Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 25
25 toORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 fclk í fréttum í Downing strœti númer 10 * Hinn Þeldökki forsstisráðherra Zimbabwe — Rhodesíu, Abel Muzorewa biskup, kom fyrir nokkru til Bretlands, til að ræða við frú Thatcher forsætisróðherra og Lord Carrington utanríkisráðherra um að aflétta viöskiptabanni Breta á land hans. Þegar hann hvarf af fundi Bretanna ku biskupinn ekki hafa verið alveg vonlaus um breytta stefnu og vinsamlegri af hálfu Breta. — En ekki voru margir dagar liðnir er Afríkuríki innan vébanda brezka samveldisins sögöu aö brezka stjórnin myndi mæta harðri afstöðu gegn slíku uppátæki frá Afríku löndum. Sóru eið og riðu af stað + Amerískir hestamenn, tíu talsins, lögðu fyrir nokkru upp í langferð til minningar um gamalkunna landpóstaleið, nær 2000 mílna langa, frá bænum St. Josep í Montanafylki og suöur til borgarinnar Sacramento í Kaliforníu. — Áður en ferðin hófst voru hestamennirnir látnir sverja eið par sem peir meðal annars hétu Því aö Þeir myndu ekki bragða áfengi á leiöinni, sem taka mun um sex vikur, eða setjast aö fjárhættuspili. Hverjum manni var síðan afhent eintak af Biblíunni, til að hafa með sér á hinni gömlu póstleiö. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU r Umferðarnefnd Ibúasamtaka Þingholtanna: Eftirmáli við bruna að Þing- holtsstræti 23 íbúasamtök Þingholtanna hafa um alllangt skeið unnið að því að fá afnumda tvístefnu á götuspott- anum milli Bókhlöðustígs og Spítalastígs, þótti okkur sem við- brögð borgaryfirvalda við þessari sjálfsögðu beiðni yrði einskonar prófmál á samstarf íbúasamtak- anna og borgaryfirvalda á sviði gatnamála í framtíðinni. Það er skemmst frá að segja, að Umferð- arnefnd Reykjavíkurborgar tók óskir okkar fyrir og gaf jákvæða umsögn. Það þýðir væntanlega, að framkvæmdin á ekki að vera vandkvæðum bundin. Síðan fer málið til Borgarráðs og þar slátr- ar „vinstri meirihlutinn" tillögum okkar. Okkur sem höfum starfað að umferðamálum á vegum íbúa- samtakanna þykir hart að una því að lýðræðið sé þannig fótum troðið. Eða hver getur betur sagt um ástand mála en það fólk sem býr við umtalaðar götur? En þrátt fyrir undirskriftir og bréf var erindi okkar neitað. Þingholtsstræti 23 brennur og spottinn kemst óvænt í fréttir Síðastliðið sunnudagskvöld kemur upp eldur í húsi nr. 23 við Þingholtsstræti. Eldurinn var orð- inn mjög magnaður, húsið nær alelda þegar slökkvistarf hófst. Við vorum þarna nokkur úr íbúa- samtökunum með þeim fyrstu á vettvang af þeirri einföldu ástæðu að við búum í næsta húsi. Okkar fyrsta verk eftir að hafa hringt á brunaliðið var að fara út á götu og koma bílum í burtu sem höfðu bókstaflega lagt við brennandi húsið. Og þar með er umdeildur spotti kominn aftur í fréttirnar. Við staðhæfum nefnilega að það umferðaröngþveiti sem ríkir ein- mitt á þessum stað, átti stóran þátt í að tefja slökkvistarfið. Við leyfum okkur að vitna beint í varaslökkviliðsstjóra: „Gunnar varaslökkviliðsstjóri kvartaði mjög undan því að erfitt hafi verið að komast að húsinu er meira lið var kallað á staðinn vegna bfla og fólksfjölda á nærliggjandi götum. Nú er rétt að benda á það að bruninn átti sér alls ekki stað á þeim tíma dags sem mest er umferð