Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 31 —SSM———•MWWIWÍif: St- KR nýtti færin KR BÆTTI tveimur stig- um í sarpinn í gærkvöldi, með því að vinna 2—0 sigur á Víkingi í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Tvö mörk þeirra Sverris Herbertssonar og Jóns Oddssonar í fyrri hálfleik reyndust meira en til þurfti, en munurinn á liðunum fólst þó öðru fremur í því að KR-ingar nýttu betur færi sín. Jourie Ilichew, þjálfari Víkinga, mælti einhvern tíma í sumar þá óumdeil- anlegu speki, að lið sem nýtir ekki færin, hlýtur að tapa leiknum. Það er neyð- arlegt, þegar orð þjálfar- ans sannast á hans eigin liði, en þannig var það í gærkvöldi, Víkingar fóru ömurlega með nokkur góð marktækifæri. Nú geta KR-ingar haldið ótrauðir áfram, vonað að Val fatist flugið, en alla vega jafnvel hreppt Evrópusætið eftir- sóknarverða ef heppnin verður með. Væri það frá- bær árangur hjá liði sem lék í 2. deild á síðasta keppnistímabili. Oft brá fyrir góöum leikköflum úti á vellinum, hjá báðum liðum, oftar þó hjá Víkingi framan af. En uppi við markið vandaðist málið, lexíurnar höfðu þar greinilega verið erfiðar og Víkingarnir réðu illa við þær. KR-ingar voru heppn- ir að Arnþór Óskarsson sá ekki áberandi hendi á Sigurð Indriða- son á 4. mínútu á markteignum, en að öðru leyti voru færi Víkinga einkum fólgin í skotum Helga Helgasonar í hliðarnetið á 14. mínútu og Sigurláss Þorleifssonar rétt yfir á 16. mínútu. KR-ingar voru heldur minna með knöttinn, en þeim mun markvissari í sókn- araðgerðum sínum. Sverrir Herbertsson átti tvö skot rétt yfir á 21. og 26. mínútu, en á 36. mínútu gekk allt loks upp hjá honum. Það var Sæbjörn Guðmundsson, heilinn í KR-lið- inu, sem hóf sóknina við annan hornfánann á eigin vallarhelm- ingi. Hann lék þar snyrtilega á Jóhannes Bárðarson, sendi fram á Jón Oddsson á miðjum vellinum. Jón óð upp, dró að sér varnarmenn og renndi knettinum síðan til Sverris sem skaut frá vítateig, þrumuskoti sem sigldi rakleiðis í netið, 1—0. KR Víkingur 2:0 ^^ IIDróHirl Víkingarnir fengu sín bestu færi á næstu mínútunum, Hreiðar markvörður varði þá tvívegis meistaralega frá Hinrik Þórhalls- syni og Óskar Þorsteinsson komst einn í gegn, en brenndi illa af. KR-ingar ráku Víkingum því eitraðan löðrung þegar þeir skor- uðu sitt annað mark á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Jón Odds- son átti allan veg og vanda af markinu, hóf sóknina með fallegri sendingu út á vinstri kantinn til Elíasar Guðmundssonar. Elías lék upp og sendi vel fyrir markið, Sverrir Herbertson var í dauða- færi, en sparkaði í loftið, knöttur- inn barst því til Jóns sem hafði komið sér fyrir á líklegum stað við markteiginn og hann þurfti aðeins að snerta knöttinn til að skora, 2-0 fyrir KR. Síðari hálfleikur æxlaðist svo- lítið furðulega. Víkingar voru meira með knöttinn og léku oft laglega saman úti á vellinum, KR-ingar hins vegar náðu hár- beittum sóknarlotum öðru hvoru og áttu stórgóða spretti, þar sem þeir léku hörkugóða knattspyrnu. Snemma í hálfleiknum varði Dið- rik vel frá Erni Guðmundssyni og Birgi Guðjónssyni. Víkingar hlutu að fá færi og þá er helst að geta þegar Hreiðar markvörður KR fór í berjamó út í vítateiginn, ætlaði að spyrna frá fyrir utan línuna, en hitti ekki knöttinn sem barst inn fyrir hann, en hættunni var af- stýrt. Það var á 78. mínútu og 2 mínútum síðar skaut Sigurlás utan á vinkilinn úr aukaspyrnu, gott skot. Leiknum fór þó ört hrakandi þegar nær leikslokum dró og hefur rigningardemban haft sitt að segja þar, en svo brá við að varla stytti upp meðan leikurinn stóð yfir. Jón Oddsson átti síðasta færi leiksins, en Dið- rik varði vel skalla hans af stuttu færi. KR-liðið hefur vaxið mjög að undanförnu, ekki er vafi á því. Framan af voru heppnisstimplar á nokkrum af stigum þeim sem liðið hlaut en nú leikur liðið knatt- spyrnu sem hlýtur að teljast góð á okkar mælikvarða. Þeir Jón Odds, Elías og Sverrir voru allir hættu- legir í sókninni, Sæbjörn kvikur á miðjunni, ómælt efni þar, Ottó og Börkur voru og sterkir í vörninni og Hreiðar í markinu. Margir Víkingar lögðu til góða hluti t leiknum, en einhvern neista vantaði þó. Sóknin hafði ekki úr nógu að moða, og fór ekki nógu vel með það litla sem hún hafði. Vörnin galopnaðist nokkrum sinn- um. Óskar Þorsteinsson var frísk- ur framan af, Sigurlás átti spretti, Hinrik barðist vel og Diðrik átti góðan leik í markinu, varla hægt að saka hann um mörkin. 