Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 10

Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 562 sæta Boeing-vél Eitt af því sem tekur einna örustum breytingum í dag eru flugvélar. Þar er Boeing 747 engin undantekning. Á meðfylgjandi mynd má sjá að upphaflega útgáfan hefur bæði verið minnkuð og stækkuð. Nú hefur verið hönnuð 562ja sæta vél þar sem m.a. er gert ráð fyrir 70 sætum á efri hæðinni. Forsenda tækniframfaranna er hins vegar trygg sala fyrri framleiðsluvara. Nýlega afhentu Boeing-verksmiðjurnar 1500 vélina af gerðinni B-727 og var það Unitedairlines sem fékk þá vél, eina af 200 sem þeir hafa fengið á um 11 árum. Svo virðist sem vinsældir þessarar vélar séu enn allmiklar því í dag eru um 200 í pöntun hjá verksmiðjunum. Nýjung í vöru- flutningum Vöruflutningar taka stöðugt framförum. Nú nýlega eru komnir á markaðinn flutningavagnar sem bæði eru á venjulegum hjólbörðum og járnbraiitarhjólum. Ætti þetta að einfalda alla vörumeðferð þar sem það á við. Aukast þjóðartekjurnar ekkert á næsta ári? Þjóðarframleiðslan í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi mun í heild aukast um 4% á þessu ári á móti 2,4% á því síðasta. A næsta ári er gert ráð fyrir 3,75%< aukningu þjóðarframleiðslunnar í þessum fjórum löndum í heild. Samsvarandi tölur fyrir ísland eru 4,1% 1978, 2% 1979 ogO—1% 1980. Þessar tölur segja þó ekki allt um hversu mikið er til ráðstöfunar á hverju ári. Það sem vantar er að taka tillit til áhrifa viðskiptakjarabreytinga og þar sem þau hafa verið okkur afar óhagstæð að undanförnu má gera ráð fyrir því að raunverulega verði um samdrátt að ræða hjá okkur á næsta ári. Flugleiðir í Þýskalandi: Samdráttar hefur orð- ið vart í fyrsta skipti Samskipti íslendinga og Þjóð- verja á sviði flugmála standa á gömlum merg. Til að afla frétta um þróun þessara mála ræddi Viðskiptasíðan við Werner Uoenig framkvæmdastjóra Flug- leiða í Hamborg. Hann sagði að Loftleiðir hefðu flogið til Ham- borgar á árunum milli 1953—1963 og Flugfélagið flaug þangað á árunum 1955—1961. Byggðist þetta flug á loftferða- samningi Þjóðverja og íslend- inga sem kveður á um allt að 6 ferðir á sumrin og fjórar ferðir að vetri. í dag fljúga vélar félags- ins til Frankfurt og Dtisseldorf að sumrinu. Hafa þessir áfanga- staðir reynst vinsælir bæði hjá~~ Þjóðverjum og íslendingum. Meginverkefni hinna 46 starfs- manna okkar hefur þó verið tengt markaðsöflun í sambandi við N-Atlantshafsflugið frá Luxemburg og höfum við m.a. eigin skrifstofur í Frankfurt, Diisseldorf og í Vín í Austurríki. Auk þessara landa nær markaðs- svæði Hamborgarskrifstofunnar til Austur-Evrópulandanna og hafa samskiptin við þau ávallt verið hin beztu. Hr. Werner Hoenig Hver hefur þróunin verið á N-Atlantshafsflugleiðinni á þessu ári? Allt fram á þetta ár jókst fjöldi farþega á þessari leið en nú hefur samdráttar orðið vart. Aðal- orsök þess er aukið frjálsræði sem fylgt hefur í kjölfar breyttrar stefnu Bandaríkjastjórnar en þetta hefur gengið út í öfgar. Er nú svo komið að fargjaldatekjur félaganna duga ekki fyrir útgjöld- um. Olíuhækkunin og stöðvun DC-10 vélanna í upphafi háanna- tímans hafur svo leitt til enn verri skilyrða. Einnig má geta þess að nýlega hófst beint flug milli Var- sjár og New York og einnig milli Prag og New York. Hefur því farþegum frá Austur-Evrópu fækkað verulega. En sem betur fer hefur þróunin ekki verið öll í þessa átt og má nefna sem dæmi að farþegum Air Bahama frá Þýskalandi hefur fjölgað um 400% á þeim 10 árum sem boðið hefur verið upp á Bahamaeyjar sem áfangastað. Einnig hefur ferða- pakka sem við köllum „litlu heimsferðina" verið mjög vel tek- ið. Þá er farið til íslands, Banda- ríkjanna og Bahamaeyja og geta ferðamennirnir stoppað misjafn- lega lengi á