Morgunblaðið - 17.08.1979, Síða 8
g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979__
Undirbúningur er hafinn að
komu flóttafólks frá Vietnam
„Við höfum fyljfst með því hjá RKÍ hvernig
flóttamannavandamálið í Suð-Austur Asíu hefur orðið
sífellt alvarlegra og höfum, ekki síður en aðrir
íslendingar, alið þá von í brjósti að mögulegt væri að
leysa málið með milliríkjasamningum í þessum
heimshluta,“ sagði Eggert Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Rauða Kross íslands er Mbl. leitaði frétta hjá
honum um komu flóttafólksins frá Víetnam.
„Persónulega hræddist ég þá tilhugsun, að ef
flóttafólk kæmi hingað, myndi það mæta hér andúð,
sem myndi gera líf þess hér óbærilegt og skapa ýmis
vandamál.'4
Að sögn Eggerts fellur flóttafólk í heiminum undir
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og er þeirra
sambandsaðili, hér eins og annars staðar, ríkisstjórn-
in. Það er því ríkisstjórnanna að ákveða móttöku
flóttafólks og hvernig að henni skuli staðið.
„Ríkisstjórnin ákvað að biðja Rauða krossinn að
annast þetta fyrir hönd þjóðarinnar og var það
sjálfsagt mál að verða við því, hversu erfitt sem
verkefnið kynni að líta út fyrir að vera.
Reyna veröur aö hjálpa flóttafólkinu aó veröa nýtir borgarar, og Þá launaö hæliö ríkulega.
Um þær mundir sem ríkis-
stjórnin var að ræða þetta mál,
sat ég á fundi í Genf, í aðalstöðv-
um Rauða krossins, raunar út af
allt öðrum verkefnum, sem ég
hef tekist á hendur. Á sama tíma
stóðu yfir árlegir fundir neyðar-
hjálparnefndar og þróunarhjálp-
arnefndar og því voru þar stadd-
ir fulltrúar nokkurra þeirra
landa, sem mest hafa lagt af
mörkum til lausnar flótta-
mannavandamálsins, eða eiga
við slíkan vanda að stríða. Einn
morguninn kvaddi alþjóðaráðið
alla þessa fulltrúa til fundar til
að ræða um fyrirhugaðar að-
gerðir. Á þessum fundi varð mér
ljóst að Islendingar gætu ekki
skorist úr leik með að leggja sitt
af mörkum til lausnar flótta-
mannavandamálinu, og jafnvel
að taka á móti einhverjum, sem
hingað kynnu að vilja koma. Að
hlusta á fulltrúa Rauða krossins
í Malaysíu lýsa ástandinu, hinni
síþyngjandi byrði og landa-
mæraerjum sem rynnu í kjölfar-
ið, varð til þess að ég gerði mér
ljóst að við gætum ekki setið hjá
aðgerðarlaus, því hér væri ekki
eingöngu um mannúðarmál að
ræða, heldur mætti líkja þessu
við tímasprengju, sem þá og
þegar gæti brotist út í enn
hryggilegri hildarleik en þegar
er orðinn."
Sagði Eggert að tilvist hins
gífurlega fjölda flóttafólks í
Malaysíu og Thailandi væri
sýnilega farin að gera þjóðirnar
örvinglaðar eins og sjá mætti á
því er flóttafólkið var hrakið yfir
landamærin, þvert ofan í allar
mannúðarreglur.
„Fólkið í þessum löndum
verður ekki ásakað, því það hafði
gert allt sem það mátti, en nú
virtist mælirinn fullur," sagði
Eggert.
Að sögn Eggerts lá greinilegur
ótti í andrúmsloftinu, þegar
Rætt við
Eggert
Ásgeirs-
son
fram-
kvæmda-
stjóra RKÍ
Thailendingar, Malaysíumenn,
Singaporbúar, Indónesíumenn
og Filippseyjamenn ræddu um
málið. Aðrir, sem málið snerti
óbeint, ræddu um mannréttindi,
sem fótum væru troðin og nýr
hildarleikur á borð við stormbyl
síðari heimsstyrjaldarinnar
væri í aðsigi.
Flóttafólkið á ekki
afturkvæmt heim
„Það virðist augljóst að flótta-
fólkið á ekki afturkvæmt heim,
það er í nauð og það verður að
heimsvanda, nema því sé séð
fyrir hæli.“
Sagði Eggert að þegar honum
bárust fréttir um ákvörðun
ríkisstjórnarinnar og hann var
beðinn um að kynna sér málið og
hvers bæri að gæta við val og
flutninga fólksins til Islands
hefði það cerið augljóst, að
öllum, sem hann ræddi við í
Genf og á Norðurlöndum. hefði
verið umhugað um að aðgerð
okkar tækist sem best.
Margir hafa gert mistök, þcí
unnið hefur verið að málum af
skammsýni í mörgum löndum.
Flóttafjölskyldum hefur verið
sundrað, sjálfsákvörðunarréttur
fólksins fótum troðinn. Unga
fólkið og menntaða fólkið hefur
verið valið, en hið aldraða og
sjúka skilið eftir. Öðrum hefur,
með markvissu starfi og aðgæslu
við hvert fótmál og virðingu
fyrir flóttafólkinu, tekist á
undra skömmum tíma að hjálpa
flóttafólkinu að vera nýtir borg-
arar, sem launað hafa hælið
ríkulega. Það er þetta verk, sem
við nú stöndum frammi fyrir og
við, sem að þessum málum
höfum starfað, erum fullkom-
lega sannfærð um að vel muni
takast, en til þess þarf að fá
hjálp," sagði Eggert.