1 stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild KR — Víkingur 2—0 (2—0) Mörk KR: Sverrir Herbertsson (36. mín.), Jón Oddsson (45. mín.). Spjöld: Sæbjörn Guðmundsson KR Áhorfendur: 865 Dómari: Arnþór Óskarsson. - KK. Utimót í körfuum helgina ÚTIMÓT í körfuknattleik verður haldið í Njarðvík um helgina, en þar keppa m.a. 3 lið úr úrvalsdeildinni og tvö úr 1. deild. 6 lið keppa í tveimur riðlum. í A-riðli leika Njarðvík, Grindavík og Ármann en í B-riðli leika Valur, KR og B-lið Njarðvíkur. Njarðvíkingar sjá um mótshald þetta. __ 0 i^ ji ««C WmSmmm Úrslitakeppnin í 3. og 4. aldursflokkunum f knattspyrnu hófst f kvöld. Keppnin í 3. flokki fer fram í Kópavogi, en 4. flokkurinn keppir á Akureyri. Úrslit fyrstu leikjanna í gærkvöldi urðu þau, að í 3. flokki vann KR Þrótt frá Norðfirði með 5 mörkum gegn einu og Valur vann Þór frá Akureyri 3—1. í 4. flokki á Akureyri vann Valur Gróttu 5—2 og Víkingur og ÍA gerðu jafntefli, 2—2. Meðfylgjandi mynd tók RAX af viðureign KR og Þróttar í 3. flokki. Aðeins KR boðaði þátttöku í úrvaisdeðdinni f körfu! FYRIR nokkru rann út frestur sá, sem körfu- knattleiksliðin íslensku höfðu til þess að boða þátttöku sína í komandi Islandsmóti. Það er athyglisvert, að aðeins eitt lið úr úrvalsdeild tilkynnti þátttöku, 2 í 1. deild og 2 í 2. deild! Það var KR sem til- kynnti þátttöku sína eins og vera bar, en hinum lið- unum verður að öllum lík- indum gefin nýr frestur, ellegar verður íslandsmótið varla spennandi, KR gegn KR, gaman gaman. Það væri hægt að keyra mótið í gegn á einni helgi, eða jafnvel á einni kvöldstund. • óskar Þorsteinsson sækir að Hreiðari Sigtryggssyni markverði KR, en hafði ekki ermdi sem erfiði. Ljósm.: rax VÍKINGUR: Diðrik ólafsson 3, Gunnar Gunnarsson 1, Magnús Þorvaldsson 2. Róbert Agnarsson 2, Jóhannes Bárðarson 2, Heimir Karlsson 1, Hinrik Þórhallsson 3, Helgi Helgason 2, Ómar Torfason 2, Sigurlás Þorleifsson 2, óskar Þorsteinsson 2. KR: Hreiðar Sigtryggsson 3, Sigurður Pétursson 2. Sigurður Indriðason 2, Ottó Guðmundsson 3, Börkur Ingvarsson 3. Sæbjörn Guðmundsson 3, Birgir Guðjónsson 2, Stefán Örn Sigurðsson 1. Elías Guðmundsson 3, Jón Oddsson 3, Sverrir Herbertsson 3, Örn Guðmundsson (vm) 1. DÓMARI: Arnþór óskarsson 3. Arfgeng hola í höggi KNÚTUR Björnsson, GS, fór holu í höggi á 3. braut Leiruvallarins fyrir skömmu, en þá var haldin keppni milli GS og GK. Sonur Knúts, Sæmundur. fór einnig holu í höggi fyrir skömmu og var það á 7. braut á Ilvaleyrarholtsvelli. Hefur pabbi ekki viljað vera lakari og lék því afrekið eftir stráknum. Þess má geta, að GS vann keppni þessa við GK með 1943 höggum gegn 2037, en keppendur voru samtals 64. I beinu framhaldi má geta þess, að hin opna Smyrn- off-golfkeppni sem er öld- ungakeppni, verður haldin á Leiruvelli á morgun og hefst hún klukkan 13.30. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Á sunnudaginn klukkan 9.30 hefst síðan opin unglingakeppni, 21 árs og allt þar fyrir neðan. Keppt verður í 5 manna sveitum um hinn svonefnda Flugfélags- bikar og 27 holur verða leiknar. FIRMAKEPPNI I KNATTSPYRNU Knattspyrnudeild Hauka gengst fyrir firmakeppni í knattspyrnu á Hvaleyrarholtsvelli, dagana 1. og 2. sept. ’79. Leiktími veröur 2x30 mínútur, 11 manna lið og frjálsar innáskiptingar. Þátttökugjald kr. 30.000.- Þátttaka tilkynnist í síma 50893, fyrir 25. ágúst ’79.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.