman um tíma. Þó kom
þar, að önnur þeirra hætti að
dansa og gifti sig en hin hélt
áfram á listabrautinni. En nú er
hún komin á þann aldur að hún
verður að hætta hvort sem henni
líkar betur eða verr.
Athugasemd
frá Bjama
Braga
Jónssyni
Aðstandendur afmælisskemmtunar útimarkaðsins ræða við blaða-
mönn. Ljósm. Ól.K.M.
Afmælisskemmt-
un útimarkaðarins
í TILEFNI eins árs afmælis úti-
markaðsins á Lækjartorgi og í
tilefni af ári barnsins mun markaó-
urinn sjá fyrir skemmtun fyrir
börn í dag. föstudaginn 17. ágúst.
kl. 14 —16 á Lækjartorgi.
Útimarkaðurinn og nokkrir vel-
unnarar hans hafa annast allan
undirbúning. Meðal annars verður
komið upp nýstárlegu kúlutjaldi
sem félagar úr Spilaborg h.f. hafa
gert, kvenfélagið Hringurinn mun
baka kökur og sjá um að gefa
afmælisgestunum og Tóti trúður,
nokkrir spánskir leikarar og aðrir
skemmtikraftar munu sjá um fjörið.
Þá munu börnunum verða gefnar
pappahúfur og ýmislegt góðgæti.
Á blaðamannafundi sem aðstand-
endur þessarar skemmtunar héldu
vildu þeir taka það fram, að ef
einhver vildi koma niður á torgið og
skemmta börnunum þá væri það
velkomið. Einnig vildu þeir hvetja
afmælisgesti til að koma prúðbúnir
á skemmtunina.
Morgunblaðinu barst í gær eft-
irfarandi athugasemd frá Bjarna
Braga Jónssyni hagfræðingi
Seðlabanka íslands:
Hér með óska ég að koma á
framfæri leiðréttingu við frétt
blaðsins í dag um væntanlega
vaxtahækkun, en þessi frétt er til
þess fallin að valda þeim misskiln*
ingi, að ég hafi „lekið“ upplýsing-
um um tölulega hæð vaxtabreyt-
ingarinnar í fréttamann blaðsins.
Hið rétta er, að ég harðneitaði að
veita nokkrar upplýsingar þessa
efnis, þar sem málið er á algeru
undirbúningsstigi, svo og neitaði ég
að tjá mig um getgátu blaða-
mannsins. Aðspurður um reglur
vaxtabreytingarinnar, benti ég á
þær reglur, sem birtar hafa verið.
Mun átt við það í fréttinni, en hið
óheppilega orðalag „vaxtahækkun
þessi", geti bent til þess, að ég hafi
staðfest hina tölulegu hugmynd.
Þetta vil ég gjarnan, að komi
fram, þar sem það varðar nokkru,
að ekki sé álitið, að starfsmenn
opinberra stofnana bregðist trún-
aðarskyldu sinni.
Virðingarfyllst,
Bjarni Bragi Jónsson.
ÍS||1
i u « í *
M|«f
I
TOPPURINN
ffrá Finnlandi
Mér finnst
þessi mynd
bjartari
3ara
ábyrgð
á myndlamps
Serstakt
kynningarverö
Verö kr. 629.980.
• 26 tomimir
• 60% bjartari mynd
• Ekta viður
• Palesander, hnota
• 100% einingakarfi
• Gert fyrir fjarlægöina
• 2—6 metrar
Staðgr. kr. 598.000 #
Greiðslukjör frá
200.000 kr.ut
og rest á 6 mán
I # Fullkomin Þjónusta
Versliðisérverslun meó
LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI
BUÐIN
29800
Skipholti19