„Hjálpin, sem þörf er fyrir er
fyrst og fremst miskunnsemi og
velvild. Ef við leggjumst öll á
eitt um að taka vel á móti
þessum gestum okkar, leyfum
þeim að kynnast hinu góða í fari
manna hér á landi og ef bróð-
urþel nær til þessara minnstu
bræðra okkar, þá er ég fullkom-
lega sannfærður um að vel geti
tekist."
Undirbúningur móttök-
unnar hér þegar hafinn
„Það er mikill vandi á höndum
þeirra, sem fara til að kynna
landið og velja fólk til fararinn-
ar til íslands, því á þeim byggist
hvort valið tekst vel,“ sagði
Eggert ennfremur.
Sagði Eggert að nokkrar
ákvarðanir hefðu þegar verið
teknar af hálfu RKÍ og ríkis-
stjórnarinnar í þessu sambandi
og hafði séra Sigurður H. Guð-
mundsson ritari RKÍ verið kjör-
inn til að stjórna þessu máli af
hálfu stjórnar félagsins.
„Framkvæmdastjóri í þessu
verkefni er Björn Þórleifsson
félagsráðgjafi, deildarstjóri RKI
og fyrrum félagsmálastjóri á
Akureyri. Hann og Björn Frið-
finnsson gjaldkeri RKI verða
fulltrúar ríkisstjórnarinnar og
RKÍ með umboði til að velja
flóttafólkið og stjórna heimför-
inni. Þeir munu fara til Kuala
Lumpur í Malaysíu hinn 29.
ágúst, með skammri viðkomu í
Genf, þar sem þeir munu ræða
við Alþjóða Rauða krossinn og
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna. Heimferðardagurinn
er að verða ljós og hafinn er
undirbúningur móttökunnar hér,
en til þess verks þarf margar
hendur, en segja má þó að verkið
sé komið á góðan skrið."
Fleiri þjóðum að
verða ljós skylda
sín í málinu
„Alþjóðlegur fundur um
flóttamannamálið var haldinn í
Genf í lok síðasta mánaðar og
segja má að með honum hafi
orðið tímamót í sögu málsins.
Dregið hefur úr flóttamanna-
straumnum og miklu fleiri þjóð-
um orðið ljós skylda sín í málinu
og hafa því ákveðið að taka á
móti fleira fólki en áður. Margar
þjóðir, sem aldrei hafa tekið á
móti flóttamönnum eru nú farn-
ar að búa sig undir slíkt," sagði
Eggert.
Að sögn Eggerts var á fundin-
um ákveðið að Alþjóða Rauði
krossinn skuli með aðstoð lands-
félaga sinna takast á herðar
margvísleg verkefni tið aðstoðar
stofnunum Sameinuðu þjóðanna.
í fyrsta lagi munu Rauða
kross félögin (eða Rauði hálf-
máninn, en svo kallast þau í
Múhameðstrúarlöndunum,
þangað sem fólkið hefur flúið)
auka hjálparstarfið í móttök-
unni og sjá um að láta flóttafólk-
inu í té nauðþurftir, þ.e. byggja
skýli yfir það, láta þvi í té
læknishjálp, félagslega aðstoð og
aðstoða það við að halda uppi
sambandi við ættingja og vini,
en að sögn Eggerts krefst slíkt
hjálparstarf talsverðra fjár-
muna, mannafla og tækja.
í öðru lagi munu Rauða kross
félög í löndunum, sem bjóða
flóttafólkinu hæli, auka aðstoð
sína við móttöku þess, og gjarn-
an taka á sig framkvæmdina að
öllu leyti með svipuðum hætti og
hér gerist.
í þriðja lagi mun Alþjóðaráð
Rauða krossins hefja víðtæka
leitarþjónustu, koma boðum á
milli skyldmenna og annast
sameiningu sundraðra fjöl-
skyldna, með aðstoð Rauða kross
félaga í öllum viðkomandi lönd-
um Flóttamannastofnunarinnar.
í fjórða lagi mun Alþjóðaráð
Rauða krossins gera sitt ýtrasta
til að koma hjálp til fórnar-
lamba ófriðarins í Kambódíu
(Kampútseu) og undirbýr nú
sendingu læknishjálpar, lyfja og
matvæla.
„Að lokum má geta þess að
alþjóðasamtök Rauða krossins
vinna nú að því að aðstoða þau
lönd, sem eru í neyð eftir lang-
varandi ófriðarbál eða sem eru
mergsogin eftir langvarandi
flóttamannastraum, að koma
málum sínum í lag,“ sagði Egg-
ert.
„Nú stöndum við íslendingar
frammi fyrir því að vinna hjálp-
arstarf fyrir fólk í neyð á okkar
eigin landi. Við höfum hingað til
borið gæfu til að geta sent
aðstoðina með flutningatækjum
til annarra landa. Við eigum
mikið inni hjá forsjóninni og
sýnum því í verki, að við séum *
mem tll aft endurgjalda," sagfti f
lokum, &