um spottann umdeilda. Hvernig hefði slökkviliðinu þá gengið að komast að hinu brenn- andi húsi? Við eigum bágt með að trúa öðru en þeir aðilar sem felldu erindi okkar í Borgarráði, hafi vonda samvisku þessa dagana. Falsar slökkviliðið bækur sínar? Á fundi sem umferðarnefnd samtakanna hélt kvöldið eftir brunann, lýstu fundarmenn yfir undrun sinni á þeirri fullyrðingu að slökkviliðið hafi verið þrjár mínútur á staðinn. Jafnvel Dag- blaðið sem á sínum tíma gagn- rýndi fréttaflutning erlendra aðila í fiskveiðideilunni við Breta sér enga ástæðu til að rengja „bækur slökkviliðsins". Ja, það eru merki- legar bókmenntir það. Félagar okkar í íbúasamtökunum fullyrða að liðnar hafi verið allt að tíu mínútur, ef ekki meira, þar til slökkviliðið kom á staðinn og talað er um fimmtán mínútur þar til slökkvistarf hófst af fullum krafti. Eins og áður er sagt er augljóst að umferð bíla og manna tafði slökkviliðið. Við skiljum hins veg- ar ekki hvaða ástæðu slökkviliðs- menn hafa ti! þess að vera að rugla með þrjár mínúturnar. Sér- staklega viljum við í íbúasamtök- unum undirstrika af hve miklu fumleysi og vaskleik slökkviliðs- menn gengu fram. Enda var eldur- inn slökktur á skömmum tíma. Á hinn bóginn verður að draga lærdóm af bruna sem þessum, og ef eitthvað á að lærast þá verða allar staðreyndir að vera á hreinu. Okkur í íbúasamtökunum þykir sýnt að öryggismál séu ekki í nógu góðu lagi í hverfinu. Hvað hefði t.d. gerst hefði húsið sem brann verið fullt af fólki í stað þess að standa autt? Hvað hefði gerst ef brunnið hefði á þeim tíma þegar mest er umferðin á spottanum, og í þokkabót hefði verið austan rok? Það er álit okkar að öryggismál hverfisins þurfi að endurmeta, bæði með tilliti til aukinnar um- ferðar um hverfið og aukinnar búsetu barnafólks. Nr. 23 hefur brunnið áður og hér á næstu slóðum hafa brunnið mörg hús. Okkur þykir því vera kominn tími til að þessi mál séu endurskoðuð. Þá þykir okkur fróðlegt að fá að heyra eitthvað frá slökkviliðs- stjóra eða varamanni hans, um það hvort lið þeirra hefur nóg vatn ef hér yrði stórbruni. Við heyrðum nefnilega ekki betur en að slökkviliðsmenn kvörtuðu und- an vatnsleysi. Og hvers vegna, með leyfi að spyrja, var brunahan- inn við húsið nr. 23 ekki notaður fyrr en á lokastigi slökkvistarfs- ins? Stefna borgarstjórnar Það er yfirlýst stefna borgar- stjórnar að stuðla að aukinni búsetu í gömlu hverfunum. En við fáum ekki séð að þeir háu herrar sem ráða málum, meti það mikils að fólk setjist að í gamia bænum. Alla vega hefur engu verið hnikað til í umferðarmálum þrátt fyrir bænaskjöl og bréf. En á sama tíma og við erum að drukkna í umferð, sem er hverfinu alls óvið- komandi, er verið að leyfa ný fyrirtæki í hverfi okkar sem allir vita að kalla á aukna bílaumferð. Okkur virðist því sem stefna borgarstjórnar um að auka og þétta byggð í gömlu hverfunum hafi ekki verið hugsuð til enda. Að lokum viljum við skora á ráðamenn í umferðarnefnd, í um- ferðarráði, hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, í borgarráði og borgarstjórn og skoða nú hug sinn. Eigum við sem byggjum gamalt hverfi ekki sama rétt og aðrir borgarbúar til nokkurs öryggis og næðis? Umferðarnefnd íbúasamtaka Þingholtanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.