Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 Viðurkenningar Umhverfismálaráðs: Fegursta gatan, besti að- búnaður barna og besti aðbúnaður á vinnustað MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Um- hverfismálaráði Reykjavfkur vegna viðurkenninga á snyrtilegu umhverfi og góðum aðbúnaði á vinnustöðum og einnig fyrir góða aðstöðu fyrir börn á fbúðarhúsa- lóðum: Umhverfismálaráð Reykjavíkur- borgar hefur að venju undirbúið afhendingu sérstakra viðurkenn- inga fyrir snyrtilegt umhverfi á afmælisdegi Reykjavíkur, laugar- daginn 18. ágúst. Verða viðurkenningarnar af- hentar sem liður í dagskrá Reykja- víkurvikunnar á Kjarvalsstöðum kl. 15 á laugardag og hafa frétta- menn og ljósmyndarar verið boðn- ir þangað. Að þessu sinni var ákveðið að breyta nokkuð út af vananum varðandi þessar viðurkenningar og í stað þess að veita viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi stofnun- ar og fagurt hús, var nú leitað að íbúðarhúsalóð í borginni þar sem segja mætti með réttu að væri bestur aðbúnaður barna og enn- fremur að fyrirtæki sem býður starfsmönnum sínum hvað bestan aðbúnað á vinnustað. Einnig var valin fegursta gáta Reykjavfkur, svo sem verið hefur. Að tilnefning- um þessum unnu sérstakar þriggja manna nefndir á vegum ráðsins og kembdu þær borgina. Féllst um- hverfismálaráð á tillögur þeirra s.l. miðvikudag. Bestan aðbúnað barna á fbúðar- húsalóð tilnefndu Einar E. Sæ- mundsen (frá barnaársnefnd Arki- tektafélags íslands) Kristín G. Jónsdóttir (frá Fóstrufélaginu) og Anna Kristbjörnsdóttir (frá leik- vallanefnd Reykjavíkurborgar). Fyrir valinu varð leiksvæði og garður við fjölbýlishúsin 62—100 við Hraunbæ. í greinargerð segir að lóðin sé dregin fram sem full- trúi flestra lóðanna við Hraunbæ og Rofabæ, en þar hafa íbúarnir af mikilli framsýni og dugnaði látið útbúa lóðirnar á fjölbreytilegan og þroskandi hátt fyrir börnin í hverfinu. Lóðin er ætluð til leiks og útivistar allan ársins hring. Þess sjást og greinileg merki, að lóðin er mikið notuð. Efnisval er að mati nefndarinnar heppilegt, jarðvegur hefur verið mótaður og mishæðir nýttar til fjölbreyttra leikja jafnt á vetrum og sumrum. Gras er á allri lóðinni nema þar sem meira slit er svo sem á boltavelli sem er malbikaður og á stígum. Trjágróð- ur er einnig á lóðinni. Leiktækjum er í hóf stillt en form landsins þeim mun betur nýtt en þau búa yfir margvíslegum leikkostum. Lóðin er snyrtileg og viðhald gott. Skipulag lóðar var unnið af Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt 1970 en framkvæmdir annaðist Þór Snorrason skrúðgarðyrkjumeist- ari. Ibúar annast viðhald lóðarinn- ar sjálfir. Hið nýja frystihús (sbjarnarins í Örfirisey varð fyrir valinu sem Bestur aðbúnaður á vinnustað er að mati Umhverfismálaráðs f frystihúsi (sbjarnarins. Sæviðarsund. Fegursta gata höfuðborgarinnar að mati Umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar. Ljósm. Mbl. Ólafur K. Mag. það fyrirtæki sem býður starfs- mönnum sínum bestan aðbúnað á vinnustað. Að tilnefningu unnu Guðjón Jónsson, formaður nefndar um aðbúnað á vinnustöðum, Magn- ús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, varaformaður VR, og Gísli Kristjánsson, starfsmaður borgar- verkfræðings. í greinargerð segir að hjá fisk- verkunar- og útgerðarfyrirtækinu ísbirninum sé alit til slíkrar fyrir- myndar varðandi umhverfi starfs- fólks að sjálfsagt sé að vekja þar athygli á með því að veita fyrir- tækinu viðurkenningu. Fyrir valinu sem fegursta gata Reykjavíkur 1979 varð Sæviðarsund og segir í greinar- gerð að garðar séu þar snyrtilegir og nokkuð gróskumiklir og heildar yfirbragð götunnar sé mjög sam- stætt og gott. Við Sæviðarsund er eingöngu íbúðabyggð, einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús en einnig íþróttasvæði. Að tilnefningu unnu Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, Gunnar Helgason forstöðumaður Ráðningarstofunnar og Pétur Hannesson, deildarstjóri hreinsun- ardeildar. Viðurkenning fyrir góðan aðbúnaö barna á fbúðarhúsalóð féll f skaut fbúanna við Hraunbæ 62 til 100. GRUNDIG 20"4632 Loekkun kr.91.500. Núd kr.569.700. Vildarkjör Nesco % Útborgun: Mánaðargr.: 20% kr. 115.000 2 X kr. 228.000 30% kr. 170.000 3 X kr. 133.000 40% kr. 228.000 4 X kr. 86.000 50% kr. 285.000 5 X kr. 57.000 60% kr. 342.000 Frjálst innan árs 100% kr. 541.200 (5% staðgr.afsl.) VEXTIR OG KOSTNAÐUR EKKI INNIFALIÐ. • Línumyndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFCog AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Þráðlaus fjarstýring. (Innrauður geisli). • Sjálfvirk miðstilling. Tölva sem stillir liti, birtu og hljóð eins og best verður á kosið, strax við gangsetningu. • Tölvubúinn, sjálfvirkur stöðvaveljari með minni. • Valhnotukassi eða silfur og svart. Stærð 57 X 42 X 45 cm. 0PNA ÖLLUM MÖGIILEIKA. ■MaiKMI GIUM FYRIR UUK NESCO VÖRUR ADHRMUEn Nesco YFIR KR.100.000. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.