hverjum stað og ferðast t.d. um Bandaríkin að eigin ósk. Fólki hefur þótt at- hyglisvert að geta verið í snjó í Reykjavík, rigningu í New York og sól á Bahamaeyjum en einnig hefur lág staða dollarans styrkt stöðu okkar á markaðinum sagði Hr. Hoenig. Lífleg fasteignasala Til að grenslast fyrir um hvernig ástandið væri á fast- eignamarkaðinum f dag ræddi Viðskiptasíðan við fulltrúa þriggja fasteignastofa í Reykja- vík. Þorsteinn Steingrfmsson hjá Fasteignaþjónustunni sagði að salan hefði verið mjög góð í sumar og t.d. hefði júlí aldrei verið betri. Hann sagði að salan væri jöfn í öllum stærðum íbúðarhúsnæðis og einnig væri töluverð hreyfing á atvinnurekstrarhúsnæði. Við höfum ekki orðið varir við að fólk haldi að sér höndum vegna vaxta- breytinganna að undanförnu sagði Þorsteinn að lokum. Ágúst Hróbjartsson hjá fast- eignasölunni Samningar og fast- eignir sagði að venjan væri sú að sumrin væru daufasti tími ársins og væri svo einnig nú. Annars er mjög mikil eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði í dag en framboðið aftur á móti lítið. Ágúst nefndi sem dæmi að 115 mz íbúð með bílskúr hefði kostað um 15 millj. kr. fyrir um ári en í dag væri verðið komið upp í um 26 millj. kr. og þrátt fyrir þessa 73% hækkun væri útkoman lélegri í ár en í fyrra. Það er athyglisvert að það er ríkið sjálft sem býr til þessa miklu hækkun með t.d. alltof mikilli hækkun brunabótamats á milli ára, sagði Ágúst Hróbjarts- son. Gunnar Þorsteinsson hjá Laufási sagði að mikið hefði verið að gera hjá þeim í júní en síðan hefði dregið úr eftirspurninni í júlí. Hins vegar finnst mér vera að lifna yfir þessu aftur núna. Ég reikna fastlega með að væntanleg- ar breytingar á skattalögunum þar sem kveðið er á um verðtrygg- ingu eftirstöðva af íbúðarverði muni leiða til eðlilegs viðskipta- ástands á þessum markaði. Það má segja að þar séu bæði hags- munir kaupenda og seljenda tryggðir því samfara verðtrygg- ingunni mun útborgunin lækka. Með tilliti til þessa lízt mér bara vel á framtíðina sagði Gunnar. Útflutningur sjávarafurða til V-Þýskalands: Aukin samkeppni frá Kanadamönnum í yfir tvo áratugi hefur Sambandið starfrækt skrifstofu í Hamborg. í samtali er Viðskiptasiðan átti við Gylfa Sigurjónsson framkvæmdarstjóra Ham- borgarskrifstofunnar kom fram að hún starfar bæði sem innkaupa- og sölu- skrifstofa. Auk Gylfa starfar Ragnar Sigurjóns- son á skrifstofunni og tveir ritarar. Hann sagði að helztu útflutningsvör- urnar væru lambakjöt, ull- arfatnaður, hestar og sjávarafurðir. A undanförnum árum hefur verið unnið mark- visst að því að kynna lambakjötið og finna því góðan markað. Kjötneyzlan á hvern íbúa í V-Þýska- landi hefur aukist úr 81 kg 1976 í 89,2 kg 1978 en því miður er hlutur lamba- Gylfi Sigurjónsson framkvæmda- stjóri, Ilamborg. kjötsins aðeins 800 gr. og hafði aukist úr 600 gr. 1976. Að þessu leyti hefur þróun- in verið jákvæð en við höfum ekki getað verið samkeppnisfærir í verði. Hér er miðað við heims- markaðsverð en það ræðst aðallega af verði nýsjá- lenska kjötsins. Vegna þessa hefur hlutur okkar verið hverfandi þegar litið er á markaðinn í heild. Vaxandi áhugi er á íslenska hestinum á meginlandinu og einnig stefnir í rétta átt með útflutning ullarfatn- aðar. Hins vegar hefur orð- ið vart vaxandi samkeppni í sölu sjávarafurða. Bæði við sölu á frystri síld og grásleppuhrognum höfum við orðið varir við það að Kanadamenn bjóða þessar vörur á lægra verði og mun því salan á grásleppu- hrognum verða með minna móti í ár. Það er athyglis- vert hvað Kanadamenn í skjóli ríkisstyrkts sjávar- útvegs eru orðnir stórtækir útflytjendur sjávarafurða og eru að verða sífellt hættulegri keppinautar fyrir okkur, sagði Gylfi Sigurjónsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.